Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra á fullveldishátíð stúdenta
Endurmeta
þarf fullveldis-
hugtakið
GYLFI Þ. Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, ræddi í hátíðarræðu
sinni á fullveldishátíð stúdenta í Háskólabíói í gær um nauðSyn þess að
endurmeta fullveldishugtakið og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
„Samvinna milli þjóða og á sum-
um sviðum alþjóðleg samvinna er
orðin skilyrði framfara í veröldinni.
Án samvinnu við aðrar þjóðir getur
engin þjóð, hvorki stór né smá, orð-
ið fullgildur aðili að framförum
tímans, að nýrri þekkingu og aukn-
um hagsbótum," sagði Gylfi.
Nýr skilningur á samvinnu
„Þetta kallar á nýjan skilning á
eðli milliríkjasamvinnu og bandalaga
ríkja. Hér er að finna undirrót þeirr-
ar nauðsynjar að endurmeta fullveid-
ishugtakið, sem mjög er nú rædd í
sambandi við þróun mála í Evrópu,
þeirrar nauðsynjar að þjóð geti deilt
fullveldi sínu með annarri eða öðrum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
DAGUR B. Eggertsson, formaður Stúdentaráðs, býður gesti vel-
komna á hátíðina. í fremstu röð sitja m.a. Gylfi Þ. Gíslason, Guð-
ríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu,
Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, frú Vigdís Finnboga-
dóttir forseti íslands og Sveinbjörn Björnsson háskólarektor.
þjóðum án þess að afsala sér þeim
úrslitaáhrifum, ’sem eru undirstaða
raunverulegs sjálfstæðis."
Gylfi sagði að öldum saman hefði
mönnum verið ljóst að skerðing á
algeru sjálfræði einstaklingsins væri
nauðsynleg, einmitt til að styrkja
öryggi hans og hagsmuni. „Á það
er bent, að fjölþjóðasamvinna sé
orðin svo víðtæk og sé svo mikil-
væg, ekki aðeins í efnahagsmálum,
heldur á öllum sviðum, að þeir, sem
standi utan hennar, verði hvort eð
er að taka tillit til hennar. Þess
vegna sé skynsamlegra að taka þátt
í henni, þótt það hafi einhverja
skerðingu fyrra fullveldis í för með
sér,“ sagði Gylfi.
Hann sagði að ýmsir teldu að slík
þróun myndi veikja þjóðerni og
menningu smærri þjóða. „Slíkt þarf
þó engan veginn að eiga sér stað,
ef menn vilja það ekki og gæta þess,
að slíkt gerist ekki. Og reynslan
sýnir, að aukin fjölþjóða- og alþjóða-
samvinna hefur ekki veikt smáþjóð-
ir, þeldur fremur eflt þær.“
Á fullveldishátíð stúdenta flutti
Sveinbjörn Björnsson háskólarektor
jafnframt ávarp, Háskólakórinn
söng, dúó Tómasar R. Einarssonar
lék og Stúdentaleikhúsið flutti leik-
þátt.
Haídið var málþing um gildi bóka-
safna og byltingu á sviði tölvutækni
og loks var gestum boðið á kvik-
myndasýningu.
Ungar konur innan Sjálfstæðisflokksins halda fundi um allt land
Rangar aðferðir hafa verið
notaðar í jafnréttisbaráttunni
SJÁLFSTÆÐAR kon-
ur, hópur ungra kvenna
innan Sjálfstæðis-
flokksins, gengst fyrir
fundum á níu stöðum
um allt land. Fundaher-
ferðin hefst í dag. Að
sögn Ásdísar Höllu
Bragadóttur, fram-
kvæmdastjóra þing-
flokks Sjálfstæðis-
flokksins, er tilgangur
fundanna að kynna
hugmyndafræði, sem
konurnar hafa verið að
móta undanfarna mán-
uði.
„Meginhvatinn að
því að við viljum vekja
athygli á nýjum hugmyndum um
jafnréttisbaráttu og stöðu kvenna,
er að það hefur alltof lítill árangur
náðst í þessum efnum," segir Ásdís
Halla. „Sjálfstæðar
konur telja að það sé
vegna þess að rangar
aðferðir hafi verið not-
aðar. Vinstrisinnaðar
áherzlur hafa verið ríkj-
andi og konur skil-
greindar út frá hópum,
fremur en litið sé á’þær
sem sjálfstæða ein-
staklinga. Það er hins
vegar nauðsynlegt til
að ná fram raunveru-
legu jafnrétti. Það er
okkar sannfæring að
með því að færa
kvennapólitíkina til
hægri, í átt að frelsinu,
náum við þeim varan-
legu lausnum sem þarf, í stað þeirra
skammtímalausna sem einkennt
hafa kvennabaráttu undanfarinna
ára.“
Karlar ekki í skipulagðri
herferð gegn konum
Ásdís Halla segir að ungar konur
í Sjálfstæðisflokknum teiji mikil-
vægt að konur líti ekki á karla sem
óvini. „Karlar eru ekki í skipulagðri
herferð gegn konum, eins og vinstri-
sinnar halda oft fram,“ segir hún.
„Kárlar og konur þurfa að vinna
sameiginlega að því að breyta við-
horfum þjóðfélagsins til kynhlut-
verka. Það þarf að leggja áherzlu á
að konur jafnt sem karlar séu sjálf-
stæðir einstaklingar, sem njóti allir
sömu réttinda. Við eflum fjölskyld-
una með því að leggja áherzlu á ein-
staklinginn. Ef við reynum að bijóta
niður helzta máttarstólpa ijölskyld-
unnar, sem oft er konan, með því
að koma inn hjá henni reiði og van-
metakennd gagnvart ímynduðu of-
urefli, í stað þess að hvetja hana til
að sækjast eftir sjálfsögðum réttind-
um, erum við um leið að draga úr
mætti íjölskyldunnar."
Ásdís Halla segir að Sjálfstæðar
konur leggi áherzlu á að karlar fái
sömu réttindi og konur, þar sem þær
hafa réttindi umfram þá. Þetta eigi
til dæmis við um fæðingarorlof.
Sjálfstæðar konur halda þrjá
fundi í dag, föstudag. Á Akranesi
kl. 20.15 í veitingahúsinu Barbró, á
Grundarfirði kl. 20.15 í fiskverkun
Soffaníusar Cecilssonar og í Vest-
mannaeyjum kl. 20.30 í Asgarði.
Fimm fundir verða haldnir á
morgun, laugardag. Á Akureyri kl.
16 á Fiðlaranum, á Sauðárkróki kl.
16 í Sæborg, á Egilsstöðum kl. 14
í Hótel Valaskjálf, á Selfossi kl. 14
í Sjálfstæðishúsinu og í Hafnarfirði
kl. 14 í Sjálfstæðishúsinu.
Einn fundur verður haldinn á
sunnudag, kl. 13.30 á Hótel ísafirði.
Ásdís Halla
Bragadóttir
16 sæmdir
fálka-
orðu
FORSETI íslands sæmdi í gær
samkvæmt tillögu orðunefndar
eftirtalda íslendinga heiðurs-
merkjum hinnar íslensku fálka-
orðu:
Björn Th. Björnsson, list-
fræðingur, Reykjavík, riddara-
kross fyrir fræði- og ritstörf.
Björn Erlendsson, fv. bóndi,
Selfossi, riddarakross fyrir
ræktunar- og uppbyggingar-
störf á Skálholtsstað.
Bríet Héðinsdóttir, leikari,
Reykjavík, riddarakross fyrir
leiklistarstörf.
Böðvar Jónsson, bóndi,
Gautlöndum, riddarakross fyrir
landgræðslustörf.
Guðmundur Pétursson,
hæstaréttarlögmaður, Reykja-
vík, riddarakross fyrir lög-
fræðistörf.
Guðbergur Bergsson, rithöf-
undur, Reykjavík, riddarakross
fyrir ritstörf.
Halldór Finnsson, hrepp-
stjóri, Grundarfirði, riddara-
kross fyrir störf að félagsmál-
um.
Haukur Halldórsson, form.
Stéttarsambands bænda,
Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu bænda.
Herdís Egilsdóttir, kennari,
Reykjavík, riddarakross fyrir
fræðslu- og ritstörf.
Hulda Jakobsdóttir, fv.
bæjarstjóri í Kópavogi, ridd-
arakross fyrir sveitarstjórnar-
störf.
Jón Stefánsson, kórstjóri,
Reykjavík, riddarakross fyrir
tónlistarstörf.
Ólafur Jensson, prófessor,
Reykjavík, riddarakross fyrir
vísindastörf.
Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri, Kópavogi,
riddarakross fyrir uppbygg-
ingu fjarskiptaþjónustu.
Óskar Vigfússon, fv. for-
maður Sjómannasambandsins,
Hafnarfirði, riddarakross fyrir
störf í þágu sjómanna.
Sigurður Sigurðarson,
vígslubiskup, Skálholti, ridd-
arakross fyrir störf í þágu þjóð-
kirkjunnar.
Sverrir Kristinsson, útgef-
andi, Reykjavík, riddarakross
fyrir störf að menningarmál-
um.
Ríkisreikningsnefnd leggnr til breytingu á uppgjöri ríkissjóðs og fjárlögum
Betri sýn fæst yfir
umsvif ríkisins
UPPBYGGINGU ríkisreiknings og
fjárlaga verður gerbreytt ef tillögur
ríkisreikningsnefndar ná fram að
ganga. Tillögurnar miða að því að
veita betri yfirsýn yfir umsvif ríkis-
ins og er meðal annars gert ráð
fyrir að tekjur, gjöld og skuldbind-
ingar ríkisins verði bókfærðar um
leið og þær myndast en ekki einung-
is þegar til greiðslu kemur. Fjár-
málaráðherra telur raunhæft að
nýjar reglur geti tekið gildi um ára-
mótin 1996-97.
Ríkisreikningsefnd hóf árið 1990
að endurskoða í heild reglur um
bókhald, reikningskil og gerð ríkis-
reiknings og fjárlaga og skilaði í
bytjun síðasta mánaðar tillögum
sínum til fjármálaráðherra. Skýrsla
nefndarinnar var kynnt frétta-
mönnum í gær, og sagði Friðrik
Sophusson fjármálaráðherra að um
væri að raeða merkilegar tillögur,
sem falli vel að þeirri nýskipun í
rikisrekstri, sem stefnt hafi verið
að á kjörtímabilinu..
Ríkið eins og fyrirtæki
Magnús Pétursson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins og for-
maður nefndarinnar, sagði að áhrif
ríkisfjármála á efnahagslífið væru
mjög mikil og því væri mikilvægt
að reikningshaldið veitti góða mynd
af þeim umsvifum. Nauðsynlegt
væri að draga fram raunveruleg
verðmæti sem lægju á bak við eign-
ir og skuldbindingar ríkisins og að
koma á hreint hveijar raunveruleg-
ar skuldbindingar og ábyrgðir ríkis-
ins væru og hvernig ætti að bók-
færa þær. Loks væri ný hreyfing
að eiga sér stað í þá átt að menn
gætu haldið utan um rekstur ríkis-
ins með svipuðum hætti og rekstur
einkafyrirtækis.
Magnús sagði að nefndin hefði
haft þróun á alþjóðavettvangi til
hliðsjónar, bæði hjá alþjóðlegum
stofnunum eins og ÖECD, Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum og Sameinuðu
þjóðunum; og í einstökum löndum,
en víða væri nú verið að vinna að
svipuðum verkefnum. Og alþjóðleg-
ar breytingar væru allar í þá átt
að skrá tekjur, gjöld og efnahag
ríkisins sem líkast því og gert er í
fyrirtækjum.
Fjárlög eru nú sett fram á
greiðslugrunni, sem sýna tekjur
þegar þær innheimtast og gjöld
þegar þau eru innt af hendi. Ars-
reikningar fyrirtækja eru hins veg-
ar byggðir á rekstrargrunni og sýna
tekjur þegar þær eru kræfar og
skuldbindingar um útgjöld þegar til
þeirra er stofnað. Hjá fyrirtækjum
er sjó^streymi hliðstæða greiðslu-
grunns.
Magnús sagði að rök væru fyrir
báðum aðferðunum og niðurstaða
nefndarinnar væri að fjárlög verði
byggð á rekstrargrunni en greiðslu-
grunnur verði einnig sýndur og
færður sem hreint sjóðstreymi.
, Tekjur sýndar
Nefndin leggur til að ríkisaðilum
verði skipt í fimm hluta í stað
tveggja nú. í A-hluta verði ríkis-
sjóður og ríkisstofnanir. í B-hluta
rikisfyrirtæki. í C-hluta lánastofn-
anir ríkisins. í D-hluta fjármála-
stofnanir ríkisins og í E-hluta sam-
eignar og hlutafélög í meirihluta-
eign ríkisins. Þetta er í samræmi
við alþjóðastaðla um ríkisaðila.
Önnur meginbreyting sem nefnd-
in leggur til, er að hætt verði að
draga ýmsar bætur frá skatttekjum
ríkisins og að færa innkomnar sér-
tekjur á móti gjöldum.
Nú eru til dæmis barnabætur og
vaxtabætur, sem greiddar eru
gegnum skattakerfið, dregnar frá
heildarupphæð tekjuskatts og
lækka þannig ríkissjóðstekjur í upp-
gjöri. Á sama hátt eru sértekjur,
eins og til dæmis afnotagjald Ríkis-
útvarpsins, ekki færðar sem ríkis-
tekjur heldur sértekjur stofnunar-
innar á sama hátt og auglýsinga-
tekjur.
Eftir breytingu kæmi heildarupp-
hæð tekjuskatts fram sem tekjur
ríkissjóðs og útgreiddar bætur sem
ríkisútgjöld. Þeir Iiðir sem ekki eru
greiddir út, eins og persónuafslátt-
ur, kæmu áfram til lækkunar ríkis-
tekpa.
Á sama hætt kæmu afnotagjöld
Ríkisútvarpsins fram sem tekjur
ríkissjóðs og þau yrðu síðan greidd
út sem framlag til stofnunarinnar.
I skýrslu nefndarinnar kemur
fram, að niðurstöðutölur fjárlaga
1992, sem voru rúmir 100 milljarð-
ar króna, hefðu hækkað um nærri
17 milljarða króna ef þessum regl-
um hefði verið beitt.
Magnús Pétursson sagði að til-
lögur nefndarinnar yrðu á næstu
dögum kynntar fyrir fjárlaganefnd
og efnahags- og viðskiptanefnd
Alþingis. Friðrik Sophusson sagði
að lagafrumvörp gætu komið fram
á Alþingi í vetur en ekki væri búist
■við að breytingarnar tækju gildi
fyrr en eftir tvö ár.
I
i
i