Morgunblaðið - 14.08.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.08.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 21 Fyrirlestur um heilsu- hagfræði HALDINN verður fyrirlestur á vegum Félags um heilsuhag- fræði miðvikudaginn 17. ágúst í húsnæði endurmenntunar Há- skóla íslands í Tæknigarði. Fyrirlesari verður Jan Abel Olsen, prófessor í heilsuhag- fræði við Háskólann í Tromsö í Noregi. Jan Abel er þekktur á sviði heilsuhagfræðinnar víða um heim. Hann hefur unnið rannsóknarverkefni í Noregi og samstarfsverkefni m.a. við há- skólann í Aberdeen í Skotlandi. Þekktast er sennilega rannsókn- arverkefni sem Jan Abel Olsen hafði umsjón með, þar sem gerð var úrtakskönnun meðal íbúa í dreifbýli í Norður-Noregi. Fólk var látið meta gildi þyrluþjón- ustu við sjúka annars vegar og aukningu hjarta- og mjaðmarl- iðaaðgerða hins vegar. Prófessor Jan Abel Olsen mun fyrst ræða almennt um forgangsröðum í heilbrigðis- þjónustu, hvers vegna umræður eru alls staðar svo heitar um þessi mál, reynslu Norðmanna af forgangsröðum o.s.frv. Þá mun hann íjalla um rannsóknir sínar í Noregi og almennt um stöðu heilbrigðismála hjá þess- um nágrönnum okkar. Að lokum verður rætt um einkarekstur sjúkrastofnana og greiðslur sjúklinga fyrir læknismeðferð. Fyrirlesturinn er sniðinn jafnt fyrir þá sem nokkra þekkingu hafa á heilsuhagfræði og þá sem áhuga hafa á heilbrigðismálum án þess að hafa kynnt sér helstu fræðikenningar í greininni. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku. Innritun er hjá Endur- menntunarstofnun Háskólans. Þátttökugjald er 3.000 kr. en 2.500 kr. fyrir félgagsmenn Fuh. í dömu- og herradeild mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sœvar Karl Ólasott Bankastræti -IM Þín leið í eigið húsnæði 1. Margir hafa haldið að þeir gætu aldrei keypt nýja íbúð. Þeir hafa ekki einu sinni látið sig dreyma um það. Það hefur verið rétt, möguleikamir hafa ekki verið miklir. En svona er það ekki lengur. Nú eru aðrirtímar. 2. Permaform-húsin frá Ármannsfelli opna nýja leið. Þú þarft ekki annað en að taka upp símann og hringja í Ármannsfell í síma 873599. Við bregðumst skjótt við, förum með þér upp í Grafarvog og sýnum þér íbúð. 3. Þú skoðar nýjafullbúna íbúð með öllu. Eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, skápum og skúffum, hurðum og hverskonar hirslum, garði og geymslu og síðast en ekki sfst með sérinngangi. Starfsmenn okkar svara spumingum þínum eftir bestu getu. 4. Við spörum þér sporin. Þú kemur til okkar, sérfræðingar okkar aðstoða þig við að meta greiðslugetu þína og veita persónulega fjármálaráðgjöf vegna kaupa á íbúð. Ókeypis og án skuldbindinga. Við veitum góð ráð, aðstoðum og útvegum lán fyrir allt að 80% af andvirði 3ja herbergja íbúðar. 5. Eftir að pöntun hefur verið staðfest fara hjólin að snúast. Á aðeins fjórum mánuðum byggja starfsmenn Ármannsfells Permaform-hús. Hvert handtak er þaulhugsað, hver hreyfing hn'itmiðuð. Ekkert fum eðafát. Enginn óþarfa kostnaður, ekkert klúður á miðri leið. Þetta ásamt skömmum byggingartíma er lykillinn að velgengni Permaform- byggingaraðferðarinnar. 6. Hugmyndin að Permaform-húsunum er norsk. Nokkur þúsund hús hafa þegar verið byggð í Noregi, Finnlandi og Þýskalandi. Ármannsfell hefur afhent 50 ibúðir ffá því í nóvember á síðasta ári. 7. Permaform-hús eru byggð samkvæmt viðurkenndum byggingarstöðlum og aðlöguð íslenskum aðstæðum. Öll hljóð- og hitaeinangrun er eins og best gerist í sambýlishúsum. Þetta höfum við tryggt með árangursríku þróunarstarfi í góðri samvinnu við Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. 8. Þegar flutt er inn er allt frágengið í hólf og gólf. Ekkert sem bíður nema að koma sér notalegafyrir. fbúðin er klár, greiðsluáætlun er klár, öll lánafyriigreiðsla á hreinu. Aðeins Ármannsfell býður upp á þennan einstæða möguleika. Getur það verið einfaldara? ■ ■ ■ ■ ■■■■■■ ■ *■ .■ ■-■■■■,■ ■•■ ■ ■ = i IJ liílHi iii Kaupverð 3ja herbergja íbúðar 6.480.000 kr. 4.212.000 kr. m J1 Húsbróf (til 26 ára, 5% vextir) Lán seljanda (til 20 ára 6.5% vextir*) Eigið fé (sparifó, bfll o.s.frv.) Meðalgreiðslubyrði á mánuði 1.000.000 kr. 1.268.000 kr. 31.800 kr. ; — jl ‘Veitt gegn traustu (asteignaveðl ■ ■■■■■■■■«■ ■ ■ aa ■■■■■■■■ ■■'■ ■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■«■ i Þú færð allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar Funahöfða 19 í síma 873599 ssm Armannsfell hf. Funahöfða 19 • Sími 873599

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.