Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN REYNIR
GUÐMUNDSSON
+ Kristján Reynir
' Guðmundsson
var fæddur í
Reykjavík 28. mars
1976. Hann lést á
Borgarspítalanum
24. nóvember síð-
astliðinn, aðeins 18
ára að aldri. For-
eldrar Kristjáns
eru Dóra Reyndal,
söngkennari, og
Guðmundur Guð-
mundsson, tölfræð-
ingur. Systur Krist-
jáns eru Edda og
Ragnheiður. Sam-
býlismaður Eddu er Alonso
Ramos, en Ragnheiðar Bjöm
Gunnlaugsson. Útför Kristjáns
verður gerð frá Háteigskirkju í
dag.
KRISTUR sagði: „Komið til mín,
allir þér, sem erfíðið og þunga eruð
hlaðnir og ég mun veita yður hvíld."
(Matt. 11:28.) Einnig minnumst við
orða Davíðs konungs sem sagði:
„Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta... Jafnvel þótt ég
fari um dimman dal, óttast ég ekk-
ert illt, því að þú ert hjá mér, sproti
þinn og stafur hugga mig.“ (Sálmur
23.) Og aftur orð Jesú, sem hann
sagði við lærisveina sína: „Eg lifí
og þér munið lifa." Það er gott að
geta leitað skjóls og huggunar í of-
angreindum trúarorðum og öðrum
slíkum, þegar þyrmir yfir mann við
fráfall vina sinna og ástvina. Þannig
fór ökkur hjónunum er okkur var
tilkynnt að vinur okkar, Kristján
Reynir Guðmundsson, væri látinn.
Við höfðum fylgst náið með líðan
Kristjáns frá því að hann varð fyrir
hjartastoppi í kennslustund í
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
héldum lengi í þá von að allt færi
á besta veg. En þrátt fyrir að allt
væri gert sem í mannlegu valdi stóð
tókst ekki að bjarga lífí Kristjáns.
Og nú verður okkur hugsað til
foreldra hans og systra. Það er
sárt að sjá á bak svo ungum og
elskulegum syni og bróður, og
harminn sem kveðinn er að þeim
við slíkan missi sefa ekki fátækleg,
mannleg orð.
Kristján fæddist með hjartagalla,
sem ekki reyndist unnt að bæta og
setti þetta mark sitt á hann í upp-
vextinum þótt lyfjagjafir hjálpuðu
nokkuð. En hann tók þessu vanda-
máli með furðanlegu jafnaðargeði
og oft undruðumst við úthald hans
og lífsgleði miðað við aðstæður.
Kristján var svo heppinn að eiga
góða foreldra og-systur sem sýndu
honum mikið ástríki og hvöttu hann
jafnframt með ráðum og dáð. Sér-
staklega var náið samband milli
hans og móður hans, sem var vakin
og sofín yfír velferð hans.
Áberandi þættir í skapferli þessa
hugljúfa og góða drengs voru ró-
semi og yfirvegun, og hefur það
án efa komið sér vel þegar and-
streymi og vandi steðjaði að í upp-
vextinum, eins og gerist og geng-
ur. En alltaf var þó grunnt á bros-
inu, hlýlegu og feimnislegu í senn,
sem yljaði um hjartaræturnar og
fylgir manni áfram. Kristján var
orðheppinn og hafði gott skopskyn
sem alltaf var í fyrrirúmi og gerði
honum kleift að eignast marga góða
og nána vini í hópi jafnaldra sinna.
Þar var því oft glatt á hjalla, hlátur
og kæti, - en nú tekur söknuðurinn
við.
Kristján hafði mikinn áhuga á
íþróttum, fylgdist með flestu sem
gerðist á því sviði og þekkti til
mikils Qölda erlendra og innlendra
afreksmanna. Þar var ekki komið
að tómum kofunum. Sérstaklega
var hann þó áhugasamur um knatt-
spyrnu, fór oft með föður sínum á
knattspymuleiki og tók sjálfur þátt
í fótbolta af hjartans lyst eftir því
sem tími og kraftar leyfðu.
Við sem þetta skrifum og nutum
oftlega samvista við Kristján í sum-
arleyfum með fjöl-
skyldu hans áttum það
til að taka áskomn
hans um fótboltaleiki
upp á svo sem tíu mörk!
Var þá oft handagang-
ur í öskjunni og löngu
gleymdar kúnstir rif-
jaðar upp svona eftir
bestu getu. Og mikið
glöddumst við í sumar
sem leið þegar Kristján
fékk boð frá systur
sinni og sambýlis-
manni hennar í Banda-
ríkjunum að koma
þangað, til að fylgjast
með heimsmeistarakeppninni í
knattspymu, og vera viðstaddur
sjálfan úrslitaleikinn í Los Angeles.
Varð ferð þessi honum til mikillar
gleði og uppfylling margra vona,
enda hafði hann frá mörgu að segja
í kjölfarið.
En nú er þessu stutta jarðlífí lok-
ið. Hann var einungis 18 ára þegar
yfír lauk. Og mann skortir orð.
Skortir skilning. Við erum minnt á
að skelfast ekki né hryggjast. Minnt
á fugla himinsins og liljur vallarins,
- og að láta hverjum degi nægja
sína þjáningu. Ef til vill er erfitt
að tileinka sér þennan fagra og
dýrlega boðskap meðan á sárasta
söknuðinum stendur. En reynum
samt.
Elsku Dóra, Guðmundur, Edda
og Ragnheiður, við biðjum góðan
Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Gunnhildur og Magnús O.
Schram.
Það dimmir í sál og kólnar í
kringum mann þegar tilkynnt er
um lát góðs vinar í blóma lífs síns.
Þegar Dóra vinkona mín hringdi
og sagði mér af veikindum Krist-
jáns varð skammdegið skyndilega
miklum mun dimmara. Þegar svo
andlátsfregnin barst var eins og
dagurinn hyrfí og það örlaði á reiði,
hvers vegna gat maður ekkert gert?
Þegar nú hugurinn hvarflar aftur
til liðinna samverustunda verður
allt svo bjart af tilhugsuninni einni
saman. Hver hefur ekki fundið þá
tilfinningu að við nærveru sumra
er eins og allt verði auðvelt og bjart
á meðan aðrir geta haft öfug áhrif?
Þegar Kristján var viðstaddur var
eins og allt yrði bjartara og hlýrra,
hnyttin tilsvör og skemmtilegar at-
hugasemdir kváðu við og Ioftið var
þrungið gleði og kátínu. Kristján
var sannarlega gleðigjafí og hafði
svo sterk áhrif á umhverfi sitt að
undrun sætti. Hann gekk að vísu
ekki alveg heill til skógar en manni
varð svo gjarnt að gleyma því þar
sem fjörið og tápið var slíkt. Það
eru manneskjur eins og Kristján
sem við þörfnumst í þessum heimi,
því nóg er af bölsýninni og svart-
nættinu. Nei, Kristján lifði lífinu
lifandi, það geislaði af honum hvar
sem hann fór og augun tindruðu
af kímni. Kristján átti stutta ævi,
já alltof stutta, en hann átti góða
ævi. Hann var hamingjusamt barn
umvafinn kærleika bæði foreldra
og systra. Hann átti skemmtilega
fjölskyldu sem lifði menningarlegu
og heilbrigðu lífi. Allt umhverfi
hans í foreldrahúsum var eins og
best verður á kosið fyrir barn að
alast upp í.
Á síðasta sumri fóru systir hans
og mágur með honum á heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu 'og
var það þvílík ævintýraferð fyrir
Kristján að hann var óþreytandi að
lýsa því sem þar bar fyrir augu.
Hann sýndi okkur myndabunkann
þegar hann kom úr ferðinni og það
hvarflaði að manni að margir jafn-
aldrar hans hefðu viljað vera í hans
sporum þá.
Það er erfítt að þurfa að kveðja
drenginn sinn í blóma lífsins en það
er þó huggnn harmi gegn að hafa
gefíð honum svo góða ævi sem raun
ber vitni. Við sendum Dóru, Guð-
mundi, Eddu og Ragnheiði innilegar
MINNINGAR
samúðarkveðjur okkar og sérstakar
kveðjur eru frá Eggerti Þór sem
átti svo margar skemmtilegar
stundir með Kristjáni. Blessuð sé
minning þessa hamingjusama
drengs.
Elín Sigurvinsdóttir,
Sigurður Eggertsson.
Minn kæri æskufélagi og vinur,
Kristján, er fallinn frá á 19. aldurs-
ári. Sláttumaðurinn slyngi hefur
enn einu sinni verið á ferð og óvæg-
inn í þetta skiptið eins og svo oft
áður. Kristján gekk ekki heill til
skógar, en það hvarflaði ekki að
okkur vinum hans að lífshlaup hans
yrði svo stutt. Þungur harmur er
kveðinn að öllum sem hann þekktu.
Ég minnist hans sem mjög lífs-
glaðs og skemmtilegs vinar. Alltaf
var svo stutt í spaugið og hláturinn
og hann var hrókur alls fagnaðar
í sínum vinahópi. Heima fyrir var
hann umvafinn ást foreldra sinna
og systra. Kristján hafði yndi af
ferðalögum og naut þess að ferðast
til annarra landa. Þannig kynntist
hann nýjum menningarheimum, nú
síðast í sumar þegar hann heim-
sótti eldri systur sína til Bandaríkj-
anna og dvaldi hjá henni í rúman
mánuð. Þar sem Kristján var gríð-
arlega mikill fótboltaáhugamaður
var ferðinni einnig heitið á heims-
meistarakeppnina í knattspyrnu í
Los Angeles og New York. Er heim
kom varð sú fótboltaveisla upp-
spretta að óborganlegum lýsingum
á því sem þar bar fyrir augu, því
frásagnargáfu hafði hann í ríkum
mæli.
Nú er Kristján lagður af stað í
aðra og lengri ferð og komið að
kveðjustund. Allar skemmtilegu
samverustundimar orðnar að ljúf-
um minningum. Foreldrum hans og
systrum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur. Ég þakka kærum vini
samfylgdina. Minningin um góðan
dreng lifir. „Þeir sem guðimir elska
deyja ungir.“
Eggert.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stnð.
(V. Briem.)
Æskuvinur minn Kristján Reynir
Guðmundsson er fallinn frá langt
um aldur fram. Það er mjög óraun-
verulegt að eiga ekki eftir að njóta
samvista við hann framar. Kristján,
eða Krissi eins og við vinir hans
kölluðum hann, var einstakur per-
sónuleiki frá fyrstu kynnum. Krissi
var kátur og ör í lund. Krissi lifði
svo sannarlega viðburðaríku lífi.
Honum lá alltaf á og stundum gat
hann verið óþolinmóður. Hann var
á vissan hátt dulur og flíkaði lítt
sínum innstu tilfinningum. í gegn-
um árin höfum við vinimir hist
reglulega. Ég, Krissi, Eggert, Ægir
og Jón Ari. Við Eggert vomm ná-
grannar hans. Hann á Háteigsvegi
og við Eggert á Flókagötu. Því var
samgangur meiri. Krissi stundaði
nám við Menntaskólann í Hamra-
hlíð. Við reyndum að hittast eins
oft og tækifæri gáfust. Krissi átti
alveg einstaklega góða og skiln-
ingsríka foreldra sem vildu allt fyr-
ir hann gera. Við áttum mörg kvöld
heima hjá honum. Oft var pöntuð
pítsa og jafnvel spóla leigð. Krissi
átti hugmyndina að því að borða
úti alltaf þegar föstudag bar upp á
13. dag mánaðar. Þá var nú glatt
á hjalla. Oft spiluðum við fótbolta
úti á Miklatúni. Við fórum einnig
oft á völlinn á knattspyrnuleiki.
Krissi hafði gífurlega mikinn
áhuga á handbolta og fótbolta. í
sumar rættist draumur hans. Hann
komst á úrslitaleik heimsmeistara-
keppninnar í knattspymu í Banda-
ríkjunum. Edda systir hans býr í
New York ásamt sínum manni. Það
var mágur hans sem vann tvo miða
og bauð honum með. Það hefði
ekkert getað stöðvað hann í að fara
þessa ferð. Hann sat í bestu sætum
og allur aðbúnaður var eins og best
varð á kosið. Hann sendi mér mjög
skemmtilegt póstkort. Kortið var
mjög stórt og framan á því er mynd
af tveimur hundum. Svo spurði
hann hvernig hundurinn minn hann
Brúsi hefði það og hvort hann væri
ekki orðinn ástfanginn af kortinu.
Síðan lýsti hann öllu í kringum sig
af mikilli list. Sagðist vakna við
hanagal á morgnana. Honum þótti
einstaklega gott að vera í spænsku-
mælandi hverfi, enda var spænska
hans uppáhaldsnámsgrein. Það var
svo í Menntaskólanum í Hamrahlíð,
í spænskutíma, sem hann veiktist'.
Hann komst aldrei til meðvitundar.
Ég mun aldrei gleyma því hve mér
varð mikið um það. Við vinir hans
fengum að sjá hann á Landspítalan-
um 23. nóvember. Hann lést svo
síðar um nóttina. Ég kveð minn
kæra vin með miklum söknuði. Ég
votta foreldrum hans Dóru og Guð-
mundi, systrum hans Ragnheiði og
Eddu og fjölskyldum þeirra mína
innilegustu samúð. Blessuð sé
minning Kristjáns.
Oddur Ingimarsson.
Innan veggja skóla lifa og starfa
saman nemendur og kennarar og
þar verða til vináttubönd sem mörg
halda löngu eftir að skólavist lýk-
ur. Það er að vonum þungbært fyr-
ir samfélag skólans þegar ungur
nemandi fellur frá.
Menntaskólinn við Hamrahlíð
kveður í dag Kristján Reyni Guð-
mundsson, sem lést 17. nóvember.
Á stuttri vist sinni hér í skóla náði
hann að tengjast mörgum sem
sakna nú skólabróður eða nemanda
og góðs vinar.
Foreldrum Kristjáns, systrum
hans og öðrum ástvinum flyt ég,
fyrir hönd nemenda, kennara og
annars starfsliðs í Menntaskólanum
við Hamrahlíð, innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Krist-
jáns Reyms Guðmundssonar.
Örnólfur Thorlacius.
Það sló þögn á nemendur
Menntaskólans við Hamrahlíð er
rektor tilkynnti fráfall Kristjáns
fímmtudagsmorguninn 24. nóvem-
ber. Kristján hafði fengið áfall í
skólanum stuttu áður og ekki náð
sér eftir það. Hann hafði átt við
hjartagalla að stríða en vildi aldrei
um það ræða, kaus að það yrði
komið eins fram við hann og aðra
nemendur skólans.
Fyrst man ég eftir Kristjáni þeg-
ar við vorum í Æfíngaskóla KHI.
Ég þekkti hann lítið persónuíega
en þama fór glaðlyndur strákur,
félagslyndur og ögn stríðinn. Á fót-
boltavellinum kunni hann vel við
sig og sást þar ósjaldan við knattæf-
ingar. Eftir samræmdu prófín lá svo
leiðin upp í MH, Kristján var einn
af fáum úr sínum árgangi sem valdi
þá leiðina. Hann hélt í gamla vina-
hópinn og kynntist mörgum skóla-
félögum sem nú sakna hans sárt.
Þó skólinn sé stór og fjölmennur
er skarð rofíð í raðir nemenda við
fráfall Kristjáns.
Fyrir hönd nemendafélagsins
votta ég aðstandendum, ættingjum
og vinum dýpstu samúð. Minningin
lifír um góðan dreng.
Tjörvi Bjarnason,
forseti NFMH.
Við kynntumst öll í haust, svo
sundurleitur hópur. Fyrst í stað rík-
ir oftast eilítil tortryggni á meðan
fólk er að læra hvert á annað, ekki
síst kröfuharðan kennarann. En
ekki í þetta sinn. Við mættum létt
í skapi í spænskutímana því í þess-
um hópi var drengur sem alltaf
mætti með bros á vör og sérlega
hlýtt viðmót. Fyrir hann var aldrei
neitt mál að leysa úr spurningum.
Það gerði hann af slíkri ánægju að
við smituðumst öll. Það varð svo
gaman í tímunum að við hlökkuðum
mest til þessara tíma. Það var Krist-
jáni að þakka. Hann bræddi okkur
saman, þetta ólíka fólk, gerði okkur
að sérstökum hópi. Þessum hópi
sem í dag syrgir hann ákaft, en
gleðst yfir því að hafa fengið að
fylgja honum síðasta spölinn. Þá
sungum við á spænsku um verk þau
sem vinna þarf á hverjum degi. Við
munum vinna þau og Kristján mun
vera með okkur í þeim. Við erum
hans hópur. Alltaf. Kristján, þér
gleymum við ekki. Við þökkum þér
hlýjuna og gleðina sem alltaf fylgdi
þér og sem þú gafst okkur.
Ættingjum og vinum færum við
okkar einlægustu samúðarkveðjur.
Guðrún H. Tulinius og nem-
endur i spænsku 103, Mennta-
skólanum við Hamrahlíð.
Kristján Reynir Guðmundsson
var nemandi í Æfíngaskóla Kenn-
araháskóla íslands á árunum
1982-1992.
Nú þegar Kristján er allur koma
eftirfarandi minningarbrot í huga
okkar, starfsmanna skólans.
„Ég hef skýra mynd af Kristjáni
þegar hann var sex, sjö og átta ára
gamall. Hann var alltaf upplits-
djarfur, glaðlegur og fjörmikill
strákur, skýr í hugsun og áhuga-
samur um það sem fram fór í kring-
um hann, það fylgdi honum alltaf.
Hann var vinamargur og á þessum
árum háði það honum ekki í félags-
skap að hann var alltaf minnstur
af öllum í bekknum. Hugurinn bar
hann oftast hátt, það kom ekki síst
fram í því að hann kunni sér ekki
alltaf hóf í tápmiklum leikjum á
skólalóðinni eða í íþróttum. Mér er
minnisstætt hvað honum fannst það
súrt í broti þegar það varð að gera
honum grein fyrir því, að hann
þyrfti að gæta sín í íþróttum og úti
í leikjum. Hann mátti ekki hlaupa
um of og ærslast líkt og jafnaldr-
arnir gátu gert.
Kristján hafði ákveðnar skoðanir
og hann var iðinn við námið. Það
er skemmtileg minning sem kemur
í hugann þegar hann var sjö ára
að byrja að læra að lesa. Ég var
eitthvað að tala við hann um heima-
lestur og hvetja hann til þess að
lesa heima og spyr hann á þessa
leið: „Heldurðu að þú getir ekki
gert það fyrir morgundaginn?“
Kristján stóð við hliðina á mér, leit
á mig stórum skýrum augum, sneri
sér á hæl og svaraði: „Ég get athug-
að það.““
„Þegar ég kom í skólann þá var
hann níu ára, mjög smávaxinn og
mér er sérstaklega minnisstætt
hvað hann var duglegur úti í fót-
bolta. Hann hafði mikið keppnis-
skap.“
„Það var einkennandi fyrir Krist-
ján hvað hann var glaðlyndur og
hress. Alltaf tilbúinn að taka þátt
í öllu og vildi alltáf vera með þó
að stundum væri það full erfitt fyr-
ir hann.
Kristján var ljómandi námsmað-
ur, svolítið trassafenginn en tók
alltaf vel í það sem hann var beðinn
um. Hann dreif í hlutunum, stund-
um á síðustu stundu, virtist ekki
hafa tíma. Maður hugsaði lítið um
fötlun hans af því að hann var allt-
af með. Það var helst á foreldra-
fundum sem hún rifjaðist upp og
þá áttaði maður sig á því hvað hún
hlaut að vera honum erfið. Hann
gerði í raun og veru miklu meira
en hann mátti gera.
Honum sárnaði stundum mikið
því að hann var stríðinn og lenti í
útistöðum við félaga sína sem tóku
á móti. Þetta virtist samt ekki rista
mjög djúpt og hann var sáttur inn-
an hópsins og fljótur að jafna sig.
Nemendahópurinn samanstóð af
stórum hópi stráka sem var svolítið
erfíður en það var gaman að vinna
með þeim. Kristján var einn af þeim
sem alltaf var jákvæður, ekki til
nein fýla í honum.
Hann virtist ekki vilja láta taka
neitt sérstakt tillit til sín, hann vildi
vera eins og hinir og tókst það með
ágætum."
„Hann var fullur af lífsorku þrátt
fyrir öll veikindin. Ég man eftir
honum svo rjóðum í kinnum, með