Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Bestu þakkir fœri ég öllum þeim fjölmörgu, sem glöddu mig á 70 ára afmœlisdeginum 26.9. ’94. Lifið heil. Gísli Jóhannesson. Macíntosh námske] Mjög vandað og gott námskeið fyrir byrjendur. Stýrikerfi tölvunnar, ritvinnsla og kynning á helstu forritum. Með íylgir disklingur með deiliforritum, dagbókarforriti, teikniforriti, leikjum, veiruvamarforriti o. fl. • Hagstætt verð! Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðístofa Halldórs Krístjánssonar Grensásvegi 16 • sími 68 80 90 Síðasta hraðlestrarnámskeiðið...!! Viltu margfalda lestrarhraðann? Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Viltu margfalda afköst í námi um alla framtíð? Viltu lesa meira af góðum bókum? Ef svarið er jákvætt, skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrarnámskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 26. október nk. Skráningj símum 642100 og 641091. HRAÐLESTRARSKOUNN Einstaklega sterkt og ^ lipurt efni, vind- og á vatnsþétt með R frábærri útöndun. Hægt er að renna Hi flíspeysu inní. gott frá 16.400 kr JAKKAR 9 ENTRANT Gll öll veður ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 621 780 Vikutilboð 9 FAGOR FE-534 Stgr.kr. 36.900 AfborgunarverO kr. 38.900 - Visa, Euro, Munalén 'ZSZ*0 RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Pennans, Hallarmúla MIG LANGAR að þakka fyrir sérstaklega lipra og góða þjónustu sem ég fékk í versluninni Pennanum, Hallarmúla. Ég átti þar nokkuð háa inneignarnótu og hugðist nota hana til kaupa á rit- vél. Vélin sem ég hafði hug á fékkst ekki í Pennanum en Ólafur Sveinsson versl- unarstjóri bauðst til að útvega mér hana. Það varð úr og vil ég nú þakka fyr- ir þessa sérstöku og góðu þjónustu. H.B. „Islandsferð fj ölskyldunnar “ KONA hringdi til Velvak- anda og bað hann um að koma á framfæri þeirri beiðni til Samgönguráðu- neytisins að það birti í heild vinningstölur úr happ- drætti því sem ráðuneytið stóð .að í samvinnu við Mjólkursamsöluna og Esso. Blöð voru seld og var númer framan á hveiju blaði. Kona þessi sagðist ekki hafa séð neinn vinn- ingslista frá happdrættinu og fer þess á leit við ráðu- neytið að birta númerin eða gefa upplýsingar um hvar þau sé að finna. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GLERAUGU í brúnni mjórri umgerð, með spöng- um með brúnu sebra- mynstri, töpuðust í mið- bænum laugardaginn' 24. september sl. Velvakandi birti þessa tilkynningu sl. miðvikudag og hafði ein- hver samband vegna henn- ar en sá sem svaraði hafði ekki hugmynd um málið, svo nú er sá sem hringdi vinsamlega beðinn að hringja aftur, svo og aðrir sem gætu gefið upplýs- ingar í síma 30437 eftir kl. 18 og er fundarlaunum heitið. Úr fannst ÚR FANNST á íþróttavell- inum í Keflavík fyrir u.þ.b. viku. Eigandi má vitja þess í síma 92-11317. Gæludýr Kettlingur óskast KETTLINGUR óskast. Helst síðhærður. Uppiýs- ingar í síma 34404. Alex er týndur ÞESSI grábröndótti högni hvarf frá Lækjarási 3 hinn 12. september. Þegar hann hvarf var hann með gula ól en gæti verið búinn að týna henni. Hann er einnig eymamerktur, R-4164, og hlýðir kallinu Aiex. Allir sem gætu gefið upplýs- ingar um ferðir hans eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 878486, því hans er sárt saknað. Týndur köttur UNGUR brúnbröndóttur ólarlaus fressköttur fór frá heimili sínu í Garðabæ fyr- ir viku síðan. Viti einhver um ferðir hans er hann beðinn að láta vita í síma 656962 eða 656705. Farsi SKÁK Umsjón Margcir Pctursson ÞESSI stutta skák var tefld í meistaraflokki á Evrópu- mótinu í bréfskák á þessu ári. Hvítt: Emil Bazela, Tékklandi. Svart: Kári El- ísson (2.090). Spánski leik- urinn, Cordel-vörn. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - Bc5, 4. c3 - d5!? (Þetta bragð virðist ekki sérlega rökrétt en hefur verið vin- sælt í bréfskákum upp á síðkastið). 5. Da4 - Rge7, 6. Rxe5 - 0-0!, 7. Rxc6 - bxc6, 8. Bxc6 - Rxc6, 9. sjá stöðumynd 9. - Dg5! (Nýr leikur Kára. Aður hefur hér verið leikið 9. - Dh4, en þá getur hvítur hrókað. Nú er hrók- un hins vegar svarað með 10. - Bh3. Hvítur má alls ekki taka hrókinn á a8, eft- ir 10. Dxa8? - Dxg2, 11. Hfl - Ba6 eru honum öll sund lokið. Skást virðist 10. Kfl, en þá hefur svartur hættulega sókn eftir lO. - dxe4) 10. Hgl? - Bxf2+! og Tékkinn gafst upp, því eftir 11. Kxf2 - Dxe4+, 12. Kel - Dxe4+, 13. Kfl - Bg4 er stutt í mátið. Kári hefur áður séð skák- dálki Morgunblaðsins fyrir skemmtilegum sóknarskák- um og þótt hann sé nú að mestu kominn yfir í bréf- skákina er hann ennþá við sama heygarðshornið. Þótt ótrúlegt megi virðast hefur hann unnið ennþá styttri bréfskák á Evrópumótinu. Hvítt: Kári Elísson. Svart: Karl F. Poulheim, Þýska- landi. Kóngsbragð. 1. e4 - e5, 2. f4 - Bc5, 3. Rf3 - d6, 4. c3 - De7!?, 5. d4 - exd4, 6. cxd4 - Dxe4+!??, 7. Kf2! - Bb6, 8. Bb5+ og svartur gaf, því hvítur leik- ur næst 9. Hel og þá er staðan ekki fleiri frímerkja virði. Þetta mun vera Evr- ópumet í stuttum sigri í bréfskák. Víkveiji skrifar... að hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum, er ferðast hefur milli landa á undanförnum árum, hversu miklar breytingar hafa orðið við landamæri Vestur-Evrópuríkja. Það eru orðin allmörg ár síðan vegabréfa- og tollskoðun var felld niður að öllu leyti nema nafninu til þegar ferðast var með bíl eða lest. Nú er hins vegar svo komið að landamærastöðvarnar, t.d. milli Frakklands og Þýskalands eða Belgíu og Hollands, svo nokkur dæmi séu nefnd, standa auðar,. Landamærin eru opin. Og þó að vegabréf séu enn skoð- uð þá er sú skoðun mjög óformleg ef um evrópska ferðalanga er að ræða. Mesta umskiptin hafa aftur á móti orðið varðandi tollskoðun. Það er varla hægt að segja að hún sé til staðar lengur þó að vissulega séu enn starfandi tollverðir. Vík- verji hefur aftur á móti á ferðum sínum undanfarin ár aldrei orðið var við að þeir hefðu afskipti af einum né neinum og oftar en ekki voru þeir hvergi sjáanlegir. Skýr- ingin á þessu er auðvitað sá mikli viðskiptalegi samruni, sem orðið hefur í Evrópu. Þessi þróun er þó síður en svo bundin við Evrópusambandsríkin því Víkverji hefur nákvæmlega sömu sögu að segja af hinum Norð- urlöndunum. XXX Ein er þó undantekningin í þessu sambandi og ætti víst engum að koma á óvart að hún sé tollayfir- völd á Keflavíkurflugvelli. Það ríkir þrúgandi andrúmsloft í komusal Leifsstöðvar sem Víkverji hefur ein- ungis upplifað áður á landamærum Austur-Evrópuríkjanna þegar þau voru enn undir járnhæl kommún- ismans. Ásakandi augu tollvarðanna grandskoða hvern einasta farþega og vei þeim er dirfst hefur að kaupa sér saklaus rafmagnstæki, danska spægipylsu að ekki sé nú minnst á áfengi! Hámark fáránleikans er risavaxið gegnumlýsingartæki sem útvaldir farþegar eru látnir renna farangri sínum í gegnum; væntan- lega þeir sem virðast líklegastir til að vera með spægipylsur í fartesk- inu. Við Islendingar virðumst sætta okkur við þessa meðferð en útlend- ingar reka aftur á móti oftast upp stór augu og furða sig á þessum lögregluríkisaðferðum. Er þetta líka ekki óþarft þar sem tilgangur hins stranga tollaeftirlits er greinilega ekki að koma í veg fyrir eiturlyfja- smygl? Helstu fórnarlömb tollvarð- anna virðast vera húsmæður á leið úr verslunarferðum eða ungt fólk að koma heim úr námi með fátæk- lega búslóð sína í töskunum. Er ekki orðið tímabært að halda inn í nútímann á þessu sviði sem öðrum?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.