Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDACUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NOKKUR verkanna á sýningunni Morgunbiaðið/Sverrir Handverk Ekki er allt sem sýnist VERKMENNT Listasafn Kópavogs MINJAGRIPIR OG BRÚKSHLUTIR Opið frá 1-18 alla daga, lokað mánu- daga. Til 11. desember. Aðgangur ókeypis. Á NEÐRI hæð Listasafns Kópa- vogs hefur verið komið fyrir sýningu á afrakstri samkeppnisverkefnis um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum úr íslenzku hráefni. „Handverk" er þriggja ára reynsluverkefni á vegum forsætis- ráðuneytisins og helstu stefnumörk voru: „Að efla handverksiðnað í landinu og liðsinna þeim einstakling- um og fyrirtækjum sem starfa að handverki og heimilis- og listiðnaði. Að auðvelda og hvetja til samskipta handverksfólks, hönnuða og annarra sem í greininni starfa. Að stuðla að framförum í framleiðslu handverks- muna og eflingar gæðavitundar. Að vinna að kynningar- og markaðsmál- um með handverksfólki." Markmiðið með þessari samkeppni var þannig öðru fremur „að hvetja fólk til að nýta íslenzkt hráefni í minja- og nytjahlutagerð. Einnig að reyna að fínna nýjar leiðir til að fram- leiða úr íslenzku hráefni". Engar upplýsingar eru um ijölda innsendra verka í sýningarskrá, en gera má ráð fyrir að mikið magn muna hafi borist til dómnefndar. Að sjálfsögðu er einungis úrval muna, ásamt þeim sem unnu til verð- launa, til sýnis, og eru höfundarnir rúmlega tuttugu, auk þess að tveir voru í þrem tilvikum um sama verk- efni, og í einu var iðnhönnuður með í ráðum. Höfundar eru hvort tveggja kunnir listamenn og hönnuðir af höfuðborgarsvæðinu og óþekktir einstaklingar, sem eru þó aðallega úr dreifbýlinu. Reynsluverkefnið greindist í fimm flokka og var íslenzkt hráefni að meginhluta skilyrði fyrir þátttöku. A. Islenzkt tré, B. Hráefni frá land- búnaði — ull, C. Hráefni frá landbún- aði — annað. D. Hráefni frá sjávarút- vegi, E. Hráefni úr íslenzkri nátt- úru. Veitt voru tvenn verðlaun í hvorum flokki, ein fyrir besta minja- gripinn og ein fyrir besta nytjahlut- inn. Til viðbótar voru veitt verðlaun fyrir þjóðlegasta hlutinn eða hug- myndina. Samtals voru þannig veitt 11 verðlaun hver allt að 100.000 kr. Hér er um tímabært framtak að ræða og trúlega er mikilvægast, að komið hefur verið upp tengiliðaneti um landið, en samvinna á þessu sviði getur skipt sköpun og telst ólíkt hollari, en ef fólk er að baksa við þetta hver í sínu horni, og iðulega frekar af vilja en getu. Þá horfir til framfara, að í október kom út fyrsta eintak Fréttabréfs, og er gert ráð fyrir að ritið komi út 4-6 sinnum á ári. Handverk hefur aðalstöðvar sín- ar í húsi Heimilisiðnaðarfélags ís- lands á Laufásvegi 2. Það kennir margra grasa á sýn- ingunni, en breiddin er meiri á efn- is- en hugmyndasviði. Enn skortir að markvisst sé stokkað upp í hug- myndum og byggt sé upp af feng- inni reynslu. Hér hafa eðlilega lista- mennirnir og hönnuðirnir vinning- inn, en margt athyglisvert kemur þó frá óþekktum einstaklingum. Og úr því Myndlista- og handíðaskólinn hefur aldrei staðið undir nafni um skipulegar rannsóknir á handíðum og möguleikum íslenzks hráefnis, er að sjálfsögðu brýn þörf á stofnun er sinnir þessum málum og tekur þau föstum tökum. Hér er mikið í húfi því að möguleikarnir eru marg- ir og íslenzkir minjagripir hafa lengi verið frekar hugmyndasnauðir, eða að góðar hugmyndum fara fyrir lít- ið. Mögulegt ætti að vera að skapa fleiri störf er skara handverk en flestir gera sér grein fyrir, og mikil- vægt er að minjagripir fái þjóðlegt yfirbragð og séu um leið úrvals hönnun sem sómi er að. Rökrétt væri svo að afmarka samkeppnis- verkefni sem slík við ákveðin verk- efni og væri þá til að mynda meira en nærtækt að taka að taka fyrir fiskinn í hafínu kringum landið ... Bragi Ásgeirsson KVIKMYNPIR Saga-bíó M BUTTERFLY ★ ★ Vi Leikstjóri David Cronenberg. Hand- rit David Henry Hwang, byggt á samnefndu leikriti hans. Tónlist Howard Shore. Kvikmyndatökustjóri Peter Suschitzky. AðaÚeikendur Jer- emy Irons, John Lone, Barbara Sukowa, Ian Richardson, Annabelle Leventon. LEIKRITIÐ M Butterfly hefur farið víða og notið velgegni. Var fyrst sett upp á Broadway 1988, með John Lithgow í aðalhlutverki, og hlaut Tony verðlaunin eftirsóttu það árið sem besta verkið. Ári síðar leiddi stórleikarinn Anthony Hopkins leikhóp verksins á ijölunum í London og nú er kvikmyndagerðin komin, með kostum sínum og göllum. Söguþráðurin er lygilegur en engu síður sannur í aðalatriðum, höfund- urinn tekur sér hinsvegar það skálda- leyfi að heimfæra hann að nokkru leiti að óperu Puccinis, Madame Butt- erfly. Jeremy Irons leikur René Gall- imard, starfsmann við sendiráð Frakka í Peking á sjöunda áratugn- um, sem kynnist primadonnunni Song Liling (John Lone) við Peking- óperuna. Hún leiðir hann inní fram- andi menningarheim austurlandabúa og hann hrífst af hvoru tveggja kon- unni og kúltúrnum. Vill skilja við eiginkonu sína og giftast Liling en þá kemur í ljós að hann hefur verið hafður að ginningarfífli, Liling er njósnari sem dælt hefur leyndarmál- SKEMMTUN ætluð nemendum og ungu fólki verður í Norræna húsinu í dag, föstudag, kl. 21.30 og munu fínnsku listamennirnir Pedro Hiet- anen og MA Numminen koma fram. Dagskrá þeirra er byggð á verki heimspekingsins Ludwig Wittgen- stein, „Tractatus Logico Philosoph- icus“, og er aðgangur ókeypis. Laugardaginn 3. desember kl. 15 verður síðan barnadagskrá í Nor- ræna húsinu. Pedro Hietanen og MA Numminen syngja fyrir börnin á um uppúr ástmanni sínum til að bjarga eigin skinni á róstutímum rauðu varðliða menningarbyltingar- innar. Aukinheldur reynist hún vera karlmaður og er þetta lánlausa par að lokum dæmt í fangelsi. Cronenberg og Hwang leggja að- aláhersluna á tilfínningamálin, þessa óvenjulegu ástarsögu sem endar með ósköpum. Njósnamálið er í bak- grunninum, sem og störf aðalpersón- anna. Allt snýst um ást Gallimards til „konunnar" í hinum válynda og framandi heimi þar sem fátt er eins og það sýnist. Með því að tengja saman þetta sanna, harmiþrungna ástarsamband og tregafullan efnis- þráð óperunnar Madame Butterfly, hefur höfundurinn skapað vissulega sláandi hádramatískt efni. Og óvenjulegt þar sem tveir karlmenn eiga í hlut, líkt og í hinni eftirminni- legu mynd The Crying Game. Lengra nær samlíkingin ekki því í mynd Neils Jordans var enginn feluleikur og samband persóna Stephens Rea og Joye Davidson eins trúverðugt og framast var unnt. í M Butterfly eiga áhorfendur að kyngja því að Gallim- ard lifí árum saman með karlmanni í kvenmannsklæðum. Það hygg ég að standi í flestum. Það verður þó ekki til þess að slæva harmleikinn og leikur Irons er lýtalaus. Lone kemst þolanlega frá sínu erfiða hlut- verki, fær þó aldrei samúð manns. Liling er heldur ógeðfelld persóna. Útlit myndarinnar er óaðfinnanlegt og Cronenberg sérfræðingur í að fást við hinar dekkri hliðar sálarinn- ar en hefur oftast tekist betur upp. Sæbjörn Valdimarsson sænsku og finnsku og verður boðið upp á ávaxtasafa að skemmtun lok- inni. Aðgangseyrir er 150 krónur sem rennur í styrktarsjóð íslenska finnskuskólans. Að lokum heldur Suomi-félagið sinn árlega þjóðhátíðarfagnað sama dag kl. 20 í Norræna húsinu. Kaisa Korhonen leikstjóri heldur tölu og Pedro Hietanen og MA Numminen flytja skemmtidagskrá. Kvöldverður verður að lokinni dagskrá og er að- gangseyrir 1.800 krónur með mat. Suomi-félagið Skemmtanir í Norræna húsinu TVÍFARINN BOKMENNTIR Skáldsaga TVÍFARINN eftir Fjodor Dostojevskí. Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi. Mál og menning, 1994 -171 síður. DOSTOJEVSKÍ er eitt af hinum stóru nöfn- um í evrópskri skáldsagnagerð og margir telja hann einn áhrifamesta skáldsagnahöfund 19. aldar. Það verður í það minnsta ekki um það deilt að hann átti mikinn þátt í þróun skáldsög- unnar með verkuk á borð við Glæp og refs- ingu, Fávitann og Bræðurna Karamazov og hafa tvö þau fyrstnefndu verið þýdd yfir á íslensku. Skáldsagan Tvífarinn sem nú kemur fyrir sjónir íslenskra lesenda er ekki jafn margbrotið bókmenntaverk og þau sem nefnd eru hér að ofan, engu að síður er það góð viðbót við íslenska bókmenntaflóru, ekki síst vegna sérstæðs viðfangsefnis. Tvífarinn segir frá manni sem telur sig vera ofsóttan af tvífara sínum. Tvífarar eða tvífaraminni hafa verið mörgum rithöfundum hugleikið viðfangsefni og má þar nefna þýska 19. aldar höfundinn E.T.A. Hoffmann. Dostojevskí var einnig upptekinn af tvífara- minninu og þekkti raunar vel til verka Hoff- manns. Þrátt fyrir tvífaraminnið væri Dostojevskí mikið áhugaefni er það einungis í Tvífaranum sem hann fæst við það með beinum hætti. Tvífarinn gerist í Pétursborg á fyrri hluta 19. aldar. Aðalpersónan Jakob Petrovitsj Goljadkín er fremur lítisgildur skrifari á stórri skrifstofu. Goljadkín er einmana enda með afbrigðum klaufskur og óframfærinn í sam- skiptum við annað fólk. Innra með sér er hann þó oft fullur sjálfsöryggis og sigurvissu. Raunar má segja að flétta og þar með fram- vinda sögunnar felist öðru fremur í átökum þessara tveggja radda: Hinnar auðmjúku ytri raddar og hinnar sjálfsöruggu innri raddar. Þessar tvær raddir heyja sífellt stríð innra með Goljadkín. í þess- um endalausu innri ræðuhöldum ýmist hefur Goljadkín sig upp til skýjanna eða rífur sjálfan sig nið- ur. Sömuleiðis er hann oft mikill í einrúmi og hefur uppi djarfar ráðagerðir en þegar á hóiminn er komið fer allt á annan veg en hann ætlaði sér. Andstæðurnar í fari Goljadkín koma vel í ljós þegar í upphafi sögunnar. Goijadkín hefur leigt fínan vagn, ný föt á herbergisþjón sinn og sjálfur skartar hann sínu fínasta pússi. Hann þykist því al- deilis vera maður með mönnum þegar hann hefur ökuferð sína um borgina en um leið og hann mætir einhveijum sem hann þekkir verður hann fullur skelfingar yfir því að til hans hafi sést. Goljadkín þráir því að sýnast en óttast þó ekkert meira en að sjást. Augnaráð er mikilvægt stef í sög- unni. Goljadkín, sem er ákafiega upptekinn af sjálfum sér, telur sig vera undir sífelldri smásjá annarra og sér hann óvini í hveiju horni. Hann er og sífellt að senda fólki það sem hann kallar sjálfur „þýðingarmikið augnaráð" en í samræmi við máttleysi annarra athafna hans verður aldrei séð að aðrir taki eftir því. Það stríð sem Goljadkín háir innra með sér tekur á sig áþreif- anlega mynd í stríði hans við „tvífara" hans og nafna sem allt í einu skýtur upp kollinum á götum Pétursborgar. Fyrsti fundur þeirra Goljadkíns og „tvífarans“ - verður eftir að sá fyrrnefndi hefur verið hrakinn úr veislu fyrirmenna á smán- arlegan hátt. Æstur hugur Goljadkíns verður enn truflaðri eftir þennan fund en hann hugg- ar sig við að ailt verði þetta betra þegar nýr dagur renni upp. Það reynist þó vera tálsýn ein því „tvífarinn" mætir daginn eftir til vinnu á sömu skrifstofu og Goljadkín vinn- ur. Þeim síðarnefnda til mikillar undrunar virðist þó enginn taka eftir líkindum þeirra tveggja né telja það umtalsvert að þeir heiti sömu nöfnum og séu ættaðir frá sömu stöð- um. Það er skemmst frá því að segja að „tvíf- arinn“ reynist vera allt það sem Goljadkín er ekki. Tvífarinn er félagslyndur, hnyttinn, maður athafna sem kemur sér alls staðar vel. Goljadkín á fljótlega í heilögu stríði við tvífara sinn sem hann telur vera að yfírtaka líf sitt bæði á opinberum og persónulegum vettvangi. Þetta heilaga stríð Goljadkíns við hinn svo- kallaða tvífara sinn minnir um margt á stríð hins fræga Don Kíkóta við vindmyllurnar. Líkt og hjá Don Kíkóta spretta hlutirnir úr hugarheimi Goljadkíns og báðir eru þeir á flótta frá frekar ónotalegum hversdagsleika. Goljadkín hefur þá aðferð að búa til nýja út- gáfu af sjálfum sér í tvífaranum. Hlutirnir eru talsvert flóknari hjá Dostojevskí en hjá Cervantes og þannig er lesandinn aldrei alveg viss um hvaða atburðir gerast í raun og veru og hveijir séu einungis til í ímynduðum veru- leika Goljadkíns. Þrátt fyrir að Tvífarinn sé ekki meðal best þekktu skáldsagna Dostojevskís þá er hægt að nálgast hana frá ýmsum sjónarhornum. Greinilegt er til dæmis að vaxandi borg- armyndum og líf í þéttbýli hefur verið Dostojevskí áleitið umhúgsunarefni og þá ekki síst afdrif einstaklingsins í vaxandi sam- keppni borgarinnar. Stíll sögunnar er oft æði sérstakur, Goljadk- ín er skrúðmæltur með afbrigðum, samtöl eru einatt formúlukennd sem undirstrikar inni- haldsleysi þeirra og mikið er um einkennileg orðatiltæki. Það hefur því áreiðanlega ekki verið létt verk að þýða Tvífarann en Ingibjörg Haraldsdóttir hefur fyrir löngu sannað ágæti sitt sem þýðandi og hún bregst ekki vonum manns að þessu sinni. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Fjodor Dostojevskí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.