Morgunblaðið - 30.10.1994, Page 5

Morgunblaðið - 30.10.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 5 FRÉTTIR Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Rétt að ganga á ný í Alþjóða- hvalveiðiráðið „ÉG tel rétt að við göngum á ný í Alþjóðahvalveiðiráðið, með þeim fyrirvara að við samþykkjum ekki hvalveiðibannið frá 1982. Þetta yrði fyrsta raunhæfa skrefið að því marki að hefja hvalveiðar að nýju innan viðurkenndra vébanda. Um þetta þurfum við að ná breiðri sam- stöðu hér heima, og hafa náið samr- áð og samvinnu við þá sem málið varðar á erlendum vettvangi," sagði Jón Baldvin Hannibalsson í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi. Utanríkisráðherra benti á að breyting hefði orðiðp með samþykkt ályktunar á síðasta ársþingi hval- veiðiráðsins um réttmæti niðurstöðu vísindanefndar ráðsins sem væri skref í rétta átt. „Sú spurning hlýt- ur að vakna, hvort ekki sé rétt að við vinnum með samstarfsfúsum þjóðum að frekari framgangi máls- ins á þessum vettvangi, sem þó hefur fengist viðurkenndur á al- þjóðavettvangi. Við höfum fengið skýrar ábendingar, jafnt frá þeim sem eru okkur sammála í þessu máli sem og hinum, að ekki sé um annan vettvang að ræða. Ef við gríputn til einhliða aðgerða er hætt við að þetta mál öðlist eigin skrið- þunga, sem við og þeir sem vilja okkur vel, fáum ekki við ráðið,“ sagði Jón Baldvin. Nokkrir þingmenn tóku undir sjónarmið utanríkisráðherra og Páll Pétursson Framsóknarflokki sagði að menn yrðu að viðurkenna að NAMMCO dygði ekki sem baráttu- tæki í hvalveiðimálinu. „Ég held að við komumst ekki hjá því að hug- leiða að minnsta kosti inngöngu í Alþjóðahvalveiðiráðið með skýrum fyrirvörum," sagði hann. Einar K. Guðfinsson Sjálfstæðis- flokki lýsti sig hins vegar algerlega andvígan því að íslendingar sæktu á ný um aðild að Alþjóðahvalveið- iráðinu. Hann sagði að það myndi tefja fyrir því að íslendingar gætu hafið hvalveiðar að nýju og að inn- ganga nú myndi undirstrika uppgjöf og yrði túlkað sem áfangasigur frið- unarsinna. Urðu nokkrar deilur um þetta milli Einars og Björns Bjarna- sonar, formanns utanríkismála- nefndar, en Björn sagði að aðildar- ríki Alþjóðahvalveiðiráðsins, svo sem Norðmenn, stunduðu hvalveið- ar, en íslendingar hefðu ekki þjóð- réttarlega stöðu til að hefja hval- veiðar nema með því að ganga í Alþjóðahvalveiðiráðið, með • þeim fyrirvörum að við ætluðum að helja veiðar á ákveðnum tegundum hvala í á grundvelli vísindalegra raka. JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Oleg Naidjonov, borgarstjóri í Murmansk, undirrita vinabæjasamkomulag milli staðanna í ferð austurferð íslendinga á dögunum. kynntu sér atvinnulíf og aðstæð- ur meðan á dvölinni stóð. í vor fóru nokkrir fulltrúar aftur út til að leita hófanna með hugsan- leg samskipti á sviði viðskipta milli staðanna einkum að því er varðar sjávarútveg. í framhaldi þess buðu yfirvöld í Murmansk Islendingum að sækja Murmansk heim og var sú ferð farin nú nýlega en í þeirri ferð var vina- bæjasamkomulagið undirritað. „Menn voru mjög áhugasamir, íþróttafuiltrúi borgarinnar lýsti yfir að hann vildi gjarnan koma á samskiptum á því sviði og við væntum þess að svo verði,“ sagði Jakob. Akureyri. Morgunblaðið. VINABÆJASAMKOMULAG milli Akureyrar og Murmansk í Rússlandi var undirritað í ferð Islendinga þangað á dögunum. I samkomulaginu felst að leitast verði við að koma á samskiptum á sviði menningar, íþrótta, lista og viðskipta. „Við vonumst til að þessi tengsl stuðli að því að viðskipta- samband myndist þeirra á milli og það er vilji beggja aðila að þetta verði meira en orðin tóm,“ sagði Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Akureyri, sem undirrit- aði samkomuiagið fyrir hönd bæjarins. Vinabæja- samkomulag Akureyrar og Murmansk Hann sagði aðdragandann nokkurn eða frá árinu 1992 þeg- ar sendinefnd hélt utan og síðan komu til Akureyrar þrír menn þaðan og dvöldu í þrjá mánuði í boði bæjarins, fyrirtækja og Háskólans á Akureyri, en þeir , ' ,..xX>óVxX (&° < ,/rSl1 og til , of?, 'tljts .c l1’ 'ox D1 um getnað, meðgöngu og fæðingu ÁREIÐANLEG, NÚTÍMALEG OG AUÐSKILIN BÓK um fæðingu barns skrifuð af viðurkenndum fæðingar- og barnalækni. FJALLAÐ ER UM MEÐGÖNGU OG FÆÐINGU frá sjónarhóli bæði móður og barns. NÝJUSTU NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNA og nútímaprófanir og leiðir í læknisfræði - settar fram á aðgengilegan og auðskilinn hátt. PERSÓNULEGAR frásagnir foreldra þar sem lögð er áhersla á að lýsa sérstökum þörfum og tilfmningum verðandi foreldra varðandi meðgönguna og fæðinguna sjálfa. Kynningarverð aðeins 4.950 kr BÓKIN ER PRÝDD LJÓSMYNDUM, TEIKNINGUM, ÓMSJÁRM\,NDUM OG LÍNURITUM - samtals yfir 500 litmyndir. 350 bls. í stóru broti. forlagiðÍOára FAGURBÓKMENNTIR-|OQ/1 nr. FPnm fiitiid 1994 <■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.