Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Arthur Irving, forstjóri Irving Oil, vill „sanngjarnanu hluta íslenska olíumarkaðarins er mun minni en Reykjavík. Við teljum okkur geta tryggt okkur sanngjarnan hluta markaðarsins fyrir allar tegundir oiíuvara." Þá var Kenneth Irving spurður hvort félagið hefði í hyggju að bjóða lægra verð en nú væri í gildi á íslenska markaðnum. „Það eru núna þijú olíufélög hér á landi og ég held að íslendingar myndu ekki hafa áhuga á því fjórða nema það fæli einhvern ávinningi í sér fyrir neytendur. Okkur er hins vegar ljóst að við þurfum að hafa mikið fyrir hveiju prósenti af markaðn- um og erum reiðubúnir að takast á við það verkefni.“ Hafa hug á viðskiptum við sjávarútvegsfyrirtæki Hann benti á að sjávarútvegs- fyrirtæki keyptu um helming af öllum olíuvörum hérlendis og auð- vitað hefði félagið fullan hug á að bjóða fyrirtækjum í greininni sína þjónustu. Kenneth vildi ekkert segja til um hvað áform félagsins fæli í sér mikla fjárfestingu né heldur hve- nær þess væri að vænta að félagið myndi hefja framkvæmdir hér á landi. Þá kvaðst hann ekki telja rétt að ræða um nýlegar umsóknir íslensku olíufélaganna um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík. „Við reiknum með að samkeppn- in verði hörð þegar við komum inn á markaðinn. Neytendur hér á landi eru ekkert öðruvísi en annars staðar. Þeir eru fyrst og fremst að leita eftir að fá sem mest fyrir sína peninga bæði gæðavörur, hag- stætt verð og góða þjónustu. Okk- ar markmið er að uppfylla þessar óskir neytenda," sagði Kenneth Irving. Okkur er full alvara ARTHUR Irving, forstjóri kana- díska olíufélagsins Irving Oil í Kanada, segir að félagið eigi í samkeppni við stærstu olíufélög heims. Það staðið sig mjög vel í þjónustu við sjávarútveg, landbún- að og neytendur og njóti mikillar 'irðingar í Kanada. „Þið getið verið viss um að okkur er full al- vara með það^ að hefja viðskipti hér á landi. Ég ábyrgist að við munum standa vel að okkar rekstri hér og íbúar Reykjavíkur verða ánægðir með okkur,“ sagði Arthur Irving í samtali við Morgunblaðið. Hann kom hingað til lands á sunnudag ásamt sonum sínum, Kenneth og Arthur jr., en heldur áleiðis aftur til Kanada í dag eftir að hafa átt viðræður við borgaryf- irvöld, viðskiptaráðherra og fleiri aðila vegna undirbúnings að stofn- un olíufélags hér á landi. Irving Oil hefur einkum haslað sér völl á austurströnd Kanada og í norðausturríkjum Bandaríkjanna, þ.e. Maine og Vermount. í þessum ríkjum eru aðstæður um margt svipaðar og hér á landi. Þar eru ekki mjög stórar borgir og fiskiðn- aður einn helsti atvinnuvegur íbú- anna. Félagið starfrækir eigin olíu- hreinsunarstöð og olíuskip auk um 1.600 bensínstöðva. Aðstæður svipaðar hér og í Kanada Þeir Irving-feðgar sögðust hafa komið hingað til lands nokkrum sinnum og bundið vonir við það Morgunblaðið/Þorkell IRVING-feðgar, Arthur, Kenneth og Arthur jr., hafa verið hér á landi undanfarna daga og átt viðræður við fjölda aðila vegna fyrirhugaðra olíuviðskipta hér. um nokkurt skeið að geta hafið hér viðskipti. „Við höfum rætt við fjölda fólks og alstaðar fengið mjög jákvæðar viðtökur," segja þeir. Aðspurður um áform félagsins um uppbyggingu bensínstöðva og birgðastöðvar sagði Kenneth Ir- ving það eitt að það hefði áhuga á að keppa á þessum markaði. „Markaðurinn er mjög svipaður okkar heimamarkaði. Við komum frá Austurströnd Kanada þar sem aðstæður eru um margt svipaðar og hér á landi ef litið er til atvinnu- lífs og veðurfars. Heimaborg okkar Kristinn Björnsson, forstjóri, vísar gagnrýni fulltrúa Irving á bug Erum ekki að bregða fæti fyrir nýtt félag KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, vísar því alfarið á bug að umsókn félagsins um ióðir undir benínstöðvar í Reykjavík hafi verið send inn til að freista þess að koma í veg fyrir að Irving Oil geti haslað sér völl hér á landi. „Þessar umsóknir eru alls ekki sendar inn til þess að bregða fæti fyrir nýtt félag. Það er t.d. skoðun forráðamanna Skeljungs að ekkert imm FT4220 Ijósritunarvél - Þessi netta Áreiöanleg Ijósritunarvél meö mjög mikla möguleika, svo sem aö Ijósrita beggja vegna á pappírinn. • Þessi vél er „umhverfisværV SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVlK SlMI: 91-627333 - FAX: 91-628622 91-628622 /Á sé óeðlilegt við að hér starfi eitt eða tvö erlend olíufélög ef því er að skipta. Skeljungur t.d. er að hluta til í eigu útlendinga og við höfum alls ekkert á móti útlendum félögum." Varðandi úthlutun lóða undir bensínstöðvar í Reykjavík segir Kristinn að þær lóðir sem Reykja- víkurborg hafi úthlutað hveiju sinni hafí jafnan verið tilkynntar og sér- greindar í skipulagi. „Félögin hafa hingað til barist um þær lóðir sem hafa verið auglýstar. Irving Oil virð- ist telja að til séu fleiri lóðir til út- hlutunar og það gefur augaleið að við höfum áhuga á þeim lóðum. Ef nýir aðilar geta komið hingað og fengið nýja úthlutun á áður óþekktum lóðum er um að ræða allt önnur starfsskilyrði en hingað til hefur verið boðið upp á. Taismaður þessara aðila hefur lýst því yfir að til að byija með muni verða byggðar 6-8 bensín- stöðvar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Hann lýsti því yfir að allur al- menningur og íslenska þjóðin myndu njóta góðs af. íslensku olíu- félögin reka samtals 250-270 bens- ínstöðvar og ég sé ekki hvernig þjóðin eigi að njóta góðs af því að byggðar verði 6-8 bensínstöðvar til viðbótar í Reykjavík." í þessu sambandi bendir Kristinn á að það sé lykilatriði fyrir íslensku félögin að hafa góða aðstöðu hér á suðvesturhorninu þar sem markað- urinn er stærstur. Þau muni reyna að veija þann markað út í ystu æsar. „Ef samkeppni eykst í Reykjavík munu þau þurfa að loka óhag- kvæmari stöðum. Auð- vitað hljóta félögin einnig grípa til þess að vera með mismunandi verð á hinum ýmsu stöðum á landinu eða sem næst raunkostn- aði. Ef Irving Oil reisir birgðastöð nálægt Reykjavík yrði dreif- ingarkostnaður fyrir- tækisins smáræði mið- að við þann kostnað sem íslensku félögin bera núna með dreif- ingu um allt land. Mér finnst því hlægilegt að halda því fram að tilkoma þessara aðila sé til heilla fyrir íslenskan almenning og íslenska þjóð.“ Ekkert svigrúm til lækkunar Irving Oil hefur einnig sent inn umsókn um 8 til 10 hektara lóð hjá Reykjavíkurhöfn og sótt um að- stöðu fyrir 40 þúsund tonna olíu- skip. „Arið 1986 sendi Skeljungur inn beiðni til Reykjavíkurhafnar um að viðunandi viðlegukantur yrði byggður í Örfírisey til að olíuskip þyrftu ekki að liggja við bauju út á sundum. Það þýðir að dæla þarf olíunni gegnum neðansjávarleiðslu sem er miklu hættulegra, erfíðara og vandmeðfarnara en að leggja skipinu að. Þessi beiðni hefur verið ítrekuð i tvígang og ég þykist vita að samsvarandi beiðni liggi fyrir frá hinum olíufélögunum. Eg hef enga trú á því að nýr aðili verði tekinn fram fyrir gömlu íslensku félögin og þessar gömlu beiðn- ir.“ - Það má vænta þess að nýr aðili eins og Irving-olíufélagið myndi freista þess að komast inn á markað- inn með lægra verði. Hvaða svigrúm hefðu íslensku félögin til að mæta því? „Eftir hækkun sem er að verða á benín- gjaldinu mun um 72% af útsöluverðinu renna beint til ríkisins. Þá eru eftir 28% sem skiptast þannig1 að innkaups- verð og fragt til landsins er kringum 14-16% og þá er eftir að greiða allan dreifingarkostnað innanlands, allan útlagður kostnað félaganna, fjárfestingar, afskriftir, tillag í flutningsjöfnunarsjóð og síðan álagningu félaganna. Það gefur augaleið að svigrúmið í álagningu félaganna er hreinir smámunir." Samkeppnin orðin gífurleg - En hafa íslensku olíufélögin ekki byggt alltof dýrar og stórar bensínstöðvar sem nú er að koma þeim í koll? „Ég fullyrði að samkeppnin á milli félaganna er orðið gífurleg og menn beijast um á hæl og hnakka um hvern kúnna. Opinberar aðgerð- ir gerðu það hins vegar að verkum hér áður að menn voru bundnir í Kristinn Björnsson báða skó með verðlagninguna. Samkeppni gat því ekki snúist um verð heldur urðu félögin að laða til sín kúnnann með öðrum hætti hvort sem það var með glæsiiegum bygg- ingum eða með því að bjóða fjöl- breyttara vöruúrval. Þetta er liðin tíð og framkvæmd- ir sem við munum ráðast í hér eft- ir munu miðast fyrst og fremst við að vera með sem lægstan tilkostnað og fjölbreyttast vöruúrval. Núna eru félögin að bjóða ákveðin kjör á olíuvörunum, staðgreiðsluafslætti, kortafyrirgreiðslu o.s.frv." Kristinn kvaðst vilja árétta að ekkert óeðlilegt væri að nýr aðili kæmi inn á markaðinn. „Þetta er mín sannfæring. Hins vegar er það jafnmikil sannfæring mín að þetta fyrirtæki geti ekki bara tilveru sinn- ar vegna komist upp með að breyta þeim skilyrðum og því skipulagi sem hefur ríkt á þessum markaði að undirlagi yfirvalda á undanförnum áratugum. Hér áður fyrr var það t.d. ákvörðun yfirvalda að það skyldu vera þijár bensínstöðvar í Breiðholtinu. Það yrði grundvall- armismunun á starfsskilyrðum ef einhver aðili getur komið núna og sagt að miðað við þarfir neytenda sé full ástæða til að þarna séu t.d. fimm bensínstöðvar og hann ætli sjálfur að byggja þær tvær sem á vantar. Þetta yrði aldrei þolað og kæmi ekki til mála. Ef þessir aðilar vilja byggja bensínstöðvar hér þá verða þeir að gera það á sömu for- sendum og við.“ Síðasta úthlutun á lóðum hjá Reykjavíkurborg fór fram að und- angengnu útboði. Skeljungur hefur nú tíu bensínsölustaði í Reykjavík, Olíufélagið tíu staði sömuleiðis og Olís sex staði. Kristinn segist ekki sjá að ís- lensku félögin hefðu roð við risa eins og Irving Oil í útboði á lóðum. „íslensku félögin eru með 7-8 millj- arða eigið fé en sennilega er eigið fé Irving einhveijir milljarðar doll- ara. Það er algjörlega út í hött að bjóða þessu fyrirtæki að taka þátt í slíku útboði heldur þurfa að koma til einhveijar jafnræðisreglur i út- hlutuninni eins og hingað til.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.