Morgunblaðið - 09.11.1994, Page 30

Morgunblaðið - 09.11.1994, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 MINNIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginkona mín, SVAFA JÓHANNSDÓTTIR, Svinafelli, Öræfum, lést á dvalarheimilinu Skjólgarði, Höfn, 6. nóvember sl. Magnús Á. Lárusson. t Ástkær eiginkona mín, INGIBJÖRG FRÍMANNSDÓTTIR, Frostafold 4, Reykjavík, er látin. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Sigurður Ágústsson. t Ástkær móðir okkar, INGIBJÖRG J. ÞÓRARINSDÓTTIR frá Hjaltabakka, lést á öldrunardeild Landspítalans mánudaginn 7. nóvember. Þórarinn Óskarsson, Þorvaldur Óskarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÓN LEIFSDÓTTIR, Skarðshlíð 10c, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 14.00. Olga Loftsdóttir, Haukur Meldal, Sturla Meldal, Hólmfriður Meldal, Ingvi Meldal, Frosti Meldal, Sverrir Meldal, Hólmsteinn Snædal, Kristleifur Meldal, Guðmundur Meldal, Sigurður Hrólfsson, Svanhildur Sigtryggsdóttir, Svanhvít Sigfúsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNFRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Arnbergi, Selfossi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 10.30. Guðmundur Sigurbergsson, Jóhann Þór Sigurbergsson, Ásta Jónsdóttir, Einar Sigurbergsson, Ólína Guðmundsdóttir, Magnea Sigurbergsdóttir, Ásgeir Sæmundsson, Árni Bergur Sigurbergsson, Agnes Eli'dóttir, barnbörn og barnabarnabörn. t Hjartans- þakkir færum við þeim fjöl- mörgu vinum og ættingjum, sem sýndu okkur samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför sonar okkar, bróð- ur, mágs og frænda, ÁSGEIRS ARNAR SVEINSSONAR, Máshólum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir blóm og minningargjafir. Guð blessi ykkur öll. Auður Vésteinsdóttir, Sveinn Viðar Jónsson, Elín Sveinsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Hrönn Sveinsdóttir, Bergsveinn Sampsted, Auður Ýr Sveinsdóttir, Birta, Rúnar, Eydís og Oddur. GUNNLA UG RAGNHEIÐUR SÖL VADÓTTIR + Gunnlaug Ragn- heiður Sölva- dóttir fæddist í Hjaltastaðakoti í Blönduhlíð í Skaga- firði 28. júní 1894. Hún lést á Vistheim- ilinu Seljahlíð 30. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jónína Gunnlaugsdóttir, f. 4. nóvember 1875 á Kirkjubóli í Seylu- hreppi í Skagafirði, d. 25. júlí 1929, og Sölvi Jónsson, f. 8. júlí 1870 á Stóra-Grindli í Fljót- um, d. 11. maí 1959. Ragnheiður var elst níu systkina. Hin eru, í aldursröð: Elín (látin), Jón- mundur eldri (látinn), Sóley (lát- in), Karl (látinn), Jónmundur yngri (látinn), Guðmundur, MEÐ örfáum orðum langar mig að kveðja iangömmu mina og alnöfnu, Gunnlaugu Ragnheiði Sölvadóttur. Nú sit ég ein eftir símhringingu frá íslandi þar sem mér var tilkynnt andlát langömmu minnar og upp þyrlast alls kyns hugsanir um gamla tíma frá því að langamma og lang- afi bjuggu í Heiðargerði 36 í Reykja- vík. Alltaf var gott og gaman að koma til langömmu og langafa því þar vissi maður hvað beið eftir manni inni í eldhúsi, nýbakaðar lummur og kex, og enda fékk hún viðurnefn- ið langamma lumma. Svo var líka alltaf gaman að sitja við hliðiná á henni og horfa á hana sauma, og einnig minnist ég þess hve gaman var að fá að gægjast upp á háaloft hjá langömmu og -afa því þar áttu jólasveinarnir að hafa átt heima um jólin, og gat maður séð ummerki um það, því þar var stór pottur og sleif sem hún Grýla gamla átti að hafa notað við eldamennskuna. En svo fóru langamma og lang- afi á vistheimilið Seljahlíð sumarið 1988. En langafi lést í mars 1992. En hún langamma mín náði því að verða 100 ára, því sem ég ósk- aði alltaf eftir þegar ég var smá- barn, hún varð 100 ára hinn 28. júní sl. Hún hélt því alltaf fram þegar ég var smá stelpa að hún myndi nú deyja fljótlega, en það tók hana um 15 ár. En ioksins hefur hún fengið svefninn sinn langa sem hún hefur beðið eftir, og veit ég að það verður tekið vel á móti henni þarna hinum megin bæði af langafa og af honum föður mínum. Elsku langamma, ég mun ætíð eiga góðar minningar um þig og vonandi líður þér betur þar sem þú ert nú. Elsku Jón afi, Lilla og Gaui, Guð gaymi ykkur og varðveiti. Kveð ég nú langömmu mína úr íjarlægð með þessum línum. Kailið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Kristín (látin) og Ellert. Ragnheiður giftist 1918 Jóni Arnasyni, skip- stjóra frá Eyri í Fáskrúðsfirði, f. 8. desember 1891, er fóst með vélbátnum Oddi á leið til Hornafjarðar 5. mars 1925. Ragn- heiður átti áður Idu Nikulásdóttur (lát- in), en börn þeirra Jóns Árnasonar eru: Jón, Ásta Arn- björg (látin), Sigrún (látin) og Guðjón. Ragnheiður giftist 1930 Jóhanni Halldórs- syni frá Grundarfirði, f. 10. október 1898, d. 21. mars 1992. Dóttir þeirra er Sólveig. Útför Ragnheiðar fer fram frá Foss- vogskapellu i dag. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín alnafna, G. Ragnheiður Sölvadóttir. ferðum í hverfinu, leiðast eins og ástfangnir unglingar, þrátt fyrir að þau voru komin á níræðis aldur. Þau fluttu síðar á elliheimilið í Seljahlíð, þar sem þau eyddu síðustu árum ævi sinnar. Afi dó fyrir nokki-u, en eftir það hrakaði ömmu mjög, og að síðustu var henni bæði þrotinn kraftur til líkama og sálar. Dauðinn var henni því líkn eftir langa og atburðaríka ævi. Við syst- urnar þökkum þér fyrir allt og kveðjum góða konu og góða ömmu. Ragnheiður, Björg Kristín og Þuríður Jónsdætur. Amma okkar er látin á hundrað- asta og fyrsta aldursári sínu. Langri ævi er lokið og hvíldin kærkomin. Þegar hugurinn hvarflar til baka, eru fyrstu minningar okkar bundnar við skólagönguna, og þá fyrst að forskólanum, sem var Ásuskóli. Þangað fórum við systkinin um sex ára aldurinn, en Ásuskóli var í ná- grenni við heimili afa og ömmu í Heiðargerðinu. Því var ævinlega komið við hjá ömmu á leiðinni heim, til þess að þiggja einhveijar góð- gerðir og spjalla við ömmu. Þar var hollustan í fyrirrúmi, því amma sagði að þeir einir yrðu gamlir sem borðuðu hollan og góðan mat, og oft bætti hún við með brosi á vör, að hún ætlaði sjálf að verða hund- rað og tíu ára. Það töldum við smá- fólkið hið besta mál. Amma upplifði á sinni löngu ævi meiri breytingar í þjóðfélaginu en höfðu orðið frá upphafi Islands- byggðar, tvær heimsstyijaldir, tæknibyltingar, tíma kreppu og alls- nægta. Hún missti fyrri mann sinn í sjóslysi, varð að leysa u.pp heimili sitt, koma bömunum sínum til vina og vandamanna, en flutti sjálf með tvö elstu börnin til Reykjavíkur. Það hafa ekki verið létt spor, en amma ræddi ekki mikið um það. Hér í Reykjavík kynntist hún seinni manni sínum, Jóhanni Halldórssyni, en hann var sá eini afi sem við systkin- in áttum. Afi vann verkamanna- vinnu hjá fyrirtækinu Kol og salt hf., og eflaust hefur hann oft verið þreyttur eftir langan vinnudag, þeg- ar við systkinin komum með foreldr- um okkar í heimsókn. En það kom ekki í veg fyrir að afi legðist á fjór- ar fætur og þættist vera hestur okkar systkina og skriði síðan með okkur á bakinu um allt hús, á með- an amma tók til góðgerðir. Oft tif- uðu litlir fætur undurhratt fram hjá uppganginum að geymsluloftinu, þar sem við trúðum að jólasveinninn ætti heima og betra var að styggja hann ekki ef stutt var til jóla. Amma og afi áttu hlýlegt heimili í litla húsinu sínu í Heiðargerði. Heimili þeirra bar vott um lítil ver- aldleg efni, en var fullt af þeim kærleik og hlýju sem ekki fæst fyr- ir peninga. Amma var mjög fær handavinnukona og bæði saumaði og pijónaði, og eftir hana liggja fjöl- margar útsaumaðar myndir, sem hún bæði gaf öðrum og notaði sjálf á heimili sínu. Gömlu hjónin voru ákaflega hamingjusamt fólk, og það var gaman að sjá til þeirra í göngu- Langur dagur er liðinn, sól er hnigin til viðar. Lífsgöngu góðrar konu er lokið, göngu þar sem skipt- ust á skin og skúrir, sorg og gleði, mótbyr og meðvindur. Lífsafstaða aldamótabarna mót- aðist af þeirri skoðun að ekkert væri sjálfgefíð og fyrir lífinu þyrfti að hafa. Sjálfsbjargarviðleitnin grundvallaðist á því stolti að vera ekki öðrum háður þó oft þrengdi að. Litið var til næsta dags með bjart- sýni og trú á allsráðandi almættið. Trúin þerraði tregatár og græddi með sálarró þau sár er örlög skópu. Með Ragnheiði Sölvadóttur er gengin einstök kona. Á langri ferð sýndi lífið henni bæði kaldar og mjúkar hendur sínar. Ung missti hún fyrri mann sinn, Jón Árnason, í sjóslysi. Stóð hún þá ein uppi með fimm ung börn. Móðurumhyggjan var særð þegar hún, ung konan, stóð frammi fyrir því að þurfa að koma þremur barna sinna fyrir hjá hjálpsömum ættingj- um og vinum. En þótt hópurinn dreifðist var móðurástin ætíð öllu öðru sterkari, og var því andleg nálægð hennar við börn sín mikil þrátt fyrir veraldlega fjarlægð. Með styrk þess er öllu ræður stóðst Ragnheiður þau miklu áföll er á henni dundu er hún missti þijár dætur sínar. Þær féllu frá í blóma lífsins með nokkurra ára millibili og voru hjartahlýrri móður harmdauði. Barátta Ragnheiðar fyrir því að standa á eigin fótum kom m.a. fram í því að dagar erfiðis og anna urðu oft langir og lítið um hvíldir. Hún gekk til fjölbreyttra starfa og vann af einlægni og elju allt er henni var falið. Hugur hennar og hjarta var mótað af þeirri hógværð trúarinnar sem færir mönnum kraft og þor í lífrnu. En Ragnheiður var einnig gleð- innar barn ef því var að skipta. Hún var af einlægni örlát á góðra vina fundum. Hún reyndist þeim vel er til hennar leituðu og göfugur mál- svari þeirra sem minna mega sín í henni veröld. Með seinni manni sínum, Jóhanni Halldórssyni, sem lést fyrir nokkr- um árum, eignaðist Ragnheiður eina dóttur og var milli þeirra sérlega kært. Umhyggja þeirra í garð hvor annarrar var einstök. Þær voru tengdar þeim böndum er traustust reynast í samskiptum manna. Er syrtir að nótt til sængur er mál að ganga sæt mun hvildin eftir vegferð stranga. Lífsdagur er liðinn. Það er komin nótt hjá Ragnheiði Sölvadóttur. Hjá henni er lokið langri vegferð og hvíldin vel þegin. Fyrir handan haf- ið er hennar beðið. Þar mun hún leidd til öndvegis. Við sem eftir lifum munum minn- ast Ragnheiðar með þakklæti. Kynni af sönnu og hjartahreinu samferðafólki göfga hvern mann og efla trúa hans á sigur þess góða í heiminum. Þannig voru kynni okkar af ömmu minni, Ragnheiði Sölva- dóttur. Par þú í friðí, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erna Björnsdóttir og fjölskylda. Erfidrykkjur Glæsileg kíiffi- hlaðborð fallegir sídiroginjög g()ð þjÓlllLSfcL Gpplýsingar ísíma22322 FLUGLEIÐIR HÍTCL LOFTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.