Morgunblaðið - 13.10.1994, Page 34

Morgunblaðið - 13.10.1994, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MIIMNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR GÍSLASON MARGRÉT JÓNSDÓTTIR + Þórður Gíslason var fæddur á Ölkeldu 15. september 1916. Hann Iést á Sjúkrahúsi Akraness 29. september síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Staðastaðarkirkju 8. október. FRÉTTIN um andlát Þórðar á Öl- keldu, eins af elstu heiðursfélögum okkar í Kennarasambandi íslands á Vesturlandi, kom okkur í opna skjöldu. Undirbúningur fyrir árlegt haustþing í Munaðamesi stóð sem hæst og átti enginn von á öðru en hann Þórður yrði þar eins og hann var vanur og héldi þar uppi glensi og gamni að sínum hætti. Fréttir hermdu að hann væri farinn að hlakka til þings, vissi það á gott. Það var nefnilega þannig með hann Þórð að þó nokkuð væri umliðið síðan hann hætti kennslu þá hélt hann ákaflega góðu sambandi við félaga sína í Kennarasambandinu á Vesturlandi, mun betra en flestir þeir er yngri eru að árum. Hann var óþreytandi við að miðla af reynslu sinni úr kennslu og félags- störfum til þeirra okkar er óreynd- ari vorum. Hefur margur því þegið góð ráð af Þórði og er ekki annað vitað en vel hafí dugað þeim er eftir vildu fara. Haustþingin em vettvangur kennara til þess að hitt- ast, fræðast, skemmta sér og syngja saman. Þar var Þórður á heimavelli, enda lét hann sig aldrei vanta. Söngur var honum ákaflega kær og var hann ósjaldan fenginn til þess að stjóma söng á kvöldvök- um eða öðmm samkomum þar sem fólk kom saman. Em þeir ófáir dúettamir og kvartettarnir sem hann hefur hóað saman þegar á hefur þurft að halda. Félagar í KÍV sakna nú vinar í stað. Viljum við með þessum fáu orðum tjá honum þakklæti okkar fyrir dyggan stuðning og ailar skemmtilegu stundimar í gegn um árin og votta aðstandendum hans samúð. Guð blessi minningu góðs félaga. Krislján Gísjason, formaður KIV. Undanfarandi dagar hafa verið einstaklega bjartir og minnt á að hvetju „vori fylgir sumar og hvetju sumri fylgir haust“. Þessir haust- dagar með heiðríkjunni minna okk- ur á það alræðisvald sem við göngum undir, í lífsgöngu okkar og við stjómum ekki sjálf. Gjöfult sumar er nýlega kvatt með þessum fögru haustdögum sem gætu kall- ast sumarauki. Allt umhverft er í þeirri litadýrð sem best sanna „ekk- ert fegra fold ég leit en fagurt kvöld að hausti“. Öll vitum við að líf okk- ar er hverfult, enginn ræður sínum næturstað. Því finnst okkur, sem eftir stöndum og syrgjum góðan vin, að lífsþráður þess sem ávallt fagnaði vinum, og var hrókur alls fagnaðar, sannur gleðigjaft hvar sem leiðir hans lágu, skuli nú ekki lengur ylja okkur með glöðu við- móti, bjartsýni, drengskap og fórn- fýsi. Af okkur em stundum tekin ráðin og fátækleg varnarorð fá litlu um þokað, slíkt er alræðisvald þess sem líf okkar hefur í hendi sinni. Þegar ég minnist með fátæklegum orðum vinar míns Þórðar Gíslasonar fyrrv. bónda og skólastjóra á Öl- keldu detta mér í hug orð skáld- bóndans á Arnarvatni, er hann minnist vinar síns og mælir svo: „Sendiboða bar að garði, boðaði þig á drottins fund.“ Við eigum öll von á þessum sendi- boða og hann er okkur ekki alltaf miskunnarlaus — en boðinu skal hver hlýða. Ættir Þórðar á Ölkeldu rek ég ekki hér í þessum línum. Fyrst og fremst eru þær framsettar sem þakklæti fyrir góð vinarkynni sem hafa staðið órofin nokkuð á fimmta tug ára. Eflaust finnst mér þegar ég hugsa til liðinna ára og rifja upp í huganum kynni mín af Þórði á Ölkeldu, hversu fljótt okkar vinátta myndaðist. Kannski hefur það verið ósjálfrátt á einhvern hátt, því mikl- ir vinir voru þeir foreldrar Þórðar og tengdaforeldrar mínir. Allar þær gleðistundir sem þetta góða fólk átti þátt í að skapa á tyllidögum fjölskyldunnar skal nú þakka. Þórður og Margrét kona hans voru stórhuga og viljasterk og þráðu að blanda geði við vini á gleði- stundum. Öll lífsganga Þórðar var á þann hátt að hann vildi vinna landi og þjóð af heilum hug. Hann var sannur íslendingur og hreifst snemma af starfi og stefnu ung- mennafélaganna, sem hann vann að af heilum hug allt sitt líf. Hjón- in á Ölkeldu höfðu skólahald á sínu heimili fjöldamörg ár. Oft hefur það reynt á manndóm þeirra að stýra og stjóma stóru heimili ásamt bú- sýslu. Það vill stundum gleymast í amstri daganna það starf sem kon- an fómar í slíkum tilfellum. Mar- grét var sú persóna sem vildi styðja mann sinn í öllum hans störfum, án hávaða og fyrirferðar, hugprúð og farsæl eiginkona, móðir og amma. Gömul vinkona frá æsku- ámm sagði eitt sinn: „Sumar lyfta tökum tveggja, trútt við nóttu dag- inn leggja, en hróður okkar mætu manna, en minna getið húsfreyj- anna.“ Nú em þáttaskil. Við sem eftir stöndum eigum öll dálítið erfitt með að átta okkur. En slík eru örlög okkar allra, að heilsast og kveðjast. Vinur minn Þórður missti mikið þegar kona hans dó, eftir langa vanheilsu. En hann á góð börn sem veittu honum góða umhyggju og gerðu honum lífíð eins létt og hægt var. Fyrir stuttu sátum við Þórður saman á fundi, þar sem mál kirkju og kristindóms vom rædd. Þar hafði Þórður alltaf eitthvað gott fram að færa, enda hugur hans til kirkju og kristindóms brennandi af áhuga og trúfesti á þann sanna guð sem gefur okkur líf og hefur okkar líf í hendi sinni. í lok þessa fundar fómm við öll í kirkjuna á Fáskrúðarbakka þar sem prófastur sleit fundi með ritn- ingarlestri og bænarorðum. Allir tókust í hendur í stómm hring í kirkjunni og sungu: „Son guðs ertu með sanni“. Röddin hans Þórðar, sú fagra og hreina, ómar mér enn í eyra, þótt hann ætti þá aðeins eftir tvö ár í áttrætt. Slíkur söng- maður var Þórður, að fáir gjörast betri. Nú óma hans tónar á æðri stöðum en minningin geymist þótt maðurinn falli. Við hjónin þökkum af alhug og einlægni alla vináttu og geymum góðar minningar í hjörtum okkar um Þórð og Margréti á Ölkeldu. Guð gefi aðstandendum hans styrk á sorgarstund. Páll Pálsson, Borg. Nú haustar að og fjallatindar grána í næturnepjunni. Löngu og góðu sumri sem vermdi vanga er lokið. Sólin móðir okkar allra hopar af braut sinni yfir háan himin til að safna krafti í nýja sókn fyrir líf- ið að vori. Og einmitt á þessu hausti kveður þennan htim kær vinur. Við slíka fregn herðir á vetrinum í sál- inni, allt virðist napurra en áður. Minningin um Þórð Gíslason verður mér ævinlega dýrmæt. Allt frá því að ég kynntist honum fyrst þá er ég hóf störf að skólamálum fyrir vestan varð mér ljóst að þar fór mikill öðlingur. Einlægur áhugi hans og þekking á skóla- og uppeld- ismálum vakti athygli mína og mér varð dijúgur stuðningur hans og uppörvun í sviptingafullu starfí. Hann sagði mér ávallt hreinskilnis- lega til syndanna þegar honum féllu ekki störf mín en hvatti mig til betri verka. Það var gott að hlýða ráðum hans, hann var veraldarvan- ur og hollráður. Ég taldi hann snemma vin minn og ætíð síðan. Og nú er hann allur, hverfur af sjónarsviðinu með sínu lagi um- búðalaust. Hann var aldrei tvílráður né seinn að búa sig til ferðar. Snöf- urlegur hefur hann axlað sín skinn og hafið þá göngu sem bíður vor handan næsta leitis. Á meðan við hin höldum áfram að tutla hrosshárið okkar. Öllum ástvinum Þórðar Gíslason- ar votta ég samúð mína. Blessuð sé hans minning. Sveinn Kristinsson. Það eru að sjálfsögðu engin váleg tíðindi, þótt slokkni ljós í ranni öldr- unarinnar. Samt sem áður hrökkva menn við og fínna til sársauka margir hveijir þegar slokknar skyndilega á lífsferli öldungsins, sem maður hefur átt kærleika með. Þeir finna jafnvel til auka eymsla hið innra með sér, sem ennþá halda áfram göngu sinni, ef til vill með það eitt í veganesti „þegar ungur ég var“. Ég vil taka það fram að ég tek ekki til meðferðar ættemi eða starfsferil þessa mæta manns, vegna þess að ég veit að aðrir gera það. En ég vil segja frá innra manni hans, eftir því sem ég er maður til. Svo vill til að við Þórður vorum báðir á sama aldursári. Það vildi líka þannig til, að þegar haustlaufíð féll 1936, vomm við báðir í hópi þeirra, sem stóðu á hlaði Bænda- skólans á Hvanneyri. Fátækir í andanum og eftirvænting í spurul- um augum, sem litu aðeins til fram- tíðarinnar, sem við töldum okkur eiga, sem í reyndinni var líka aleiga okkar flestra. Að öðru leyti vomm við óskilgreindir þá. Þá vissi enginn okkar hvað í öðrum bjó. En dvölin — námið á Hvanneyri upplýsti það fljótlega. Þá kom í ljós að í hópnum vom afburða námsmenn, eins og Mývetningurinn Steingrimur Krist- jánsson frá Litluströnd og Barð- strendingurinn Játvarður Jökull frá Miðjanesi. Þeir voru afburðamenn í námi. Við hinir átum ekki svör við því. Okkur Þórði kom samt sam- an um það að við hefðum verið góðir námsmenn. Við fórum ekkert ofan af því, þótt við yrðum að lúta því í sanngiminni að ýmsum tókst nú betur upp, þótt þeir verði ekki nafngreindir hér. Þórður var sérstaklega félags- lyndur maður. Traustur og með afbrigðum trygglyndur. Núna á seinni ámm áttum við margar hug- ljúfar stundir saman og þá fyrst lærði ég að þekkja hans innri mann. Hann ræddi við mig af sinni barns- legu einlægni um allt nema stjóm- mál, af því að þá brenglaðist allt. Ég aftan í íhaldinu og hann fram- sókn. Það gekk ekki upp. En það bar allt að sama bmnni í samræðun- um. Við veltum okkur ávallt upp úr því: „Þegar ungur ég var.“ Og svei mér þá. Æskan dunaði þá blítt í eyrum. Oftar en ekki spurði hann mig að því: „Hvemig stendur á því Skarphéðinn að ég hef dregist meira að þér heldur en mörgum öðmm, sem ég hef átt meiri sam- leið með?“ Ég svaraði því til að það væri af því að við væmm svipaðir að gáfnafari og heyrðum meðal- mennskunni til og hefðum þess vegna ekki ráð á því að kaffæra hvern annan í kappræðum um ágreiningsmál, svo virðast þau heldur ekki vera svo mikil fyrirferð- ar að stjórnmálunum undanskild- um. Þetta svar líkaði honum ekki og spurði bara beint út: „Þú með þína meðalmennsku, segði mér þá, höf- um við gengið til góðs, götuna fram eftir veg, eins og Jónas orðaði það?“ Auðvitað varð ég klumsa að eiga að fara að setjast í dómarasæti um það, hveiju við hefðum áorkað til framgangs íslensku þjóðlífí á kvöld- settum degi. Ég svaraði þó á þessa leið: „Þú veist það Þórður minn að það er allt annað gæfa og gjörvileiki. Ég fer ekkert ofan af því að vitsmuna- lega heyrum við meðalmennskunni til. Hitt er svo það hjá hveijum ein- um hvernig hann vinnur úr því sem honum er úthlutað. Þar liggur ör- lagaþráðurinn í einni mannsævi. Þú varst — það sem kallað er láns- maður. — Þú áttir ávallt gott út- spil af íhugun og rósemi. Þú áttir föðurleifð, sem þér auðnaðist að ná tökum á og þurftir þess vegna ekki að hrófla við rótum bernsku þinn- ar. Með því móti fékkst þú aukalega orku til þess að bæta og fegra þessa föðurleifð þína. Yrkja hana til þess vegar, sem hugur þinn stóð til og þú gast með fullum sóma tyllt þér á bændahöfðingjabekk. Það kom líka í þinn hlut að uppfræða og þá jafnframt móta bernskuna og æsku þíns byggðarlags. En þú fyrirgefur Þórður minn að ég fór að hlæja þegar ég frétti það að þú værir orðinn barnakennari. Ég hélt satt að segja að það væri þér algjör ofraun. Annað kom á daginn og það er engin meðalmennska að komast án virðingar frá því. Ég tel þess vegna, af því að þú spurður mig um það, að þú hafir gengið til góðs og fært þína þjóð fram eftir veg, lagt fram- yfír það, sem mér gat dottið í hug, þegar við vorum ungir galgopar við nám á Hvanneyri.“ Ég tel nú, eftir á að hyggja, að þetta sé það eina, sem er svolítið bitastætt, af því sem við Þórður höfðum til umræðu á okkar gleðistundum. Aftur á móti veltum við okkur upp úr hinum fáfengilegustu atvikum, hvað eftir annað, sem upp höfðu komið í ung- gæðinu á Hvanneyri. „Lífsgleði njóttu, svo lengi kostur er,“ sagði Þórður oft og söng þá gjarnan ljóðið líka, því að hann var mjög söngelskur maður og var oft- ar en ekki kominn með fjórraddaðan kór í kringum sig, þar sem því varð við komið. Þetta var meðfæddur eiginleiki hans, að sameina í gleði og tónum, það sem var víðsfjarri dagsins önn og gnæfði yfír hið dag- lega strit til brauðsins. Svona var Þórður. Með lífsgleðina í útspilinu og allt hitt í bakhöndinni. „Á meðan þú syngur er gróska í sálinni," sagði hann. Þórður fór ekki langan veg laus- gangandi, að námi loknu á Hvann- eyri. Hann fékk sér auðvitað föru- naut. Það var Magga. Ég lít svo á að það hafí verið hans mesta og farsælasta útspil í lífí hans og það- an í frá hafí hann ávallt haft háspil á hendi, vegna þess að hún var ekkert algengur kvenkostur. Þar fór vafalaust hans betri helmingur. Viðmót hennar var hljóðlátt og göf- ugt. Elja hennar í starfí hlýtur að hafa verið mikil, þegar litið er til þess að þau eru með sex börn á palli og hann víðs fjarri við önnur störf eða bara á söngæfingu og búskapurinn í miklum uppgangi. Magga var lágvær í fasi en býsna stór í sniðum. Hún var ljúflingur með reisn. Þannig gerðist það. Það var far- sæld og rómseminnar dýpt, sem mótaði þróun og framgang hjúskap- arins til þeirrar áttar að þeim auðn- aðist það að „ganga til góðs, göt- una fram eftir veg“ og skila þjóð sinni miklum arfí, með börnunum sínum. Nú eru þessi mætu hjón horfín úr okkar mannlega samfé- lagi, eins og alltaf gerist með þá, sem taldir eru að hafi þjónað út sinn tíma. Við leggjum ekki dóm á það, hversu tímabært það er hveiju sinni. En í sársaukanum sem alltaf verður þegar góðir vinir kveðja, skulum við hugsa hlýtt til þeirra og biðja þeim velfarnaðar á nýjum leiðum. Hugheilar þakkir hafi þau fyrir ylinn og birtuna, sem þau fluttu inni í okkar samfélag, með ýmsu móti. Gleymum heldur ekki því, að á meðan þú syngur er gróska í sál þinni. Guð veri með þehn. Skarphéðinn Össurarson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og tengdasonur, SNORRI JÓHANNSSON, Drápuhlíð 22, Reykjavík, sem lést 5. október, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 14. októ- ber kl. 15.00. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Davfð Snorrason, Ingvi Pétur Snorrason, Jóhann Hallvarðsson, Jón ÞórJóhannsson, Ásdfs Magnúsdóttir, Óskar Pétursson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og bróðir, BRAGI GEIRDAL, Strýtuseli 4, Reykjavfk, lést í Landspítalanum þann 7. október síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. október kl. 15.00. Ragnhildur Þorbjarnardóttir, Guðmundur Rafn Geirdal, Björk Geirdal, Axel Sölvason, Ingólfur Geirdal, Hjördís Geirdal, Erna Geirdal og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför EYJÓLFS GÍSLASONAR, Njálsgötu 82. Gfsli Eyjólfsson, Sigrfður R. Guðnadóttirj Alfreð Eyjólfsson, Guðjónfa Bjarnadóttir, Guðmundur I. Eyjólfsson, Kristín Sigrún Bjarnadóttir, Gylfi Eyjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir, Ásgeir Eyjólfsson, Sjöfn Eyfjörð, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.