Morgunblaðið - 13.10.1994, Síða 1

Morgunblaðið - 13.10.1994, Síða 1
80 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 233. TBL. 82. ÁRG. FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín rekur fjármálaráðherrann Kallar gengis- hrun skipulagt skemmdarverk Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, vék í gær Sergei Dúbínín fjármálaráð- herra úr embætti og krafðist þess af þinginu að það ræki Víktor Geras- htsjenko seðlabankastjóra. Sagði hann, að gífurlegt gengishrun rúblunnar væri skipulagt „skemmdarverk“ og hefur skipað fyrrverandi yfírmanni KGB, rússnesku öryggislögreglunnar, að rannsaka aðdragandann. Mikil óánægja er meðal almenn- ings með ástandið í efnahagsmál- um. Rúblan féll um 21,5% í fyrra- dag, hækkaði raunar um 5,1% í gær og fást nú 3.736 rúblur fyrir doll- ara. Er gengislækkunin um 50% á minna en tveimur mánuðum. Óvissa framundan Brottvikning Dúbíníns olli því, að viðskipti með gjaldeyri stöðvuð- ust vegna óvissu um framtíðina og tveir aðstoðarmanna hans hafa ákveðið að segja af sér verði hann ekki settur aftur í embættið. Dúman mun taka fyrir á morgun ósk Jelts- íns um brottvísun Gerashtsjenkos seðlabankastjóra og er jafnvel búist við, að hún verði við henni þótt Gerashtsjenko, sem er harðlínu- maður og andvígur umbótum, hafi hingað til átt hauka í horni hjá stjórnarandstöðunni. „Brotthvarf Gerashtsjenkos getur ekki haft ann- að en góð áhrif á seðlabankann," var haft eftir vestrænum stjórnarer- indreka í gær. Sumir hagfræðingar í Rússlandi óttast, að mánaðarleg verðbólga fari í 30% á næstunni vegna mik- illa hækkana á verði innfluttra vara en þær vega allt að helmingi í neysl- unni. Þá er viðbúið, að umbótastefnan bíði nokkurn hnekki og ýmsir telja, að hætta sé á að tekin verði upp sovésk efnahagsstjórn með miklum verðlagshömlum. Portillo SKIPTAR skoðanir innan bresku ríkisstjórnarinnar í afstöðunni til Evrópusambandsins (ESB) komu berlega í ljós á flokksþingi íhaldsmanna í Bournemouth í gær er Michael Portillo, atvinnu- málaráðherra Bretlands, réðst harkalega að ESB í ræðu sinni á þinginu. Var honum fagnað gif- urlega í lok ræðu sinnar, mun meira en Michael Heseltine, sem var jákvæður í garð Evrópusam- starfs í ræðu sinni. „Evrópa er Reuter fagnað ekki starfhæf,“ sagði Portillo og kvaðst ætíð myndu taka Bretland fram yfir Evrópu. Sagði John Prescott, varaformaður Verka- mannaflokksins, að ræða Portil- los hefði verið hrein og klár fram- boðsræða til formannsembættis- ins. Telja margir að með henni hafi hann gert tilkall til þess að verða frambjóðandi hægriarms flokksins í leiðtogakjöri. ■ Deilumar um Evrópumálin /19 Mótmælendur á N-Irlandi Vopnahlé sagt yfir- vofandi Belfast. Reuter. TALIÐ er að hryðjuverkamenn mót- mælenda á N-írlandi, séu að því komnir að lýsa yfir vopnahléi. Að sögn heimildamanna úr þeirra röðum kann slík yfirlýsing að berast á hverri stundu frá Sjálfboðaliðasveit N-írlands (UVF) og Frelsisbaráttu- sveit N-írlands (UFF). Höfuðandstæðingur mótmæl- enda, írski lýðveldisherinn (IRA) lýsti yfir vopnahléi í byijun septem- ber og hefur það verið haldið. Und- anfarna daga hafa verið uppi miklar vangaveltur um hvort mótmælendur myndu feta í fótspor IRA. Fundur leiðtoga hryðjuverkamannanna og fanga í Maze-öryggisfangelsinu skammt frá Belfast á mánudag þykja renna stoðum undir þetta. Er talið að leiðtogarnir hafi leitað sam- þykkis fanganna, sem margir sitja inni fyrir að hafa myrt kaþólikka, fyrir vopnahlé. Lýsi mótmælendur yfir vopnahléi, gefst tækifæri fyrir Breta og íra til að ná pólitísku samkomulagi um framtíð N-írlands. Noregur og ESB Konurnar gætu ráðið úrslitum Brussel. Reuter. GRETE Knudsen, viðskipta- ráðherra Noregs, hvatti í gær Evrópusambandið (ESB) til að taka sig á í jafnréttismál- um og varaði við því konur gætu lagst gegn aðild Norð- manna að sambandinu í þjóð- aratkvæðinu 28. nóvember. „Mikill meirihluti norskra kvenna óttast aðild að Evr- ópusambandinu," sagði Knudsen þegar hún ávarpaði Kvenréttindanefnd Evrópu- þingsins. Óttast aðild „Það eru norskar konur, sem eru enn óákveðnar, sem geta ráðið úrslitum um hvort við göngum í sambandið eða ekki.“ Konur í Noregi, einkum þær sem starfa hjá ríkinu, óttast að aðild að Evrópusam- bandinu merki lægri barna- bætur, styttra fæðingarorlof og færri konur á stöðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Norska stjómin vill að jafn- réttismálin verði á dagskrá fundar ráðherraráðs Evrópu- sambandsins í desember. Samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun hefur fylgismönn- um aðildar Noregs að ESB fjölgað lítillega. 45% að- spurðra sögðust andvíg aðild, 31% fylgjandi og 24% voru óákveðin. Reuter WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ávarpar 41. stórskotaliðssveit Bandaríkjahers, sem komin er til Kúveits. Christopher segir bandaríska herinn í viðbragðsstöðu í Kúveit Segir íraka Kúveit, Moskvu. Reuter. WARREN Christopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom í gær til Kúveits, þar sem hann fullvissaði yfirvöld og önnur ríki við Persaflóa um að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að írakar réð- ust inn í landið.Lýsti hann því yfir skömmu eftir komuna, að íraskar hersveitir væru enn ógnun við Kúveit og að bandaríski herinn væri enn í viðbragðsstöðu. Hluti þeirra 80.000 írösku her- manna, sem talið væri að hefðu verið sendir í átt að landamærum Kúveits, hefði fjarlægst þau en hann gæti ekki staðfest að þeim hefði verið skip- að að hörfa. 1 gær áttu rússneskir embættismenn fund með Saddam í von um að það myndi leiða til þess að viðskiptabanni á landið yrði aflétt. ítrekuðu írak- ar að þeir myndu ekki viðurkenna sjálfstæði Kú- enn ógnun þykkt að deila með sér kostnaði við að hrekja Iraka á brott. Um 200.000 bandarískir hermenn eru nú reiðu- búnir að halda til Kúveits en 40.000 hermenn eru á leið þangað eða komnir. Settu bandarískar her- sveitir í gær upp Patriot-varnarflaugar nærri flug- vellinum í Kúveit. Bandaríkjamenn og Kúveitar reyna nú að sann- færa bandamenn sína og Sameinuðu þjóðirnar um það setja á fót bannsvæði í suðurhluta íraks, en það myndi koma í veg fyrir að Saddam Hussein, forseti íraks, gæti sent hersveitir og þungavopn nálægt landamærum Kúveits. I gærkvöldi drógu bandarískir embættismenn til baka þær fréttir að Clinton styddi slíkt bann- svæði, sögðu að hann íhugaði hvaða möguleikar væru í stöðunni. veits fyrr en viðskiptabanni á írak yrði aflétt. Þá var tilkynnt að Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, hygðist halda til íraks í dag, fengist leyfi Sameinuðu þjóðanna, til að reyna að draga úr spennu og koma á stöðugleika. Hann myndi að því búnu halda til Kúveits, Saudi-Arabíu og fleiri ríkja við Persaflóa. Bannsvæði í S-írak Cristopher gerði í gær hlé á friðarför sinni til Miðausturlanda vegna ógnana íraka. Þá kom Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, einnig til Kúveits í gær og ávörpuðu ráðherrarnir fund samvinnuráðs Persaflóaríkja. Sagði Christopher ljóst að Saddam nyti einskis trausts og að enginn vildi að hann gæti skapað spennuástand með því einu að færa nokkur herfylki til. Ríkin hefðu sam-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.