Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 23

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 23
h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 23 ir óbeinan hag af að standa sig vel í greiðslumati, en endanleg ábyrgð af niðurstöðu þess lendir á húsbréfa- deildinni. Gagnvart íbúðarkaupand- anum vinnst að hann á öll sín við- skipti á sama stað og ætti að fá bæði persónulegri og greiðari þjón- ustu en unnt er að veita í núverandi kerfi. Ingi Valur telur hætt við að ef lánastofnanir taka alveg við hús- bréfaútgáfu og ríkisábyrgð falli nið- ur geti fylgt því mismunun eftir búsetu lántakenda. Veðhæfi eigna viða um landið kynni að verða ve- fengt vegna markaðsaðstæðna. Steingrímur Ari segir svarið við því vera að réttur manna eigi að vera tryggður með lögum og reglum, líkt og nú. Ríkisábyrgðin falli niður A síðasta stigi þessara breytinga er hugmyndin að ríkið selji íjármála- stofnunum húsbréfadeildina og hún verða sameiginlegur bakhjarl lána- stofnana gagnvart húsbréfaviðskipt- um. Að sögn Steingríms Ara ætti lántökugjald að standa straum af rekstrarkostnaði og vaxtaálagið ætti ekki að þurfa að hækka. Á því stigi ætti að vera hægt að fella niður ríkis- ábyrgð á húsbréfum. í stað hennar kæmi sameiginleg ábyrgð íslenskra íjármálastofnana. Ingi Valur Jóhannsson telur var- hugavert að fella niður ríkisábyrgð vegna þess gildis sem hún hefur fyrir íjárhagslegt öryggi heimilanna. Hann segir húsnæðislán áhættulítil miðað við ýmis framkvæmdalán sem ríkið hefur tekið ábyrgð á. Lánin séu mjög dreifð og innan veðmarka. Reynsla annarra þjóða, meðal annars Bandaríkjamanna, hafí verið að af- skipti og ábyrgð hins opinbera veiti þessum málaflokki mikilvæga festu. „Víðast hvar í hinum vestræna heimi hefur ríkið afskipti af lánveitingum til húsnæðismála, þetta er þáttur í velferðarkerfinu," sagði Ingi Valur. Að mati Grétars J. Guðmundsson- ar hefur húsbréfakerfið gengið vel og því verði að vanda allar breyting- ar. Aðalatriðið sé að valda ekki óró- leika á fasteignamarkaðnum. „Það eru ýmsar leiðir í þessu, en ég vona að við berum gæfu til að láta ríkis- sjóð halda utan um húsnæðislánin enn um sinn til að viðhalda stöðug- leika á markaðnum.“ Umræðan á byrjunarreit Grétar J. Guðmundsson leggur á það áherslu að breytingar á hús- bréfakerfinu hafi til þessa fyrst og fremst verið ræddar innan þriggja manna nefndarinnar og vinnan sé á byrjunarreit. Málið hafí hvorki verið rætt innan húsnæðismál- stjórnar né Húsnæðisstofnunar og verði væntanlega ekki á dagskrá þar fyrr en síðar í sumar. Nýlega var óskað eftir viðræðum við bank- ana um aukna þátttöku þeirra í umsýslu húsbréfa, en málið ekki komið lengra. „Okkur var falið að _________ kanna þennan möguleika lumat og ætlum að byija á að láfa á athuga hvort bankarnir Stað hafí einhverjar hugmynd- ir á þessu sviði. Það á að reyna að nota.sumarið til að kanna þetta gaumgæfilega,“ sagði Grétar. Kerfið ekki enn í jafnvægi Þessi skipulagsbreyting skiptir ekki sköpum varðandi lánsfjáreftir- spum á markaðinum, að mati Stein- gríms Ara. Hann telur að óheppileg áhrif húsbréfakerfisins á lánamark- aðinn til þéssa hafí fyrst og fremst verið þau að 'kerfið hafí ekki enn náð jafnvægi. Enn vanti nokkuð á að jafnvægi sé í veðsetningu hús- næðis. Á verðbólgutímunum og fyrir daga verðtryggingar afskrifuðust skuldir fljótt og því er talsvert til af óveðsettu og skuldlausu íbúðar- húsnæði. Við þær kringumstæður er til staðar möguleg umframeftir- spurn sem getur valdið umframijár- þörf á markaðinum. Þegar jafnvægi næst í veðsetningum munu sveiflur á húsbréfamarkaðinum helst ráðast af sveiflum í nýbyggingum. Japönsk útflutningsfyrirtæki mæta gengissveiflum með breyttum framleiðsluháttum Hækkun j apanska jens- ins gagnvart dollar hef- ur ekki haft þau áhrif sem búist var við. Jap- önsk fyrirtæki hafa lag- að sig að viðvarandi gengishækkun jensins gagnvart dollara og heldur hagstæður vöru- skiptajöfnuður Japana við útlönd áfram að aukast. Benedikt Stef- ánsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Tókyó, telur líklegt að nýir ráðamenn í Japan muni fara sér hægt við að opna markaði. .: . STARFSMAÐUR Tókyó-banka fylgist með breytingum á gengi dollars af tölvuskjá. Gengishækkun j ens- ins veldur áhyggjum Fyrir rúmum tíu árum, í október 1983, birti bandaríska tímaritið Time forsíðugrein um þann alvar- lega vanda sem steðjaði að banda- rísku efnahagslífi vegna þróunar á gengi dollarans. Viðmælendur tíma- ritsins töldu að ein milljón Banda- ríkjamanna hefði missti vinnuna vegna gengisbreytinga og að iðnað- ur í landinu stæði nánast á heljar- þröm. Vandinn var að gengi dollar- ans hafði hækkað um 50% á þremur árum gagnvart pundi og marki og þriðjung gagnvart jeni. Nú er öldin önnur og það eru japanskir framleið- endur sem eiga í vanda vegna óstöðvandi gengishækkunar jensins frá því um miðjan síðasta áratug. í október 1983 var dollarinn skráður á um 230 jen á markaði í New York og spáð var að halli í viðskiptum Bandaríkjanna við Japan myndi aukast um þriðjung frá fyrra ári. Fyrir rúmri viku féll dollarinn niður fyrir 100 jen í fyrsta sinn frá lokum síðustu heimsstyijaldar en verðmæti vöruútflutnings frá Japan til Bandaríkjanna er enn rúmlega helmingi meira en verðmæti þess sem flutt er vestur um Kyrra- haf. Gengishækkun jensins hefði átt að draga úr getu japan- skra fyrirtækja til að keppa á mörk- uðum erlendis. Við eðlilegar aðstæð- ur hefði hækkandi gengi japönsku myntarinnar átt að lækka verð á iimfluttum vörum í Japan og auka eftirspurn, ekki síst eftir bandarísk- um varningi. Aukinn innflutningur ynni gegn gengisrisi jensins og stuðlaði að meiri jöfnuði í viðskiptum við Bandaríkin. Raunin hefur verið önnur. Jap- anskir framleiðendur stóðu af sér hækkandi gengi og náðu yfirburða stöðu á mörgum mörkuðum í Banda- ríkjunum og Evrópu. Þrátt fyrir að nokkuð drægi úr hagstæðum vöru- skiptajöfnuði Japans við útlönd síð- ari hluta níunda áragtugarins var nýtt met slegið árið 1992 þegar útflutningstekjur umfram verðmæti innflutnings voru meira en 40% af verðmæti vöruútflutnings. Það sem af er árinu hefur gengi gagnvart dollara hækkað um rúm 12%. Bankastjórn seðlabankans í Washington hefur hækkað grunn- vexti fjórum sinnum á sama tíma- bili, en fjármagnsstreymi til Banda- ríkjanna hefur ekki aukist nægilega til að stöðva fall dollarans. I apríl jókst halli á vöruskiptum Bandaríkj- anna við Japan um tæp 9% í dollur- um talið frá fyrra ári. Vopn seðlabankans bitlaus Bandarísk og japönsk stjórnvöld hafa streist við að halda aftur af falli dollarans. Þegar bandaríska myntin féll niður fyrir 100 jéna- markið keyptu seðlabankar Japans og Bandaríkjanna dollara fyrir allt að 350 milljarða króna á tveimur dögum án merkjanlegs árangurs. Aðrir seðlabankar í stóru iðnríkjun- um hafa einnig reynt að hlaupa undir bagga. Yfirvöld peningamála mega sín lítils gagnvart markaðasöflunum í þessum leik. Gjaldeyrismarkaður heimsins veltir um einni trilljón doll- ara á hveijum virkum degi eða um 70.000 milljörðum íslenskra króna. Vöruvið- skipti eru smámunir einir 1 samanburði við þessi verðmæti. Heildarvið- skipti allra ríkja í veröldinni með vörur á árinu 1992 voru 3,75 trilljón- ir dollara. Sérfræðinga greinir á um ástæður þess hversu hratt dollarinn hefur fallið gagnvart jeni og marki undan- farnar vikur. Ein skýring er að snemma á árinu keyptu margir stór- ir fjárfestar dollara, í þeirri von að gengi myntarinnar myndi hækka vegna góðæris vestra. Fyrir hálfum mánuck var tapið af dallaraeigriirmi orðið svo mikið að sjóðsstjórar þurftu að losa sig við myntina. Aðr- ir sérfræðingar telja að aðstæðum í Japan sé fyrst og fremst um að kenna. Að þeirra mati mun gengi jensins gagnvart dollara haldast við 100 jenamörkin, þar til markaðir í Japan verði opnaðir betur fyrir er- lendum varningi og vöruviðskipti verði í meira jafnvægi. Þriðja skýring er að fall dollarans lýsi vantrausti á efnahagsstjórn Clintons Bandaríkjaforseta. Hvað sem því líður virðist stjórnin í Wash- ington ekki hafa mikinn hag af því að stuðla að hækkuðu gengi dollara. Vígstaða bandarískra fyrirtækja í samkeppni á erlendum mörkuðum er með besta móti og gengisfallið dregur úr eftirspurn eftir innfluttum vörum. Við þær aðstæður sem nú ríkja gætu vaxtahækkanir einnig slegið á efnahagsbatann. Umbætur láta á sér standa Bandaríkin og Japan hafa staðið í samningaþófi um utanríkisviðskipti frá því á fyrra ári, deilu sem virtist í vor geta breyst í viðskiptastríð. Eftir að viðræður ríkjanna lentu í hnút og Bandaríkjastjórn hótaði víð- tækum verndartollum settust aðilar á rökstóla og boðuðu nýja samninga- lotu. Stjórnarkreppan í vor og sum- ar hefur sett strik í reikninginn. Umbótasinnar sem mynduðu samsteypustjórn í Japan eftir þing- kosningar á síðasta ári lýstu því yfir að þeir myndu leita leiða til að auka samkeppni í verslun og iðnaði. Ekki bólaði þó á aðgerðum. Það var ekki fyrr enn helgina eftir að ríkisstjórn Tsutomu Hata sagði af sér að birtur var listi yfir 279 reglugerðir sem ráð- herrar höfðu hug á að fella úr gildi og breyta. Sá listi hefur vakið lítinn fögnuð meðal erlendra sendimanna og efnahagsráðunauta. Þeir telja að hann sýni að jafnvel umbótaöflin á þingi hafi ekki dug og þor til að breyta kerfinu. Mörg fyrirtæki tryggð gegn gengisbækkun Valdataka Sósíalistaflokksins, Frjálslynda lýðræðisflokksins og Framheija á miðvikudag í síðustu viku eykur ekki von um árangur í viðræðum bandarískra og japanskra stjórnvalda. Stjórnarsamstarfið er byggt á veikum grunni. Flokkarnir eiga helst samleið í afstöðu til við- ræðnanna við Bandaríkjamenn og afnáms vipskiptahafta: Báðir vilja fara sér hægt og láta ekki undan erlendum þrýstingi. C. Fred Bergsten forstöðumaður Institute for International Ec- onomics, virtrar rannsóknarstofun- unar í Washington, sagi í viðtali við japönsku fréttastofuna Kyodo um helgina að ef fjárfestar á gjaldeyris- markaði sæju ekki merki um að jap- önsk stjórnvöld ætluðu að leita leita til að auka eftirspum og innflutning gæti gengi dollarans hæglega fallið í 90 jen. Þessi spá ætti að valda japönskum útflutningsfyrirtækjum áhyggjum. Samkvæmt nýlegri könnun jap- anska seðlabankans telur þriðjungur stjórnenda útflutningsfyrirtækja að reksturinn standi í jámum ef meðal- gengi dollara verður á bilinu 105-110 jen á árinu. Aðeins rúm 2% telja að fyrirtækin þoli að fá aðeins 100 jen fyrir dollara. Eins og reynslan sýnir hafa jap- önsk fyrirtæki lært að búa við hækk- andi gengi með því að breyta um framleiðsluhætti og vörutegundir. Á síðasta áratug var fjöldaframleiðslu á rafmagnsvörum í ríkum mæli færð til ríkja Suðaustur-Asíu og flestir bifreiðaframleiðendur reistu verksmiðjur í Bandaríkjunum. Gengis- hækkun jensins lækkar því kostnað þessara fram- leiðenda. Þá hefur hlutur véla og tækja til framleiðslu í útflutningstekjum auk- ist á síðustu árum. Nú er svo komið að innan við 2% af útflutningstekj- um Japana eru vegna sölu á raf- magnstækjum á borð við segul- bandstæki og sjónvörp, tæp 12% vegna sölu á bifreiðum, en hlutur. framleiðslutækja er .meira en. 50%. Samningar um sölu vélbúnaðgr eru að stórum hluta gerðir í japönskum jenum, sem tryggir frainleiðepdur gegn gengishækkun. A næstunni má búast við að frétt- næmt verði frá þinghúsinu í miðborg Tókyó, þar sem ráðamenn geta virt fyrir sér keisarahöllina og síkið sem umlykur hallargarðinn. Vestrænir ráðamenn hljóta að velta fyrir sér hvort Japönum verði vært innan virkisveggjanna sem að þeirra mati hafa verið reistir um innlenda mark- aði. „Óvissa um afnám við- skiptahafta" „Doilarinn gæti farið nið- urÍ90jen“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.