Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDARGREINAR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 37 Um hofið í Grindavík NOATUN Svar við grein Einars Sigur- björnssonar 1 Morgunblaðinu 23. nóvember sl. ENN RITAR Einar um hof Jarð- ar í Grindavík. Nú hefur hann aflað sér upplýsinga úr skjölum Grinda- víkurbæjar, frá því í sumar, þar sem sagt er frá Vorum sið. Finnur hann þar misræmi milli málflutnings míns og umfjöllunar um Vorn sið á fyrrgreindum blöðum. Hér skal gerð nokkur grein fyrir stuttri sögu Vors siðar, svo ekki valdi frekari misskilningi. Vor siður er stofnaður til að vera tengiliður milli hofsins og þeirra, sem hafa áhuga á menningararfi íslensku þjóðarinnar, sérstaklega þó heiðnum siðum. Á tímabili voru væringar í félagi ásatrúarmanna og ekki árennilegt að byggja heiðið hof í nafni róstusamra. Þá var fé- lagið Vor siður skilgreint sem sér- stakt trúfélag og umsókn send til bæjaryfirvalda, að fá að reisa hof í Hraungerði. í umræðum sem á eftir fylgdu, varð hluti félagsmanna mjög gagnrýninn á trúfélagsformið. Menn vildu og sinna fleiri siðum en heiðnum, svo sem þjóðdönsum og sögu sjómennsku. Niðurstaðan varð sú að Vor siður fékk ný lög þar sem orðinu trú var úthýst og í stað þess kom orð eins og viðhorf eða afstaða. Trú og viðhorf Ég lít svo á að trú og viðhorf séu sín hvor hliðin á sama fyrirbæri. Við skulum horfa á brot af lögum tveggja félagsforma, sem dæmi um tengsl trúar og viðhorfa. Annað er þjóðmenningarfélagið Vor siður og hitt er trúfélag, sem nefnt er Heið- inn siður. Tekið skal fram að Heið- inn siður er ekki á skrá yfir trúfé- lög. Annað er skilgreint með orðinu viðhorf, hitt með orðinu trú, að öðru leyti eru þau keimlík að inni- haldi. Dæmi A. Viðhorf Vors siðar: 1. Við viljum efla þau gæði í siðum okkar, sem styrkja okkur til ríkari og betri samveru. 2. Við teljum jafn- vægi manns og náttúru vera for- sendu lífs á jörðinni. 3. Við teljum Eddukvæði meðal bókmenntafjár- sjóða mannkynsins. Dæmi B. Trú Heiðins siðar: 1. Við höfum persónulega trú, sem hver og einn ber í hjarta sínu. Við trúum á náttúruna og bömin og skilning og lífsgæði þeim til handa. 2. Við trúum því að jafnvægi manns og náttúru sé forsenda lífs á jörð- inni, jafnvægi, sem byggt er á sam- kennd með lífinu og vilja til að styðja lifandi heild jarðarinnar. 3. Við trúum því að Eddukvæði séu meðal helgra fjársjóða mannkyns- ins. Verður að líta svo á að kjarni þessara tveggja félaga sé mjög hinn sami. Af því má ráða að hugtök eins og trú og viðhorf þjóni sem samskonar verkfæri í tungumálinu. Ég lít svo á að trúfrelsi hafi ríkt hér fyrir kristnitöku. Menn helguðu þing vissulega friði, guðum og góð- um vættum og ási hinum almáttka, sem ekki er getið með nafni og má líta svo á að þá hafi hveijum verið í sjálfsvald sett að hugsa sér þau æðstu goð eða gæði sem hann sótti styrk til inn í þá mynd, sem formálinn dregur. Lög um goðgá voru ekki í Ulfljótslögum. Líkur benda til þess að þessi lög séu sett rétt fyrir kristnitöku, eða um 999, til þess að verjast illum tungum kristinna manna og lítilsvirðingu' við forn gildi. En frægt er að Helgi margri hét á Þór er hann fór í vík- ing en blótaði Krist er hann sat heima í friði á búi sínu og leit hann að líkindum á Krist sem friðar- og fijósemisgoð í líkingu við Frey. Trú manna var persónuleg á þessum tíma og tel ég trú í raun byggjast á per- sónulegri reynslu og í annan stað á sam- kennd. Samkennd með fólkinu og náttúrunni. í dag getum við aftur íhugað hversu mikil þörf er á ríkisreknum trúarstofnunum eða hver sé grundvöllur ís- lensks samfélags. Fyr- ir mér er grundvöllur samfélagsins menntun og skilningur á stöðu nútímamannsins, skilningur á sögunni og allra helst sjálfs- skilningur. Ég neita því að lýðveldið ísland þurfi á þjóð- sögum og ævintýrum ættuðum frá afró-asískum kynstofni að halda til þess að gefa ráðamönnum einhveija dularfulla „öryggistilfinningu" eins og dóms- og kirkjumálaráðherra orðaði það í litlausum þætti í sjón- varpi um aðskilnað ríkis og kirkju fyrir nokkru. Þá ættum við frekar að veija fé til þess að sinna okkar eigin sagnamenningu. Ég neita því einnig að við þurfum yfir höfuð á skipulögðum trúarbrögðum að halda til þess að menn geti ástund- að trú sína. Heiðið hof. Það er tilhneiging hjá mönnum þeim, sem sitja í krafti umboðs sem þeir hafa þegið frá guði sínum, segir Tryggvi G. Hansen, að láta ótt- ann við það, sem þeir þekkja ekki, æsa sig til árásarhneigðar. Félagið Vor siður er stofnað til þess að varðveita hofið. Það er al- mennt félag og gildir þar einu hverrar trúar menn eru. Ætla má að þeir sem í það félag ganga hafi vilja til að styðja menningu sína og séu tilbúnir tií að skýra og skil- greina menningarlega sérstöðu sína og sjálfstæði gagnvart menningu annarra þjóða, ekki síst nú þegar landamæri eru að opnast og sam- skipti og ferðalög jarðarbúa að skapa eins konar jarðarmenningu. Ef Einar vill halda því fram að hofið sé ekki heiðið vegna þess að hluti aðstandenda þess séu ekki heiðnir, má hann hafa það viðhorf í friði fyrir mér. Hvort ég byggi það einn eða fæ stuðning þeirra sem það vilja styðja, má einu gilda þeg- ar upp er staðið. Ég segi einfald- lega, hofíð er heiðið í mínum aug- um. Sérfræði Einar talar um nauðsyn á sér- fræðiþekkingu í sambandi við bygg- ingu hofs eða annarra fornlegra bygginga. Ekki hef ég neitt á móti þekkingu. En sérfræðiþekking í sambandi við íslenska bygginga- listasögu er mjög af skornum skammti, en finnst þó helst á tveim stöðum. Annars vegar hjá Herði Ágústssyni listmálara og hins vegar hjá mér. Hörður Ágústsson ritar nánast einn byggingalistasögu í þessu landi. Sjálfur hef ég safnað efni, ritað greinar og gefið út tíma- rit um hleðslur og byggingalist. Þá hef ég unnið með nokkrum þeim ágætu mönnum, sem lærðu bygg- ingalist torfbæjarins af feðrum sín- um og frændum. Hygg ég að must- eri íslenskrar menningar og vísinda, háskólinn, standi illa að vígi að ekki skuli þar kennd byggingalist. Á sama tíma er fé varið í áróður og þjálfunarbúðir sértrúarhreyfing- ar innan veggja háskólans, sem ég tel andstætt allri skynsemi. En sér- fræði hofbyggingar- innar er í mínum hönd- um og á mína ábyrgð. Nornaveiðar Það er tilhneiging hjá mönnum þeim sem ríkja í krafti umboðs sem þeir þá af guði sínum og hugleti með- bræðra sinna að láta óttann við það sem þeir ekki þekkja æsa sig til árásarhneigðar. Þetta kalla ég mistök af þeirra hálfu. Sama er hvort ég eða aðrir verða gerðir tortryggi- legir og ataðir auri. Það er óttinn, sem á rætur í þekk- ingarleysi og skilningsleysi, sem rekur menn áfram til að hafna sjálfsákvörðunarrétti manneskj- unnar. Rétturinn til að hafa sína siði, án þess að vera beittur valdi eða kúgun frá sjálfskipuðum hand- höfum meirihlutaskoðana og valds sem í raun er byggt á skáldskap. Frelsið, sem kristnir menn stæra sig af að hafa skapað, troða þeir sjálfir í svaðið. Að fá leyfi til að vera eins og maður vill vera, svo framarlega sem maður ræðst ekki á aðra og sviftir þá þessum sama rétti. Er það ekki grundvöllur eðli- legra samskipta? Staða hofsins I gamla bænum í Grindavík er verið að byggja hof í mjög fornum stíl. Það er jarðhýsi og borghús, fyrir dansleiki við opinn eld í miðjum skála. Þar má sitja við hundraðasta mann og kneyfa mjöð og kveða við raust fornan brag og mansöngva. Hofbygging sú var stöðvuð af bæj- aryfirvöldum eftir að grunnhleðslur höfðu verið leyfðar. Skipulagsmál segir bæjarstjórnarmenn. Mótsögn sú sem bæjarstjórn Grindavíkur hefur skapað í þessu máli með því að leyfa grunn og veggjagerð hof- byggingarinnar í Hraungerði og banna síðan byggingu þaksins eftir að prestur staðarins kom og sat þar fund bæjarráðs, er mér og fleirum ærið umhugsunarefni. Er óskandi að afstaða bæjarstjórnar skýrist, svo hægt verði að byggja það á þeim stað þar sem það er velkomið. I því sambandi má geta þess að fleiri sveitarfélög hafa sýnt málinu áhuga. Að lokum Ekki hef ég áhuga á endalausum ritdeilum um trú eða viðhorf mín eða annarra og vona ég að menn geti sætt sig við þessa niðurstöðu og virt siði hvor annars. Því miður hefur þeim kristnum mönnum, sem lagt hafa orð í belg í þessari um- ræðu, ekki tekist að tjá hreinlyndi sitt til trúarviðhorfa án þess að fip- ast flugið gagnvart grundvallar- mannréttindum um trúfrelsi og virðingu við trú annarra. Ekki þannig að ég sé illa leikinn en mér finnst þeir ættu að heiðra betur sinn arf. Arf þjóðarinnar og arf meistara síns. Höfundur er byggingameistari hofs í Grindavík. Tryggvi Gunnar Hansen Á jólaföstu ÖDÝRT HANGIKJÖT Hangilæri Hangilæri í 1/1 úrbeinað 799: 999: Léttreyktur lambahryggur pr.kg. 599: 1«. SattW'ö' 398: Pekingendur 699r pf.K9- *\\ Lambaiifur Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3. Kóp • S.42062, Þverholti 6„ Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur i bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.