Morgunblaðið - 14.08.1994, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VERKALÝÐSMÁL OG NÚTÍMINN
fibreytt
ástand
eða
uppstokkun
Háværar raddir hafa heyrst undanfarín ár
um að nýir tímar kalli á breytt skipulag
verkalýðsmála. Til að kynnast afstöðu verka-
lýðsfélaga og vinnuveitenda ræddi Sigurjón
Pálsson bæði við framkvæmdastjóra ASÍ og
VSI sem og formann eins stærsta stéttar-
félagsins og varpar hér ljósi á um hvað er rætt.
igrÖÐUhA
' A3 lp|§MÍf
■ 1 * - IJ
[ s ot
STARFSEMI verkalýðsfé-
laga hefur verið ofarlega
í umræðunni og er kallað
á breytingar úr ýmsum
áttum. Talsmenn verkalýðshreyf-
ingarinnar virðast þó líta á kerfið
í dag sem gott í öllum megindrátt-
um og segja að kröfur um breyting-
ar komi ekki fram innan hreyfingar-
innar heldur utan hennar. Þeirri
hugmynd hefur verið varpað fram
að nauðsynlegt sé að binda innri
starfsemi félaganna betur í lög.
Hvorki framkvæmdastjóri VSÍ né
ASÍ taka undir þetta sjónarmið.
„Verkalýðshreyfingin starfar á
grundvelli laga frá 1938. Það kann
vel að vera að þar sé_ eitthvað, sem
þarf að endurskoða. Ég ætla ekkert
að útiloka það,“ segir Magnús L.
Sveinsson formaður Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur. „Við
þurfum að vera opin fyrir því á
hveijum tíma að laga löggjöfina að
breyttum aðstæðum og ég veit ekki
til þess að forysta verkalýðshreyf-
ingarinnar hafi staðið gegn því. Ég
tel rétt að slík vinna fari fram í
samvinnu við aðila vinnumarkaðar-
ins,“ segir Magnús.
Þórarinn V. Þórarinsson fram-
k/æmdastjóri VSÍ telur að tíma-
bært sé orðið að taka löggjöfina til
endurskoðunar. „Þegar leikreglum-
ar mótuðust á árunum fyrir seinni
heimsstyijöldina höfum við í gróf-
um dráttum verið að tala um tíu
til tuttugu starfsstéttir; stóra breiða
hópa, sem höfðu sameiginlega
breiða hagsmuni. Nú skipta starfs-
stéttirnar í þessu tæknivædda þjóð-
félagi hundruðum. Á Ríkisspítölun-
um trúi ég að séu á milli íjörtíu og
fimmtíu hópar, sem hver um sig
getur lamað meira og minna af-
kastagetu þessa gríðarstóra fyrir-
tækís, svo eitt dæmi sé nefnt. Órlít-
ill hópur getur valdið óhemju tjóni,
sem bitnar á eigendum, það er
skattgreiðendum, viðskiptavinum,
það er sjúklingum, og öllum öðrum
Starfsmönnum.
í stað þess að breyta vinnulög-
gjöfinni þannig að hún taki mið af
aðstæðum dagsins hafa stjórnmála-
mennirnir því miður kosið að koma
til hjálpar í einstökum tilfellum þeg-
ar vitleysan hefur keyrt úr hófi og
leysa þá málið með lögum. Það er
undravert að löggjafarsamkoman
ætli sér svo lítið hlutverk að fást
við einstök mál, í stað þess að
ákveða almenn og eðlileg ramma-
skilyrði. Þá gætu stjórnmálamenn-
irnir sagt: Innan þessara marka
verðið þið að spila. Það er búið að
Alþingi og ríkisstjórn leiki hlutverk
Goðans og bjargi ykkur úr strand-
inu,“ segir Þórarinn.
Greiðsluskylda og
skylduaðild
„Atvinnurekanda er skylt að
halda eftir af launum starfsmanns
iðjaldi hans til viðkomandi stéttar-
félags skv. þeim reglum, sem kjara-
samningar greina.“ Þetta stendur í
6. gr. laga 55/1980.
„Hin lögbundna innheimtuskylda
byggir alfarið á kjarasamningum,"
segir Þórarinn V. Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands. „Ef kjarasamnings-
ákvæðin féllu út,“ bætir hann við,
„væri engin innheimtuskylda eftir.
Á einhveiju stigi máls hefur þetta
verið lausn í kjarasamningum. Þetta
er hins vegar félagsgjald og það
hefur aldrei reynt á það hvort laun-
þegi, sem ekki kýs að vera í verka-
Iýðsfélagi geti neitað að þola þetta."
Ari Skúlason framkvæmdastjóri
ASÍ segir greiðsluskylduna hanga
saman við það að í sömu lögum
standi einnig að þeir samningar,
sem aðildarfélög ASÍ geri, séu bind-
andi fyrir alla. „Þarna er löggjafinn
búinn að leggja skyldur á herðar
okkar,“ segir Ari, „og hann sér
auðvitað að það gengur ekki nema
allir taki þátt. Þess vegna kemur
þessi greiðsluskylda, sem við lítum
á algerlega óháð félagsaðildinni og
hugsum miklu frekar um sem þjón-
ustugjald fyrir að fá að vinna við
ákveðnar aðstæður, sem búið er að
semja um og ganga frá.“
„Verkalýðsfélögin hafa haldið því
fram að þarna sé til staðar eitthvað
sem heitir vinnuréttargjald. Þetta
hugtak mun vera til í einhveijum
sjómannasamningum en er ekki til
í neinum kjarasamningum fyrir
fólk, sem starfar í landi, svo ég
þekki til. Mér vitanlega hefur hvergi
verið gerður samningur eða sett lög
um það að verkalýðsfélögin eða
neinn annar aðili geti selt aðgang
að vinnumarkaðnum með þeim
hætti,“ segir Þórarinn.
Um félagsaðildina segir Ari gilda
mismunandi reglur. I sumum félög-
um þurfi að sækja um að verða
gildur félagsmaður, sum félög hafi
það þannig að þegar launþegi er
búinn að borga í ákveðinn tíma
verði hann sjálfkrafa félagsmaður,
svo framarlega sem hann mótmæli
því ekki.
„Ákvæðin í samningunum um
félagsaðild eru tvíþætt," segir Þór-
arinn, „annars vegar á þann veg
að atvinnurekendur skuldbinda sig
til að láta félagsmenn viðkomandi
verkalýðsfélags ganga fyrir um
vinnu. Það er forgangsréttar-
ákvæði, sem í raun hefur virkað sem
aðildarskylda en það er líka til í
samningum, t.d. verslunarmanna
og verkafólks, að um hreina aðildar-
skyldu sé að ræða,“ segir Þórarinn.
Hann segir að þráfaldlega hafi
komið til tals meðal vinnuveitenda
að falla frá ínnheimtunni en það
hafi aldrei verið gert að skilyrði við
kjarasamninga. Líklegt er að vinnu-
veitendur hafí talið sig hafa nokkra
vissu fyrir því að ef ná ætti kjara-
samningi við forystumenn verka-
lýðsfélaga án verulegra átaka væri
slík krafa ekki liður í því.
Léleg fundasókn og Iéleg þátt-
taka í allsheijar atkvæðagreiðslum
samanber umfjöllun hér aftar um
verkföll tengist ekki skylduaðild að
mati Magnúsar L. Sveinssonar.
„Með félagsgjaldinu eru menn að
greiða fyrir ljölmarga þjónustu og
réttindi, sem verkalýðshreyfingin
hefur samið um. Verkalýðshreyf-
ingin hefur til dæmis samið um
vinnutíma, lágmarkslaun, orlof,
greiðslur í veikindatilfellum og at-
vinnuleysisbætur svo fátt eitt sé
nefnt. Menn mega ekki gleyma því
að þegar verkalýðshreyfingin sem-
ur um launahækkanir þá njóta allir
góðs af því. Það er því eðlilegt að
allir launþegar greiði fyrir þessi
réttindi, þvi þau væru ekki til stað-
ar ef verkalýðshreyfingarinnar nyti
ekki við. í þessu sambandi vil ég
til dæmis minna á að atvinnuleysis-
tryggingarsjóður kom ekki af sjálfu
sér. Hann var stofnaður eftir að
verkafólk hafði verið í sex vikna
verkfalli; fórnað sex vikna launum;
til að knýja fram þetta réttlætis-
mál, sem allir segja í dag að séu
sjálfsögð mannréttindi. Varðandi
félagsgjaldið vil ég segja frá því að
á síðasta ári komu á skrifstofu VR
á tíunda þúsund félagsmenn,
þ.e.a.s. rúmlega 80% af félags-
mönnum, til að njóta þjónustu og
réttinda í ýmsum kjaraatriðum, sem
félagið hefur samið um á undan-
förnum árum,“ segir hann og bætir
við að inni í þessari tölu séu ekki
taldir þeir, sem hringja inn dags
daglega en þeir eru á bilinu þijú
til fimmhundruð á hverjum degi.
Lýðræðisleg
uppbygging
félaganna
í stjórn VR eru fimmtán aðal-
menn og þrír til vara. Auk þess eru
í trúnaðarmannaráði fimmtíu og sjö
aðalmenn og tuttugu og fimm til
vara. Samtals þarf því að bjóða
fram hundrað manns. Fyrirkomu-
lagið er svipað í öðrum stéttarfélög-
um þótt fjöldi þeirra, sem bjóða
þarf fram fari eftir stærð félag-
anna. í VR er auglýst eftir framboð-
um og ef fleiri en eitt kemur fram
fer fram allsheijar atkvæða-
greiðsla. Aðspurður hvort nauðsyn-
legur fjöldi frambjóðenda sé ekki
óeðlilega mikill segir Magnús L.
Sveinsson: „í VR eru um 11.500
félagsmenn, þannig að það er nú
lítið brot af félagsmönnum, sem
þarf til að bjóða fram. Bæði stjórn
og trúnaðarmannaráð þarf að vera
fullskipað og einhver verður að sjá
um að svo sé.“
„Ég get fullyrt það að verkalýðs-
hreyfíngin á íslandi er eitthvert það
lýðræðislegasta fyrirbæri sem til
er og valddreifingin þar er mjög
mikil,“ segir Ari Skúlason. „Við
höfum til dæmis mörg dæmi um
það að stjórnum hafi verið velt. Það
sem einkennir okkar kerfi og gerir
það frábrugðið kerfinu í öðrum
löndum er að megin valdið, sem
verkalýðshreyfingin hefur, er í ein-
stökum félögum."