Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Snorri Óskarsson. Löglegt lögbrott Eðlilegast væri að þér blésuð í baráttulúðra og spiluðuð „guðslög“ af krafti svo þjóðin geti dansað eftir þeim... Fámennt þing LS GÍSLI Ríifn Guðfinnsson veiddi stærsta laxinn í Stóru Laxá í Hreppum þann 10. september. Þetta var 26 punda hængur sem tók „Devon“ í Myrkhyl sem er á efsta svæðinu. Gísli var hálfa þriðju klukkustund að landa tröllinu. ÁRSÞING Landssambands stanga- veiðifélaga verður haldið í Munað- arnesi. Blikur eru á lofti um fram- tíð og hvaða hlutverki það á gegna á komandi árum. Til marks um það er sú staðreynd að Stangaveiðifélag Reykjavíkur sendir aðeins 16 full- trúa til þingsins í stað 35 til 40. Sá fulltrúafjöldi hefur byggst m.a. á atkvæðavægi aðildarfélaga innan LS miðað við höfðatölu þeirra. Forráðamenn SVFR hafa sagt í samtali við Morgunblaðið að undan- förnu að þar sem félagið greiði umtalsverðar upphæðir til LS á ári hveiju ætlist félagið til þess að sam- bandið setji m.a. á oddinn ýmis hagsmunamál sem SVFR hefur lagt áherslu á. Lítið hefur komið út úr því að mati forráðamanna SVFR og að undanfömu hefur stjórnin rætt um með hvaða hætti við skuli brugðist. Jón Gunnar Borgþórsson fram- kvæmdastjóri SVFR sagði í samtali við Morgunblaðið að fulltrúafjöldinn nú væri ekki síst liður í að spara. Til þessa hefði félagið sent 35 til 40 fulltrúa og það væri félaginu dýrt. „Einn liðurinn á þinginu að þessu sinni er naflaskoðun Lands- sambandsins, umræður um hlut- verk LS í náinni framtíð og stjórnin hefur mikinn áhuga á því að heyra hvað kemur út úr þeim umræðum með tilliti til þess vægis sem SVFR telur að LS geti haft. Það er ekk- ert launungarmál að við hefðum viljað sjá LS gæta betur ýmissa hagsmuna okkar. Það er spurning hver forgangsröðin er og við ætlum nú að sjá hver hún á að verða á næstu misserum," sagði Jón Gunn- ar. tsjakinn Á ráðstefnu sem nýlega var hald- in um framtíð og horfur í laxveiði á stöng á íslandi kom Jón G. Bald- vinsson formaður Landssambands stangaveiðifélaga fram með athygl- isverða kenningu um iðkendafjölda í sportinu. Hann líkti hópnum við ísjaka og talaði um að toppurinn væri um það bil 100 manna kjarni sem léti ekkert á sér bíta hvað varð- aði sveiflur í veiði og hátt verðlag. Slðan væru um 5.000 félagsbundn- ir stangaveiðimenn í félögum og trúlega um 8.000 til viðbótar utan félaga. Flestir I þeim hópum færu eitthvað í veiði á hverju sumri, en stór hópur innan þess hóps léti sig mjög varða fyrrgreindar sveiflur og verðlag og hefði minnkað við sig veiðiskapinn. „Þetta er það sem við getum kallað markaðinn og við hann má bæta þeim útlendingum sem hér stunda veiði. í þessum hópi er lítil nýliðun og vandséð er að þeir sem hafa dregið saman segl- in síðustu sumur færist í aukana á ný á næstunni nema að verð veiði- leyfa lækki svo orð sé á gerandi," sagði Jón G. Baldvinsson. Leirvogsá kom vel út Alls veiddust 490 laxar á tvær dagsstangir í Leirvogsá í sumar. Það er 62 löxum meira en í fyrra og 2,88 laxar að meðaltali á stöng. Fljótt á litið var meðalveiði á stöng hvergi betri heldur en í þeirri frægu á Laxá á Ásum. Þá var meðalþungi laxa meiri í sumar í Leirvogsá en í fyrra, 5,13 pund á móti 4,26 pund- um. Veiðiréttareigendur við ána telja að þennan góða árangur megi þakka miklu ræktunarstarfi sem stjórn veiðifélagsins hefur staðið fyrir. Árlega eru sett 7.500 gönguseiði í ána og hefur verið fylgst með endurkomu þeirra af örmerkjum og með hreistursýnatökum. Af athug- unum hafa menn séð að fjórðungur veiðinnar í sumar byggist á þessum sleppingum. Á aðalfundi Veiðifé- lags Leirvogsár sem haldinn var á dögunum var samþykkt fimm ára áætlun sem miðar að því að strikinu í ræktunarmálum verður haldið. Guðmundur Magnússon formaður veiðifélagsins sagði í samtaii við Morgunblaðið að veiðiréttareigend- ur fyndu vel fyrir því að málin væru í réttum farvegi, því fjöldi umsókna fyrir veiðileyfí næsta sum- ar hefði þegar borist og í sumar hefði áin verið nánast fullseld á sama tíma og margar laxveiðiár voru illa nýttar. Er heilbrigð sál í stæltum líkama? Skefjalaus áróöur æsku- o g útlitsdýrkunar Sæunn Kjartansdóttir Sæunn segir að dýrkun á útliti og líkama þyki bera vott um heii- brigði og sá sem rækti lík- ama sinn vel sé talinn búa yfir viljastyrk og sjálfsvirð- ingu. Ofuráhersla á það sem sjáist leiði hins vegar til þess að fólk eigi oft I erfíð- leikum með að leysa úr þeim persónulegu erfiðleikum, sem koma útlitinu ekki við. - Hvernig birtist þessi útlitsdýrkun? „Samfélagið gerir ákveðnar kröfur um að við skilgreinum okkur með út- litinu. Við tengjum jákvæða eiginleika, eins ög sjálfs- virðingu og viljastyrk, við gott likamlegt útlit, á með- an feitt fólk er talið hafa veikan vilja, vera latt og gráðugt. Þetta hefur lítið með raunveruleikann að gera, en það er hins vegar engin tilviljun að við erum svo ginkeypt fyrir þessum áróðri, því hann elur á þeirri ljúfu blekkingu að ef við höfum stjórn á líkamanum getum við haft stjórn á öllu öðru. Því fer hins vegar fjarri." - Hvemig tengist þetta starfi þínu við sálgreiningu? „Viðfangsefni sálgreiningar er að gera meðvitað það sem er ómeðvitað, leita merkingar þar sem engin merking '/irðist vera, heyra það sem ekki er sagt og efast um tilviljanir. Eg hef skoðað átröskun út frá sálgreiningunni, en þar á ég við anorexíu eða búl- emíu (lotugræðgi) og þá sem borða meira en þeir þurfa eða vilja. í slíkum tilfellum þarf bæði að líta á umhverfi einstaklingsins og það sem gerist innra með honum. í þessum tilfellum leita einstakling- ar til mín af því að þeir telja vanda sinn tengdan mat eða útliti, en við meðferð kemur í ljós að vand- inn er annar, þó einkennin séu þessi. Oftast eru einhvetjir erfið- íeikar í samböndum eða tengslum við annað fólk og eigin sjálfs- mynd, sem birtist sem óánægja með útlit. Fólk finnur fyrir miklu magnleysi þegar það verður vart við tilfinningalega erfíðleika. Það er miklu auðveidara að trúa því áð eitthvað sé að útlitinu, enda eru •sífellt að berast þau skilaboð að útlitinu sé ábótavant og lífið brosi við fólki ef það losi sig við nokk- ur kíló, liti á sér hárið eða grípi til annarra ráða.“ - Getur þú nefnt dæmi um hvernig útlitsdýrkunin villir um fyrir fólki ? „Ég get nefnt dæmi af konu, sem er óánægð með sig. Hún fínn- ur fyrir þunglyndi, vanmetakennd og ekki síst tómleikay, sem er eitt algengasta kvörtunarefnið. Hún veit ekki hvað er að og hefur litla trú á eigin getu til að hafa áhrif á líf sitt. Því er hún viðkvæm fyr- ir áróðri útlitsdýrkunarinnar og hennar lausn er að fara I líkams- rækt.. Þegar hún hefur púlað og fengið þau skilaboð frá umhverf- inu að hún sé dugleg og líti ve! út þá fínnur hún til styrks, en það er gervistyrkur, því hann er ekki notaður til að hafa áhrif á raun- veruleg gæði lífsins. Þetta er hið sama og gerist hjá anorexíusjúkl- ingi, sem fínnst hann sterkur og duglegur þegar hann er svangur en borðar ekki.“ - Getur þessi gervistyrkur ekki hjálpað fólki til að fínna raunveru- legri styrk? „Jú, hann getur gert það, en ► Sæunn Kjartansdóttir flytur fyrirlestur á vegum Náttúru- lækningafélagsins í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld. Fyr- irlesturinn nefnist „Líkams- dýrkun. Er heilbrigð sál í stælt- um líkama?" og fjallar um hvernig sú áhersla, sem lögð er á líkams- og æskudýrkun, getur valdið fólki erfiðleikum við að leysa tilfinningaleg vandamál. Sæunn fæddist 24.12.1956, varð stúdent frá MT 1976 og laukprófi frá Hjúkrunarskóla Islands 1979. Sæunn starfaði sem hjúkrun- arfræðingur á geðdeildum til 1987, þegar hún hóf nám i sál- greiningarmeðferð í London. Prófi þar lauk hún 1992 og hefur siðan starfað á dagdeild Borgarspítalans og rekið eigin stofu. Eiginmaður hennar er Guðmundur Jónsson sagnfræð- ingur og eiga þau tvö börn. áhyggjuefnið er þegar það gerist ekki og dugnaðurinn er bara nýtt- ur í frekari æfingar, en ekki til að breyta því sem raunverulega er að. Utlitsdýrkunin hefur ótrúleg tök á öllum, en mér finnst full ástæða til að fólk spyiji sig hvort þetta sé allt svona eftirsóknarvert og hollt. Við verðum að átta okk- ur á að áhyggjur fullkomlega vel skapaðs fólks af útlitinu hafa I raun og veru ekkert með útlitið að gera. Fólk er að berjast við örfá aukakíló og færir þannig yfir á líkamann þau vandamál sem það getur ekki tekist á við. Þetta gerir fólk ómeðvitað, þegar það veit ekki hvað er að, en alls staðar er rekinn áróður fyrir því að vandinn felist í útlitinu." - Hvernig er hægt að breyta þessu viðhorfi? „Það þarf að skapa umræðu um að við séum á villigötum. Útlits- dýrkunin er því miður gagnrýnis- laus. Útlitsáróðurinn beinist sér- staklega að konum, en þær geta ekki allar verið ungar, saklausar og óþroskaðar stúlkur, eins og ímyndin hamrar á. Við ættum að meta reynslu fólks meira og hætta þessari skefjalausu æskudýrkun. Offita og elli eru blórabögglar, sem við höfum eignað neikvæða eiginleika. Við virðumst trúa því að ef við forðumst að vera feit og ellileg getum við losnað við ýmsa lesti í fari okkar. Þessi afstaða er í raun mjög frumstæð, því við trú- um því að við getum allt, bara ef við’’ viljum það nógu mikið. Við erum hins vegar alla vega í laginu og eigum^að vera það.“ Blóraböggl- arnir eru elli og offita

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.