Morgunblaðið - 09.11.1994, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Það er ekki ég, það ert þú sem átt að segja af þér. Þú ert meiri skúrkur en ég . . .
Hrafn Gunnlaugsson á faraldsfæti með Hin helgu vé
Þátttaka á þremur kvik-
myndahátíðum framundan
HIN helgu vé, mynd Hrafns Gunn-
laugssonar, hlaut fyrstu verðlaun
í Norrænu kvikmyndasamkeppn-
inni á sunnudaginn. Hrafn er. nú
á leið á kvikmyndahátíðir í Puerto
Rico, á írlandi og Indlandi þar sem
hann mun kynna mynd sína.
Norrænu kvikmyndaverðlaunin
sem afhent voru í 36. sinn síðast-
liðið sunnudagskvöld hafa aldrei
fallið íslendingi í skaut áður og
segir Hrafn mikinn heiður að verð-
laununum. „Þarna er verið að sýna
bestu myndir Norðurlandanna og
það því ákaflega skemmtilegt að
fá þessi verðlaun, þetta er alvöru-
kvikmyndahátíð og í dómnefnd sat
virt fólk á þessu sviði,“ sagði
Hrafn. Mynd hans, Hin helgu vé,
keppti við hlið Bíódaga Friðriks
Þórs Friðrikssonar sem fékk sér-
stök verðlaun á hátíðinni.
í umsögn dómnefndar um
myndina segir að leikstjóranum
hafi tekist á listrænan hátt og
með sérlega knöppu formi að sýna
mikilvægt tímaskeið í lífi drengs
og af þvflíkum krafti börn geti
beitt sér verði þau fyrir vonbrigð-
um.
Vinnur sér sess
Hin helgu vé hlaut fyrr á árinu
fem af aðalverðlaununum á kvik-
myndahátíð í Portúgal. „Myndin
hefur verið að vinna sér sess er-
lendis og minnir mig dálítið á aðra
mynd mína, „Hrafninn flýgur",
sem ekki var sérlega vel tekið hér
á landi þegar ég frumsýndi hana.
Það var ekki fyrr en hún hafði
sópað til sín verðlaunum í útlönd-
um sem hún tók flugið hér heima
en þá sýndi ég hana aftur við
ágæta aðsókn. Menn voru að
spauga með að ég hefði átt að
frumsýna myndina ári síðar.“
Hrafn heldur utan til Puerto
Rico eftir næstu helgi þar sem
honum hefur verið boðið að sýna
Hin helgu vé. Þaðan liggur leiðin
til Dyflinar í írlandi og loks er
afráðið að hann mun einnig taka
þátt í kvikmyndahátíð í Bombay
á Indlandi en þar verður hún ein
af aðalmyndum hátíðarinnar.
Hrafn verður því á faraldsfæti
með mynd sína fram undir jól.
„Þetta tekur mikinn tíma og kost-
ar mikið fé, þannig að vissulega
kemur verðlaunaféð sér vel,“ sagði
hann en Hrafn fékk um eina millj-
ón króna í verðlaun á Norrænu
kvikmyndahátíðinni í Liibeck.
„Þetta verður líka vonandi ágætis
landkynning.“
Félag um glasafrjóvgun stofnað
Mikilvægt að fá
hingað tæki til að
frysta fósturvísa
Jóhanna Stella Bald-
vinsdóttir
NOKKRAR konur sem
farið hafa í glasa-
frjóvgun hérlendis
hafa ákveðið að stofna félag
þeirra sem þurfa á glasafijóvg-
un að halda. í forystu fyrir
undirbúningshóp væntanlegs
félags er Jóhanna Stella Bald-
vinsdóttir, en með henni starfa
Svanhvít Þráinsdóttir, Hallveig
Sigurðardóttir, Margrét Jó-
hannsdóttir og fleiri. Tilgangur
félagsins er að veita fólki sem
bíður eftir að komast í aðgerð
stuðning og fræðslu og eins
að stuðla að því að aðstaða
glasafijóvgunardeildarinnar
verði bætt.
„Félagið er hugsað sem eins
konar stuðningshópur fyrir þá
sem eru á biðlista eftir glasa-
fijóvgun og eins fyrir þá sem
hafa farið í glasafijóvgun án
þess að fjóvgun hafi tekist.
Við ætlum að beita okkur fyr-
ir því að glasafijóvgunardeildin
verði stækkuð. Það er mjög brýnt
að deildin fái stærra húsnæði.
Núverandi húsnæði deildarinnar
er aðeins 70 fermetrar og er alger-
lega óviðunandi fyrir þá miklu
starfsemi sem þar fer fram.
Mikið vantar einnig upp á að
tækjabúnaður deildarinnar sé við-
unandi. Það er algert forgangsmál
að fá til lándsins frysti til að frysta
fósturvísa. Væri hann til staðar
væri hægt að flölga aðgerðum
verulega og þar með stytta biðlist-
ann. í um helming glasafijóvgun-
araðgerða hér á landi eru afgangs
fósturvísar sem er hent í stað þess
að frysta þá og nota þá síðar í
aðra aðgerð. Fyrir hveija aðgerð
þarf konan að ganga í gegnum
margra vikna dýra og erfíða
sprautumeðferð, sem væri hægt
að komast hjá ef hægt væri að
frysta fósturvísa. Hver sprautu-
meðferð kostar í kringum 40 þús-
und krónur. Tækið kæmi því til
með að spara umtalsverða fjár-
muni.“
Hvað kostar þetta tæki?
„Það kostar í kringum tvær
milljónir króna. Félagið kemur til
með að standa fyrir fjársöfnun svo
að hægt sé að kaupa tækið. Við
höfum stofnað reikning hjá Spari-
sjóði Vélstjóra í þessu skyni. Núm-
erið á reikningnum er 1175-05-
600900. Smá og stór framlög eru
vel þegin. Við vonum að um leið
og tækið kemur stækki deildin."
Væri hægt að gera fleiri aðgerð-
ir ef fósturvísafrystir-
inn væri til?
„Já, það er ekkert
vafamál. Ég get tekið
sjálfan mig sem dæmi.
Eg er á biðlista eftir
annarri aðgerð og
kemst væntanlega að
aftur 1996. Ef þetta tæki væri til
þyrfti ég ekki að bíða svona lengi.“
Hvenær verður félagið stofnað?
„Það verður gert mjög fljótlega.
Fundurinn hefur enn ekki verið
dagsettur. I framhaldi af stofn-
fundi ætlum við að halda fund með
aðstandendum. Við höfum orðið
vör við að þeir gera sér oft ekki
grein fyrir hvað glasafijóvgun er.
Þeir vita t.d. ekki hvað fólk er
búið að ganga í gegnum áður en
það fer í meðferð.
Við höfum hugsað þetta þannig
að stofnaðir verði smærri hópar
innan félagsins til að fjalla um
ýmis mál. Það verður að hafa í
huga að fólk, sem tengist glasa-
fijóvgun, er á svo misjöfnum stig-
um. Sumir eru búnir að fara og
eiga sín böm, aðrir eru í meðferð
og enn aðrir bíða. Biðin er oft erf-
ið. Margir mikla þetta fyrir sér og
halda að þetta sé meira mál en
► Jóhanna Stella Baldvinsdóttir
er 28 ára gömul, verslunarmað-
ur. Hún og maður hennar, Þór-
arinn Halldórsson, eignuðust
stúlku í desember á síðasta ári
með t\jálp glasafrjóvgunardeild-
ar Landspítalans. Þau hafa
ákveðið að gera aðra tilraun til
að eignast barn og eru á biðlista
þjá deildinni. Þau munu væntan-
lega komast að aftur árið 1996.
þetta er. Síðan er allstór hópur sem
enn hefur ekki tekist að eignast
böm. Þetta er líka þannig hugsað
að við sem höfum gengið í gegnum
þetta veitum þeim sem bíða stuðn-
ing og fræðslu."
Nú fórst þú í aðgerð hjá glasa-
fijóvgunardeildinni á síðasta ári.
Fannst þú fyrir því að það vantaði
stuðning fyrir þá sem fara í gegn-
um aðgerð?
„Já, þetta gekk ir\jög vel hjá
mér, en það komu tímabil þar sem
hefði verið gott að hafa einhvern
til að spjalla við og fá uppörvun.
Þessi hugmynd að stofna félag var
að bijótast í mér meðan ég var í
meðferðinni og meðan ég var
ólétt.“
Hvað eru margir á biðlista í dag?
„Það eru yfir 500 pör sem bíða
eftir með gerð. Þannig að samtals
era þetta yfir 1.000 manns. Þetta
er einn lengsti biðlisti í heilbrigðis-
kerfinu. Auk þess er stór hópur
fólks sem fær ekki að fara á bið-
lista vegna þess að glasafijóvgun-
ardeildin hefur ekki
aðstöðu né tæki til að
hjálpa því.“
Hvað eru gerðar
margar aðgerðir á ári?
„Um 250 aðgerðir
hafa verið gerðar á
ári. í dag hafa um 200
böm fæðst eftir að foreldrar þeirra
gengu í gegnum glasafijóvgun."
Hvað þurfa konur að bíða lengi
eftir að komast í aðgerð?
„Það er um tvö og hálft ár.“
Eru uppi áform um að bæta
húsnæðismál deildarinnar?
„Það hafa verið uppi áform um
það, m.a. að deildin fari I kjallar-
ann þar sem mæðraskoðunin er í
dag. En breytingar á þessu sviði
ganga hægt fyrir sig og þetta hef-
ur setið á hakanum, of lengi að
okkar áliti.“
Hvernig hafa viðtökur verið við
hugmyndum ykkar um þessa fé-
lagsstofnun?
„Mjög góðar. Ég hef fengið mik-
ið af upphringingum sérstaklega
frá fólki utan að landi. Það fólk
hefur verið dálítið útundan og ekki
fengið nægilegan stuðning. Það
þarf oft líka að bera meiri kostnað
en aðrir vegna ferða og húsnæðis."
Yfir 200
glasabörn
hafa fæðst
hér á landi
■
V