Morgunblaðið - 30.10.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 30.10.1994, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó BEIi\l OGIUUIU ■ HARRISOIM FORD Rafmagnaðasti þriller ársins. Harrison Ford er mættur aftur í hlutverki Jack Ryan í sögu eftir Tom Clancy. Gulltryggð spenna frá Philip Noyce sem einnig gerði Patriot Games og Dead Calm. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Willem Dafoe, Anne Archer og James Earl Jones. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Frumsýning: ISABELLE EBERHART <m Astralska leikstjóranum lan Pringe hefurtekist að skapa sannkallaða veislu fyrir augað í mynd um konu sem varð goðsögn í lifanda lífi. Isabelle Eberhart varfranska útgáfan af Arabíú-Lawrens og varð fræg fyrir þátt sinn í átökum Frakka og Alsírbúa um aldamótin. Gullmoli fyrir unnendur vandaðra mynda. Aðalhlutverk: Peter O'Toole (Arabíu Lawren, Síðasti keisarinn) Mathilda May (Naked Tango) og Tcheky Karyo (Nikita). Sýnd kl. 5 og 9. STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FORREST GUMP ★★★ 'h AIMBL ★★★★★ Morgutipósturinn Veröldin veröur ekki sú sama... ... eftir aö þú hefur séö hana meö augum Forrest Gump. Tom Hanks Forrest Gump „... drepfyndin og húdramatísk ... vel leikin og innihaldsrík." Ó.H.T Rás 2 Sýnd Kl. 2.50, 5.30, 9 og 11.15. IATTEVAGTEN ... efþú œtlar aðeins að sfá eina ntynd í ár - sfáðu þessa tvisvar Sýnd kl. 3, 5 og 7. Sýningum fer fækkandi. „...æsispennandi og óhugnanlegur danskur spennutryllir" „...ein sú besta sinnar tegundar sem gerð hefur verið á undanförnum árum. Þegar við bætist þungt andrúmsloft dauðans eins og hann getur naktastur orðið er kominn grunnur að hrollvekjandi trylli" A.l. MBL. Stranglega b.i. 16 ára. Sýnd kl. 9 og 11.15. - * Djass ,,-ÉG er afar spenntur fyrir því að koma_ til íslands í fyrsta sinn. Ég hef mestallt þetta ár spilað með hljómsveit- um svo ég ákvað að leika einn á ný. Ég hef saknað þess og hlakka til að takast á við það á ný,“ sagði bandaríski djassgítarleikarinn Stanley Jordan sem heldur tón- leika á Hótel Sögu næstkomandi þriðjudag. Stanley Jordan hefur getið sér gott orð sem gítarleikari og þykir einn af tæknilegustu spilurum heims. Hann er 35 ára gamall og hefur nýlega leikið meðal annars með píanóleikaranum Kenny Kirkland og bassaleikaranum Chamett Moffet. Jordan sagði í samtali við Morgunblaðið að efnis- skráin yrði blanda af þekktum djasslögum og frumsömdu efni. „Það er alltaf stór hluti hverra tónleika hjá mér að spinna upp úr sjálfum mér einleikskafla," segir Jordan. Var markaðssettur sem „tæknivirtúós“ Bolero eftir Ravel Jordan er skrifaður fyrir sjö hljómplötum og kom sú síð- asta, Bolero, út nú fyrir skömmu, þar sem Jordan sækir í smiðju Ravels. „Plat- an er unnin með hljómsveit og eins konar „midi-synthez- iser“ hljómsveit. Á henni eru tvö sólólög." Jordan kveðst vera fyrir ýmis stílbrigði í tónlist og eiga frekar erfitt með að skilgreina tónlist sína. „Tónlist min tekur líka stöðugum breytingum og það getur unnið gegn skapandi markmiðum mínum að reyna að skilgreina hana. Næstum allt sem ég geri er nokkurs konar bræðingur því ég blanda saman ólíkum stefnum og geri úr þeim eitthvað nýtt. Rætur mínar eru í djasstónlist og það er mín uppá- haldstónlist. Þegar fólk heyrir tónlist mína tengir það hana við djass mér að skaðlausu því að baki djasstónlist er mikil hefð sem ég er stoltur af að vera tengdur.“ ViII segja jafnmikið og John Lee Hooker Hann lítur þó ekki á sjálfan sig einvörðungu sem djasstónlistar- mann og segir að slíkt viðhorf myndi draga úr möguleikum sín- um sem skapandi tónlistarmanni. „Ég hef orðið fyrir áhrifum frá mörgum tónlistarmönnum og stefnum. Sem unglingur hreifst ég mjög af evrópskum kammer- og hljóm- sveitarverkum síðustu þriggja alda og ég er líka hrifinn af blús- tónlist. BB King, Albert King og John Lee Hooker eru menn að mínu skapi. John Lee Hooker get- ur ekki lengur vegna hás aldurs leikið jafnvel á gítar nú og áður en hann styttir frasana og spilar rammana um þá. Þetta er furðu- legt því hann sleppir kannski úr nótum en segir samt svo margt. Líklega er það eitt af markmiðum mínum í tónlistinni að geta sagt jafnmikið með tveimur nótum og John Lee Hooker getur,“ segir Jordan. Hann viðurkennir að hann hafi í raun verið „markaðssettur" sem „tæknivirtúós" af útgáfufyrir- tækjum. Tæknin spili ekki lengur stórt hlutverk í sinni tónlist, hún sé orðinn eðlilegur hluti af ferlinu. „Ástæðan fyrir því að ég ræktaði með mér þessa tækni er sú að ég hafði ýmsar tónlistarlegar hug- myndir í kollinum sem ég gat ekki hrint í framkvæmd nema með því að búa yfir mikilli tækni. Tónlistin skipar þvi fyrsta sætið í mínum huga en þeir sem heyra mig og sjá fyrsta sinni taka lík- lega fýrst eftir því hve óvenju- legri tækni ég bý yfir,“ segir Jord- an.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.