Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 31
EINAR FARESTVEIT
4- Einar Farestveit fæddist 9.
* apríl 1911 á jörðinni Farest-
veit í Modalen á Hörðalandi í
Noregi. Hann lést 14. ágúst síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 24. ágúst sl.
ÞEGAR við vorum ungir að árum
deildum við Arthur vinur minn oft
um, eins og vinum einum er lagið,
hvort betra væri að rekja ættir
sínar til Noregs eða Danmerkur.
Faðir hans kom frá Noregi, móðir
mín frá Danmörku. í þessum
mannjöfnuði voru foreldrar okkar
undanskildir. A þeim var enga
hrukku að finna. Þó að ég leyfði
mér að efast um ágæti frændgarðs
hans í Noregi og ágæti landsins
sjálfs var Einar Farestveit í huga
mér hafinn yfir alla gagnrýni.
Þannig kom hann mér fyrir sjónir,
smápolla. Þannig hugsa ég til hans
nú, hálfri öld síðar.
Mannkostir felast ekki í útliti
manna. En ekki skemmdi það fyr-
ir Einari Farestveit að hann var
óvenjulega glæsilegur maður og
karlmannlegur, hár, teinréttur og
jafnan stutt í kankvíst bros þó að
framkoman einkenndist af mikiili
stillingu og jafnaðargeði. Aldrei
veit ég neitt það til Einars sem
hver maður væri ekki fullsæmdur
af. Hafi ég þekkt vammlausan
mann hlýtur Einar Farestveit að
hafa verið sá maður.
Þau tilviljunarkenndu spor sem
leiddu til þess að Einar kom hing-
að til lands 22 ára að aldri, á leið
hans til Vesturheims í fótspor
bræðra sinna, urðu okkur, þessum
fámenna félagsskap manna sem
byggir þetta land, gæfuspor. Hver
slíkur maður bætir félagsskapinn.
Stundum er sitthvað gæfa og
gjörvuleiki. Þannig var því ekki
farið í lífi Einars. Hjá honum fóru
þessir þættir saman. Á honum
sannaðist hins vegar orðatiltækið:
Hver er sinnar gæfu smiður. Hann
kom hingað til lands með tvær
hendur tómar en hafði í farteskinu
það sem skiptir meira máli en allur
heimsins auður, dugnað, heiðar-
leika, bjartsýni og góðvild til sam-
ferðamannanna.
Þó að honum hafi vegnað mjög
vel í kaupsýslu, sem varð hlut-
skipti Einars, og hann hafi byggt
upp myndarlegt og traust fyrirtæki
sem ber nafn hans, felst gæfa
hans fyrst og fremst í þeirri fjöl-
skyldu sem þau Guðrún komu á
laggirnar. Þar hefur garðurinn
verið ræktaður svo um munar enda
er kominn frá þeim glæsilegur
hópur afkomenda. Fáar fjölskyldur
veit ég þar sem ríkt hefur meiri
samheldni og eindrægni. Megi við-
horfin, sem einkenndu líf Einars
og Guðrúnar og ég þekki best í
BRIPS
llmsjón Arnór G.
Ragn arsson
Síðsuinarbrids á Suðurnesjum
Ágæt þátttaka var sl. mánudags-
kvöld en þá spiluðu 14 pör í félags-
heimilinu á Mánagrund. Sigurveg-
arar urðu Karl Hermannsson og
Amór Ragnarsson. Þeir félagar
hlutu 183 stig en meðalskor var 156.
Næstu pör:
Kristján Kristjánsson - Valur Símonarson 179
Stefán Ólafsson - Hjalti Bergmann 177
KjartanSævarsson-SvavarJenssen 168
Gunnar Siguijónsson - Högni Oddsson 168
Næst verður spilað nk. mánu-
dagskvöld í félagsheimilinu á Mána-
grund og hefst spilamennskan kl.
19.30. Nokkur þrengsli eru og eru
spilara beðnir að sjá í gegnum fing-
ur sér með það þangað til vetrar-
starfið hefst að fullu 19. sept.
Silfurstigamót í Sigtúni 9
Laugardaginn 27. ágúst var
haldið í Sigtúni 9, síðasta tvímenn-
ingasilfurstigamót sumarsins. Að
fjölskyldulífí Arthurs sonar þeirra
og Drafnar tengdadóttur, breiðast
út og verða öðrum til eftirbreytni.
Þar er aldrei skortur á tíma til að
sinna um þarfír bamanna þó að
lífí þeirra hafi fylgt mikill erill og
athafnasemi. Enda hafa unglinga-
vandamálin ekki verið að þvælast
fyrir í fjölskyldunni.
Einar miklaðist ekki af verkum
sínum. Hins vegar veit ég til þess
að hann lagði mörgum samferða-
manninum lið og bað ekki um
þakklæti. Móðir mín var að rifja
upp lítið atvik úr lífí sínu. Á stríðs-
áranum komu hún og faðir minn
til Hvammstanga þar sem Einar
og Guðrún bjuggu þá. Þau höfðu
lent í brasi með bílínn og komu
seint um kvöld. Ekki var annað
tekið í mál en að þau gengju úr
rúmum fyrir þau. Móðir mín hafði
þá vart séð þetta fólk fyrr, en fað-
ir minn var gamall kunningi frá
því hann var héraðslæknir á
Hvammstanga um nokkurra mán-
aða skeið. Lengra verður vart kom-
ist í gestrisni.
Einhveijir á íslandi kunna yfír-
standandi átakadaga að efast um
ágæti þess að rekja ættir sínar til
Noregs. Ég efaðist aldrei í raun
um göfugan upprana Arthurs vinar
míns, þó að stjómvöld hafí nú fyr-
ir klaufaskap sett rembihnút á vin-
áttubönd þjóðanna. Deilur okkar
vora auðvitað aðeins þjálfun í
þrætubókarlist. Innra með mér gat
ég aldrei efast um ágæti þeirrar
þjóðar sem gat af sér syni eins og
Einar Farestveit.
Það er dýrmætt að eiga vináttu
slíkra manna því að vináttan býr
áfram með manni þó að vinirnir
séu gengnir.
Valdimar Jóhannesson.
Ég kynntist Einari Farestveit
er ég hóf störf hjá G. Helgason &
Melsteð hf. fyrir réttum 40 áram.
Fór vel á með okkur strax í byrjun
og höfum við haldið kunningsskap
síðan. Einar hafði þá umsjón með
umboði Pan American flugfélags-
ins, grávöradeild, og ásamt Páli
B. Melsteð, viðskiptum við amer-
íska herinn á Keflavíkurflugvelli.
Páll B. Melsteð var eigandi og for-
stjóri en Margeir Siguijónsson
veitti útflutningsdeildinni forstöðu,
en útflutningur á skreið til Nígeríu
var mikill á markað, sem Páll B.
Melsteð hafði fundið nokkram
áram áður.
Einar Farestveit hóf störf hjá
G. Helgason & Melsteð hf. árið
1941, er hann tók að sér grávöra-
deildina, sem seldi mikið af minka-,
refa- og selskinnúm. Hann hafði
kynnst loðdýrarækt hér á landi og
var verslunarskólagenginn í Nor-
þessu sinni mættu 26 pör sem er
það mesta í sumar og urðu úrslit
eftirfarandi: \
JónBaldursson/SævarÞorbjömsson \ 541
Guðm.PállAmarson/ÞorlákurJónsson 515
Sigurður Sverrisson/Jón Hjaltason 497
Jakob Kristinsson/Júlíus Siguijónsson 495
Kristin Guðbjömsdóttir/Bjöm Amórssbn 488
Síðasta silfurstigamót sumarsins
verður sveitakeppni þar sem spilað
verður bæði laugardag og sunnu-
dag 10.-11. sept. Þar sem húsrúm-
ið í Sigtúni 9 leyfír aðeins 30 sveit-
ir er vissara að skrá sveitir tíman-
lega. Þátttökugjald er kr. 8.000 á
sveit og fer helmingur í verðlaun.
Lengd leikja og nánara fyrirkomu-
lag verður ákveðið þegar ljóst verð-
ur með fjölda þátttökusveita, en
stefnt er að stuttum leikum með
monrad kerfi svipað og á Bridshá-
tíð. Frestur til að skrá sveit er til
fimmtudagsins 8. sept. og skráð er
á skrifstofu BSÍ í síma 91-619360.
Eins dags námskeið fyrir
keppnisspilara
Laugard. 3. sept. kl. 13 verður
haldið í Sigtúni 9 síðasta eins dags
námskeiðið fyrir keppnisspilara í
sumar.
MIIMIMINGAR
egi. í upphafi vora umsvif grávöra-
deildarinnar talsverð, en höfðu
næstum rannið sitt skeið, er við
Einar kynntumst. Páll B. Melsteð
fór til Bandaríkjanna árið 1943,
dvaldi þar í 18 mánuði, og keypti
inn fyrir fyrirtæki sín í Reykjavík
og Þórshöfn í Færeyjum, sem
Margeir stjórnaði þá. Áður en Páll
fór vestur fól hann Einari að sjá
um útflutningsdeild fírmans, en
þá var seldur fískur til Bretlands
ásamt skinnum. Árið 1947 kom
svo Pan American umboðið til G.
Helgason og Melsteð hf, var það
áður en Loftleiðir hófu Atlants-
hafsflug sitt. Fékk Einar Farest-
veit þá þann starfa, að sjá um
þetta nýja umboð. Pan American
var um tíma eina flugfélagið, sem
flutti farþega milli íslands og
Bandaríkjanna. Sætaframboð var
lítið, því íslendingum voru ekki
ætluð nema fá sæti í hverri ferð.
Varð því að leysa vandann með
leiguvélum, jafnvel Sunderland-
flugbátum. Ferðir til útlanda vora
á þeim tíma háðar leyfum Fjár-
hagsráðs um ferðagjaldeyri. Kost-
aði þetta oft mikið stapp og tók
mikinn tíma. Einar var þolinmóður
og laginn og reyndi að leysa hvers
manns vanda. Uppúr 1960 var
Einari boðin staða stöðvarstjóra
Pan American í Flórida, en hann
hafnaði því boði. Aftur á móti var
þeim Einari og konu hans Guðrúnu
síðar boðið í hnattferð af Pan
American.
Er Páll B. Melsteð tók þann
sjúkdóm, sem leiddi hann til bana,
varð Einar forstjóri fírmans og var
svo til ársins 1964, er hann ákvað
að stofna sitt eigið fyrirtæki. Einar
Farestveit var alla tíð farsæll í
starfí sínu fyrir G. Helgason og
Melsteð hf. Hann átti þó lengi við
veikindi að stríða, er háðu honum
oft. Hann var virtur maður, samn-
ingalipur og útsjónarsamur. Eitt
sinn, er hann var á Sikiley, á veg-
um firmans, að selja skreið, veitti
hann því athygli, að Norðmenn
höfðu komið inn á þann markað
skreið, sem íslendingar annars
seldu eingöngu til Nígeríu, og þá
á miklu lægra verði en fékkst fyr-
ir hana á Ítalíu. Útflutningsleyfi
fyrir svona skreið fékkst ekki fyrr
en eftir langt og mikið þóf en þetta
varð til að stórauka útflutning ís-
lendinga á skreið til Ítalíu og höfðu
allir hag af, sjómenn, útgerðar-
menn og landsmenn.
Ég hafði Einar Farestveit fyrir
húsbónda í mörg ár, sem urðu mér
góður skóli. Hann var hreinskipt-
inn, lá ekkert á því ef honum mis-
líkaði eitthvað, var ráðagóður og
ráðhollur. Hann var bæði Norð-
maður og íslendingur og hafði að
geyma það besta frá báðum. Við
hjónin sendum Guðrúnu Farestveit
og fjölskyldunni innilegar samúð-
arkveðjur.
Ragnar Borg.
Þessari nýbreytni hefur verið vel
tekið og þátttakendur mjög ánægð-
ir.
Þennan dag verður eftirfarandi
efni tekið fyrir:
1. Upprifjun á Lebensohl og
Rubensohl með dæmum.
2. Grandinnákomur og svör við
þeim. Fjórar lykilstöður.
3. Skilgreining á doblum. Sekt,
úttekt eða lýsandi.
4. Útspil og útspilsdobl.
Einnig verða spiluð 12 æfinga-
spil úr efninu.
Þátttökugjald er 1.000 á mann
og skráning er á skrifstofu Brids-
sambands íslands í síma 91-
619360.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
12 pör spiluðu sunnud. 21. ágúst.
Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 225
Ólöf Guðbrandsdóttir - Sæbjörg Jónasdóttir 192
Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson 188
Meðalskor 165.
14 pör spiluðu fímmtud. 25. ág-
úst.
Eysteinn Einareson - Sigurleifur Guðjónsson 192
Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 17 4
Ólöf Guðbrandsdóttir - Jónína Einarsdóttir 171
r-
Útför t MAGNÚSAR GRÍMSSONAR skipstjóra,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. september kl. 15.00. Þuriður Magnúsdóttir, Bolli Magnússon, Atli Magnússon,
Svanhildur Magnúsdóttir, Matthildur Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SOFFÍA SIGURBJARNADÓTTIR,
Stigahlíð 24,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 1. september kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent
á Krabbameinsfélagiö.
Ásta Sigurbjarnadóttir,
Edda Herbertsdóttir, Jóhann Gunnar Jónsson,
Ragna Soffía Jóhannsdóttir,
Jón Birgir Jóhannsson,
Gústav Jóhannsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA VERONICA
SIGURÐARDÓTTIR,
Frostafold 121,
sem lést þann 25. ágúst sl., verður jarð-
sungín frá Fossvogskirkju föstudaginn
2. september kl. 15.00.
Ólafía Bragadóttir, Gunnar Davíðsson,
Guðmundur Friðbjörnsson, Anna Kristjánsdóttir,
Sigurður Ómarsson
og barnabörn.
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG ÁRSÆLSDÓTTIR,
Mjóuhlíð 14,
Reykjavík,
sem lést 23. ágúst, verður jarðsung-
in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
1. september kl. 13.30.
Jónina Þorbjörnsdóttir,
Hjalti Magnússon,
Ingibjörg Gunnþórsdóttir,
ívar og Kristin Laufey.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför litlu dóttur okkar, systur og dótturdóttur,
MÁLFRÍÐAR.
Sigurður Vilmundarson, Regína Reginsdóttir,
Sigurlaug Sigurðardóttir,
Freyr Hólm Ketilsson,
Reginn Hólm Ketilsson,
Reginn B. Árnason, Málfríður Jónsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSTU KRISTÍNAR
DAVÍÐSDÓTTUR,
Nýbýlavegi 16,
Kópavogi.
Sigrún Pétursdóttir, Pálmi Jónsson,
Anna Pétursdóttir, Guðmundur Gunnarsson,
Davíð Pétursson, Kristjana Kristjánsdóttir,
Kristin Pétursdóttir, Hilmar Harðarson,
barnabörn og barnabarnabörn.