Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 35 AÐSENDAR GREINAR Ofsóknir á hendur Guðmundi Ama SIÐARIGREIN KVENNALISTINN olli mér vonbrigðum í máli Guðmundar Arna Stefánssonar. Flokkur sem kennir sig við mjúk mál og mann- úð, héldi maður að myndi stíga fram frir skjöldu og mótmæla að- för sem hér um ræðir, vitandi að embættisfærslur Guðmundar Árna voru ekki alvarlegri en margra annarra ráðherra. Þær stigu dans- inn stilltar og góðar. Voru þær líka að reyna að koma sér í mjúkinn hjá fjölmiðlum og fólki? En við hveiju er svo sem að búast af stjómmálamönnum sem hingað til hafa skorast undan ábyrgð? Þeim þykir greinilega auðveldara að gagn- rýna en taka ábyrgð. Nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins notuðu líka tímann vel og auglýstu sig í „sið- væðingarherferðinni" og spörkuðu duglega í mann sem lá vel við höggi. Mun það seint gleymast ekki síst vegna þess að sumir þessara þingmanna hafa alls ekki úr háum söðli að detta þegar um embættisfærslur er að ræða. Flestir framsóknar- og sjálf- stæðismenn virtust þó halda höfði í þessum darraðardans. Ekki má gleyma nýjum bæjar- stjóra í Hafnarfirði, alþýðubanda- lagsmanninum Magnúsi Jóni, sem hefur lagt dag við nótt að reyna að koma Guðmundi Árna á kaldan klaka. Ekki veit ég hvaða ástæða liggur að baki, ef til vill hinn frá- bæri árangur Guðmundar Áma að gera Hafnarfjörð að einum falleg- asta og eftirsóttasta bæ landsins. Hann hefur keppst við að færa áður jákvæða umræðu um Hafnar- íjörð aftur á það stig þegar litið var á bæinn sem svefnbæ höfuð- borgarsvæðisiris. Hvort „gaflarar“ em ánægðir með þá öfugþróun er önnur saga, en í það minnsta er ljóst að ásakanimar á hendur Guð- mundi Árna hvað varðar listahátíð bæjarins hefur hann þurft að kok- gleypa allar. Það ætti að vera hon- um þörf áminning. Það er hið einkennilegasta mál hversu forysta Alþýðuflokksins studdi illa við bak Guðmundar Árna. Sem stuðningsmanni flokks- ins blöskrar mér það aðgerðarleysi og sú ótryggð sem mér fannst for- ystan sýna flokksbróður sínum, varaformanni og ráðherra í þessum nornaveiðum. Hún sýndi ekki þann sjálfsagða manndóm að standa með félaga sínum í orrahríðinni og alltof margir aðrir flokksmenn sýndu heldur ekki þann dug að styðja við varaformann sinn í verki með því að heimta að fjölmiðlar fjölluðu um málið frá fleiri en einni hlið. Það hefur minnsta kosti feng- ið mig og fleiri, sem kjósa Alþýðu- flokkinn, til að endurskoða hug okkar og afstöðu til flokksins. Hvernig er hægt að kjósa og treysta stjórnmálamönnum til ákvarðanatöku fyrir samfélagið, þegar nánasta samstarfsfólk og félagar geta ekki einu sinni treyst á þeirra stuðning. Hvar er hinn gagnkvæmi trúnaður? Ekki vil ég heldur ljúka þessari grein án þess að minnast á fram- göngu ákveðins útvarpsmanns, sem í símaþætti sínum lagði hvem þáttinn á fætur öðrum í meira en sex vikur í umræður um Guðmund Árna. Þar lá hann ekki á skoðunum sínum um ráðherrann fyrrverandi. Rúna Guðmundsdóttir Ekki var að heyra að hann gerði sér ljósa þá aðstöðu sem hann hafði til að hamra látlaust á sínum eigin skoðunum. Hvers konar ár- átta er það? Ekki bjó Guðmundur Árni við sömu aðstöðu til að skýra frá sínum málum þegar á hann var ráðist. Það er nefnilega óhugnan- legast af öllu þegar menn sjá ekki sjálfir hvemær nóg er komið. Þess vegna held ég, og eflaust margir fleiri, að þessi sami útvarpsmaður ætti að segja starfi sínu lausu vegna vanhæfni sinnar og sið- blindu. Mér blöskraði á sínum tíma ein- elti hans í garð Guðmundar Áma og hvemig hann mis- munaði viðmælendum sínum illilega þegar mál ráðherrans fyrr- verandi bar á góma. Hvemig skoðana- bræður hans fengu að tala vel og lengi og hversu fljótur hann var að þakka öðrum fyrir spjallið. Undir- rituð ákvað því að hringja inn og í kjöl- farið hringdi góður hópur hlustenda sem var sammála mér, en eitthvað fór það, og gagnrýni mín, fyrir bijóstið á umræddum útvarpsmanni, því hann sá ástæðu til að taka það sérlega fram í þætti sínum næsta dag að ég væri tengd Guðmundi Áma. Þar með er ég eini íslending- urinn sem hefur þurft að gera grein fyrir tengslum mínum við fólk, til að fá að tjá mig opinberlega. Hvort það var af einskærri hefnigirni eða til að gera mig ótrúverðuga í aug- um almennings veit ég ekki. En hitt veit ég að þegar honum sjálf- um var sagt upp störfum á ljós- vakamiðlinum á sínum tíma, heyrði ég hann ekki krefja hlustendur, sem hringdu inn honum til stuðn- ings, um ættar- eða vinatengsl við hann sjálfan. Það er virkilegt rannsóknarefni fyrir áhugasaman einstakling að rannsaka hvemig svona níðings- verk, eins og ofsóknimar á hendur Guðmundi Árna eru framin, hver sé hugsanlega á bak við tjoldin og stýrir. Hvernig verður svona nokk- uð til? Em fréttamenn of ungir og þá kannski of ginnkeyptir fyrir því sem „heimildarmenn“ þeirra segja þeim? Hvert sem svarið er þá geri ég ráð fyrir að það sé blanda af mörgu. Hitt er svo annað að það olli mér miklum vonbrigðum hversu margir völdu þann kost að þegja þessa aðför í hel eða taka afstöðu gegn Guðmundi Árna opin- berléga. Er það til að sleppa sjálf- ir undan aðhaldsaðgerðum fjöl- miðla? Eins og áður hefur komið fram er ég tengd Guðmundi Árna. Það er ekki ætlun mín að fjalla um embættisfærslur hans, fjölmiðlar em búnir að gera það. Mitt per- sónulega mat er það að ekkert réttlæti þá óvönduðu meðferð sem Guðmundur Árni fékk í fjölmiðlum. Hann hagnaðist alls ekki persónu- lega á þessum verkum sínum og verðskuldaði því ekki svo heiftuga aðför. Með lélegri fréttamennsku hefur hann verið gerður að spilling- artákni fyrir þjóðina og blóra- böggli fyrir pólitíkusa og það finnst mér mjög óréttmæt niðurstaða. Þegar eitthvað hefur verið svo ‘dýru verði keypt, verður vonandi ávinningurinn sá að bæði pólitíkus- ar og fjölmiðlar siðbæti sig. Hveijir það eru sem ætla sér að hvítþvo samvisku þjóðarinnar eða einhverra stjórnmálamanna Kvennalistinn olli mér vonbrigðum í máli Guð- mundar Áma. Svo mælir Rúna Guð- mundsdóttir, sem telur að mannúð og mildi hefði átt að ráða afstöðu viðkomandi. með þessari pólitísku aftöku væri gaman að vita. Það er hinsvegar nauðsynlegt að gera fólki grein fyrir öðrum hliðum þessa máls sem ekki hafa komið fram fyrir. í fyrsta skipti hef ég setið báðum megin borðs og fylgst með málum sem almennur borgari, kjósandi og venslamaður manneskju sem verið er að reyna mannorðssvipta. Ef það gefur ekki góða mynd af mis- kunnarleysinu þá veit ég ekki hvað gerir það. Mörgum mun eflaust finnast þessi grein markast af til- finningum, en við þá vil ég segja að fyrst getur maður deæmt þegar maður veit um flestar hliðar máls- ins. Að vera tengdum einhveijum þarf ekki að þýða að maður sé ófær um að tjá sig, hafa sómatil- finningu eða dómgreind. Því ætla ég ekki að láta taka af mér þann rétt að lýsa skoðunum mínum, á þeim forsendum að ég sé of tengd málinu, þó vera megi að þessi skrif komi við kauninn á einhveijum. Hins vegar er réttlætiskennd minni svo misboðið eftir allt sem í þessu máli hefur gerst að ég get ekki stungið höfðinu í sandinn og látið sem mér komi þetta ekki við. Það er orðin hættuleg staða þegar fjöl- miðlar hafa tekið sér það hlutverk að vera dómarar og böðlar þeirra sem þeir kjósa að rannsaka. Hvert er hægt að leita eftir leiðréttingu? Heijir eru þeir að dæma menn? Þess vegna vil ég vísa til lesandans að vera vel vakandi yfir því sem hann les, dæma ekki fyrr en báðar hliðar máls hafa komið fram. Því mín spuming er þessi: Um hvern verða næstu níðskrif, mig eða þig? Höfundur starfar sem markaðsfulltrúi. Seltjarnarneskirkja og Háteigskirkja. Jólaóratóría eftir Saint-Saens Samvinna Háteigskirkju og Selljarnarneskirkju GÓÐIR gestir hafa sest að í land- inu okkar. Það em hjónin Pavel Manásek og Viera Gulázsiová. Þau koma til okkar frá Tékklandi og hafa hlotið menntun sína við Prag Conservatorium. Þau em organistar við kirkjurnar okkar, hann við Há- teigskirkju og hún við Seltjamar- neskirkju. Það er mikill fengur fyr- ir landið okkar að eignast svo færa listamenn, sem þau hjón em. Tón- listin lifir í þeim og þau í henni og kirkjan er sá vettvangur, sem þau vilja helga list sinni. Þegar hjón starfa við tvo söfnuði er kjörið tæki- færi til að vinna saman og nú er að líta dagsins ljós fyrsta samvinnu- verkefni þessara safnaða. Laugar- daginn 3. desember kl. 20 flytur kirkjukór Háteigskirkju og safnað- arkór Seltjamarneskirkju Jólaórat- óríu eftir Saint-Saéns. Tónleikarnir verða síðan endurteknir í Háteigs- kirkju miðvikudaginn 7. desember kl. 20. Einsöngvarar verða Þuríður Sigurðardóttir, sópran, Sigríður Ell- iðadóttir, mezzósópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir, alt, Guðmund- ur Gíslason, tenór, og Bergþór Páls- son, baritón. Viera Gulázisová leik- ur á orgel, Monika Abendroth á hörpu, en á strengina leika Olga B. Olafsdóttir, Guðrún Harðardótt- ir, Sigurður Gunnarsson og Borgar Magnason. Konsertmeistari er Sean Bradley, en stjórnandi flutnings er Pavel Manásek. Þegar kórarnir tveir koma saman mynda þeir um 40 manna kór, sem tjá í þessari jólaóratóríu fæðingar- sögu frelsarans. Upphafskaflinn er endursögn á jólaguðspjallinu í Lúk- asarguðspjalli, þá kemur tilvitnun í Davíðssálmana, en fjórði kaflinn er tenóraría, sem vitnar í játningu Péturs. Lokakaflamir eru allir úr Davíðssálmunum þar sem fyrirheiti Guðs um að senda frelsarann í heiminn er lofsungin, enda er að- ventan sá tími, sem við íhugum fyrirheiti Gamla testamentisins um að frelsarinn muni koma og vitja lýðs síns og jólin boða okkur að það var staðið við þau fyrirheiti. Aðventan er tími íhugunar og undirbúnings. Þá er kjörið tækifæri að koma til kirkju og hlýða á fal- lega tónlist, sem hæfir tímanum. Þessi samvinna tveggja safnaða á sviði kirkjutónlistar er gleðiefni nú Aðventan er tími íhug- _ unar. Þá er kjörið tæki- færi, að mati prestanna Soffíu Konráðsdóttur, Solveigar Láru Guð- mundsdóttur og Tóm- asar Sveinssonar, að koma í kirkju og hlýða á fallega tónlist. á aðventunni, en sóknarnefndir beggja safnaðanna hafa styrkt verkefnið. Megininntak aðventunnar er: „Sjá konungur þinn kemur til þín. Sjá, hann stendur við dymar og knýr á.“ Boðskapurinn er: Guð er með þér. Látum því aðventuna færa okkur nærvem Guðs í orði hans og fallegri tónlist og látum lokasöng jólaóratóríunnar úr 96. Davíðssálmi hljóma í hjörtum okkar: „Færið gjafið og fallið fram fyrir Drottni í helpm skrúða. Himinninn gleðjist og jörðin fagni, því að hann kemur. Hallelúja." Höfundar eru prestar við Háteigskirkju og SeHjarnameskirkju. HUSCP HNA 250 slœrígegn! Sœnsk gœðasaumavél með 13 nytjasaumum, 12 skrautsporum o.m.fl. Rafeindastýrður mótor. Taska og vinnuborð fylgja með íþessu tilboði. Verð 42.513- kr. stgr. Smaragd 230 kostar aðeins 37.810- kr. stgr. ' ORKIN 2096-30-4 © Husqvarna éRivölusteinn ^HÍÉÍ^ Faxafen 14, Sími 889505 HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.