Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 27 Jörfagleði ÞORSTEINN Gauti á tónleikum á Húsavík. Þorsteinn Gautiá Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. SÍÐASTI listviðburður Safnahúss- ins og Húsavíkurbæjar og sá sjö- undi í tilefni 50 ára lýðveldisaf- mælis voru tónleikar Þorsteins Gauta Sigurðssonar píanóleikara, sem haldnir voru laugardaginn 26. nóvember í Safnahúsinu. A efnisskránni voru tónverk eft- ir þekkt erlend tónskáld og eitt íslenskt eftir Lárus Grímsson. KEFLAVÍKURKIRKJA Aðventutónleik- ar Kórs Kefla- víkurkirkju Keflavík. Morgunblaðið KÓR Keflavíkurkirkju gengst fyrir aðventutónleikum annað kvöld, sunnudagskvöld, í Keflavíkur- kirkju. Sungin verða jóla- og að- ventulög úr ýmsum áttum og frá hinum ýmsu tímabilum. Einsöngvarar á tónleikunum verða María Guðmundsdóttir, Steinn Erlingsson, Einar Örn Ein- arsson, Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Ólafsson. Ragnheiður Skúladóttir leikur á píanó og stjórnandi verður Einar Örn Ein- arsson organisti. Það er orðin sterk hefð fyrir tónlistarflutningi í Keflavíkur- kirkju á aðventunni og verða tón- leikarnir annað kvöld með öðru yfirbragði en almennt gerist. Að- gangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir. Tónleikarn- ir heljast kl. 20.30. ------»■ ♦ ♦ — Howser og Han- son spila á Sólon FÉLAGARNIR Howser og Hanson spila tónlist frá öllum tímum á Sólon íslandus á föstudags- og laugardagskvöld. A þriðjudagskvöld 6. desember spilar Tríó Óla Stephensen djass og frá og með þeim degi til föstu- dagsins 9. desember spilar Magnús Blöndal Jóhannsson tónlist í há- deginu frá kl. 12-14. TONLIST Danslclkvcrk Danshöfundur Auður Bjarnadóttir. Tónlist eftir Hákon Leifsson. DANS og söngur eru meðal þeirra athafna sem maðurinn hefur iðkað frá upphafi. Sefjandi áhrif voru talin galdur, sem enn má merkja að menn nýta, til að magna upp tilfinningar sínar. Hergöngulög og stríðsæsingar eiga sammerkt við stríðsdansa frummanna og kyn- hvetjandi tónlist og dansar frum- manna eru samstofna nútíma popp- tónlist og reyndar allri danstónlist, þrátt fyrir margvísleg ytri ein- kenni, mótuð af menntun, efnahag og þar til tengdum menningarerfð- um. Maðurinn söng og dansaði frá sér sorgina og eru sálmalög og lík- fylgdargöngur nútímans í litlu frá- brugðin eldfornum sorgarathöfn- um. Upphaf leiklistar í Evrópu má rekja tii karladansa Grikkja og rím og hrynskipan í kveðskap varð til vegna háttbundinnar hreyfiskipun- ar í dansi, þ.e. málið var sveigt til samræmis við dansháttinn, enda er danskunnáttan mun eldri og búin að fá á sig fasta mynd, löngu áður en menn lærðu virkilega að tala, hvað þá að yrkja ljóð. Margir íslenskir fræðimenn töldu lengi vel að dans hefði lítið verið iðkaður hér á landi en þegar forn danskvæði eru lesin og ýmislegt í þjóðlagasafni okkar er skoðað, vakna upp efasemdir um að slíkt geti verið rétt, að svo stórt safn danskvæða geti verið til án þess að dansinn sjálfur hafi verið iðkað- ur. Það var í umhverfi slíkra hug- mynda, sem Þjóðdansafélagið var stofnað og uppörvunin var eftir- stríðshugmyndin, að „allt sem er þjóðlegt, er vont og öll góð list er alþjóðleg". Nú hefur hið alþjóðlega svipleysi knúið listamenn til að „líta sér nær“ og þjóðlegheitin eru kom- in í tísku. Dansleikverkið Jörfagleði er samruni þjóðlegrar grunnmyndar og nútímalegrar úrvinnslu og það er Hákon Leifsson, sem semur tón- listina, og dregur sér eitt og annað úr sjóði íslenskra þjóðlaga og skap- ar, ásamt danshöfundi, Auði Bjarnadóttur, leikrænt sterkt verk, einfalt að gerð en sannfærandi. Það mátti heyra einstaka sálmastef, t.d. úr Liljulaginu og í myndgerð dans- anna brá fyrir Háu-Þóru leik, sem er slegið saman við giftingarleik, hringbroti, sem var í styttra lagi og Hjörturinn var þarna, en hans er aðeins getið í heimildum en ekki lýst frekar og var hér sýndur í sömu gerð og hjá Þjóðdansafélaginu. Hákon notar litla hljómsveit, kór og einsöngvara. Þrátt fyrir að verk- ið sé að nokkru byggt á þjóðlögum, þjóðlegum textum og stefbrotum er ekki um beinar útsetningar að ræða og er tónverkið því frumsam- in nútímatónsmíð, með skírskotun til ýmissa tónhugmynda úr mörgum áttum. Tónmál verksins er oft mjög einfalt, þar sem slagverk og djúpir, „dramtískir" tónar leika stórt hlut- verk. Ekki fer hjá því að oft bar fyrir eyru tóntaksmynstur, sem minntu t.d. á Stravinskíj (klarinettu sóló) og Carl Orff, t.d. í iðrunar- sálminum undir lokin, en það eru í sjálfu sér smámunir. Á móti ein- földu tónmáli, sem oft var borið uppi af einu hljóðfæri hveiju sinni, skákaði Hákon síkveðnum stefjum í samflæktu ferli og náði oft býsna góðu risi. Notkun hljóðfæranna var faglega vel unnin og það sem mest er um vert, gaf dansverkinu í heild dramtískan blæ. Mikilvægi dansleikverksins Jörfagleði liggur í nútímaúrvinnslu á gömlu efni, sem hlýtur að vera eðlilegt framhald þess, að áður hef- ur verið unnið með frumgerð efnis- ins. Á sama hátt og mikilvægt er að vinna með þjóðlegt efni, er ekki síður nauðsynlegt að vinna úr því og skapa því nýja lífsgerð. Margir eiga hlut að þeirri nývinnslu sem nú ber nokkuð á. Tónskáld hafa unnið nútímalegar raddsetningar á íslenskum þjóðlögum, endumýtt gamlan kveðskap og nú síðast í Jörfagleðinni, þar sem gerð er til- raun til að samvefja í eitt verk gamla danssögu, þjóðdansa, alþjóð- legan ballett og nútímaleikhús. Þetta sýnir það glögglega, að þjóð- menning okkar Islendinga ber í sér fræ og þann lífsþrótt, að geta blómstrað að nýju, þegar að er hlúð. Þetta, og að dansleikverkið Jörfa- gleði, bæði tónlist og dans, var ágætlega flutt, undir stjórn höf- unda, Auðar Bjarnadóttur og Há- konar Leifssonar, og að verkið í heild er gott, skiptir mestu og von- andi sér nú fyrir það, að fleiri slík verk verði samin í framtíðinni. Jón Ásgeirsson Siálfstæáar konur lls staáar — um a llt land! Sjálfstæöar konur halda rabbfundi á eftirtöldum stööum tll aö kynna sfn sjónarmiö. Föstudaglnn 2. desember; Akranes kl. 20.15 í veitingahúsinu Barbró. Frá Sjálfstæöum konum: Asdís Halla Bragadóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Gestur: Guöjón Guömundsson atþingismaöur. Grundarfjöröur kl. 20.15 í fiskverkun Soffaníusar Cecilssonar. Frá Sjálfstæöum konum: Ingibjörg Gréta Guömundsdóttir og Elínborg Sturludóttir. Gestur: Sturla Böövarsson alþingismaöur. Vestmannaeyjar kl. 20.30 í Ásgaröi. Frá Sjálfstæöum konum: Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir og Ragnheiöur Guömundsdóttir. Gestur: Árni Johnsen alþingismaöur. Laugardaglnn 3. desember; Akureyrl kl. 16.00 á Fiölaranum 4. hæö. Frá Sjálfstæöum konum: Guörún Björk Birgisdóttir, Björg Einarsdóttir og Amal Rún Qase. Gestur: Tómas Ingi Olrich alþingismaöur. Sauöárkrókur kl. 16.00 I Sæborg. Frá SJálfstæöum konum: Elsa B. Valsdóttir og Þóra Sverrisdóttir. Gestur: Pálmi Jónsson alþingismaöur. Egllsstaölr kl. 14.00 í Hótel Valaskjálf. Frá Sjálfstæöum konum: Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir. Gestur: Egill Jónsson alþingismaöur. Sjálfstæðar konurkynna aðrar áherslur í kvennapólitík en verið hafa í kvennabaráttu undanfarinna Selfoss kl. 14.00 í Sjálfstæöishúsinu. Frá Sjálfstæöum konum: Ásta Þórarinsdóttlr og Áslaug Magnúsdóttir. Gestur: Drífa Hjartardóttir bóndi. Hafnarfjöröur kl. 14.00 f Sjálfstæöishúsinu. Frá Sjálfstæöum konum: Hrund Hafsteinsdóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir. Gestur: Árni M. Mathiesen alþingismaöur. Sunnudagur 4. desember; ísafjöröur kl. 13.30 á Hótel ísafiröi 5. hæö. Frá Sjálfstæöum konum: Jóhanna Vilhjálmsdóttlr og fsól Fanney Ömarsdðttir. Gestur fundarins: Einar K. Guöfinnsson alþinglsmaöur. Alllr ðhugasamlr, karlar og konur, velkomnlr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.