Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ UNNUR HERMANNSDÓTTIR + Unnur Her- mannsdóttir fæddist á Glitstöð- um í Norðurárdal hinn 27. júlí 1912. Hún lést á Borgar- spítalanum 24. nóv- ember síðastliðinn. Unnur var elst átta barna hjónanna Ragnheiðar Gísla- dóttur og Hermanns Þórðarsonar, bónda og kennara. Yngri voru Svavar, efna- verkfræðingur, Gísli, vélaverkfræð- ingur, Guðrún, kennari, Vigdís, kennari, Ragnar, efnafræðing- ur, Valborg, lyfjafræðingur og Ragnheiður, deildarstjóri. Hálfsystkini, samfeðra, voru Jón, gjaldkeri og Ester Marta, skrifstofustúlka. Eftir lifa nú systurnar Guðrún, Valborg og Ragnheiður og hálfbróðirinn Jón. Hinn 7. júlí 1940 giftist Unn- ur Hans Guðnasyni, bónda í Eyjum í Kjós. Árið 1953 fluttu þau að Hjalla, nýbýli, sem þau höfðu reist í landi Eyja og bjuggu þar allt til ársins 1980, er þau fluttu til Reykjavíkur. Hans Guðnason lést 22. septem- ber 1983. Unnur og Hans eign- uðust níu börn. Þau eru: Guð- rún, f. 1941, útibússtjóri í Reykjavík, gift Rúnari G. Sig- marssyni, verk- fræðingi. Ragn- heiður, f. 1942, tannlæknir á Ak- ureyri, gift Bern- harð Haraldssyni, skólameistara. Hermann, f. 1943, skrifstofumaður á Höfn í Hornafirði, kvæntur Heiðrúnu Þorsteinsdóttur. Guðni, f. 1944, tæknifræðingur í Reykjavík, ókvæntur. Högni, f. 1946, náttúru- fræðingur, forstöðumaður heil- brigðis- og umhverfiseftirlits í Landskrona. Kona hans er Kar- in Loodberg, heilbrigðisfull- trúi. Þau búa i Lundi í Svíþjóð. Sigurður Örn, f. 1947, dýra- læknir í Reykjavík, kvæntur Helgu Finnsdóttur, dýralækni. Helga, f. 1949, leikskólakennari í Reykjavík, gift Árna Birni Finnssyni, húsgagnasmið. Erl- ingur, f. 1950, framhaldsskóla- kennari í Reykjavík, kvæntur Kristjönu Óskarsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. Vigdís, f. 1952, svæfingalæknir. Maður hennar er Jan Olof Nilsson, verkfræð- ingur. Þau búa í Gautaborg í Svíþjóð. Bamabörnin eru 20 og barnabarnabörnin fjögur. • Unnur lauk kennaraprófi vorið 1933. Hún var kennari í Mýrasýslu 1933-1936 og í Eyr- arsveit á Snæfellsnesi 1936- 1938 og í Kjósarhreppi 1938- 1940. Sumarið 1939 sótti hún námskeið í Askov í Danmörku. Unnur var sjúklingur frá vor- inu 1987. Hún hélt þó heimili þangað til hún fór á Hjúkrunar- heimilið Skjól 1991. Utför Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. PIZZAHÚSIÐ staður Jjölskyldunnar GRENSÁSVEGI 10, SÍMI 38833 LITLI lækurinn á sér uppsprettu, frá lindinni sinni streymir hann að ósi. Stundum er hann hægur og hljóður, rennur skeið sitt jafnt og þétt. í annan tíma er hann ærsla- fullur og gusast hávær að örlögum sínum rétt eins og honum liggi ósköpin öll á. Þannig er mannlífíð. Sumir lifa með hávaða og látum, fara mikinn og láta vaða á súðum; eiga stutt blómaskeið, vilja þó gjaman gleymast fljótt. Aðrir lifa eins og hægi lækurinn og hljóði, vegferð þeirra er ósköp látlaus, hógvær lífsganga vekur ekki alltaf at- hygli, en gleymist seint þeim, er til þekkja. Líf' Unnar Hermannsdóttur var sem læksins hljóða, sífelld verðandi frá uppsprettuað ósi. Vegferð, sem einkenndist öllu öðru fremur af vinnu, vinnu í þágu annarra, verka- launin ætlaði hún ekki sjálfri sér, þau voru til fólkins hennar, fjöl- skyldu, ættingja og vina. Ung fór hún úr Norðurárdalnum til Reykjavíkur til náms i Kennara- skólanum. Fyrsta bekkinn las hún utan skóla, kom til Reykjavíkur að vori og tók prófin, jafnvíg á stærðfræði og tungumál og sat síðan í 2. og 3. bekk og lauk kenn- araprófi vorið 1933. I Reykjavík bjó hún hjá frænku sinni Mörtu Indriðadóttur Einarssonar skálds og við kveðjum hana nú með ljóð- inu hans fagra „Ave María“. Ég kynntist henni fyrir tæpum 28 árum, er ég gekk að eiga næst- elstu dóttur hennar. Tvennt vakti þá þegar athygli mína í fari henn- ar: nær óbrigðult minni og stöðug -vinnusemi. Hún var þá enn langt innan við sextugt, en bar þess þegar merki að hafa lifað margan langan og stritsaman daginn. Hún vann reyndar frá blautu barns- beini, elst í stórum systkinahópi og síðar móðir níu barna, sem hún og maður hennar studdu og hvöttu til mennta og spöruðu enga fyrir- höfn til að svo mætti verða. Hún hafði ung komið til kennslu í Kjósina og þar kynntist hún Hans Guðnasyni, annáluðu reglu- og hraustmenni. Þau hófu búskap í sambýli við foreldra hans í Eyjum og þegar börnin voru orðin níu, byggðu þau nýbýlið Hjalla í landi Eyja. Slíkt átak var ekki heiglum hent og mér er kunnugt um, að vinnudagur hennar var ætíð langur og stundir til næðis og hvíldar fá- ar, ekki síst þegar bóndi hennar var oft langdvölum að heiman til að drýgja tekjurnar. Unnur var bókhneigð og bjó yfir mikilli fróðleiksþrá og var svo reyndar um þau hjón bæði. Sam- ferðafólk sitt þekkti hún svo af bar og gott var að fara í smiðju til hennar til fróðleiks um fólk og ættir. Unnur var fremur hlédræg að eðlisfari, varkár og aðgætin, en undi sér þó hvergi betur en innan um margt fólk. Það hefur enginn komið, sagði hún stundum á bú- skaparárunum á Hjalla, ef matar- gestir á sunnudegi voru færri en tíu. Þau voru um margt ólík hjón- in, en samhent. Hans var eldhugi, fljótur að ákveða og framkvæma, hún gætin og natin til verka. Unnur skrifaði dagbók í meira en hálfa öld og stóð lengi í bréfa- sambandi við gamla nemendur úr Eyrarsveit, en þar hafði hún kennt áður en hún kom í Kjósina. Hún átti frændfóik í Vesturheimi og á Nýja-Sjálandi. Þá frændsemi rækt- aði hún líka með bréfaskriftum eftir því sem aðstæður leyfðu. Þá starfaði hún í áratugi í Kvenfélagi Kjósarhrepps og í orlofsnefnd hús- mæðra í Kjósinni. Haustið 1980 var heilsa manns hennar á þrotum og þau urðu að bregða búi og flytja til Reykjavík- ur, en þá voru öll börnin flutt að heiman. Heimili þeirra þar var at- hvarf stórfjölskyldunnar, þangað komu börn, tengdabörn og barna- börn, ættingjar og vinir og þar var sem fyrr glatt á Hjalla. Hans Guðnason lést haustið 1983, en hún bjó áfram með sömu rausn sem fyrr. Unnur var sílesandi eftir því sem aðstæður leyfðu og eftir að hún kom til Reykjavíkur settist hún að námi, bæði í ensku og sænsku, en tvö bama hennar búa í Svíþjóð. Vorið 1987 varð hún fyrir áfalli og lamaðist. Þó bjó hún enn í íbúð sinni með hjálp bama sinna. Snemma árs 1991 flutti hún í Hjúkrunarheimilið Skjól þar sem hún naut hinnar bestu aðhlynning- ar í erfiðum veikindum. Starfsfólk- ið þar var henni hlýtt og nærgætið og það þakka aðstandendur af heilum hug. í meir en aldarfjórðung var heimili hennar okkar annað heim- ili. Drengimir okkar dvöldu oft hjá afa og ömmu í sveitinni og öll átt- um við hjá þeim athvarf og skjól. Annað hefði hún ekki viljað. I dag, þegar Unnur Hermanns- dóttir er kvödd hinstu kveðju, er spurt: Hefur hún nú ekki hitt Hans Guðnason aftur á öðrum Hjalla í annarri Kjós, þar sem lækur hjalar við grænar grundir og gróin tún? Bernharð Haraldsson. Mig langar í fáum orðum að minnast tengdamóður minnar Unnar Hermannsdóttur. Þegar ég kynntist henni var hún húsmóðir á stóru sveitaheimili. Hún var sí- starfandi og alltaf var margt fólk í kringum hana. Henni virtist líða best þegar sem flest fólk var hjá henni. Elstu barnabörnin nutu þess að vera í sveitinni hjá afa og ömmu í lengri eða skemmri tíma. Mér er það minnisstætt þegar yngri sonur minn fæddist. Hún talaði um það hvort ég vildi ekki að eldri bömin kæmu til hennar í sveitina á meðan móðir þeirra lægi á sæng. Ég sagði henni að það væri ekki þörf á því vegna þess að ég hefði fengið mér frí og væri heima til þess að hugsa um bömin. Þó að hún hefði nóg að gera við heimilisstörfin gaf hún sér tíma til að vinna ýmiss konar handavinnu. Hún pijónaði t.d. margar lopapeys- ur sem börn, tengdaböm og barna- böm njóta. Hún notaði hverja stund sem gafst til að lesa bækur. Hún hlust- aði mikið á útvarp, fylgdist með fréttum og var mjög fróð. Árið 1980 þegar tengdafaðir minn hafði misst heilsuna bragðu þau búi og fluttu til Reykjavíkur. Hún annaðist hann á heimili þeirra á meðan hann lifði. Hún hafði gaman af því að umgangast börn og var tilbúin að gæta þeirra þeg- ar við þurftum á því að halda. í mörg ár aðstoðaði hún okkur við að setja niður og taka upp kartöfl- ur úr garðskika sem við höfðum til umráða. Hún veiktist nokkrum dögum eftir að eldri sonur minn fermdist árið 1987. Hún lamaðist og var eftir það bundin hjólastól. Það reyndist henni mjög erfitt. Hún var vanari því að snúast í kringum fólk en að láta snúast við sig. Fyrst eftir að hún veiktist var hún heima. Börnin hennar önnuð- ust hana sem best varð á kosið. Síðar hrakaði henni og var hjúkr- unarheimilið Skjól heimili hennar síðustu árin. Þar leið henni vel og fékk hún mjög góða umönnun. Þó svo að hún hafi átt erfitt með að tjá sig fylgdist hún vel með alveg fram á síðasta dag. Hennar bestu ánægjustundir vora þegar hún var innan um flest barna sinna og fjöl- skyldur þeirra. Inga Dóra, Hafþór og Heiðar þakka ömmu sinni fyrir allar ánægjustundirnar. Arni Björn Finnsson. Það var gott að koma og dvelja á Hjalla í Kjós. Ekki síst skemmti- legt. En þangað fórum við Dísa iðulega, þegar við vildum fá næði við lestur á námsárum okkar í Háskólanum. Þar vorum við auf- úsugestir. Þar var dekrað við okk- ur í orðsins fyllstu merkingu. Kræsingar á borðum í hvert mál. Unnur sá um það af sínu örlæti. Hans eiginmaður hennar leiddi hins vegar umræðuna við matborð- ið og þegar vinnudegi lauk. Sósíal- ískur hugsjónamaður, sem fór ekki dult með stjómmálaskoðanir sínar. Það kom mér, Heimdellingnum í þá daga, hins vegar oft á óvart, hvað við voram um margt sam- mála. En manngildishugsjónin og reglur lýðræðis um frelsi til orðs og æðis voru okkur algild sann- indi. Kannski slógu hjörtu okkar í takt. Hjalli var nýbýli og þau Hans og Unnur byggðu bú sitt með þrot- lausri vinnu og eljusemi. Ekkert kom upp í hendur þeirra af sjálfu sér. Þau skópu og mörkuðu sjálf örlög sín og umhverfi. Börn þeirra urðu níu talsins. Öll komust þau vel áfram og menntuðust. Nutu þau kennaramenntunar móður sinnar, sem lagði sig aila fram um að búa börn sín undir lífið. Dísa var yngsta barn þeirra, rúmlega tvítug, þegar við hittumst fyrst, augasteinninn þeirra. Ég naut þess. Þegar við eignuðumst syni okkar, Tomma og Rikka, var þeim tekið opnum örmum afa og ömmu í Kjósinni og þar fannst þeim gott að vera. Það var Unni mikill missir, þeg- ar Hans féll frá, ævifélaginn. Einn- ig harmur öllum börnum þeirra, barnabömum og öðrum, sem hann þekktu, tengdum og ótengdum. En Hans og Unnur fluttu til Reykjavíkur vegna veikinda Hans og stofnuðu fallegt heimili á Rauðalæk 45. Þar var sama gest- risnin og á Hjalla. Unnur bjó ein á Rauðalæknum í nokkur ár eftir andlát Hans og hélt þar heimili. Þar kom hin síóra fjölskylda saman á hátíðum og við hin ýmsu tækifæri. Það tilheyrði. Allir voru þar velkomnir til dvalar í lengri eða styttri tíma, til matar og drykkjar, hvenær sem var. Eft- ir að Unnur veiktist flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól og naut þar góðrar aðhlynningar. Með Unni og mér voru kærleik- ar frá fyrstu kynnum okkar. Engin breyting varð á því, þegar við Dísa slitum samvistir. Ég fann sterkt til þess alla tíð, að ég átti vin og bandamann, þar sem Unnur var. Gagnkvæm virðing ríkti milli okk- ar. Það er skarð fyrir skildi, að Unnur er fallin frá. Blessuð sé minning hennar. Róbert Árni Hreiðarsson. Nú orðið upplifa alls ekki öll börn það ævintýri að dveljast sum- ar í sveit. Fyrir dreng í þéttbýli er sveitin annar og spennandi heimur og snjóa vart tekið að leysa að vori þegar eftirvæntingin gerir vart við sig. Skyldi sauðburðinum verða lokið? Ætli það verði búið að hleypa kúnum út? Og loks lýkur skólanum og frelsið tekur við; hald- ið í sveitina, nýklipptur, med strigaskó og ný stígvél í fjósið. Tíu ára drengs bíða mörg ábyrgðar- mikil störf í sveitinni: að vakna eldsnemma á hveijum morgni til að sækja kýmar, reka þær heim í fjós og aðstoða við morgunmjalt- imar, gæta þess að skepnurnar komist ekki í túnin, að ógleymdum ótal handtökum við heyskapinn. Já, það eru forréttindi að fá að vera í sveit. Þeirra forréttinda naut ég hjá ömmu minni, Unni Her- mannsdóttur, og afa mínum, Hans Guðnasyni, á Hjalla í Kjós. Hjá ömmu og afa á Hjalla var alltaf fullt hús af bömum. Sjálf áttu þau níu böm og þau yngstu vora vart flutt að heiman þegar barnabömin tóku að koma til lengri eða skemmri sumardvalar. Það var jafnan mikið um að vera á Hjalla og í mörg horn að líta því að uppátæki barnabarnanna voru margvísleg. Fyrir kom að frelsa þurfti kettlingana þegar smáfólkið hafði af miðlungi mikilli varfærni fært þá í dúkkuföt eða hindra ráða- gerðir um að gefa nú heimaaln- ingnum kókómalt í pelann í stað þessa eilífa mjólkurgutls. Þá gat það hent kúarektora að gleyma sér og embættisskyldum sínum ef á vegi þeirra varð skurður sem freistandi var að reyna að stökkva yfír eða lækur sem bauð upp á áhugaverðar stífluframkvæmdir. Vanafastar kýrnar komu sér þá sjálfar heim í fjós og gat stund liðið áður en skömmustulegir vinnumennirnir skiluðu sér blautir og skítugir. Þrátt fyrir þetta töluðu amma og afí alltaf við okkur eins og við væram fullorðið fólk og treystu okkur. Við fengum snemma að taka fullan þátt í heyskapnum þó að tæknin hefði haldið þar innreið sína með óteljandi hættum. En við lærðum ekki aðeins að umgangast vélar nútímans; amma og afi voru sem óþijótandi fróðleiksbrunnar um fyrri búskaparhætti og ólöt við að segja okkur unga fólkinu frá. Og fyrir kom að við fengum að spreyta okkur: Hann er ógleyman- legur, dagurinn þegar öll sveitin varð rafmagnslaus og amma og afi kenndu okkur þá list að hand- mjólka. Það var í senn skemmtilegt og lærdómsríkt fyrir okkur sem ekki þekktum annað en nútímafjós med mjaltavélum. Það voru mikil umskipti fyrir afa minn og ömmu að þurfa að bregða búi þegar heilsan tók að gefa sig. En nýja heimilið á Rauða- læknum varð undireins samkomu- staður fjölskyldunnar og þar nutu gömlu hjónin þess að fá börn og barnabörn í heimsókn, fylla íbúðina af fólki. Afi minn lést fyrir ellefu árum og nú hefur amma mín feng- ið hvíldina eftir langvarandi heilsu- leysi. Því miður voru samveru- stundirnar alltof fáar síðustu ár, en sumrin á Hjalla líða mér aldrei úr minni; fyrir þau er ég ævinlega þakklátur. Haraldur Bernharðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.