Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDACUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FRÁ samsöng kóra í Perlunni 1993. Kóramót bama og unglinga í Perlunni KÓRAMÓT verður haldið í Perl- unni tvær helgar í desember. Hátt í tvö þúsund manns munu syngja á mótinu. Dagana 3. og 4. desember syngja um eitt þús- und börn frá 24 kórum og dag- ana 10. og 11. desember syngja kórar fullorðinna og eru þar á meðal kirkjukórar, starfsmanna- kórar og kórar eldri borgara. Þetta er annað árið í röð sem Perlan býður upp á kóramót sem þetta. Eftirfarandi kórar koma fram: Laugardagur 3. desember Kl. 14. Barnakór Kársnesskóla litli kór, Barnakór Fríkirkjunnar Hafnarfirði, Skólakór Garðaa- bæjar eldri deild, Skólakór Garðabæjar yngri deild, Barna- kór Árbæjarsóknar yngri deild, Barnakór Árbæjarsóknar eldri deild og Kór Grandaskóla. Kl. 15.30. Skólakór Grunnskól- ans Þorlákshöfn, Unglingakór Grundaskóla, Barnakór Akranes, Barnakór Borgarnes yngri kór, Barnakór Borgarnes eldri kór og Unglingakór Selfosskirkju. Sunnudagur 4. desember Kór Hólabrekkuskóla, Skóla- kór Víðistaðaskóla, Barnakór Olduselsskóla, Kór Hvaleyrar- skóla, Kór Smáraskóla og Kór Snælandsskóla. Kl. 15.30. Kór Digranesskóla, Kór Setbergsskóla, Kór Lang- holtsskóla, Barnakór Varmár- skóla og Barnakór Kársnesskóla. Aðgangur að mótinu er ókeypis. SIEMENS BOSCH Aðyentutilboð! r^/6lunum fylgir bakstur, þrif og uppþvottur. Við viljum létta þér störfin og bjóðum því þessi fjögur gæða-heimilistæki frá Siemens og Bosch á sérstöku tilboðsverði. HB 34520FN Fjölvirkur Siemens baksturofn. Yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæðí hvert sem litið er. Og verðið er einstakt. Tilboðsverð kr. 49.900 stgr. Ryksuga Fjölhæf Bosch hrærivél sem gegnir dyggu hlutverki á mörg þúsund íslenskum heimílum. Líklega mest selda hrærivélin á Islandi undanfarin ár. Blandari, hakkavél og grænmetis- kvörn fylgja með. Og verðið slær enginn út. Tilboðsverð kr. 17.900 stgr. Uppþvottavél Létt og lipur Siemens ryksuga sem auðveldar þér að halda híbýlunum hreinum. 1200 W, sjálfinndregin snúra, fylgihlutir geymdir í vél, hleðsluljós. Og þær gerast vart ódýrari. Tilboðsverð kr. 12.900 stgr. SN 333Ö6SD Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Og llttu á verðið. Tilboðsverð kr. 59.900 stgr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður. Rafstofan Hvítárskála • Hellissandun Blómsturvellir ■ Grundarfjörðun Guöni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík • Búðardalur Ásubúö • Isafjörður Póllinn • Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur Rafsjá • Siglufjörður Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga ■ Selfoss: Árvirkínn • Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiði "1 SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 628300 Viljirðu endingu og gæði -jj velurðu Siemens Fyrir verð- andi foreldra BÆKUR Læknisfræði AÐ EIGNAST BARN eftir Miriam Stoppard. Guðsteinn Þengilsson þýddi. Forlagið, 1994. Prentuð í Bretlandi, umbrot Oddi. MIRIAM Stoppard er óneitanlega afkastamikill höfundur, en hún er læknir að mennt og vel þekkt í sínu heimalandi, Bretlandi. Nafnið Stopp- ard kemur einnig mörgum kunnug- lega fyrir sjónir af öðrum ástæðum, en það er vegna frægðar eiginmanns hennar, Toms Stoppards, sem er leik- ritahöfundur. Mér sýnist að Miriam Stoppard hafi fundið formúlu til að verða metsöluhöfundur. Segja má að útlit bókarinnar sé óaðfinnanlegt. Mikið er til útgáfunnar vandað. Sér- staklega þykja mér myndirnar falleg- ar, og höfundur setur textann fram af nærgætni og á jákvæðan, hvetj- andi hátt. Hins vegar sýna efnistökin að höfundur hefur lært sína læknis- fræði fyrir alllöngu. Getnaður, með- ganga, fæðing og umönnun bams hefur þó ekki breytzt í eðli sínu í ald- anna rás, en það sem beytist era af- staða og aðferðir fagfólks. Því er mikil- vægt í bók sem þessari að lesanda sé gerð grein fyrir öilum hliðum máls. Allítarlegur inngangur er í upp- hafi bókarinnar og hún skiptist í 15 kafla. Þar er sagt frá þroskaferli fósturs og ijallað um meðgönguna frá ýmsum sjónarhóli. Þáttur er um kynlíf á meðgöngu og fæðinguna sjálfa. Síðustu kaflarnir era um ný- fætt bam og foreldrahlutverkið og hvernig megi aðlagast því. Það gleymist oft í spenningnum vegna fæðingar barns að nýbakaðir foreldr- ar þurfa tíma hvort fyrir annað, ekki síður en fyrir fæðingu bamsins. Það er afar mikilvægt að halda í ýmsar venjur sínar þrátt fyrir nýjan ein- stakling. Einnig þarf að tryggja nægan nætursvefn eða hvíld á dag- inn verði nætursvefni ekki náð. Lofsverð er viðleitni þýðanda að staðfæra vissa hluti í bókinni. Guð- steinn Þengilsson er smekkmaður á mál og ieggur sig fram við að þýða og staðfæra textann. Þannig kemur hann inn á réttindi mæðra til fæðing- aroriofs og ýmislegt annað sem máli skiptir. Það er hins vegar ýmislegt í texta frá höfundinum sjálfum sem ekki á við hér á landi og líklegt er að starfsfólk við fæðingarstofnanir hnjóti um. Sé þessi bók lesin með réttu hug- arfari er hún jákvæð viðbót við það fátæklega safn fræðibóka sem að- gengilegar eru verðandi foreldmm í íslensku þjóðfélagi. Katrín Fjeldsted Nýjar plötur Urval sönglaga með Stefáni íslandi ÞAÐ hafa fáir íslenskir óperasöngv- arar átt jafn glæstan feril og Stefán Islandi. Hann var stundum nefndur tenórinn með gullröddina. Frami hans í Danmörku var með eindæmum og varð hann konunglegur hirð- söngvari, en það er æðsta virðingar- staða sem söngvara getur hlotnast í Danmörku. Ferill Stefáns á erlendum vettvangi stóð frá því hann þreytti frumraun sína á leiksviði í Dante- leikhúsinu í Flórens á Ítalíu 1933, og til 1964, en þá hætti hann störfum hjá Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Reyndar hafði Stefán getið sér mjög gott orð hér heima áður en hann hélt til söngnáms á Ítalíu, en hann hætti alfarið að syngja árið 1964 og fluttist tveimur árum síðar heim til Íslands. Hljóðritanir með söng Stefáns eru ekki nema rúmlega sextíu, enda stóð ferill hans í mestum blóma á árum síðari heimsstyijaldarinnar, en þá starfaði hann í Danmörku, landi sem var hersetið af nasistum. Á þeim áram komu út nokkrar plötur með söng hans, sem eru afar sjaldgæfar, því stór hluti^ upplagsins eyðilagðist í stríðinu. Á þessari nýútkomnu geislaplötu má einmitt finna hljóðrit- anir frá þessum tíma, auk upptakna frá tímabílinu 1937 og allt til 1958. Geislaplatan Ökuljóð inniheldur alls 25 söngnúmer með Stefáni ís- landi og spannar hún rúmar 76 mín- útur í spilun. Platan geymir 11 ís- lensk sönglög, eitt rússneskt þjóðlag við íslenskan texta, 12 óperuaríur sem sungnar eru á ítölsku og eina aríu sem sungin er við danskan texta. Með honum í tveimur aríum syngur danski baritonsöngvarinn Henry Skjær og í öðrum tveimur aríum syngur messósópransöngkonan Else Brems með Stefáni. Mikil vinna var lögð í að lagfæra hljóminn á upptökunum, sem sumar hveijar voru mjög illa famar. í bækl- ingi sem fylgir geislaplötunni eru ít- arlegar upplýsingar um upptökurnar, ásamt ljósmyndum og formála eftir Jón Þórarinsson tónskáld; þar sem hann rekur feril Stefáns Islandi. Útgefandi er Spor hf. sem annast jafnframt dreifingu. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Rithöfundar heim- sóttu Egilsstaði NOKKRIR rithöfundar heimsóttu Egilsstaði nýverið og lásu úr nýj- um verkum sínum. Þar voru á ferð Einar Kárason sem las úr bók sinni Kvikasilfur, Sjón sem las úr Augu þín sáu mig, Megas sem las úr Björn og Sveinn, og Jóhanna Sveinsdóttir las úr bók sinni Guð og mamma hans. Upplesturinn fór fram í salarkynnum Menntaskól- ans á Egilsstöðum. Mál og menn- ing er útgefandi bókanna. Á myndinni má sjá Sjón lesa úr bók sinin Augu þín sáu mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.