Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Vöktun lífríkis í 20 ár
NÁTTÚRURANNSÓKNASTÖÐIN við Mývatn er í gamla
prestshúsinu á Skútustöðum.
Frá Árna Einarssyni:
FYRIR 20 árum voru sett lög sem
tryggja áttu verndun Mývatns og
Laxár. Þegar þau lög voru sett var
vitað að verndun lífríkis og jarð-
myndana á svæðinu yrði því aðeins
árangursrík að hún byggði á ítar-
legum rannsóknum á náttúru þess.
í lögunum er því
ákvæði um stofn-
setningu náttúru-
rannsóknastöðvar
við Mývatn.
Fýrstu árin var
stöðin í bráða-
birgðahúsnæði við
Geirastaði en árið
1987 flutti starf-
semin í gamla
prestshúsið á
Skútustöðum sem
hafði staðið autt um hríð.
Þegar stöðin tók til starfa var
verndun lífríkisins í Mývatni og
Laxá í brennidepli því að átustofnar
vatnsins höfðu hrunið tvisvar á
skömmum tíma. Ljóst var, að fylgj-
ast yrði náið með ástandi lífríkis-
ins. Viðamiklum vatnalíffræðirann-
sóknum var um það bil að ljúka á
Mývatni á þesum tíma og hafa þær
reynst ómetanlegur grundvöllur síð-
ari rannsókna. Aðferðir til vöktunar
lífríkisins 'höfðu þó ekki enn mót-
ast, og nauðsynlegar yfirlitskann-
anir ekki verið gerðar til að byggja
eftirlitið á.
Þar sem nýfædd rannsóknastöðin
hafði ekkert starfslið, hafði Líf-
fræðistofnun Háskólans forgöngu
um að koma á vöktun á vatnafugi-
um og helsta æti þeirra, rnýinu.
Alla tíð síðan hefur Háskóli íslands
komið að þeim málum og starfar
þar nú nokkur hópur manna sem
hefur beint rannsóknum sínum að
Mývatni og Laxá. Jafnframt er
samkomulag milli Háskóla íslands
og Náttúrurannsóknastöðvarinnar
um gagnkvæma aðstöðu. Kennarar
og nemendur Háskólans hafa ótak-
markaðan aðgang að rannsókna-
stöðinni við Mývatn og starfsfólk
stöðvarinnar hefur sömuleiðis afnot
af húsnæði og rannsóknatækjum
Líffræðistofnunar Háskólans. Hið
Dána samstarf við Háskólann hefur
leitt til þess að fjöldi líffræðinema
hefur stundað rannsóknir við Mý-
vatn í tengslum við framhaldsnám
í greininni og sumir þeirra haldið
áfram við erlenda háskóla og iokið
doktorsprófum, sem byggjast á líf-
fræðirannsóknum á Mývatni og
Laxá.
Meginverkefnið er
vöktun lífríkis
Vöktun lífríkisins hefur verið eitt
meginverkefni rannsóknastöðvar-
innar frá upphafi. Á hveiju ári er
safnað gögnum um ástand fugla-
og fiskstofna og helstu átutegunda
þeirra. Nú eru flestallir vatnafuglar
(um 20 tegundir) taldir tvisvar á
ári, ástand bleikjustofnins kannað
með veiðum einu sinni á ári, ástand
hornsílastofnsins tvisvar á ári og
átustofnar (mý og krabbadýr, um
40 tegundir) kannaðir með veiðum
í gildrur á viku til tveggja vikna
fresti yfir sumarið. Ýmsar aðrar
athuganir eru gerðar sem snerta
næringarstig vatnsins og árinnar.
Við þessa vinnu hefur það verið
haft að leiðarljósi að nota aðferðir
sem eru ódýrar en um leið skilvirk-
ar, því að vöktun lífríkis er í eðli
sínu langtímaverkefni, sem þarf að
standa áratugum saman. Því verður
að vera hægt að leysa verkið af
hendi án mikils tillits til fjárveitinga
og utanaðkomandi aðstæðna.
Einnig hefur verið haft að leiðar-
ljósi að gögnin sem safnast séu það
góð að þau komi að gagni í náttúru-
vísindum. Þannig hefur verið lögð
áhersla á að unnt sé að rekja or-
sakasamhengi jieirra breytinga sem
fram koma. Urvinnsla á gögnum
1975 1980 1985 1990 1994
Mýfluga (Tanytarsus gracilentus)
10.000 g-—-—•—-— ------— -----------—
1 .OOO 8
1977 1980 1985 1990 1993
Dæmi um breytingar á fjölda
fugla í Mývatnssveit undan-
farin 20 Ar. Breytingar sem
orðið hafa á fjölda húsandar-
steggja á Mývatni og Laxá,
en húsöndin er einkennisfugl
svæðisins.
undanfarinna 20 ára hefur nýlega
skilað okkur langt með að fá botn
í eðli þeirra sveiflna sem lífríki
Mývatns er nú undirprpið.
Árið 1977 gerðist ísland aðili að
sk. RAMSAR-sáttmála um verndun
votlendis, einkum votlendis sem
fuglar nýta. Var Mývatn sérstak-
lega tilgreint við undirritun sátt-
málans. í raun merkir það að ís-
lensk stjórnvöld ábyrgjast á al-
þjóðavettvangi að ekki verði hróflað
Breytingar á mýflugnavísitölu á
17 ára tímabili frá 1977 til 1993.
Athygli vekja hinar miklu sveifl-
ur sem m.a. birtust í mýleysi
árin 1983-4 og 1988-9. Takið
eftir að kvarðinn á lóðrétta ásn-
um er samanþjappaður.
við vistfræðilegum undirstöðum
Mývatns og Laxár. Þetta hefur sett
stjórnvöldum þá skyldu á herðar
að fylgjast náið með framvindu líf-
ríkis í Mývatni. Sú skylda er vafa-
laust ljúf, því að ekki er ofmælt,
að lífríki Mývatns og Laxár eigi
engan sinn líka í víðri veröld.
ÁRNI EINARSSON,
líffræðingur og starfar við Náttúru-
rannsóknastöðina við Mývatn.
Flautaðu, ef þu dettur!
Frá Ellu B. Bjarnason:
ÞAÐ ER algengara en margan
grunar að menn detta, og sem
betur fer endar það oftast með að
viðkomandi stendur alheill upp aft-
ur. Stundum er marblettur til minja
í skamman tíma en svo kemur fyr-
ir að alvarleg meiðsl verða ef við-
komandi dettur illa. Allir aldurs-
hópar fólks verða fyrir því að detta,
t.d. detta börn oftar en fullorðnir
en meiða sig sjaldnar en þeir sem
eldri eru. Áætlað er að þriðji hver
maður yfir sjötugt detti árlega.
Auk áverka sem fólk kann að fá
við byltu, fylgir einnig kvíði og
óöryggi í kjölfarið. Þegar aldurinn
færist yfir minnkar snerpa, kraftur
og liðleiki og því verður meiri
hætta á áverkum ef viðkomandi
hrasar. Auk þess að slasast eru
sumir ekki færir um að standa upp
aftur, og veldur það að sjálfsögðu
töluverðum óþægindum.
Það er ótrúlega algengt að eldra
fólk hefur neyðst til að liggja
ósjálfbjarga tímunum saman
vegna þess að það getur ekki stað-
ið upp eftir að hafa dottið heima
hjá sér. Þeir sem verða fyrir því
óláni að detta þegar þeir eru einir
heima og enginn til aðstoðar eru
í vanda staddir.
Oft líður Iangur tími
þar til hjálp berst
Þegar þeir geta ekki staðið upp
af sjálfsdáðum, eða hafa orðið fyr-
ir meiðslum sem hindra þá í að
standa upp, getur liðið langur tími
þar til einhver kemur þeim til hjálp-
ar. Fólki tekst þó oft að skríða eða
mjaka sér að síma eða bjöllu til
að kalla á hjálp. í öðrum tilfellum
tekst fólki ekki að ná að símtæk-
inu, eða ná jafnvel ekki í það vegna
þess hve illa það er staðsett miðað
við legu á gólfi. Þá geta þeir þurft
að liggja bjargarlausir í lengri eða
skemmri tíma uns hjálp berst.
Hvað er þá til ráða? Reyna má
með hrópum og köllum að ná til
eyrna nágrannanna. Þegar slíkt
gerist getur flauta í vasanum eða
í bandi um hálsinn gert ómetanlegt
gagn. Með flautu getur manneskja
með lítinn raddstyrk gefið kraftm-
ikið hljóð frá sér með því að blása
í hana. Þá aukast líkurnar á að
nágrannar eða aðrir sem eru á
ferli heyri hljóðið, geti rakið það
og komið til aðstoðar.
Flauta er tilvalið hjálpartæki fyr-
ir eldri borgara, sérstaklega þá sem
búa einir, t.d. í fjölbýlishúsum og
öðrum sambýlum. Það er nauðsyn-
legt að allir í húsinu viti af þessu
fyrirbæri, þannig að þeir viti hvað
er á seyði ef heyrist flautað. Þá
geta þeir brugðist skjótt við og leit-
að til húsvarðar eða annarra með
lyklavöld til að opna viðkomandi
íbúð og veitt þá aðstoð sem þarf.
Ekki síður getur flauta komið
að góðum notum ef fólk verður
fyrir. því að detta á fáförnum stöð-
um eða eftir að myrkur skellur á.
Flauta er ódýr og góð lausn og
með henni má koma i veg fyrir
óþarfa bið og örvæntingu sem fylg-
ir er hinn bjargarlausi heyrir um-
gang utandyra, og dyrabjöllunni
er jafnvel hringt, án þess að geta
nokkuð að gert.
Að sjálfsögðu er ástæða til að
hvetja fólk á efri árum, ekki síður
en þá yngri, að huga vel að heilsu
sinni. Mikilvægt er að viðhalda
þreki sínu og vöðvakrafti, huga
að æfingum til að auka snerpu og
liðleika og láta hvergi deigan síga
fyrir elli kerlingu.
ELLA B. BJARNASON,
sjúkraþjálfari.
Laugardaginn 3.desember kynnumvið
þér meiriháttar dúndur margmiðlun!
-j-—-Gestakynnir er hinn þekkti tónlistarmaður Þórir Baldursson.
Sound > Hann mun leika af fin9rurn íram íra w. 11 oo tii 15.00.
CREáTIVE
creative i-abb
Geisladrmft NMsuml.
CD-ROM (2 sp»n)
ifteins kr. 29.900,- sigr. m- vsk'
Opið til kl. 16.00 á laugardögum í desember. Verið velkomin.
ffl Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664