Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Breska læknablaðið The Lancet fjallar í leiðara um ósannar játningar í sakamálum eg rannsóknir dr. Gísla Guðjónssonar Lykill að skiln- ingi á fyrirbærinu RANNSOKNIR dr. Gísla Guðjóns- sonar undanfarinn áratug hafa verið lykillinn að skilningi á fyrir- bærinu ósannar játningar, segir í leiðara nýjasta tölublaðs breska læknaritsins The Lancet, sem fjallar um þetta efni undir fyrir- sögninni Sekir sakleysingjar: Ieið- in að ósönnum játningum. Undanfarin ár hefur dr. Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur við Lundúnaháskóla, átt þátt í að sanna að í nokkrum umtöluðum sakamálum í Bretlandi hafi sak- laust fóik gefið ósannar játningar við lögregluyfirheyrslur sem leiddu til þess að það var dæmt fyrir verknað sem það ekki hafði framið. I leiðara læknaritsins er fjallað um þá umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar þessa; hvað hún hafi leitt í ljós um sakamála- réttarfar þar í landi og um gagn- rýnisverð vinnubrögð geðlækna og annarra lækna sem kvaddir hafa verið til vegna rannsókna saka- mála. Blaðið telur að í mörgum málanna hafi orðalag umsagna geðlækna gefið til kynna að sekt viðkomandi væri óumdeild og um- sagnir þeirra hafi í reynd verið til- raun til að skýra aðild einstaklings- ins að verknaðinum með vísan til andfélagslegra tilhneiginga, van- þroska og áhrifagirni hans. í engu tilvikanna hafi möguleikinn á ósannri játningu verið skoðaður frá læknisfræði- eða sálfræðilegu sjónarhorni. í leiðaranum segir að nú þegar Bretar hafi tekið á mörgum þeirra eldri mala þar sem menn voru ranglega sakfelldir vegna ósannra játninga eigi þeir að setja sér það markmið að koma í veg fyrir að fleiri verði ranglega sakfelldir vegna ósannra játninga. Engra einfaldra leiða sé völ til að þekkja úr þá einstaklinga sem sé hættara en öðrum við að bregðast þannig . við yfirheyrslum að leiði til ós- , annra játninga. Öflugar og frumlegar aðferðir Gísli Guðjónsson hafi hins vegar þróað tvenna mælikvarða sem hannaðir séu með það fyrir augum að mæla á hlutlægan hátt hversu líklegur einstaklingur sé til þess að láta undan þrýstingi og leiðandi spurningum við yfirheyrslur. Að- ferðir Gísla séu öflugar og frum- legar rannsóknaraðferðir þótt hag- nýting þeirra við matsgerðir fýrir dómstóla sé háð þeim takmörkun- um að tilfinningalegt ástand og ► DR. Gísli H. Guðjónsson er fæddur í Reykjavik 26. október 1947. Undanfarin 16 ár hefur hann búið og starfað í Englandi þar sem hann hefur í starfi sínu sem yfirréttarsálfræðingur við Lundúnaháskóla rutt réttarsál- fræði braut sem nýrri fræði- grein. Gísli starfar við öryggis- stofnun þar sem unnið er að geðrannsóknum á afbrotamönn- um og meðhöndlun geðsjúkra afbrotamanna. Hann leiðbeinir jafnframt nemendum í klínísku sálfræðinámi og doktorsnámi við Lundúnaháskóla. Eiginkona hans er Julie Guðjónsson. kvíði sakborningsins geti haft veruleg áhrif á niðurstöður og enn- fremur sé óljóst hvort aðrir en sér- þjálfaðir sálfræðingar kunni á að- ferðunum svo góð skil áð þeim megi treysta til að áreiðanlegar niðurstöður fáist. -* Rannsóknir Gísla undanfarin 10 ár hafi fært mönnum almennan skilning á ósönnum játningum og hann hafi aflað góðra rannsóknar- gagna sem styðji kenningu hans um yfirheyrslusefjun; það hve ein- staklingum sé mismunandi hætt við að beygja sig undir vald við yfirheyrslur. Mælikvarðar Gísla á þetta, ásamt geðlæknisfræðilegum at- hugunum samstarfsmanns hans, breska læknisins J.A.C. MacKeith, séu mikilvæg framför á leið til skilnings á fyrirbæri sem geti graf- ið undan trausti á réttarfari í saka- málum. The Lancet kallar í leiðaranum eftir því að settar verði siðareglur um störf lækna og sálfræðinga við gerð matsgerða til notkunar í saka- málum og um hefðbundna læknis- fræðilega þjónustu við gæslu- fanga, sem hafi verið gagnrýnis- verð. Niðurstaða blaðsins er að læknisfræði og sálfræði eigi að beita til að koma í veg fyrir réttar- morð en ekki til að stuðla með beinum eða óbeinum hætti að þeim málalokum sem séu skaðvænlegust alls óréttlætis. LABJALLAN1994 Handmálaður safngripur, kr. 1.980 Qull - silfur - skartgrípír - hru'fapör - postulín - kristall. SILFURBÚÐIN Kringlunni 8 -l 2 - Sfmi 689066 PÓSTUR OG SÍMI Sölustaðir um allt land ...°g gjafirnar Telepocket 200 Verð: 32.774 kr. staðgreitt. Franskar, skósíðar, hnepptar peysur. TESSV Neðst við Dunhaga, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-16. Aðalfundur íþróttadeildar Fáks verður haldinn í félagsheimilinu mánudaginn 5. desember kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjóm Í.D.F. Haustsmölun Smalað verður í haustbeitarlöndum félagsins sunnudaginn 4. des. Flutningabílar verða í Arnarholti kl. 11.00 í Saltvík kl. 12.00 og í Geldinganesi kl. 15.00. Þeir sem hafa hug á að taka hross sín eru vinsamlegast beðnir um að vera á staðnum. Vegna mikillar aðsóknar í félagshúsin eru þeir sem hafa hug á því að vera í vetur, beðnir um að panta og staðfesta með greiðslu sem fyrst. Fákur. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 48 milljónir Vikuna 24. til 30. nóvember voru samtals 48.383.446 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Staöur: Upphæö kr.: Háspenna, Laugavegi.... 284.532 Háspenna, Hafnarstræti. 215.979 Mónakó.............. 206.076 Háspenna, Laugavegi. 52.818 Mónakó.............. 111.341 Staöa Gullpottsins 1. desember, kl. 12:00 var 3.510.550 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta. Dags. 25. nóv. 28. nóv. 29. nóv. 30. nóv. 30. nóv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.