Morgunblaðið - 09.11.1994, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
• Komin er út bók um líf og störf
Ámýjar Ingibjargar Filipusdótt-
ur frá Hellum íLandsveit. Bókin
nef nist Lifir eik þótt laufið fjúki
og er gefin út í tilefni af aldaraf-
mæli Arnýjar á þessu ári.
Ámý fór ung
til Kaupmanna-
hafnar að afla
sér menntunar.
Þegar hún kom
heim til íslands
hóf hún kennslu,
fyrst á Laugum
í Reykjadal og
síðar varð hún
skólastjóri
Kvennaskólans á
Blönduósi. Lið-
lega fertug að aldri stofnaði hún
Kvennaskólann á Hverabökkum og
rak hann í rúm tuttugu ár.
„Kennsla var henni hjartans mál
og að miðla öðrum af reynslu sinni.
Ámýfór ekki alltaf troðnar slóðir
um ævina. Hún var sterk og djörf
og gat verið orðhvöt ef því var að
skipta. Oft stóð því styr um gerðir
hennar enda var meðalmennská
ekki til í hennar fari,“ segir í frétta-
tilkynningu.
Bókin er 196 síður auk mynda-
síðna. Skólaspjöld ognemendatal
námsmeyja á Hverabökkum er að
finna íbókinni, auk þess ritaskrá
Árnýjar og nafnaskrá. Anna Ing-
ólfsdóttir, Katrín Jónasdóttir og
Margrét Björgvinsdóttir tóku efnið
saman ogbjuggu til prentunar, en
Eik á Hvolsvelligafút. Bókarkápu
prýðirmynd eftir Kjarval. Prent-
smiðjan Oddi hf. sá um umbrot,
filmuvinnu, prentun og bókband.
Árný
Filippusdóttir
• Talnakvere r eftir systkinin
Sigrúnu Eldjárn og Þórarin Eld-
járn.
Þetta er kver fyrir yngstu bömin
sem kennir þeim að þekkja tölustaf-
ina. Sigrún Eldjárn teiknar mynd-
ir og Þórarinn yrkir vísur með.
Ljóðskreyttar myndir eða mynd-
skreytt ljóð - hvort sem maður
vill - en aðalatriðið er að skemmta
yngstu kynslóðinni um leið og hún
lærir á tölumar.
Útgefandi erForlagið. Talna-
kver er 35 blaðsíður að stærð,
prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf.,
og kostar kr. 1.180 kr.
• Út er komin ljóðabókin Dögun
eftir Þórarin Torfason. í henni
em um fímmtíu ljóð, ort á síðustu
árum. Flest ljóðanna eru stutt.
Þórarinn
Torfason er
fæddur1966 á
Patreksfirði.
Hann lauk BA-
prófí í almennri
bókmenntafræði
frá Háskóla ís-
lands 1992. Dög-
un er fyrsta
ljóðabók hans.
Útgefandi er
Andblær. Kápa
er eftir Bjarnheiði Jóhannsdóttur.
Bókin fæst íBóksölu stúdenta við
Hringbraut, íEymundsson íAust-
urstræti oghjá höfundi. Bókin
kostar 1.140 krónur.
Þórarinn
Torfason
• Út er komin Syngjandi beina-
grind eftir Sigrúnu Eldjárn. Bók-
in er sjálfstætt framhald af Beina-
grindinni eftir sama höfund.
Syngjandi beinagrind segir af
íjórum krökkum sem eru saman í
leynifélaginu Beinagrindinni. Þau
eru að undirbúa rokkóperu í skólan-
um sínum þegar óvæntir atburðir
gerast í hverfinu þeirra.
„Sigrún Eldjárn hefur fyrir
löngu ínarkað sér bás sem einn
ástsælasti barnabókahöfundur
landsins. í bókum hennar fara ein-
att saman skemmtileg saga og frá-
bærar teikningar Sigrúnarí björt-
um og frískandi litum,“ segir í
kynningu.
Útgefandi er Foriagið. Syngjandi
beinagrind er 90 biaðsíður að
stærð, prentuð íPrentsmiðjunni
Odda hf., ogkostar 1.390 kr.
Meiri harmur
en gleði
BOKMENNTIR
Ljóðaþýðingar
ÚR RÍKI SAMVISKUNNAR
Alþjóðlegt Ijóðasafn í þýðíngu og
ritstjóm Sigurðar A. Magnússonar.
Amnesty Intemational i samvinnu
við Mál og menningu. 1994 — 183 bls.
að fórn-
hörmungum
ENDA þótt við horfumst ekki
í augu við það daglega vitum við
af mikilli þjáningu manna um all-
an heim af manna-
völdum. Við vitum
um ritskoðunina,
fjöldamorðin, pynd-
ingarnar, aftökumar,
mannshvörfin, sam-
viskufangana, fjölda-
nauðganimar, þjóð-
ernishreinsanimar og
óttann og kvíðann.
Nú hefur Sigurður
A. Magnússon þýtt
ajþjóðlegt ljóðasafn,
Úr ríki samviskunn-
ar, og ritstýrt því.
Það er gefið út á 20
ára afmæli Amnesty
International og
beinir sjónum okkar
arlömbunum og
þeirra.
Þetta er mikil bók, 130 ljóð eft-
ir 102 skáld hvaðanæva að og
mörg þeirra heimsþekkt. Þar að
auki eiga nokkur íslensk skáld ljóð
í bókinni. Ritinu fylgir einnig inn-
gangur þýðanda og ritstjóra þar
sem hann gerir grein fyrir efni
ljóðanna. Ritsmíð þessi er hug-
sjónaleg auk þess að vera upplýs-
andi um innihald Ijóðanna enda
hæfir slíkt vel þessu riti. Þá er
einnig fjallað um höfundana í
stuttum greinum í lokin.
Fórnarlömb
í mörgum víddum
Ljóðunum er raðað eftir
ákveðnum þemum. En öll fjalla
þau að einhveiju marki um
grimmd manna, kúgun þeirra og
mannvonsku á þessari verstu öld
alda. Sérstaka athygli mína vakti
samt hversu margar víddir ljóðin
höfðu. Þótt þau tækju gjarnan
mið af sjónarhorni fórnarlam-
banna nálgast skáldin yrkisefnin
á ólíkan hátt og nota til þess
margbreytilegar aðferðir. Stund-
um eru kvæðin dokúmentarísk,
t.d. Safn í Kampútseu eftir Er-
nesto Cardenal þar sem lýsing á
hryllingi stjórnaraðgerða Pol Pot
er uppistaðan en undirtónninn
siðferðileg fordæming. Á næstu
síðu er síðan módernískt kvæði
eftir Jonathan Aaron, Að finna
landslagið, sem byggist á órökleg-
um myndtengslum í anda súrreal-
isma enda inntakið fremur skynj-
un en lýsing á hlutveruleika.
Stundum byggjast kvæðin á sið-
ferðilegri fordæmingu. Magnaður
þykir mér t.a.m. reiðilestur Osips
Mandelstams yfir
Stalín:
Kringam hann er hyski háls-
rýrra leiðtoga,
hann gamnar sér við hlýðni
hálfmenna.
Sigurður A.
Magnússon
Hann veltir líflátum á tungu
sér einsog
týtubeijum.
Þó er ekki síður
hugstæður lágværari
tónn Robertos Saball-
os í sögu af hvarfi
systur sinnar þar sem
ásökunin rís hægt,
sterkt en orðalaust
eins og milli línanna, upp úr ein-
faldri sögu af mannshvarfi:
Þetta er saga hennar
þrungin meiri harmi en gleði
með færri árum en sorgum.
Þetta er sagan um brottför hennar
um kveðju hennar án kveðjuorða.
Það er mikill fengur í þessu riti
og í töluvert ráðist. Mörg ljóðanna
eru áhrifarík enda eru það oft stór-
skáld sem yrkja.
Þokki mikils verks
Þýðingar Sigurðar eru víðast
með ágætum þótt ekki fari hjá
því í svo miklu verki að einstaka
hnökrar sjáist. Helst finnst mér
Sigurði hætta til að beita um of
eignarfallseinkunn sem gerir
texta dálítið uppskrúfaðan. „ég
sækist ekki eftir að sveipa/ klið-
mjúk launmál/ víðum fellingum/
dulræðs klæðnaðar“, segir t.d. í
kvæði eftir Gloriu Diéz. En þetta
er sjaldgæft og í heild býður text-
inn af sér góðan þokka þrátt fyr-
ir oft á tíðum dapurlegt innihald.
Sama má segja um þýðingu Karls
Guðmundssonar á titilljóði bókar-
innar, Úr ríki samviskunnar, eftir
Seamus Heaney.
Skafti Þ. Halldórsson
Nýjar bækur
FRÍÐA Sigurðardóttir leikur Lóu og Brjánn Árnason Peacock.
Silfur-
tunglið
skín
LEIKIIST
Félagshcimili
Kópavogs
UNGLINGADEILD LEIK-
FÉLAGS KÓPAVOGS
Silfurtunglið eftir Halldór Laxness
Leikgerð & leikstjórn: Stefán S.
Sigurjónsson. Höfundur dansa og
þjálfun: Ástrós Gunnarsdóttir.
Söngþjálfun: Ágústa S. Ágústsdótt-
ir. Aðalhlutverk: Fríða Sigurðar-
dóttir, Lovísa Árnadóttir Hafdís
H. Þrastardóttir. Laugardagur 29.
október.
SILFURTUNGLIÐ er að því leyti
ákjósanlegt viðfangsefni fyrir ung-
lingadeild HK að það býður upp á
fjölbreytt tjáningarform: leik, söng,
dans. Persónur eru skýrar frá hendi
höfundar en klisjukenndar. Feilan er
t.a.m. fégræðgin holdi klædd og Lóa
vesalingurinn fær illan endi af því
að hún brýtur af sér hlekki smá-
þurrabúðarlífernis og vill nýta hæfi-
leika sína. Kirkjunnar menn notuðu
persónusköpun af þessu taginu áður
fyrr til að sýna sauðsvörtum almúg-
anum hvað hlytist af ókristilegu líf-
erni eins og þeir vissu sjálfír best
að skilgreina það.
Boðskapur þessa leikrits hefur elst
illa. Þráa svitaslepju siðferðislegs
miðaldaharðlífis leggur langt frám í
sal. Þessi boðskapur á álíka mikið
erindi á borð íslendinga nú og trénuð
gulrófa. Hlutskipti Lóu er upplýst
af viðhorfum sem eru svo úrelt, kven-
ljandsamleg og karlrembusvínsleg í
augum nútímamanns að leitun er að
öðru eins síðan á lífstykkjatímunum.
Vitaskuld er ekki þar með sagt að
þetta séu viðhorf höfundar. Hann
teflir þeim væntanlega fram til að
skerpa andstæður.
En eins og vænta mátti hefur ekki
fallið á orðsnilld höfundar og auga
fyrir hnappheldu leikrænnar bygging-
ar. Allt fellur á sinn stað eins og staf-
ir í tunnu og tilsvörin eru svo kiljönsk
að maður veit -hver þau verða áður
en leikarinn opnar munninn. Þannig
lýjist jafnvel leiftrandi málmur.
En unga leiklistarfólkið í Kópavogi
er áreiðanlega ekki með vangaveltur
af þessu tagi. Fyrir því vakir að skapa
álitlega, áheyrilega og skemmtilega
sýningu og laða fram skarpar and-
stæður verksins. Það tekst vel.
Leikmyndin er tvíþætt: annars
vegar þröng stofan heima hjá Lóu
og Óla í alvesölu plássinu og hins
vegar Silfurtunglið. Stofan er þröng
eins og vera ber, í dökkum litum og
á leikmyndina eru málaðar naívista-
myndir, þar á meðal hin ómissandi
Drottinn blessi heimilið. í Silfur-
tunglinu stimir hins vegar allsstaðar
á ískaldan málminn.
Leikarar standa sig vel þótt ungir
séu að árum. Mest mæðir á Fríðu
Sigurðardóttur, sem túlkar ágætlega
sakleysi og heiðarleik Lóu, og á Lov-
ísu Ámadóttur sem er mjög sannfær-
andi Feilan. Dansamir vom vel út-
færðir og söngur góður hjá þeim
Fríðu og Hafdísi Huld Þrastardóttur
sem fer með hlutverk ísu, stúlkunnar
sem fundið hefur frægð en tapað
ærunni. Hennar ærutap var fólgið í
því að lyfta pilsinu upp að hnjám.
Samt var nú svo að hún átti salinn
þegar hún söng Ég vil lifa við kröft-
ugt undirspil hljómsveitarinnar Ó,
Feilan. ísu er framtíðin. Og sem
betur fer þarf hún ekki að skamm-
ast sín fyrir að vera falleg til hnésins.
Þetta Silfurtungl skín skært í Fé-
lagsheimilinu í Kópavogi og er til vitn-
is um öflugt og vel rekið leiklistarlíf
þar í bæ. Leikstjórinn Stefán Sturla
Sigurjónsson og aðrir sem tilsögn
veittu hafa unnið gott verk.
Guðbrandur Gíslason
Vesturfari
Páls Pálssonar
ÚT ER komin skáld-
saga eftir Pál Pálsson,
Vesturfarinn.
Páll Pálsson er
fæddur í Reykjavík
1956. Hann hefur
áður sent frá sér
skáldsögurnar Hallæ-
risplanið (1982), Beð-
ið eftir strætó (1983)
og Á hjólum (1991).
Hugmyndina að Vest-
urfaranum fékk Páll
þegar hann las frétt
um gamlan landflótta
Tékka sem lenti í
heldur óskemmtilegri
reynslu þegar hann ferðaðist með
íslensku flugfélagi til Ameríku.
Páll hefur unnið kvikmyndahand-
rit byggt á sömu hugmynd og
hefur Friðrik Þór
Friðriksson keypt
kvikmyndaréttinn og
þegar hafið undirbún-
ing að gerð myndar-
innar.
„Páll Pálsson segir
sögu gamla mannsins
af skilningi Qg kímni,
en í frásögninni tekst
mannleg hlýja og vin-
átta á við þá grimmd
sem hvarvetna leynist
í samfélagi manna,“
segir í kynningu.
Útgefandi er Forlagið.
Vesturfarinn er 114
bis. að stærð, prentuð í G.
Ben/Eddu. Kápu gerði Vaigarður
Gunnarsson listmáiari. Bókin kost-
ar 2.980 krónur.
Páll
Pálsson
Nýjar bækur
Engill í snjónum
eftir Nínu Björk
ÚT ER komin ný ljóða-
bók eftir Nínu Björk
Árnadóttur og nefnist
hún Engill í snjónum,
Þetta er áttunda ljóða-
bók Nínu Bjarkar, sem
einig hefur sent frá
skáldsögu og samið
leikrit, auk fleiri verka.
Sjálf lýsir hún bókinni
þannig að hún hafi að
geyma póesíu um ást
og sársauka.
í tilkynningu útgef-
anda segir: „Ómur
minninga og hugrenn-
inga, ljúfsár, tær og
bjartur gefur tóninn í
Ijóðabókinni. Með fáum dráttum
dregur skáldið upp skýr-
ar myndir og varpar
fersku ljósi á lífíð: Það
sem var, er og verður.
Sum Ijóðanna eru sakn-
aðarljóð, ort til fólks
sem horfið er sjónum;
önnur úr undirvitund-
inni, hugsanir gripnar á
lofti og meitlaðar í hið
sutta og knappa form
sem einkennir mörg
ljóða Nínu Bjarkar." I
bókinni eru einnig nokk-
ur prósaljóð.
Útgefandi er Iðunn.
Bókin er prentuð í
Prentbæhf. Verðhenn-
ar er 2.480 krónur.
Nína Björk
Árnadóttir