Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 3
Óskars saga
Halldórssonar
eftir Ásgeir Jakobsson
Óskar Halldórsson var lands-
frægur athafnamaður. Hann
var spekúlant spekúlantanna,
- varð fjórum sinnum gjaldþrota
og borgaði allar sínar skuldir.
Af Óskari lifa enn miklar sögur
og hann varð fyrirmynd Laxness
að sögunni um
íslandsbersa.
Þetta er mikil
bók, 380 bls.
með 100 myndum
á hagstæðu verði. I—■■■
Rúmið
hans Arna
eftir Bubba Morthens
og myndskreytt af Tolla
Bubba Morthens er margt til
áp/' lista lagt, söngvari, hljóðfæra-
leikari, laga- og textasmiður.
Og nú þreytir hann frumraun sína sem rit-
höfundur í þessari skemmtilegu barnabók
sem Tolli bróðir hans myndskreytir. Hugljúf
og ævintýrarík barnabók með glæsilegum
litmyndum. Bubbi kemur enn á óvart.
Mannslíkaminn
í máli og myndum
Þýðandi: Jón O. Edwald
I þessari fallegu og greinargóðu bók er líkama
okkar lýst f máli og myndum og hér er greinar-
gott yfirlit um gerð og störf mannslíkamans. Þó
að bókin höfði einkum til barna og unglinga,
mun hún verða lesendum á öllum aldri til
óblandinnar ánægju.
jóicfstó™broti með
500 litmyndum og
Rw/jteikningum. Glæsileg
bók á góðu verði.
Allt um ljósmyndun
Þýðandi: Örnólfur Thorlacius
Viltu taka betri myndir? Hér er ný handbók fyrir byrjendur
og reynda Ijósmyndara eftir hinn heimsfræga Ijósmyndara
John Hedgecoe. Uppistaðan í bókinni er
sjötíu og eitt verkefni, sem leiðir lesand-
ann inn í heim Ijósmyndanna. Efninu r P
til skýringar eru Jw ^
500 Ijósmyndir iS
. og teikningar. jU -aSfL/ %//
Bókin er 224 bls. V lií
[ stóru broti á JÍS
góðu verði. U
íssas»
j
Gullin ást
eftir Danielle Steel
250 leikir
Þrenn hjón gifta sig á
sama degi. Óll verða
þau að berjast við sama
vandamál - en framvinda mála hjá
þessum hjónum fer hver á sinn veg
Texti og myndir:
Hörður Haraldsson
Urval leikja sem bCHb’/tTp
koma öllum í gott
skap: Spurningaleikir
- Blindingsleikir - Útileikir -
Orðaleikir - Innileikir—Athyglisleikir
- og alls konar samkvæmisleikir.
100 skýringamyndir.
Vel mælt
Sigurbjörn Einarsson
tók saman
Nærri 2000 innlend og erlend
spakmæli og tilvitnanir - orð
til íhugunar og dægradvalar.
Bók sem þú nýtur á kyrrlátum
stundum - og er jafnframt
verðmæt og vegleg
vinagjöf. Bókin
er 250 bls.
550 laga söngbókin
Ný vasasöngbók með
180 erlendum og 370
íslenskum söngtextum K
- allt frá þjóðlögum til
þungarokks. Hér er að
finna vinsælustu erlendu og íslensku
sönglögin, lögin sem sungin eru við
öll tækifæri.
Bókin er 430 blaðsíður.
Að vera Islendingur
- vegsemd þess og vandi
eftir Gylfa Þ. Gíslason
A fimmtíu ára afmæli lýðveldis búa íslendingar í allt annars
konar veröld en þegar lýðveldið var stofnað 1944. Og nú
stöndum við frammi fyrir nýjum vandamálum. Þessi
bók er ætluð ungum Islendingum á hálfrar aldar Ak
afmæli íslensks lýðveldis.
Freyjugötu 14, símar 17667 og 29150
,<\oVw