Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 19 ERLENT Rannsóknir bandarískra vísindamanna á offitu * Astæðan erfða- galli, ekki ofát London. The Daily Telegraph, Reuter. MEGINÁSTÆÐAN fyrir offitu er líklega ekki of mikið át, heldur erfðafræðilegur galli. Kemur það fram í grein eftir bandaríska vísindamenn í breska vísindatímaritinu Nature. Vekur þessi uppgötvun vonir um, að unnt verði að finna snemma þá ein- staklinga, sem eiga við þennan vanda að stríða, og hjálpa þeim með lyfjum og réttu mataræði þótt eiginleg lækning kunni að vera langt undan. í greininni segir, að gallað gen eða kon, sem stjómi líkamsþyngd, leiði til offitu í músum og sams konar arfberi hafi einnig fundist í mönnum. Segja vísindamennirnir, sem starfa við Howard Hughes-læknadeild Rockefeller-háskólans í New York, að með því að líkja eftir starfsemi gallaða konsins megi hugsanlega draga úr fitusöfnun og auka Iíkamsþyngdina aftur á móti með því að hindra starfsemi þess. Offita er mikið heilsuvandamál á Vesturlöndum. í Bandaríkjunum hrjáir hún þriðjung fullorðinna og í Bretlandi fimmtunginn. Þá er átt við, að lík- amsþyngdin sé 20% umfram eðlilegt hámark. Hægari efnaskipti Offitan fylgir því að borða meira af hitaeininga- ríkum mat en líkaminn brennir en þó lætur feitt fólk ekki alltaf meira ofan í sig en þeir, sem eru grannir. Jeffrey Friedman prófessor, einn banda- rísku vísindamannanna, telur raunar að hvort- tveggja komi til, of mikið át og hægari efna- skipti, og er að huga að nánari rannsóknum á því. Komið hefur í ljós við fyrri rannsóknir, að of- fita getur legið í ættum. Eigi annað foreldrið við hana að stríða, eru helmingslíkur á, að svo verði einnig um afkvæmið. Reuter Konur á kjörstað KOSNINGAR hófust í tveimur héruðum í suðurhluta lndlands í gær og er talið að Kongressflokkurinn, sem fer með völdin í landinu, muni tapa þar töluverðu fylgi. Þótt um héraðskosn- ingar sé að ræða eru þær taldar gefa vís- bendingu um vinsæld- ir Raos forsætisráð- herra. Hér má sjá konur í þjóðbúningum mæta á kjörstað í hér- aðinu Andhra Pra- desh. Loftárásir á höfuðstað Tsjetsjníju Grozní. Reuter. TVÆR herflugvélar gerðu í gær árásir í grennd við flugvöllinn í Grozní, ' höfuðstað Tsjetsjníu. Nokkrum klukkustundum áður rann út frestur sem rússneska stjórnin gaf stjórnarhernum og upp- reisnarmönnum til að leggja niður vopn. Óþekktar herflugvélar vörpuðu sprengjum við útjaðar Grozní og mikinn reyk lagði frá svæði nálægt flugvellinum. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í Moskvu að hann væri að gera ráðstafanir til að koma á friði í Tsjetsjníju eftir nokkurra vikna bardaga. Hann sagði þó ekki í hveiju þessar ráðstafanir fælust og minntist ekki á hernaðaraðgerðir. Ekki lýst yfir neyðar- ástandi í bráð Jeltsín sagði á þriðjudag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í Tsjetsjníju ef stjórn héraðsins, sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rúss- landi, og uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, legðu ekki niður vopn, leystu upp hersveitir sínar og létu fanga lausa. Rússneska fréttastofan Itar-Tass sagði þó í gær að Jeltsín myndi ekki lýsa yfir neyðarástandi á næst- unni. Hún hafði eftir háttsettum embættismanni að það væri aðeins ein af nokkrum hugsanlegum lausn- um. Talsmaður Jeltsíns, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði að forsetinn myndi gera allt sem á hans valdi stæði til að frelsa 70 rússneska hermenn sem stjórnarherinn í Tsjetsjníju heldur í gíslingu. Hann gaf til kynna að a.m.k. hluti hermannanna hefði verið að á vegum rússneska hersins í héraðinu, en áður hafði stjórnin í Moskvu vísað því á bug. Utanríkisráðherra Tsjetsjníju, Jórdaninn Shamsedin Yusef, sagði í gær að tsjetsjnar og Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi héraðsins, vildu frekar deyja en láta undan „yfir- gangi Rússa“. Fjöldi rússneskra hermanna og brynvarinna bíla var nálægt Tsjetsjníju í gær en fréttir hermdu að innrás virtist ekki yfirvofandi í bráð. Tugir flugvéla fluttu hermenn og hergögn til borgarinnar Vlad- íkavkaz í nágrannahéraðinu Norð- ur-Ossetíu. Sílíkónið er hættulaust London. Reuter. EKKERT bendir til, að svokallaðar bijóstastækkanir þar sem sílíkón- púðar eru settir inn í btjóstin auki líkur á að konur fái krabbamein. Er það niðurstaða skoskrar rann- sóknar, sem staðið hefur í langan tíma eða frá 1982 til 1991. Var annars vegar fylgst með 319 konum, sem voru með sílíkón í bijóstum, og hins vegar jafn stór- um hópi, sem var aðeins með sín náttúrulegu brjóst. Enginn munur kom fram. I Bandaríkjunum hafa ígræðslur af þessu tagi verið bannaðar vegna ótta við krabbamein. i Bjóða Sinn Fein viðræður London. Reuter. BRESKA stjórnin hefur boðið Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýð- veldishersins (IRA), til könnunar- viðræðna í 'Belfast á miðvikudag í næstu viku. Áður hafði ríkisstjóm Johns Majors í London gefíð í skyn að slíkar viðræður myndu hefjast í lok desember, eftir alþjóðlega ráð- stefnu um miðjan mánuðinn sem ætlað er að efla fjárfestingar á Norður-írlandi. Varanlegur friður? Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í gær að viðræðumar myndu gera kleift að koma á „var- anlegum friði" tii blessunar fýrir alla íbúa N-írlands. Sinn Fein krefst þess að héraðið verði sam- einað Irska lýðveldinu, sem er kaþóiskt en tæpur helmingur N- íra er kaþólskur. Á ráðstefnunni um fjárfestingar verða m.a. ^ talsmenn lýðræðis- flokka á N-írlandi en einnig full- trúar Bandaríkjastjórnar og er sagt að breska stjórnin hafi óttast að Bandaríkjamenn myndu hundsa ráðstefnuna ef ekki yrði áður búið að koma á fundi með Sinn Fein. Þýsk rannsóknarskýrsla opinberuð í Sunday Times Bresk fyrirtæki fjár- mögnuðu umsvif Stasi * a Islenskur kaupsýslumaður bendlaður við vopnasölu til Iraks AUSTUR-þýska leyniþjónustan Stasi notaði leynilega keðju á annan tug breskra fyriftækja til þess að selja vopn til íraks, veita helstu hryðjuverkasamtökum heims stuðning og fjármagna ólöglegt athæfi spilltra embættis- manna kommúnistaríkisins fyrr- verandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Times. Þar segir að flett hafi verið ofan af starf- semi Stasi í Bretlandi í 5.000 síðna rannsóknarskýrslu þýskrar þingnefndar sem kannaði starf- semi KoKo, leynilegrar deildar austur-þýska utanríkisviðskipta- ráðuneytisins. Bresku fyrirtækin voru reynd- ar hlekkur í evrópsku fyrirtækja- neti Stasi sem stundaði njósnir á Vesturlöndum, stal hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og gerði öryggislögreglunni kleift að koma tekjum af sölu 31.000 póli- tískra fanga til Vesturlanda á tímum kaldastríðsins í lóg. Nokkrir breskir fyrirtækjafor- stjórar, sem nafngreindir eru í skýrslunni, játuðu fyrir blaða- manni Sunday Times að fyrirtæki þeirra hefðu tengst Stasi. Hins vegar. kom það öðrum forstjórum í opna skjöldu að fyrirtæki þeirra hefðu verið notuð og jafnvel stjórnað af leyniþjónustunni. Á áttunda og níunda áratugn- um var KoKo, leynilegri deild austur-þýska viðskiptaráðuneyt- isins, stjórnað af Alexander Schalck, einum af yfirmönnum Stasi. Hans næstu yfirmenn voru Erich Mielke, sem fór með mál Stasi í austur-þýsku stjórninni, og Erich Honecker, fyrrum leið- togi Austur-Þýskalands. Að minnsta kosti sex háttsett- ir leyniþjónustumenn við austur- þýska sendiráðið í London fylgd- ust með starfsemi bresku fyrir- tækjanna sem Stasi hafði á sínum snærum. Þau voru venjulega í eigu eignarhaldsfélaga með lög- heimili í einhverri skattaparadís. íslenskur milligöngumaður í frétt Sunday Times segir frá þvi að íslenskur kaupsýslumaður, Loftur Jóhannesson, hafi notað vopnasölufyrirtæki í London, Techaid International, til þess að selja hersveitum Saddams Hus- seins íraksforseta 12 sovéska T-72 skriðdreka í janúarmánuði árið 1987 fyrir 26 milljónir doll- ara. „Nafn Lofts Jóhannessonar kemur fyrir í rannsóknarskýrslu þýska þingsins. Okkur skilst að hann sé fyrst og fremst miðlari, því fyrirtækið sem hann seldi skriðdrekana í gegnum er stjórn- að af öðrum manni. Við höfum árangurslaust reynt að ná tali af Lofti en hann hefur enn ekki svarað skilaboðum sem við höf- um lesið inn á símsvarann í íbúð hans í suðvesturhluta London,“ sagði Jason Burke, blaðamaður Sunday Times í samtali við Morg- unblaðiðj gær en hann rannsak- aði þýsku gögnin. Bruno Webers, einn af yfir- mönnum Treuhand-stofnunar- innar sem sér um einkavæðingu austur-þýskra ríkisfyrirtækja, sagði í viðtali við blaðið að starf- semi Stasi í Bretlandi væri ekki að fullu könnuð. Grunur léki á að eitt fyrirtæki hafi verið sett þar á stofn til þess að fela gjald- eyri sem fengist hefði sem meðg- jöf með pólitískum föngum sem leyft var að fara til Vesturlanda á tímum kaldastríðsins. Weber sagði að austur-þýsk kona, sem stjórnað hefði hluta starfseminnar í Bretlandi, hefði verið hneppt í varðhald í síðasta mánuði. Starfaði hún nú með rannsóknarlögreglu í Berlín. Hún hefur verið sökuð um að hafa dregið sjálfri sér milljónir punda úr svikamyllu Stasi í Bretlandi. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.