Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona kristaltært hefur maður nú aldrei séð fyrr, strákar. Ef ekki væri þessi gullni blær gæti þetta verið beint úr Gvendarbrunni. Verðlaun fyrir rannsóknir á meðgöngueitrun Morgunblaðið/Þorkell REYNIR Arngrímsson tekur við Hvatn- ingarverðlaununum úr hendi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Til hægri er Sigmundur Guðbjarnason. REYNIR Arngrímsson, sérfræð- ingur í læknisfræðilegri erfða- fræði, hlaut á miðvikudag Hvatn- ingarverðlaun Rannsóknarráðs ís- lands 1994 fyrir brautryðjenda- starf í rannsóknum á svokallaðri meðgöngueitrun, sem er algengt þungunarvandamál og oft alvar-* legt. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, afhenti verðlaunin í Háskólabíói á fyrsta ársfundi ný- stofnaðs Rannsóknarráðs íslands. Verðlaunin eru peningaupphæð sem í ár eru 1,8 milljónir króna ásamt heiðursskjali. Hvatningarverðlaun Rannsókn- arráðs eru veitt vísindamanni und- ir 40 ára aldri sem þykir skara fram úr og skapa væntingar um framlag til þess að „styrkja stoðir menningar og atvinnulífs". Reynir hefur með rannsóknum sínum á íslenskum fjölskyldum sýnt fram á að meðgöngueitrun tengist erfðum og jafnframt hefur hann uppgötvað hvaða erfðaberar stýra framleiðslu á því hormóni sem eykur líkur á þessum sjúk- dómi. I rannsóknum sínum síðustu 5 ár hefur Reynir myndað stóran fjölþjóðlegan rannsóknahóp ástr- alskra, franskra, íslenskra og sko- skra vísindamanna. Hann hefur birt „óvenjulegan fjölda vísindarit- gerðá þar sem hann er aðalhöfundur" að sögn Rannsóknarráðs og honum og samstarfs- mönnum hans hefur verið boðið að halda er- indi á fjölsóttum al- þjóðaþingum. Reynir er fæddur 24. janúar 1959 og lauk prófí í læknisfræði frá Háskóla íslands árið 1986. Hann starfaði sem læknir við Fjórð- ungssjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akureyri og víðar 1986- 1988 og við fæðingar- og kvennadeild Landsspítalans 1988- 1990. Síðan þá hefur hann starfað hjá Duncan Guthrie Institute, sem er deild í læknis- fræðilegri erfðafræði við Glasgow- háskóla í Skotlandi. Reynir er kvæntur Þorbjörgu Hólmgeirsdóttur og eiga þau tvo syni. Formaður einkavæðingamefndar Sala á ríkisfyrirtækjum skilaði 1.905 milljónum króna HREINN Loftsson, formaður Framkvæmdanefndar um einka- væðingu, er ósammála mati Ríkis- endurskoðunar á að sala ríkisfyrir- tækja á árunum 1991-1994 hafi skilað ríkissjóði liðlega 800 millj. kr. tekjum Hreinn segir að heildartekjur af sölu ríkisins á fyrirtækjum og eignum vegna einkavæðingar nemi um 1.905 millj. kr. Meðtalið sé söluverðmæti eigna Ríkisskips og Menningarsjóðs auk sölu Lyfja- verslunar Islands. Hreinn segir að Ríkisendurskoð- un dragi frá skuldir sem jafnað sé út t.d. vegna SR-mjöls hf., Ríkis- skipa, Menningarsjóðs og e.t.v. fleiri aðila. Hins vegar gleymi Ríkisendurskoðun að bæta við þeim spamaði sem ríkið hefði í framtíð- inni með því að losna undan ábyrgð á viðkomandi rekstri og bendir Hreinn í því sambandi á að skuldir og greiðslur með rekstri Sfldar- verksmiðja ríkisins og Ríkisskipa hafí verið þungur baggi á skatt- greiðendum. Einnig gagmýnir hann Ríkisendurskoðun fyrir að fjalla lítið um áunnar lífeyrisskuld- bindingar starfsmanna fyrirtækja sem hafa verið einkavædd sem rík- ið sé í ábyrgð fyrir. Samband hljómplötuframleidenda Taka höndum saman um Plötutíðindi Hljómplötuframleið- endur í Sambandi hljómplötufram- leiðendá hafa tekið höndum saman um útgáfu Piötutíð- inda^ fyrir jólin. Plötutíðindi er cfreifirit með upplýsing- um um nýútkomna íslenska tónlist. Kynntir eru um 100 titlar mpð á annað þúsund lögum. Ýmsargerðirtónlist- ar koma við sögu í Plötutíð- indunum, gamalt og nýtt, og staðhæfir Gunnar Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Sambands hljómplötu- framleiðenda, að allir tón- listarunnendui' geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hann segir að framleið- endur vilji með þeirri nýjung sem felist í Plötutíðindum sýna samstöðu og veita kaupendum um leið allar nauðsynlegar upplýsingar um ný- útkomna íslenska tónlist á einum stað. „Með Plötutíðindum fá neyt- endur gott yfirlit yfir allar þær tegundir tóniistar sem gefnar eru út fyrir jólin svo sem popptónlist, klassíska tónlist, eldri dægurlög, djass og þjóðlagatónlist. Börnin gleymast heldur ekki því sagt er frá nýútkomnu íslensku barnaefni. Upplýsingarnar ná til um 100 titla, gerð er grein fyrir flytjendum, gefið upp nafn útgefanda og verð,“ segir Gunnar. Hann segist ekki vera viss um að allir átti sig á mikilvægi þess að velja íslenska tónlist. En með því styðji þeir við bakið á tónlistar- iðnaðinum í heild: íslenskum höf- unum, flytjendum og framleiðend- um. „Við þurfum ekki síst á því að halda núna þegar yfir okkur er að flæða mikil erlend sam- keppni. Ef við stöndum við bakið á okkar fólki getum við kannski frekar vonast til að það geti stað- ið sig á stærri mörkuðum á er- lendri grund. Þar með skilar kaup- andinn peningum í þjóðarbúið. Eg held að menn þurfi líka að hafa þetta í huga þegar þeir fara inn í hljómplötubúð.“ - Hvernig verður hægt að nálg- ast Plötutíðindin? „Ég held að það ætti ekki að vera erfitt. Við stefnum að því að Plötutíðindi fari inn á --------- flest heimili í landinu og erum einmitt að dreifa þeim út um allt land um þessar mund- ir.“ Gunnar Guðmundsson ►Gunnar Guðmundsson er fæddur 30. janúar 19531 Reylqavík. Gunnar varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972 og lög- fræðingur frá lagadeild Há- skóla íslands árið 1977. Hann hefur verið lögmaður og fram- kvæmdasljóri hljómplötufram- leiðenda frá árinu 1980. Jafn- framt er hann framkvæmda- sljóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Gunnar er kvæntur Sigrúnu Einarsdóttur og eiga þau fjög- ur börn. Stefnir í met- sölu á hljóm- plötum - Nú hefur því verið haldið fram að kostnaður við framleiðslu geisladiska sé aðeins lítið brot af endanlegu söluverði. Hvað segir þú um þá staðhæfingu? „Kostnaðarverð á geisladiskum er mismunandi og raunar jafn mismunandi og þeir eru margir. Það fer eftir því hversu Iengi er verið í hljóðveri, hversu mikið er: irspurnin eftir þeim hefur sífellt hljómplötunnar, til dæmis í sam- anburði við bókina? „Staða hljómplötunnar er mjög góð. Hún er gjöf við allra hæfi á viðráðanlegu verði og má í því sambandi geta þess að fyrir tíu árum var svipað verð á nýjum hljómplötum og bókum. Nú er hins vegar töluverður mismunur á þessu tvennu hljómplötunni í hag og hefur verð á henni staðið í stað undanfarin tvö ár. Salan hefur líka verið að aukast, sérstaklega á ís- lensku efni. Ég get nefnt sem dæmi að það sem af er árinu hafa selst 151.770 eintök og líklega á sú tala allt að því eftir að tvöfaldast fyrir árs- lok. Mér sýnist margt benda til að metár verði í sölu hljóm- piatna fyrir jólin.“ - Hvers konar tónlist heldur þú að verði vinsælustu nú um jólin? „Smám saman hefur breiddin í útgáfunni verið að aukast. Áður var kannski fyrst og fremst verið að hugsa um það léttara, poppið, sem seldist mest. Nú síðustu árin hefur athyglin færist yfir á annað. Ekki síst með endurútgáfum. Eft- lagt í umslagið, hve háar fjárhæð- ir eru greiddar til flytjenda og höfunda verkanna svo eitthvað sé nefnt. Einníg má benda á að hinn fasti kostnaður við gerð hljómplötu er sá sami hvort sem platan er framleidd á íslandi eða erlendis og þarf því hlutfallslega meiri sölu á íslandi til að endar nái saman í kostnaði. Annars er verð á hljóm- plötum líka fjölbreytt og ætti að vera við allra hæfi. Ég gæti nefnt verð allt frá rúmum 800 krónum upp í ti! dæmis 2.190 krónur fyrir nýtt íslenskt efni fyrir jólin." - Hver er samkeppnisstaða verið að aukast og töluvert af endurútgefnu efni verður gefið út fyrir þessi jól. Almenningur vill fá gömlu lögin í endingargóðum bún- ingi. Auðvitað er tvennt ólíkt að hlusta á gömlu vínilplöturnar og geislaplöturnar. Jafnframt hafa upptökur verið endurbættar." - Hver heldur þú að verði sölu- hæsti diskurinn í ár. „Sem framkvæmdastjóri Sam- bands hljómplötuframleiðenda get ég auðvitað ekki svarað því. En auðvitað vita menn svona almennt hverjir eru vinsælastir og selja mest,“ sagði Gunnar að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.