Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kolrassa
vekur áhuga
útlendinga
Samið um sölu á 50.000 laxaseiðum
Seiði ogþekk-
ingtilltalíu
Morgunblaðið/Sverrir
FLUTNINGURINN undirbúinn. Frá vinstri Erling Bang, starfs-
maður Njörva, Guðmundur Bang, framkvæmdastjóri, og Vignir
Stefánsson starfsmaður Njörva.
LAXINN hf. hefur samið við belg-
ískt dreifingarfyrirtæki um sölu á
50.000 laxaseiðum frá fiskeldisstöð-
inni Njörva hf. Laxaseiðunum var
skipað út í Brúarfoss til Hamborgar
á miðvikudag. Þaðan fara þau land-
leiðina alla leið til Mílanó á Ítalíu.
Þrír íslendingar, Ólafur Skúlason,
framkvæmdastjóri Laxins, Rúnar
Sólberg flutningsstjóri og Guð-
mundur Bang framkvæmdastjóri
Njörva, verða með í för og veitir
Ólafur nýjum eigendum á Ítalíu
upplýsingar um nauðsynlegan að-
búnað seiðanna. ítalir hafi hingað
til ekki alið lax. íslensku seiðin eru
10 til 18 g að þyngd og greiðir
belgíska fyrirtækið viðunandi verð
að sögn Ólafs.
Ólafur sagði að samið hefði verið
um söluna við belgíska dreifíngar-
fyrirtækið fyrir milligöngu Silvereup
í Danmörku, eins stærsta fískafóð-
urfyrirtækis í Evrópu. Belg'ska fyr-
irtækið væri eitt stærsta dreifíngar-
fyrirtækið á laxfiskum í Evrópu og
hefði mjög góð samband á því sviði.
Viðskiptin eru þau fyrstu milli Lax-
ins og fyrirtækisins á sviði laxeldis
og er um nokkurs konar tilraun að
ræða. Ekki hefur áður verið farin
jafn löng“sjóleið, fímm daga, með
lifandi seiðin en líkur á að þau drep-
ist eru taldar hverfandi. Viðræður
standa yfír milli aðila um frekari
viðskipti.
Inn á stóran markað
Ólafur sagði að með viðskiptunum
væri verið að fara inn á nýjan og
mjög stóran markað í Evrópu. Arlega
væru framleidd um 150.000 tonn af
laxfískum í Evrópu, t.d. Danmörku,
Frakklandi, Spáni, Ítalíu og Bret-
landi, og ítalir framleiddu einir um
40.000 tonn af silungi. Viðtakandi
seiðanna á Ítalíu framleiddi um 5.000
tonn af silungi á hvetju ári. Hvað
íslenska laxinn varðaði sagði Ólafur
að hann hefði stundum verið gagn-
rýndur fyrir að verða snemma kyn-
þroska og ekki nógu stór. Hann virt-
ist hins vegar henta afar vel á Ítalíu
þar sem hann yrði ’áðeins alinn upp
í eitt kíló í samræmi við neytenda-
markað þar í landi. Hér á landi er
sláturlax alinn upp í að minnsta
kosti tvö kg. Jafnframt minnti Ólaf-
ur á að mikilvægur kostur íslenska
laxins væri að hann væri laus við
sjúkdóma. Eins og áður segir er Ólaf-
ur einn þriggja sem fylgir sending-
unni til Italíu. Hann dvelur í Mílanó
í tvær vikur.
HLJÓMSVEITIN Kolrássa krók-
ríðandi, sem sendi frá sér sína
aðra breiðskífu fyrir skemmstu,
hefur vakið forvitni erlendra út-
gáfufyrirtækja, sem hafa lýst
áhuga á að fræðast frekar um
hljómsveitina. Þannig er staddur
hér á landi útsendari bandarisks
stórfyrirtækis, sem kemur hingað
gagngert til að sjá hljónisveitina
á tónleikum.
Kolrassa krókríðandi er hljóin-
sveit úr Keflavík skipuð fjórum
stúlkum og einum pilti. Umboðs-
maður hyómsveitarinnar, Hulda
Geirsdóttir, segir að heimsókn út-
sendarans hingað nú sé afrakstur
mikillar vinnu vina og velunnara
hljómsveitarinnar ytra. Hulda seg-
ir að miðlungsstór bresk útgáfu-
fyrirtæki hafi einnig sýnt hljóm-
sveitinni áhuga, en One Little Indi-
an útgáfan hefur gert samning við
Smekkleysu s.m. hf. um dreifingu
á plötunni þar í landi. „Við gerum
okkur engar grillur um að heims-
frægðin sé á næsta leiti,“ segir
Hulda, „en það er um að gera að
nýta þennan áhuga.“
Bláfjallanefnd reki lyftur
í Skálafelli og Hamragili
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð (ÍTR)
hefur farið þess á leit við Bláfjalla-
nefnd að nefndin taki að sér rekst-
ur á skíðalyftum í Skálafelli og
Hamragili. Segir Kristján Bene-
diktsson, formaður Bláfjallanefnd-
ar, ástæðuna þá að hagkvæmara
þyki að nefndin og starfsmenn
hennar sjái um öll skíðasvæði í
grennd við höfuðborgina. Munu
félögin sjá um rekstur skála á
svæðinu áfram að hans sögn.
Sveitarfélög á Reykjanesskaga,
Ölfushreppur og Reykjavík reka
saman Bláfjallasvæðið en sum
skíðafélögin eiga skála þas- sem
þau reka sjálf að sögn Kristjáns.
Hann segir einnig að íþrótta- og
tómstundaráð hafi tekið við
rekstrinum á skíðasvæði KR í
Skálafelh pg skíðasvæði ÍR og
Víkings á Hengilsvæðinu fyrir
nokkru síðan að beiðni íþróttafé-
laganna en nú þyki eðlilegra að
setja starfsemina undir einn hatt.
Betri nýting á tækjum
„ÍTR er með íþróttamannvirki
og alla íþróttastarfsemi í borginni
á sínum vegum og Bláfjallanefnd
er með svo stóran hluta af rekstri
skíðasvæðanna að okkur finnst
eðlilegt að rekstrarstjóri Bláfjalla-
nefndar stjórni öllum svæðunum.
Það getur líka verið hagkvæmt
og má nefna ýmis tæki í sam-
bandi við lyfturnar, sem væri þá
hægt að samnýta betur, eins og
til dæmis troðara og mannskap.
Stundum er ófært í Skátafelli en
gott í Bláfjöllum o.s.frv. og þá
höfum við ekkert að gera með
mannskap í Skálafelli,“ segir
Kristján.
Hann segir einnig að tveir full-
trúar hafi verið valdir úr Bláfjalla-
nefnd til þess að ræða við ÍTR,
það er Hildur Jónsdóttir fulltrúi
Seltjarnarness og hann sjálfur, og
verði beiðni ráðsins rædd á næstu
dögum.
Æm.** v 1
[ \
|L Jft a ■
Menningarsjóður útvarpsstöðva skuldar fjármálaráðuneyti 195 milljónir
Ágreiningur um
heildarkostnað
af Sinfóníunni
Ekki lítur út fyrir að úthlutað verði úr
Menningarsjóði útvarpsstöðva þótt auglýst
hafí verið eftir umsóknum í sumar.
Helga Kristín Einarsdóttir leitaði
upplýsinga um framvindu málsins.
í MORGUNBLAÐINU á þriðjudag
birtist opið bréf til menntamálaráð-
herra þar sem þess er krafíst að
framlög verði veitt úr Menningar-
sjóði eins og lög gera ráð fyrir.
Miðað er við úthlutanir tvisvar á
ári og kemur fram að engin fram-
lög hafi verið veitt á þessu ári og
aðeins úthlutað einu sinni árið
1993. Auglýst var eftir umsóknum
í sumar og sóttu 190 um framlag
úr sjóðnum. Vilja dagskrárgerðar-
menn benda á að starfsemi sjóðsins
verði að vera samfelld ef hann eigi
að gegna hlutverki sínu og skorað
á ráðherra að tryggja framleiðslu
á innlendu dagskrárefni lögum
samkvæmt.
Ólafur G. Einarsson mennta-
málaráðherra segir að ekki sé hægt
að úthluta úr tómum sjóði, fyrri
stjórnir hafi ekki skorið niður fram-
lög til samræmis við útgjöld vegna
Sinfóníuhljómsveitar íslands og nú
sé hann uppurinn vegna umfram-
eyðslu fyrri ára. En samkvæmt
upplýsingum úr fjármálaráðuneyt-
inu hefur Menningarsjóður safnað
um 195 milljóna króna skuld við
ríkissjóð vegna mismunandi
túlkunar sjóðsstjórnar og fjármála-
ráðuneytis á kostnaði sem sjóðnum
er skylt að bera af rekstri Sinfó-
níunnar og eldri loforða um úthlut-
anir.
Eiga 120 milljónir
„Þetta hefðu menn átt að vita
áður en þeir auglýstu. Það eru til
peningar upp á 120 milljónir í
sjóðnum en þeim peningum hefur
ekki verið úthlutað vegna þess að
menn hafa gert sér ljósa skylduna
til þess að borga þær skuldir sem
hefur verið stofnað til við ríkis-
sjóð,“ segir Ólafur. „Sinfóníuhljóm-
sveitin er fjármögnuð að hluta til
með framlögum úr Menningarsjóði
og fjármálaráðuneytið hefur greitt
Sinfóníunni eins og hún hefur átt
kröfu til samkvæmt þessum lögum
en ekki innheimt hjá Menningar-
sjóði útvarpsstöðva. Ég hef beitt
mér fyrir því að ná samkomulagi
við fjármálaráðuneytið að gera
þessi mál upp og það verður ein-
faldlega gert núna. Hvort skuldin
þarf öll að greiðast er mál sem við
erum er.n að semja um. Mér fínnst
alveg eins skynsamlegt að greiða
þetta í eitt skipti fyrir öll og láta
ekki gerast oftar að ekkert sé
greitt," segir hann.
Aðspurður í hvaða tilgangi fyrri
stjórnir hafí látið hjá líða að greiða
fjármálaráðuneytinu sagði Olafur:
„Þeir gera það kannski í þeim til-
gangi að verða við fleiri umsóknum
en fjárhagur leyfði það ekki. Það
er auðvitað ekki gott og ég get
ekki afsakað það. En það er ekki
núverandi stjórn sem hefur stofnað
til þeirra skulda.“
Hafa fengið allt fé
sjóðsins til þessa
Aðspurður af hveiju hafi verið
auglýst eftir umsóknum fyrst
skuldastaða sjóðsins er með þess-
um hætti sagði hann: „Ég skal
ekki segja en í frumvarpi til út-
varpslaga sem lagt var fram á síð-
asta þingi lagði ég til að Menning-
arsjóður yrði lagður niður í núver-
andi mynd en atofnaður sérstakur
dagskrárgerðarsjóður. Lögin hafa
ekki tekið gildi og ekki er búið að
leggja Menningarsjóð niður. Hann
er einfaldlega tómur. En ég legg
áherslu á það að kvikmyndagerðar-
menn og dagskrárgerðarmenn sem
telja hagsmunum sínum ógnað
hafa fengið allt fé sjóðsins til þessa.
Að vísu hefði það mátt vera minna
og jafnara en þeir geta ekki verið
með kröfugerð um úthlutun sem
þýðir að ekki verði borgaðar skuld-
ir.“
- En er ekki klaufalegt að aug-
lýsa eftir umsóknum samt sem
áður eins og allt sé með felldu?
„Jú, það má segja að fara hefði
mátt varlegar en afsökun stjórnar
sjóðsins er vafalaust þessi, að ekki
var búið að semja um þesga skuld.
{ útvarpslagafrumvarpinu var
ákvæði um það að skuld Menning-
arsjóðs yrði felld niður sem fjár-
málaráðuneytið samþykkti aldrei,"
segir Ólafur loks og bætir við að
gengið verði frá samningi milli
ráðuneytanna á næstu dögum.
Mismunandi túlkun
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra vildi ekki tjá sig um málið í
samtali við Morgunblaðið og sagði
að um væri að ræða málefni sem
heyrði undir menntamálaráðuneyt-
ið. Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu er skuld Menn-
ingarsjóðs til komin vegna mismun-
andi túlkunar á heildarkostnaði
vegna Sinfóníunnar. í lögum segir
að sjóðnum beri að greiða 25% af
rekstrarkostnaði hljómsveitarinn-
ar, sem fjármálaráðuneytið hefur
túlkað sem fjórðung af heildarút-
gjöldum en sjóðsstjórnir fyrri ára
sem 25% af árlegri fjárveitingu rík-
isins til Sinfóníuhljómsveitarinnar.
Hafi greiðsluhlutfall Menningar-
sjóðs verið reiknað hjá fjármála-
ráðuneytinu sem 25% hlutfall af
færslu í ríkisreikningi yfír heildar-
kostnað vegna reksturs Sinfóníunn-
ar ár hvert. Stjómir Menningarsjóðs
hafi talið sig skulda 25% af fram-
lagi til hljómsveilarinnar á fjárlög-
um sem ekki sé hægt því ríkissjóði
beri einungis að greiða 56% af
kostnaði vegna hljómsveitarinnar.
Fjármálaráðuneytið hafi ekki getað
fallist á túlkun Menningarsjóðs og
því farið fram á greiðslu skuldarinn-
ar sem farið hafi hækkandi ár frá
ári. Ekki hafi verið farið fram á að
skuldin yrði greidd í einu lagi, ein-
ungis að samið yrði um borgun og
fundin lausn á greiðsluhlutfalli
sjóðsins til frambúðar.