Morgunblaðið - 14.08.1994, Síða 31

Morgunblaðið - 14.08.1994, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 1994 31 MIIMIMINGAR HALLA BACHMANN + Halla Bachmann, kristni- boði, fæddist í Reykjavík 7. september 1925. Hún lést á Landakotsspítala 2. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 10. ág- úst. ____________ MÓÐIR Höllu, frú Guðrún Bach- mann var föðursystir mín og mikill vinur minn. Ég lýsti Guðrúnu svo, þegar ég var barn, að hún væri bæði falleg og góð. Þannig verður hún alltaf í mínu minni. Þegar við Ingólfur vorum í Kennaraskólanum, þá vorum við boðin til skírnar hjá Hallgrími Bach- mann og Guðrúnu frændkonu minni. Mikið voru litlu börnin fal- leg. Drengurinn var rúmlega árs gamall, stúlkan nýlega fædd. Þetta var fyrsta skírn sem við Ingólfur vorum boðin til saman. Skírnar- börnin hétu Helgi og Helga Þrúður. Svo voru líka tvö stálpuð börn, Jón og Halla. Áður áttu hjónin tvíbura, tvo drengi sem voru dánir. Nokkuð löngu seinna kom einn sólargeislinn enn, Hanna Guðný. Hún var jafngömul syni okkar Ing- ólfs. Við vorum í nokkur ár í þeirra góða nágrenni á Óðinsgötu í Reykjavík. Börn þeirra Guðrúnar og Hallgríms voru fáguð og vel gefin að öllu leyti. Þau bjuggu við mikið ástríki og við mildi beggja foreldra, þau urðu öll framsækin til menntunar. Gott þótt okkur Ing- ólfi að mæta þeim og mökum þeirra þar sem leiðir lágu síðar saman. Þegar Halla var sex ára fékk ég að taka hana heim til mín að Fram- nesi á Skeiðum part úr sumri. Ingi- björg, fóstursystir mín á líkum aldri og hún, minnist þess enn að Halla vildi strax og hún kom, ganga upp á Vörðufell. En Ingibjörg vissi að þær gátu það ekki. Þannig bjó það strax með Höllu að fást við ofurefl- ið eins og raun bar síðar vitni. Halla, frændkona mín, var dul á fyrirætlanir sínar en því stefnu- fastari. Ég minnist hennar sem elskulegrar unglingsstúlku. Hún hafði þykkt ljósbrúnt hár, dökkar brúnir og vökul blágrá augu, fag- urt bros. Utan lands kynntist Halla babt- istum og gekk í söfnuð þeirra. Hún fékk þá brennandi löngun til að boða kristna trú. Hún gekk á trú- boðsskója í Brussel frá 1953 til 1955. Ári síðar var hún í biblíu- skóla í París og lauk þaðan burtfar- arprófi eftir hálft annað ár. Hún vann þar síðan eitt ár sem aðstoðar- kennari. Hún fór sem trúboði til Afríku, á Fílabeinsströndina. Gleði trúboð- anna m.a. var að bjarga bömum sem voru skilin eftir hjá þeim eða áttu að deyja. Eftir að Fílabeins- ströndin fékk sjálfstjórn, gekk ýmislegt erfiðlega og seint, t.d. var lyflaskortur oft svo að hjúkrunar- fólkið og trúboðarnir í trúboðsstöð- inni urðu að horfa upp á mörg börn deyja úr farsóttum eins og barna- veiki og kíghósta. Og margar aðrar nauðsynjar voru af skornum skammti. Halla var fimm ár í Afr- íku. Hún fór seinna til Sviss og var þar eitt ár við barnaheimili. Hún kom síðan til íslands og hjálpaði þá móður sinni að annast föður sinn sem þá var sjúklingur. Eftir lát hans bjuggu þær mæðg- urnar saman í nokkur ár. Halla starfaði þá í KFUK. Á þessum árum rak hún skóladagheimili um tíma hér heima. Mörgu góðu hefur hún Halla komið til leiðar. Hvað mig snertir, þá á ég henni það að þakka, að ég komst til Jerúsalemsborgar. Henni hafði verið gefinn bæk- lingur með ýmsum upplýsingum um Landið helga. Sú gjöf varð örlaga- rík fyrir hana. Ódýr hópferð frá London til Jerú- salem, var boðin á kristilegt mót. Halla eggjaði mig að koma með og maðurinn minn studdi það. Grísk-kaþólska kirkjan stóð fyrir þessu móti, kristnir gyðingar áttu að fá margar kirkjudeildir til þess að tilbiðja Jesúm Krist í samein- ingu, og leggja öll ágreiningarefni til hliðar. Prestur úr grísku kirkjunni var fylgdarmaður á mótinu. Hann hafði mikinn áhuga á svona sameiningu. Hann setti okkur inn í mál gyðinga og araba. Hann sagði okkur frá Jóms-kippur stríðinu. Við gátum farið um alla Jersúsalem, af því að gyðingar sigruðu. Sér í lagi minnist ég hvítasunnu- dagsins 11. júní 1984 í Jerúsalems- borg. Við fórum til mjög fjölmennr- ar samkomu í Abrahams-klaustri í Jerúsalem. Fjöldinn í klausturgarð- inum minnti okkur á hinn fyrsta hvítasunnudag í Jersúsalem, eins og sagt er frá honum í postulasög- unni. Þarna voru margar þjóðir saman komnar, bæði gyðingar og grísk-kaþólskir, margir hvitasunnu- menn frá Sviss, Englendingar, Norðmenn, Danir, Svíar og Islend- ingar. Mikil boðun fór þar fram á hebresku og ensku. Við sáum í dagsferðum Kibbúts og eyðimerkur, þar voru langar þyrniflækjur með hvössum þyrnum. Klapparmoskan, öðru nafni Ómar- moska, setur hvaðanæva sinn tign- arsvip á alla Jerúsalemsborg. Tyrk- neskur stíll. Talið er að moskan standi á musterishæðinni þar sem Salómonsmusterið stóð. Hún hefur gulli lagðan kúpil, er áttstrend og hvílir þakið á átta marmarasúlum undir hverri hlið. Kúpillinn hvílir á jafnmörgum innri súlum. Miklir garðar í kring með pálmum og ký- pressum. Við fengum að sjá Betlehems- kirkjuna, sem er byggð yfir fæðing- arhellinn. Við fórum einn dag til Nasaret og einn dag til Joppe, þar sem Kristur mætti Páli og kallaði hann til kristniboðs. Ég vissi, þegar ég kom heim úr þessari ferð, að ég myndi aldrei framar líta augum Landið helga, gröf Jesú Krists og Gestemane. Ég dáðist mikið að henni Höllu, þegar hún fór síðar til Gyðinga- lands, að boða gyðingum fagnaðar- erindið. En hún hélt aftur til Jerú- salems 1986 og var þar meira og minna síðan við trúboð. Ég skil, eftir þessa ferð með henni, hvers vegna hún gat aldrei slitið sig frá Landinu helga. Halla hafði strax í æsku eignast hina dýru perlu og kappkostaði að kynna öðrum ljóma hennar. Nú síð- ast kom Halla heim frá Minsk í Hvíta-Rússlandi, þar sem hún hafði boðað kristna trú í rúmt ár. Ég vil þakka Helgu systur henn- ar og henni, að þær komu til mín í vor. Ég vissi að Halla var sjúk og sá það. Mér finnst það líka ráð- stöfun Guðs að hún var síðasta vorið og sumarið sitt umvafin ástúð systkina sinna, vina og vanda- manna. Halla er talandi dæmi um það, hvað einbeitni og heit trú getur komið einstaklingnum langt. Hún kveður lífið eftir að hafa náð með kristniboði til fólks af ólíkasta þjóð- erni. Hún tekur með sér minningar um blóm sem spruttu upp af fræjum sem hún sáði og minningu um fræ sem féllu í þessum fjarlægu löndum, án þess að hún vissi um afdrif þeirra. Hún deyr því eins og æskumaður með fullan hugann af hugsjónum og eilífðar blómum. Og huggun er þegar Jesú nafn stendur yfir dyrun- um sem síðast er gengið út um frá flugvelli lífsins með Jesú nafn á síðasta brottfararspjaldinu. Blessuð sé hún í minningu vina og ástvina. Innileg samúðarkveðja frá húsi mínu. Rósa B. Blöndals. EBBA KRISTIN EDWARDSDÓTTIR + Ebba Kristín Edwardsdótt- ir, talmeinafræðingur, fæddist í Reykjavík 18. maí 1941. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 2. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Kristskirkju, Landakoti, þriðjudaginn 9. ágúst. Kveðja frá Félagi talkenn- ara og talmeinafræðinga Kallið er komið, komin er nú stundin. NÚ ER höggvið stórt skarð í okkar litla hóp þegar ein okkar er fallin frá á besta aldri. En stundin henn- ar Ebbu var komin. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Tölvur og nám '94 Ráöstefna og sýning haldin í húsnæði Verslunarskóla Islands, 22. ágúst 1994 - Tölvunotkun í námi og kennslu - Kennsluforrit og notkun þeirra - Gagnanet - Samskiptanet Þátttökugjald kr. 3.400 Fyrirlestrar Kynningar Sýning Skráning og nánari upplýsingar hjá Skýrslutæknifélagi íslands í síma 18820 Bókhaldsaðstoð Dísu kynnir nýja þjónustu — reikningaútskrift með viðfestum gíróseðli. Sími 885136. Atvinnuhúsnæði Til sölu eða leigu á jarðhæð ca 70 fm húsnæði í mjög góðu ásigkomulagi. Staðsett á einum fjölförnustu gatnamótum í Reykjavík. Laust í dag. Hentar verslun, þjónustu eða veitingarekstri. Uppl. gefur Fasteignaþjónustan Skúlagötu 30, sími 26600. BÚSETI Sími 25788. Ebba stundaði nám í tal- og heyrnaruppeldisfræðum við Kenn- araháskólann í Árósum. Æ síðan, eða frá árinu 1972, vann hún að sínu fagi milli þess sem hún aflaði sér enn frekari menntunar. Auk námsdvalar í Bandaríkjunum 1976-1978 var Ebba óþreytandi við að sækja námskeið og ráðstefn- ur til að geta orðið sínum skjólstæð- inum enn frekar að liði. Þeir eru ófáir, sem hún hefur veitt hjálp í gegnum árin, en líkega ber þar hæst aðstoð hennar við þá sjúkl- inga, sem misst hafa barkakýlið af völdum krabbameins. Við í FTT kveðjum góðan félaga og sendum aðstandendum Ebbu einlægar samúðarkveðjur. Anna Jórunn Stefánsdóttir. BUSETI HSF., HAVALLAGOTU 24, 101 REYKJA- VÍK, SÍMI 25788, FAX 25749. SKRIFSTOFAN ER OPIN KL. 10-15 ALLA VIRKA DAGA. FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í SEPT. 1994 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íþúðir. ENDURSÖLUÍBÚÐIR: Staður: Frostafold 20, Reykjavik Frostofold 20, Reykjovík Frostofold 20, Reykjavík Frostofold 20, Reykjovík Frostafold 20, Reykjovik Gorðhús 4, Reykjovík Garðhús 6, Reykjovik Gorðhús 6, Reykjovík Berjorimi 1, Reykjovik Suðurhvommur 13, Hofnotfirði Suðurhvammur 13, Hofnarfirði Suðurhvammur 13, Hofnorfirði Suðurhvommur 13, Hofnorfirði Eiðismýri 24, Reykjovík Birkihlíð 2A, Hofnarfirði Baejorholt /A (raðh.) Hofnorf. Frostofold 20, Reykjavik Frostofold 20, Reykjavík Berjorimi 3, Reykjovík Berjorimi 1, Reykjovík Miðholt 1, Hofnorfirði Berjorimi 7, Reykjovík Frostofold 20, Reykjovík Frostofold 20, Reykjovík Eiðismýri 24, Reykjovík Miðholt 5, Hofnorfirði ALMENNAR ÍBÚÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í SEPT. 1994 Allir félagsmenn, þ.á m. þeir, sem eru yfir eigna- og/eða tekju- mörkum, geta sótt um þessar íbúðir. NÝJAR ÍBÚÐIR: Staður: Steerð: m! Áætl. ofhend: Amorsmðri 4, Kópovogi 2ja 54 strox Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar verða að hafa borist skrifstofu Búseta fyrir kl 15.00 þann 22. þessa mánaðar á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gíldi. Félagsmaður, sem sækir um nú og fær ekki íbúð, verður að sækja um á ný. Upplýsingar um skoðunardaga íbúða og/eða teikningar fást á skrifstofu Búseta. Til að umsókn sé gild er áríðandi að skattayfirlit (staðfest frá skattstjóra) síðustu þriggja ára fylgi henni. * VINSAMLEGA SKILIÐ UMSÓKNUM INN FYRIR KL. 15 MÁNUDAGINN 22. ÁGÚST. NÆSTA AUGLÝSING BIRTIST í MORGUNBLAÐINU SUNNUDAGINN 4. SEPTEMBER 1994. Stærð: m! Hæð: Laus i: 4ro 88 7 eftir samkomul. 4ra 88 3 eftir samkomul. 4ro 88 5 eftir somkomul. 4ro 88 4 eftir samkomul. 4ra 88 4 des. '94 4ro 115 3 eftir samkomul. 4ro 115 3 apríl ('95 getur losnoð fyrr) 4ro 115 3 eftir somkomul. 4ra 87 2 ágúst '94 4ro 102 1 eftir samkomul. 4ra 102 3 eftir somkomul. 4ro 102 2 eftir samkomul. 4ra 102 2 júní '95 (eðo e. sgmkomul.) 4ro 103 3 sept. '94 4ra 96 3 ágúst '94 4ro 129 strox 3jo 78 4 júni/júlí '94 3jo 78 3 júlí '94 3jo 78 3 sept. '94 3ja 72 2 feb. '95 3jo 90 2 eftir samkomul. 2ja 65 1 des. '94 2jo 62 3 strox 2jo 62 3 strox 2jo 59 1 sept. '94 2ja 76 1 strax BUSETI .Hamiogörðum, Hávollagötu 24, 101 Reykjavik, simi 25788.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.