Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 3L ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FRONSK KVIKMYNDAVIKA NÆRMYND: ALAIN ROBBE-GRILLET í kvöld kl. 9.10, L'Eden et aprés frá 1971. Margræð saga, byggð á þemum úr nútíma- myndlist (Duchamp, Paul Klee og Mondrian). 16 mm enskur texti. Miðaverð 400 kr. ALLIANCE hreyfimynda- élagið FRAN^AIS Kúgun kvenna í Indlandi INDVERSKI leikstjórinn Shekhar Kapur var ekki mjúkmáll þegar hann kynnti kvikmynd sína, The Bandit Queen, á kvikmyndahátíðinni í Edin- burgh, en hún fjallar um hrottalega kúgun á konum í Indlandi og áhrif stéttaskiptingar þar í landi. „Myndin er afar umdeild og gengur fram af fólki. Margir hafa gengið út af henni, þegar hún hefur verið sýnd. Ef að þið ákveðið að gera slíkt hið sama er það skiljanlegt," sagði Kapur á frumsýningunni fyrir fullum sal af fólki. Enginn gekk þó út af mynd- inni, en margir sögðust hafa orðið fyrir mjög sterkum áhrifum. Kvikmyndin er gerð eftir sannri sögu og íjallar um Phoolan Devi, undirstéttarkonu sem er kúguð af karlmönnum. Hún gerist útlagi og líf hennar jaðrar við goðsögn meðal lágstéttanna í Indlandi. Kvikmyndin hefur ekki hlotið náð fyrir augum kvikmyndaeftirlitsins í Indlandi, enda dregur hún upp ófagra mynd af þjóðfélagi þar sem ókynþroska stúlkur eru seldar í hjónaband og niðurlægðar kynferðislega. Phoolan Devi - „blómagyðjan" - strýkur frá sadískum eiginmanni sínum, er hrakin úr heimabæ sínum og verður fyrir hópnauðgunum bæði lögreglu og glæpagengis, sem hún neyðist þó til að ganga til liðs við. Hún lifir þessar hörmungar af með óskert stolt og sem foringi eigin hóps leitar hún blóðugra hefnda á mörgum þeirra sem misnotuðu hana. Þegar henni rennur loks reiðin árið 1983 leggur hún niður vopnin og er fagnað af fjölda fólks sem hefnd- arengli lágstéttanna og hinna fá- tæku. Kapur sagðist verða mjög von- svikinn ef myndin yrði ekki sýnd á Indlandi. „Ákveðinn hluti hástéttar- innar í Indlandi vill ekki að myndin verði sýnd. Fjölmargir eru að reyna að hindra sýningar á henni vegna þess að hún mun koma við kauninn á fullt af fólki.“ Phoolan Devi var látin laus úr fangelsi í febrúar síðastliðnum af stjórnvöldum í heimahéraði hennar Uttar Pradesh og hyggur á pólitísk- an frama. Kapur sagði að hún hefði ekki enn séð myndina, en hann hefði mikinn áhuga á að gefa henni tæki- færi til þess. „En ef kvikmyndin reyndi á erlenda áhorfendur, reynið að gera ykkur í hugarlund hvernig hún myndi orka á hana,“ sagði Kap- ur jafnframt. Stallone stendur í ströngu ► S YLVESTER Stallone kemst heill á húfi úr ýmsum svaðilför- um á hvíta tjaldinu, en útlitið var ekki bjart fyrir vöðvafjallið á tískusýningu hjá fatahönnuð- inum Versace nýlega. Janice Dickinson var ein fyrirsætanna á sýningunni, en sambandið milli hennar og Stallone er ekki upp á það besta um þessar mundir. Fjölmiðlar komust í feitt nýlega þegar í ljós kom að Stallone er ekki faðir að nýfæddu barni hennar, þrátt fyrir margítrek- aðar yfirlýsingar hennar þess efnis. Eitthvað virtist mótlætið fara í skapið á henni í veislu sem haldin var eftir tískusýninguna og hún lét Stallone fá það óþveg- ið. í fyrstu reyndi hann að inalda í móinn, en á endanum gafst hann upp, sneri kuldalega i hana bakinu og lést ekki heyra það sem hún hafði að segja. Leiðtogafundur í New Jersey , ÍSLENSKIR stúdentar í hátíðarskapi, frá vinstri: Dögg, Ólöf, Sigurður og Helga. Ljós úr norðri LJÓS ÚR norðri var hin skemmti- lega yfirskrift á íslenskri kvik- myndahátíð sem haldin var í Mílanó fyrr í sumar í tilefni af hálfrar aldar afmæli íslendinga. Það voru Sigríður Heimisdóttir og Fausto Furio Colombo sem stóðu að þessum skemmti- lega menning- arvið- burði sem hófst á sýningu kvik- myndar Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börnum náttúr- unnar, en aðgangur var ókeypis og öllum opinn. Kvik- mynda-_ sjóður ís- lands sá um skipu- lagningu og bauð til opnun- ar hátíðarinnar, „Luci dal Nord“, ásamt íslensku ræðismannskrif- stofunni. Hátt í 150 manns voru við opnunina sem verður að telj- ast mjög gott, enda svo til hvert sæti skipað. Boðið var upp á létt- ar veigar og í fordyri sýningarsal- arins hélt Haraldur Hannes Guð- mundsson Ijósmyndanemi sýn- ingu á verkum sínum, en myndir hans hafa vakið athygli og fengið umfjöllun, m.a. í stærsta dagblaði ítala, Corriera della Sera. Þá var Fausto með skyggnumyndasýn- ingu af íslenskri náttúru, íslenski fáninn blakti við hún og ekki má gleyma tónlistinni sem auðvitað Morgunblaðið/Guðlaug L. Arnar SIGRÍÐUR Heimisdóttir og Fausto Furio Colombo við íslenska fánann, en þau báru hita og þunga af af- mælishátíðinni. var íslensk. Ljóst er að full ástæða er til að efna aftur til íslenskra bíódaga og jafnvel meiriháttar íslands- kynningar á ítalskri grund, því mikill og aukinn áhugi virðist vera hjá ítölum, ekki síst unga fólkinu, á landi voru og þjóð. Hamra ber járn meðan heitt er, í dag skín ijósið úr norðri. ►Tveir af vinsælustu dægurlagasöngvurum Bandaríkjanna, Billy Joel og Elton John, spiluðu saman á Giants-íþrótta- vanginum í New Jersey á fimm tónleikum sem upp- selt var á fyrr í sumar. Upphaf tónleikanna minnti einna helst á stóran leiðtogafund. Bandaríska fánanum var flaggað báð- um megin á sviðinu og þegar píanómennirnir tveir gengu fram á sviðið heilsuðust þeir formlega: „Gott kvöld Billy“, „Gott kvöld Elton“. Áður en tón- leikarnir hófust hélt siðan hvor um sig stutta tölu til að kynna mótleikara ELTON John hefur líflega sviðsfram- komu... mm sinn með tilheyrandi hrósi, bugti og béygingum. Formlegheitin hurfu hinsvegar eins og dögg fyrir sólu þegar tónleikarnir hófust. í upphafi sungu þeir saman lögin „Honesty" og „Your Song“, en siðan skildu leiðir. Hvorugur gaf þó neitt eftir og þeir sungu og spiluðu flest vinsælustu lög sín í gegnum tiðina. Billy Joel gerði lagi Eltons Johns „Goodbye Yellow Brick Road“ skil og eftir það söng Elton lag Joels „New York State of Mind“. Tónleikunum lauk síðan eins og búist hafði verið við á lagi Joels „Piano Man“. Þar skilur kannski einna helst á milli stjarnanna. Hug- mynd Joels um píanóleikara er sú að hann sé lágt launaður og van- metinn lagahöfundur sem spilar á reykmettuðum bar fyrir afhrök 1 þjóðfélagsins og leiðir huga þeirra frá ömurlegri tilverunni. Hugmynd Eltons Johns um píanó- leikara er á hinn bóginn að hann sé tígullegur skemmtikraftur með demantshringa á hveijum fingri sem spilar á uppákomum fyrir himinháar fjárfúlgur. En þótt Billy Joel og Elton John séu ólíkir tónlistarmenn að upplagi sem hafa fetað ólíkar leiðir eftir tónlistar- brautinni uppgötvuðu þeir þegar tónleikarnir hófust fyrr í sumar að þótt þeir hafi spilað í sitthvoru herberginu allan sinn tónlistarferil hefur það verið í einu og sömu píanóhöll-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.