Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 15 FRÉTTIR Þing Alþýðusambands Austurlands krefst launahækkana Launafólk eigí kost á niðurfellingu skulda ÞING Alþýðusambands Austur- lands, sem lauk á Iðavöllum um helgina, krafðist þess að samfélag- ið tæki á vanda þess fólks sem misst hefur eigur sínar og komið er í fjárhagslegt þrot vegna tekjus- amdráttar. í ályktun þingsins er þess krafist að launafólk fái sömu meðferð og atvinnureksturinn í landinu sem fengið hefur nauða- samninga og skuldir niðurfelldar. Þingið krafðist þess að lán- skjaravísitala yrði afnumin og töldu þingfulltrúar að hún væri orðin tæki til að halda launahækk- unum niðri. Vísitalan er tengd kaupgjaldsvísitölu og hækkar þeg- ar laun hækka. Kjarasamningar undir forystu landssambanda Þingið lýsti þeirri skoðun í álykt- un að næstu kjarasamningar ættu að vera undir forystu landssam- banda. Jafnframt var þess krafist að gripið yrði til ráðstafana sem leiði til jöfnunar á framfæslu milli landshluta. Þá var þess krafist að skattleysismörk yrðu hækkuð í það sem þau voru þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp. Sigurður Ingvarsson, formaður ASA, var spurður hvort það væri hans tilfinning að launafólk væri tilbúið til að fara í átök í komandi kjaraviðræðum. „Já, ég er alveg sannfærður um að nú er komin upp sú staða að fólk er tilbúið í átök. Ég vil hins vegar engu spá um í hvaða formi þau verða. Menn hafa kannski trú- að því fram til þessa að það ástand kæmi aftur að menn gætu aukið aflatekjur sínar; að við værum í tímabundnum öldudal. Ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því núna að við erum að festast í ástandi þar sem þúsundir eða tug- þúsundir manna eiga ekki fyrir nauðþurftum. Það sjá það allir að það er ekki hægt að reka þetta þjóðfélag þannig að stór hluti þjóð- arinnar lifi á styrkjum frá félags- málastofnunum,“ sagði Sigurður. Átök um kjör varaformanns Hörð átök urðu í stjórnarkjöri ASA. Tveir voru í kjöri til varafor- manns, Eiríkur Stefánsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúðsljarðar, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Jökuls á Höfn, stærsta félagsins innan ASA. Hjördís var kjörin varaformaður og gekk Eiríkur þá af fundi ásamt fjórum félögum sín- um frá Fáskrúðsfirði. Eiríkur neit- aði að taka kjöri í stjórn ASA, en þar hefur hann setið í 11 ár. í hans stað var kjörinn Skúli Hann- esson frá Breiðdalsvík, sem verið hefur fyrsti varamaður í stjórn. Sigurður sagðist ekki telja að útganga Eiríks þýddi einhvern klofning innan ASA. Hann sagðist Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum vera sannfærður um að ASA myndi áfram eiga gott samstarf við Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar. Það væri enginn málefnaágreiningur milli manna. Sigurður sagði að Eiríkur hefði einfaldlega tekið því þunglega að tapa kosningu. Það væri í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Ein af ástæðum þess að Eiríkur gekk út af þinginu mun vera sú að hann taldi Björn Grétar Sveins- son, formann Verkamannasam- bands íslands, hafa haft óeðlilega afskipti af kjöri varaformanns. Björn Grétar er fyrrverandi for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn. S' -■.......... Stórir og samsíða Morgunblaðið/Þorkell LJÓST er að aka ber slíkum vögnum með mikilli varúð, sérstak- lega í þéttbýli. Spurning er, hvort slík farartæki eiga að fara framúr öðrum farartækjum um háannatíma umferðarinnar. ame rvai i iv 12 bolla kr. 1.195,- Litasjénvarp 14" m/fjarst 1 árs ábyrgb kr. 19.900,- } c Tannbursti fyrir rafhlöbur meb 4 hausum kr. 199,- Strauborb fyrir gufustraujárn 110 x 32 cm kr. 1.995,- 1. ....") t Gufustraujárn kr 1.795,- c Barnatjald kr. 1.495,- Stærb: 109x102x75 cm Opið á laugardögum kl. 11 -16 HA6KAUP SKEIFAN, AKUREYRI, NJARÐVIK, KRINGLAN MATVARA Tilboðin gilda aðeins í viku.eða á meðan birgðir endast. Grænt númer póstverslunar er 996680.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.