Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 31.08.1994, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KNATTSPYRNA Róður Þróttara þyngist enn Morgunblaðið/Kristinn BLIKASTÚLKUR fagna íslandsmeistaratitlinum . Þær hafa ekki tapað leik og gert 56 mörk í deild- inni en aðeins fengið á sig þrjú og unnu einnig alla leikina í bikarnum og fengu þá ekki á sig mark. Breiðabliksstúlkur tryggðu títilinn •> KJreiðablik tryggði sér endan- ^®lega íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi með 3:0 Stefán sigri á Hetti. „Við Stefánsson áttum þrjá leiki eft- skrifar jr 0g þurftum að- eins eitt stig svo það var erfitt að ná upp baráttu. Kröf- urnar voru miklar en nú er þetta búið og markmiðið er að tapa ekki leik,“ sagði Ásta B. Gunnlaugs- dóttir úr Breiðablik eftir leikinn. Leikurinn var annars lítið fyrir FELAGSLIF Körfuboltaskóli UMFG Körfuknattleiksskóli UMFG, sem hófst sl. mánudag, stendur yfir út vikuna. Skólinn er í íþróttahúsi Grindavíkur, en á meðal kennara er Friðrik Kúnarsson, þjálfari meistaraflokks karla. Meistaramót öldunga Meistaramót öldunga verður haldið á Laug- ardalsvelli 2. og 3. september og verður keppt f fimm aldursflokkum frá 35 ára og upp úr. Þátttökutilkynningar þurfa að ber- ast í síðasta lagi í dag til skrifstofu FRÍ. augað og helst að Blikastelpur vildu gera að minnsta kosti tvö mörk í einu og það helst sjálf- krafa. Olga Færseth skoraði á 15. mínútu, eftir fyrirgjöf Sigrúnu Óttarsdóttur, bætti öðru við á 60. mínútu og Margrét Ólafsdóttir inn- siglaði sigurinn þremur mínútum síðar. „Við vorum of rólegar ef eitt- hvað er og ákveðið spennufall því það var erfitt að ná einbeitingu, sérstaklega þegar mikið af fólki var byijað að óska okkur til ham- KAPPAKSTUR ingju fyrir leikinn," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir þjálfari og leik- maður Breiðablik." Meistararnir léku ekki vel og það var helst Vanda í vörninni ásamt Ástu og Sigrúnu sem skeiðuðu upp kantana til að skapa hættu við mark Hattar. Hattarstúlkur eru enn í fall- hættu og verða helst að vinna Dalvík í næsta leik til halda sér í deildinni. „Við vorum stressaðar og gekk frekar illa en getum bet- ur,“ sagði Oddný Freyja Jökuls- dóttir fyrirliði. Víkingar sigruðu Þrótt á Nes- kaupstað 1:3 í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og þyngd- ist róður Þróttar enn Ágúst við tapið en liðið er Blöndal í næst neðsta sæti, skrifar frá þremur stigum á Neskaupstaö eftir næsta liði. Vík- ingar skutust hins vegar upp í fjórða sætið, upp fyrir Þrótt í Reykjavík og eygja möguleika á að komast í 1. deild. Heimamenn réðu gangi mála framan af og voru áhorfendur farn- ir að vonast eftir sigri enda lék lið- ið mjög vel á þessum kafla. Markið lét þó standa á sér en kom loks á 21. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 34. mínútu. Þróttarar áttu skot í stöng beint úr aukaspyrnu skömmu síðar en staðan var 1:1 í hléi. Víkingar réðu því sem þeir vildu ráða í síðari hálfleik og sigur þeirra var öruggur enda skoruðu þeir tví- vegis áður en yfir lauk. Viðar Þor- kelsson var lang besti maður Þrótt- ar en í annars mjög jöfnu liði Vík- ings voru Óskar Óskarsson og Björn Bjartmarz bestir. KORFUKNATTLEIKUR Grissom með ÍBK Davíð Grissom, sem lék með KR-ingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í fyrra, mun leika með liði Keflvíkinga í vetur. Félaga- skiptanefnd úrskurðaði á mánudag- inn að samningur hans við KR væri ekki bindandi en KR-ingar höfðu neitað að skrifa undir félaga- skiptin og því kom málið fyrir fé- lagaskiptanefnd. „Það var nú kominn tími á að félagskiptanefnd kæmist að niður- stöðu, því það var í maí/júní sem Grissom ákvað að koma til okkar. Ég fagna því að þetta er frágengið. Grissom er mikill fengur fyrir okkur því hann lék mjög vel í fyrra og við höfum misst marga menn,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari Kefl- víkinga í samtali við MorgTjnblaðið í gær. Keflvíkingar hafa misst marga menn á síðustu tveimur árum. Hjörtur Harðarson er farinn til Bandaríkjanna, Guðjón Skúlason til Grindavíkur eins og Nökkvi Már Jónsson. Kristinn Friðriksson mun leika með Þór í vetur. Falur Harðar- son hefur verið við nám í Bandaríkj- unum en leikur nú með KR. Schumacher í bann ÞÝSKI Formula 1 ökumaðurinn Michael Schumacher hefur verið dæmdur í tveggja móta keppnisbann af alþjóða bílaíþróttasam- bandinu. Þessi ákvörðun var staðfest á fundi í París í gær, þar sem áfrýjun Schumacher var afgreidd. Ástæða bannsins er sú að hann sinnti ekki stöðvunarskyldu strax í breska kappakstrin- um fyrir skömmu. / ÍSLAND - SVÍÞJÓÐ Á LAUGARDALSVELLI 7. SEPTEMBER h*f‘n .hjá Eymundsson og ESSO. Hann braut af sér í upphitunar- hring fyrir keppnina og var sýnt svart flagg, sem þýðir að öku- maður á að koma inn á viðgerðar- svæði til að taka út refsingu, bið á tíma eða jafnvel þola brottvísun. Schumacher og Benetton lið hans sinnti þessu ekki strax og dómnefnd dæmdi hann fyrir vikið í bann eftir keppnina. Schumacher áfrýjaði, en tapaði henni i gær. Auk þessa máls var dæmdur af honum sigur í belg- íska kappakstrinum um s.l. helgi, þar sem skoðunarmenn kváðu bíl hans ólöglegan. Sérstök plata undir bílnum var ekki talin eins og reglur segja til um, en Benetton liðið hef- ur áfrýjað þessum úrskurði. Damon Hill er því sigurvegari i keppninni og hefur með þessu saxað verulega á forskot Schumacher, sem þó hef- ur 21 stigs forskot í keppninni." „Ég græt ekki vandamál Schum- acher, ef hann hefur verið á ólögleg- um bíl, það skýrir afhveiju mér reyndist vonlaust að ná honum í einu af mikilvægustu mótum árs- ins,“ sagði Hill eftir að hafa heyrt niðurstöðuna. „Þetta gefur mér færi á að nálgast hann að stigum, en því má ekki gleyma að ég á eft- ir að aka í tveimur mótum. Ekkert annað en sigur kemur til greina, ætli ég að eiga möguleika í heims- meistaratitilinn." „Við höfum líka fengið menn og nú höfum við fengið Sverri Þór Sverrisson frá Snæfelli, Birgir Guð- finnsson frá Þór og Einar Einarsson frá ÍA, en þetta eru strákar héð- an,“ sagði Jón Kr., sem ætlar að hefja æfíngar fljótlega. Hann hefur sjálfur átt við meiðsli að stríða i læri frá því í vor. Miklar breytingar verða hjá Val. Lárus Dagur Pálsson er kominn heim aftur eftir eitt ár hjá Tinda- stóli, ívar Webster verður með Val, Magnús Guðfínnsson einnig, en hann hefur verið við nám í Banda- ríkjunum í fjögur ár en lék eitt ár með ÍBK. Þá hefur Bárður Eyþórs- son gengið til liðs við Val og Hjört- ur Arnarsson einnig en hann lék með Létti í fyrra. Jonathan Bow leikur með Val eins og áður hefur komið fram en Brynjar Karl Sig- urðsson hefur ákveðið að leika með ÍA. Hátíð í Höllinni Úrvalsdeildin hefst 29. septem- ber en á laugardaginn verður tekið dálítð forskot á sæluna því þá fara fram úrslitin í NBA þrír á þijá sem verið hefur í gangi um allt land í sumar. Keppt verður í fjórum flokk- um en keppnin fór fram á 35 stöð- um i sumar og sigurvegararnir það- an keppa í Höllinni. Þetta á að vera fjölskyldudagur því ýmislegt verður fyrir almenning í Höllinni, meðal annars verður sérstakt barnahorn og því ættu mamma og pabbi að geta fylgst með keppninni, eða tek- ið sjálf þátt. B-stigs þjálfaranámskeið verður á vegum KKÍ og hefst það á föstu- daginn. Þar kennir virtur þjálfari frá Spáni, Jose Maria Buceta, sem er núverandi landsliðsþjálfari kvenna þar í landi. Ikvöld N kl. ,...kl. Sindri ki. Magni kl. Urslitakeppni 4. deildar: Siglufl.: KS-UMFN. Ólafsvík: Víkingyi Leiknisv.: Leiknir- Seyðisij.: Huginn ■ ■Ársþing Fimleikasambands íslands verður haldið í íþróttamiðstöðinni Laugardal i dag kl. 17.30. Margrét Bjarnadóttir, formaður sambandsins undanfarin sex ár, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. REYKJALUNDARHLAUP 1994 Um 700 manns tóku þátt Um 700 manns tóku þátt í Reykjalundarhlaupinu,, sem er almenningshlaup og fór fram um helgina í sjöunda sinn. Flestir fóru gangandi eða skokkandi þriggja kílómetra leið, margir fóru 500 metra til fjögurra km leið á hlaði Reykjalundar, en töluverður hópur fór sex kílómetra og 29 hlupu 14 km. Helstu úrslit í 14 km urðu þessi: Konur klst. Fríða Bjarnadóttir............1:06.01 Ursula Júnemann..................1:07.46 Rósa Friðriksdóttir..............1:14.51 Karlar Brynjólfur Ásþórsson...............55.44 Jóhann Ileiðar Jóhannsson..........57.05 Jósef G. Sigþórsson................58.22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.