Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 19
Drottningin sem
hatar ilmandi rósir
og kærleika
Leikárið 1994-95 hófst í Þjóðleikhúsinu með
samlestri á ævintýrinu um Snædrottning-
una, barnaleikritinu, sem verður sýnt á Stóra
sviðinu í vetur. Súsanna Svavarsdóttir leit
inn á æfingu, kynnti sér efni verksins og
ævintýraheiminn, sem verður að veruleika
á næstu vikum.
FYRSTI samlest-
urinn á nýju leikári
í Þjóðleikhúsinu
var í gær, þriðju-
dag, þegar hinn
fjölmenni og litríki
hópur, sem tekur
þátt í ævintýrinu
um Snædrottning-
una, mætti uppi á Gunnlaugur
ballettsal og fór í
gegnum texta
verksins. Snæ-
drottningin er eftir
Jevgení Shvarts,
leikrit skrifað upp
úr hinu ástsæla
ævintýri H.C. And-
ersens og hafa þau
Elísabet Snorra- Áifrún
dóttir og Andrés
Sigurvinsson unnið
nýja leikgerð _upp
úr þýðingu Árna
Bergmann, annars
vegar, og Bjarna
Guðmundssonar á
leikgerð Suria
Magito og Rudolf
Weil, annars vegar
— en sú leikgerð
var ensk. Flosi Ólafsson hefur sam-
ið vísur barna og sögumanns í leik-
gerðinni. Kann að hljóma flókið —
en eins og leikstjórinn, Andrés Sig-
urvinsson, sagði á fyrsta samlestri:
Tilgangurinn var að ná því besta
út úr því efni, sem við höfðum til
að vinna úr til að setja upp sýn-
ingu, sem er ævintýri frá upphafi
til enda; fyrir augu og eyru.“
Snædrottningin fjallar um átök
milli hins góða og illa, hins hlýja og
þess kalda; heim iimandi rósa, ann-
ars vegar og veröld frostrósa á
glugga, hins vegar. í hlýjum heimi
angandi rósa ráða sögumaður og
amma ríkjum. Hjá ömmu, sem er
öryggið, staðfestan og kærleikurinn,
búa Gerða og Kári og Sögumaðurinn
er óþreytandi við að skálda brellur
og ráð til að viðhalda þessari hlýju.
Hann skapar nýja
heima; segir krökk-
unum Gerðu og
Kára ævintýri um
átök góðs og ills;
kennir þeim dirfsku
og eykur skilning
þeirra á því að með
því að yfirstíga erf-
iðleika og óttatil-
finningar sé hægt
að ná markmiði
sínu — hversu erfitt
sem það er.
Snædrottningin
kemur frá öðrum
heimi. Hún hatar
lifandi blóm og
heita drykki, hlýleg
hús og kærleika.
Hún birtist í húsi
ömmu, með öllum
sínum kulda og
nær að kasta ísk-
öldum álagaham
yfir Kára, sem
hverfur með henni
á braut. Þar með
hefst ferð Gerðu á
vit ævintýranna,
því hún ætlar sér
að frelsa vin sinn. Hún ferðast daga
og nætur, vikúm saman, þar til hún
kemur að landamærum hita og
kulda. Og, viti menn, landamærin
liggja í gegnum miðja höllu kon-
ungs eins, sem er ofurseldur valdi
Snædrottningarinnar. Hans helm-
ingur er á hennar svæði — en hinn
helmingurinn er eign dóttur hans,
sem er nýgift og ásamt eiginmanni
sínum hjálpar Gerðu af stað inn í
hrollkaldan heim Snædrottningar-
innar. Það gerist ekki átakalaust —
en þegar hér er komið sögu á Gerða
langa og erfiða ferð fyrir höndum.
Leikmyndina hefur Guðný Rich-
ards hannað og búningar eru í hönd-
um Þórunnar Sveinsdóttur. Þær
hafa nú þegar unnið vikum saman
að undirbúningi og á fyrsta sam-
lestri gaf að líta módel af sviðsmynd-
Andrés Signrvinsson leikstjóri.
Hilmir
Edda
MÓDEL af þorpi ræningjanna, þar sem litirnir falla að náttúrunni.
LITIRNIR í þorpi Gerðu og Kára eru ny'úkir og hlýjir.
BÚNINGUR fulltrúa drottningar og búningur stúlkunnar Gerðu
en búningahönnuður er Þórunn Sveinsdóttir.
um; þorpið þar sem mýktin og góð-
mennskan eru ráðandi, hinn öruggi
samastaður barnanna í skjóli ömmu,
og kaldar dimmar óbyggðir, þar sem
Gerða hittir dálítið sérkennilegar
krákur, sem hjálpa henni að landa-
mærum góðs og ills, björt höllin, þar
sem menn klæðast öllu litrófinu —
því heita og því kalda — ræningjas-
þorpið í jarðlitum og tónum náttúr-
unnar og að lokum höll Snædrottn-
ingarinnar — ísköld, skartandi
grýlukertum og frostrósum — hönn-
uð úr eldvörðu plasti og ptexígleri.
Litróf búninganna er unnið í sam-
ræmi við þann heim, sem birtist í
hverri leikmynd; tilbrigðin — hvort
heldur eru pastellitir, grunnlitir eða
jarðlitir fylgja því samfélagi, sem
Gerða, með hjálp sögumannsins,
dvelur í; í höllinni leyfa menn sér
allt, ræningjarnir verða að falla inn
í náttúruna til að auðveldara sé að
dyljast, Snædrottningin og hennar
fólk þarf ískalda liti í ísköldum heimi
og Gerða og hennar fjölskylda klæð-
ist fötum, sem eru fyrir venjulegt
fólk í venjulegum heimi. Sögumað-
urinn þarf að geta brugðið sér í allra
kvikinda líki — þó þannig að áhorf-
endur viti alltaf hver þar fer — og
svei mér þá, ef einhvers staðar bólar
ekki á trúði í honum.
Áætluð frumsýning á Snædrottn-
ingunni er 23-24 október og
kannski vel við hæfi að þessi val-
kytja kuldans mæti í kringum
fyrsta vetrardag og framundan er
löng og ströng æfingatörn, þar sem
allt þarf að samræma. Um tónlist-
ina sér Árni Harðarson, Páll Ragn-
arsson er ljósahönnuðurinn, sem
fær að það skemmtilega verkefni
að lýsa andrúmslofti kærleika og
ógnar, góðs og ills inn í sýninguna.
Það er einvala lið leikara, sem
tekur þátt í Snædrottningunni:
Hilmir Guðnason leikur sögumann-
inn og í hlutverkum barnanna, Gerð-
ar og Kára, eru þau Álfrún Örnólfs-
dóttir og Gunnlaugur Egilsson.
Bryndís Pétursdóttir leikur ömmuna.
Hinn önuga „fulltrúa" Snædrottn-
ingarinnar leikur Jóhann Sigurðar-
son. Edda Arnljótsdóttir leikur sjálfa
Snædrottninguna. Hjálmar Hjálm-
arsson og Halldóra Björnsdóttir leika
hið dæmalausa par, Krák og Kráku.
Kóngsdóttirin er í höndum Elvu
Óskar og prinsinn hennar leikur
Hilmar Jónsson. Kónginn ofurselda
leikur Gunnar Eyjólfsson, Anna
Kristín Arngrímsdóttir leikur ræn-
ingjakerlingu og ræningjar þrír eru
í höndum Magnúsar Ragnarssonar,
Randvers Þorlákssonar og Flosa
Ólafssonar. Steinunn Ólína leikur
ræningjastelpu og Helgi Skúlason
leikur hrein, sem Gerða mætir í landi
drottningar.
Snædrottningin var fyrsta barna-
leikritið, sem Þjóðleikhúsið sýndi.
Það var árið 1951 og upplýsti þjóð-
leikhússstjóri á fyrsta samlestri að
hann hefði séð þá sýningu og hún
hafi verið ógleymanleg. I raun og
veru hafi hann strax þá ánetjast
leikhúsinu. Við það er ekki öðru að
bæta — en að margt verra getur
gerst.
NYJA BILAHOLLBN FUNAHOFÐA I S:
KAUPA, VILTU BREYTA, ÞARFTU
22
BILATORG
FUNAHOFÐA f
Mazda 323 F '90, grásans., sjálfsk., ek.
67 þ. km. Verö kr. 900.000.
Toyota Carina GLI árg. ‘91, ek. 31 þ.
km., rauður, sjálfsk., R/O Cen. Verö kr.
1.250.000 stgr. Ath. skipti. Toppbíll.
Ford Econoline Club Wagon 7,3 diesel,
4x4 og 2x4,12 manna, árg. ‘89 og ‘91.
Góöir f skólaakstur.
Citroen AX Sport árg. ‘89, hvltur, ek.
79 þ. km„ álfelgur. Verö kr. 590.000
stgr. Ath. skipti.
Ford Explorer Eddy Bauer ‘92, græn-
sans. Ek. 36 þ. km. Einn með öllu. Verö
kr. 3.200.000.
Iveco Daily '90, rauöur, diesel, ek. 50 þ.
km. Verð kr. 2.100.000. Skipti á jeppa.
Nissan Sunny SLX árg. ‘93, ek. 24 þ.
km„ 5g„ hvítur. Verökr. 1.150.000 stgr.
Ath. skipti.
Subaru DL árg. ‘91, hvítur, ek. 92 þ.
km. Verö kr. 980.000 stgr. Ath. skipti.
Mazda 323 st. 4x4 ‘93, rauður, álfelgur,
ek. 25 þ. km„ Verð kr. 1.240.000, skipti,
skuldabréf.
Mazda 626 2000 GLX '91, grásans.,
sjálfskiptur, álfelgur, ekinn 5815. km.
Verðkr. 1.230.000.