Morgunblaðið - 30.10.1994, Side 22

Morgunblaðið - 30.10.1994, Side 22
22 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell RAGNAR Símonarson og Símon Ragnarsson fyrir framan verslun Jóns Sigmundssonar við Laugaveg. Símon heldur á staf þeim með silfurhandfangi sem smíðað hefur verið og fáanlegt þar í 90 ár. SONUR TEKUR VIÐAFFÖÐUR VIÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►FEÐGARNIR Símon Ragnarsson og Ragnar Símon- arson eru afkomendur Jóns Sigmundssonar gull- smiðs, sem fyrir 90 árum stofnaði í Reykjavík skart- gripaverslun. Eftir lát hans 1942 rak sonur hans Ragnar Jónsson fyrirtækið með móður sinni Ragn- hildi Sigurðardóttur og hans sonur Símon tók alfarið við versluninni og verkstæðinu 1974. Ragnar sonur Símonar útskrifaðist gullsmiður í sumar og er kominn í fyrirtækið með föður sínum. Skartgripaverslun Jóns Sigmundssonar er enn í fullum rekstri við Laugaveg- inn. Fyrir tveimur árum fæddist Ragnari dóttir á afmælisdegi langafans Jóns Sigmundssonar, svo e.t.v. er það fyrirboði um að ættarfyrirtækinu verði ekki aðeins haldið við í beinan karllegg á næstu öld, enda konur orðnar virkar í gullsmíðastéttinni, sem ekki þekktist í byrjun aldarinnar. Hafa þeir Símon og Ragnar að sjálfsögðu báðir lært í fjölskyldufyrirtæk- inu. Og þeir eiga nokkuð stóran frændgarð í gullsmíð- inni, fimm ættmenn nú skráðir í félagatali gullsmiða. eftir Elínu Pólmadóttur Jón Sigmundsson, skartgripa- verslun, elsta gullsmíðaverk- stæðið á iandinu, varð níutíu ára í gær. Laugardaginn 29. október 1904 birtist í ísafold aug- lýsing með yfirskriftinni Gull og silfursmíði: „Hér með leyfi eg mér að tilkynna heiðruðu bæjarbúum og ferðamönnum, að eg hefi sezt að hér í Reykjavík, og læt af hendi allskonar smíðar úr gulli og silfri, með sanngjömu verði. Sömuleiðis geri eg við úr og klukkur, ef óskað er. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Virðingarfylst Jón Sigmundsson gullsmiður - Gijótagötu 10.“ Þetta fyrirtæki, sem sett hefur sinn svip á Reykjavík æ síðan, er jafnaldri íslenskrar stjórnar í landinu, því um sömu mundir setti fyrsti íslenski ráðherrann upp stjórnarskrifstofu við Lækjartorg. Þegar Jón settist að í Reykjavík, áttundi gullsmiðurinn í bænum, tók hann á leigu íbúð í Gijótagötu 10 og hafði þar jafnframt vinnustofu. Seldi þaðan smíðisgripi. En 1907 tók hann á leigu lítið steinhús, Smiðjuholt, á Laugavegi 8. Húsið keypti hann síðar og byggði upp. Þama bjó hann- vinnustofu sína og litla sölubúð fyrir framan. Hafði hann strax haft hug á að koma upp reglulegri skartgripaverslun sam- hliða vinnustofunni, verzlun með gull- og silfursmíði, úr og klukkur og annað, sem slíkar verzlanir tíðk- uðu að hafa á boðstólum. Undir þá starfsemi hafði hann raunar búið sig með því að setja sig inn í úr- smíði eftir sveinsprófið. Síðan þetta var hefur Reykjavíkurbog og allt mannlíf skipt um svip. Þessi 8.000 manna bær með innan við 500 hús og hvorki vatn né rafmagn, opna höfn á skútuöld og umferð lestar- manna úr sveitinni um götur, er nú orðin að nútímaborg með yfir 100 þúsund íbúa. Enn má lesa á skilti við Lauga- veginn Jón Sigmundsson skart- gripaverslun, nú handan götunnar á númer 5. Þar hittum við afkom- endur Jóns í þriðja og fjórða lið, Símon Ragnarsson og Ragnar Sím- onarson. Öll fyrirtæki breytast, sögðu þeir. Þeirra fyrirtæki virðist þó ekki hafa breyst eins mikið og Laugavegurinn fyrir framan og borgin fyrir utan. „í fyrstu var mikið smíðað af búningasilfi, víra- virki og öðrum slíkum hlutum, sem þróast hefur í nútímalegri muni og fjölbreytnin er meiri. Iðnin er allt öðru vísi, en efnin þau sömu, silfur og gull.“ Nú sérhæfir verslunin sig í skartgripum og skartgripasmíði, aðallega gullvinnu. Steinar eru mik- ið notaðir, bæði innlendir og gim- steinar frá útlöndum. Símon og Ragnar segja að verslunin hafi gengið mjög vel í sumar og haust. Allir verði að vísu varir við sam- drátt í þjóðfélaginu, en engu að síð- ur gangi vel. Gamalt og nýtt „Fyrirtækið hefur alltaf gamla viðskiptavini. Og viðskipti við er- lenda ferðamenn eru mikið að auk- Jón Sigmundsson gullsmiður. ast. Útlendingum þykja sérstakir handsmíðaðir íslenskir skartgripir, hringir og armbönd með íslenskum steinum, bæði úr silfri og gulli," segja þeir. Og þegar haft er orð á því að víða séu skartgripir ódýrir á ferðamannaslóðum segja þeir að skartgripir hér séu að verði og gæðum vel sambærilegir við skart- gripi í Evrópulöndum. Þeir benda á að sú staðreynd sé viðurkennd að mun betri þjónustu og persónulegri sé að fá þar sem verkstæðin eru á bak við búðina. íslensku steinana kaupa þeir af fólki sem sérhæfír sig í að fínna þá og slípa. Þeir nota t.d. mikið mosaagat, sem getur verið í mjög mismunandi litbrigð- um. Einnig nota þeir jaspis og fleiri steina. Ýmsa dýra steina kaupa þeir frá útlöndum. Má t.d. sjá þarna í búðinni fagra gripi með fersk- vatnsperlum og auðvitað demönt- um, sem eru þeir dýrustu, én eru þó misdýrir. Um verðlag sögðu þeir að skartgripir hafi að undaförnu verið á réttu róli. Sveiflur eru þó ætíð á gullinu, það fylgir dollarnum. Þegar dollarinn lækkar hækkar gullið. Þótt breytingar hafí orðið, má samt sjá merki um hefðir þarna í búðinni. í glugganum eru t.d. hand- smíðaðar tóbaksdósir og formið sem þær eru stansaðar í. Frá upphafi verslunarinnar hafa alltaf verið á boðstólum tóbaksdósir, þótt notkun þeirra sé orðin í mýflugumynd, eins og Símon orðaði það. Og þótt hætt hafí verið við handsmíðaða borð- silfrið eftir munstri sem kallað var Lauf og Tígull, sem Jón Sigmunds- son byijaði á 1937-38, þá má þarna enn sjá silfurhnífapörin frá norsku fyrirtæki, T.H. Martinsen, sem þeir byijuðu að flytja inn eftir stríð og hafa haldið við allar götur síðan. Símon segir að hætt hafi verið að smíða eigin silfurhnífapör fyrir hans tíð. í slíkt þurfi stóra pressu og helst verksmiðju. Það hafi ekki gengið upp hjá afa hans. Einn hlutur er þarna, sem smíð- aður hefur verið frá upphafi versl- unarinnar. Það er einfalt formfag- urt stafhandfang úr silfri sem graf- ið er á. Það hefur víða farið og gerir enn. Þegar Carrington lávárð- ur, þá nýorðinn framkvæmdastjóri NATO, kom hér 1984 er Geir Hall- grímsson var utanríkisráðherra, óskaði hann eftir því að fá svona staf. En lávarðurinn safnar göngu- stöfum. Til gamans má geta þess sem dæmi um tímana tvenna að í upphafí kostaði þetta stafhandfang 68 krónur, nú 32 þúsund krónur. I pöntunarbæklingi með myndum, sem skrautgripaverslun Jón Sig- mundssonar gaf út og notaði til að senda út í sveitir er mynd af þessu stafhandfangi og undir stendur: Stafhandfang úr silfri, afar þykkt og sterkt, uppsett á íbenviðarstafi. Það er fróðlegt að fletta þessum myndskreytta litla pöntunarlista og sjá hve vandaðir hlutir og óskaplega fjölbreytt úrvalið var, sem fólk gat pantað gegn póstkröfu. Fyrir utan áberandi kvensilfur úr gulli og silfri, mikið úr víravirki, má þar sjá skærakassa, skrautlegar ávaxta- skálar úr silfri, þung kaffistell með könnu, sykurkari og ijómakönnu á bakka og loks mikið úrval af vasa- úrum og veggklukkum o.fl. Verð fylgir. T.d. kosta trúlofunarhringir úr 14 karata gulli eftir þyngd og með áletrun um 65 krónur parið. Úr öðrum gömlum fjórblöðungi má sjá útlistun á táknmáli dýrra steina og segir þar: Á nýrri öld með aukn- um kröfum til fegurri lífshátta hafa dýrir steinar öðlazt vaxandi hylli sem boðberar góðra óska vina á milli. Fagrir og tindrandi auka þeir mönnum gleði og metnað, enda eru þeir - búnir gulli eða silfri á listræn- an hátt - verðmæti sem varir ævi manns og öld af öld. Fyrirtækið hefur líka kynt sig á erlendum málum. Til dæmis er frá þjóðhátíð- arárinu 1930 til listilegt auglýs- ingakort um Icelandic Ornament á ensku annars vegar og þýsku hins vegar í „Greatest store!“ við Lauga- veg 8. Allt þetta segir merkilega sögu þessa 90 ára gamla fyrirtækis, sem var samstiga framförunum í land- inu undir íslenskri stjórn. Á hálfrar aldar afmæli þess gaf Skartgripa- verslun Jóns Sigurðssonar út merki- legt rit um íslenska gullsmíði með ritgerð eftir Björn Th. Björnsson listfræðing um íslenska gullsmíði frá upphafi, prýdda myndum af slíkum gripum úr Þjóðminjasafni og Nationalmuseet í Kaupmanna- höfn. í þessa bók skrifar eigandinn Ragnar Jónsson í formála sögu verslunarinnar og setur hana í sam- hengi í þessari listiðn. Er hér hér gripið niður í þá frásögn. Skartgripasali í Reylgavík Jón Sigmundsson var fæddur 1. júlí 1875, árið eftir þjóðhátíðina, sonur Sigmundar bónda Grímsson- ar að Skarfstöðum í Hvammssveit og konu hans Steinunnar Jónsdótt- ur. Höfðu þeir ættmenn átt heim kynni við innan verðan Breiðafjörð svo langt sem vitað er, voru bænd- ur og sumir smiðir góðir. Jón réðst ungur til gullsmíðanáms, án vilja eða hvatningar föður síns, lærði hjá Helga gullsmið Sigurgeirssyni á ísafirði og frænda sínum Jóni Guð- mundssyni í Ljárskógum og tók þar sveinspróf 1897, svo sem gert var ráð fyrir í íslenskri löggjöf í tilskip- un um kaupstaðaréttindi frá 1786. Er sveinsbréf Jóns enn til, svo og vottorð prófdómenda. Þessi misseri i l i i l > I i t > ! i I i f » E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.