Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
SARA við eitt verka sinna.
Sara sýn-
ir í Gall-
erí Fold
SARA Jóhanna Vilbergsdóttir opn-
ar málverkasýningu í Gallerí Fold,
Laugavegi 118, laugardaginn 3.
desember. Sýninguna nefnir Sara
ílát meðal annars. _
Sara er fædd á ísafirði 1956 og
ólst þar upp. Hún hefur haldið tvær
einkasýningar hér á landi og tekið
þátt í samsýningum bæði hérlendis
og erlendis. Sara hefur unnið til
viðurkenninga fyrir verk sín, meðal
annars á erlendri grund.
Sara vinnur jöfnum höndum olíu-
og pastelmyndir og í kynningu seg-
ir að myndefnið sé oft einhverskon-
ar uppstillingar, hversdagslegir
hlutir í óræðu andrúmslofti, svo sem
ílát allskonar. Ennfremur að hún
máli gjaman mjög einfaldað lands-
lag og í pastelmyndunum bregði
fyrir fólki og dýrum.
Opið er í Gallerí Fold daglega frá
kl. 10-18 nema sunnudaga frá kl.
14-18.
------.........—
Jólaóratoría
Saint-Saens
KÓR Seltjarnarneskirkju og Kór
Háteigskirkju flytja Jólaóratoríu
Saint-Saéns á aðventu.
Stjómandi Kórs Seltjamames-
kirkju er Viera Gulázsiová og
stjórnandi Kórs Háteigskirkju er
Pavel Manásek, en hann er jafn-
framt stjórnandi flutnings.
Þeir sem koma fram em; Þuríður
G. Sigurðardóttir sópran, Sigríður
Elliðadóttir mezzósópran, Svava K.
Ingólfsdóttir alt, Guðmundur Gísla-
son tenór, Bergþór Pálsson bariton,
Viera Gulázsiová orgel, Monika
Abendroth harpa, Sean Bradley
konsertmeistari. Strengir Olga B.
Ólafsdóttir, Guðrún Harðardóttir,
Sigurður Gunnarsson og Borgar
Magnason.
Tónleikar kóranna em í Seltjarn-
ameskirkju laugardaginn 3. desem-
ber kl. 20. og í Háteigskirkju mið-
vikudaginn 7. desember kl. 20.
Aðgangseyrir er 800 krónur.
------» » ♦-----
Söngsmiðjan
með skemmtun
á Ingólfstorgi
SÖNGLEIKJAHÓPAR Söngsmiðj-
unnar verða með skemmtun á Ing-
ólfstorgi laugardaginn 3. desember
kl. 14 og tónleika á sal skólans,
Skipholti 15, kl. 16 sama dag.
Ymislegt verður á boðstólum.
Hippar, rapparar, rokkarar og
ungnunnur mæta á staðinn, segir
í kynningu.
A sunnudaginn 4. desember verð-
ur síðan jólaskemmtun barnanna á
sal skólans, kl. 15. Barnahópar
Söngsmiðjunnar sýna.
Allir em velkomnir.
íslenskt og alþjóðlegt
BOKMENNTIR
Ritgcrðir
SAGNAÞING
Helgað Jónasi Kristjánssyni
sjötugum 10. apríl 1994.1.—II. 853
bls. Hið íslenska bókmenntafélag,
1994. Verð kr. 5.848.
SÚ ER ORÐIN venja að heiðra
fræðimenn sjötuga með afmælisriti.
Þá láta þeir af störfum; teljast vera
búnir að skila sínu ævistarfi. Sagna-
þing er í tölu mestu rita sem gefin
hafa verið út af því tilefni. Það er
við hæfi. Starf það, sem Jónas
Kristjánsson hefur skilað, er orðið
bæði mikið og gott. Það hefur þó
farið mestmegnis framhjá almenn-
ingi. Hljóðlát iðkun fomra fræða
innan fjögurra veggja vekur sjaldan
athygli.
Enda þótt íslenskur almenningur
þekki ekki mikið til starfa Jónasar
vita fræðimenn um allar jarðir hver
hann er. Sagnaþing er ritgerðasafn,
og allt á sviði íslenskra og nor-
rænna fræða en annars harla fjöl-
breytt. Það er skrifað á einum átta
tungumálum: Norðurlandamálum
þrem, auk íslensku auðvitað, ensku,
þýsku, frönsku og ítölsku.
Ritið hefst á gamansömu tilskrifi
Hermanns Pálssonar þar sem hann
rekur lífshlaup Jónasar og drepur
á helstu verk hans á fræðasviðinu.
Meðal höfunda eru svo gamal-
kunn nöfn úr heimi fræðanna: Rég-
is Boyer, Peter Foote,
Peter Hallberg, Gösta
Holm, Hallvard Mag-
eröy — svo fáir einir
séu nefndir. Régis Boy-
er, sem er dæmigerður
íslandsvinur, segir í
upphafi síns máls að
íslendingar séu heims-
ins mesta bókmennta-
þjóð. En svo sér hann
ástæðu til að taka fram
að land bókmennta-
þjóðarinnar telji aðeins
»256.000 habitants«.
Vel meint, en tvíbent!
Auðvitað á þetta að
vera lof. Eigi að síður
er komið við auman
blett þegar maður er þannig minnt-
ur á smæð sína. Smæðin er stað-
reynd. En þrátt fyrir hana þarf
ekki að efast um hitt að íslenskar
miðaldabókmenntir séu partur af
heimsmenningunni. Raunar hið
eina sem íslendingar hafa lagt til
hennar fyrr og síðar. Þess vegna
er þetta Sagnaþing svo alþjóðlegt
sem raun ber vitni.
Framlag íslendinga er auðvitað
mest. Og þar kennir margra grasa.
Sumir halda sig í strangasta skiln-
ingi á vísindasviðinu, rýna í skinn-
blöð og stafkróka og vélta fyrir sér
hvort ein sagan kunni að vera eldri
eða yngri en önnur, hvort skrifari
þessarar kunni að hafa orðið fyrir
áhrifum frá skrifara hinnar, hvort
þessi eða hin setningin muni vera
upprunaleg eða viðbót seinni tíma
skrifara og svo fram-
vegis. Rökræður af því
taginu eiga sjaldnast
erindi til hins aimenna
lesanda en eru hvergi
ómerkari fyrir það.
Þetta eru grunnrann-
sóknir sem í upphafi
varða stafkróka en
geta á endanum leitt
til fijórrar niðurstöðu.
Aðrir skrifa þarna
um efni sem eru að
sönnu fræðileg en skír-
skota eigi að síður til
hins dæmigerða með-
almanns á líðandi
stund. Þeirra á meðal
er Baldur Jónsson sem
veltir fyrir sér hversu fara skuli
með orðið tölva. En tölvan hefur
valdið þónokkrum vandræðum, svo
þjált í munni og einfalt sem orðið
annars er. Margur vill segja «talva»
samanber kaka um köku. Þann
rangsnúning skyldu menn varast
að herma í eyru málfræðinga. En
fleira veldur málspekingum and-
vöku. Menn, sem betur þykjast vita
og vanda sig meira, þora varla að
nota eignarfall orðsins í fleirtölu
þar sem vísir menn hafa ekki kom-
ið sér saman um hvert það skuli
vera. Baldur heggur á hnútinn;
fellst á að það skuli vera eins og
nefnifall eintölu, til tölva.
Þá upplýsir Baldur að til mála
hafí komið að sameinast um eitt
orð fyrir öll Norðurlönd og hafi tölv-
an komið til álita. En »frændur
vorir« reyndust ekki hafa áhuga á
því sem_ kvakað var hér úti í hafs-
auga. »Á það var bent að orðið tölva
gyldi þess eins að vera ættað úr
áhrifalitlu þjóðfélagi.« Enn og aft-
ur: Allt of fáir »habitants«!
Morð í rekkju hjóna — Þrætt um
túlkun Gísla sögu heitir svo þáttur
eftir Véstein Olason sem einnig
skírskotar til ófróðra jafnt sem
fróðra. En Vésteini er manna best
lagið að reifa svo forn málefni að
þau höfði til okkar sem nú lesum
og lifum. Þó Vésteinn taki þama
fyrir eitt tiltekið atriði má í stuttu
máli segja að hann varpi fram þeirri
sígildu spurningu hversu langt skuli
leita í túlkun þegar fombókmenntir
em annars vegar. Á að skilja text-
ann eins og hann kemur fyrir —
eins og okkur fínnst eðlilegast að
skilja hann? Eða á að leggja í hann
einhvem óræðan og fjarlægan
skilning sem ætla má að legið hafi
ljós fyrir miðaldamönnum en okkur
nútímafólki sé hulinn? Vésteinn
hallast að hinu fyrr talda. Undirrit-
aður er sammála. Oftúlkun einfald-
ar ekkert. Hún flækir.
Þó fleira sé athyglisvert í riti
þessu — sannarlega miklu fleira —
er hentast að láta hér staðar num-
ið. Fullyrða má að sá, sem les
Sagnaþing frá upphafi til enda, sé
ekki aðeins fróðari en áður; hann
gerir sér einnig ljóst hvað það er
sem heimurinn er að skyggnast
eftir þegar hann horfir norður hing-
að.
Erlendur Jónsson
Jónas Kristjánsson
Orðin í
umhverfi sínu
BOKMENNTIR
íslcnsk fræði
ORÐASTAÐUR
eftir Jón Hilmar Jónsson.
Mál og menning, 1994.
Virðist mér Vatnsfjörðr
vera sem sagt er
heiðarlega húsaðr,
horfinn um með grænt torf.
Jón Arason
SÁ SEM þessi kynningarorð
skrifar, hefur stundum með sjálf-
um sér metið gildi orðabóka eftir
því, hversu mikið er þar af dæm-
um. Sumar ensk-enskar orðabæk-
ur eru sérlega góðar að þessu leyti,
eða þá fomíslensk orðabók sem
Johan Fritzner tók saman.
Ég hafði aðalfyrirsögn á þessari
grein svo sem sjá má, enda þótt
mér hafi þótt orðið umhverfi ofnot-
að í seinni tíð. En þá er að hugga
sig við hinn sérkennilega þokka
orða Jóns byskups „horfinn um
með grænt torf“. Orðastaður Jóns
Hilmars Jónssonar er eins og stað-
urinn í Vatnsfirði þannig umhorf-
inn. Með fyrirsögninni vildi ég
vekja athygli á höfuðeinkenni þess-
arar bókar: að sýna orðin í réttu
samhengi, eða hversu fjölbreytileg
þau mættu vera í því samhengi.
Þótt ég noti hér lýsingarorðið rétt-
ur þá er það ekki svo að skilja, að
í bókinni Orðastað eigi að staðla
íslenska tungu. Það er einmitt
þveröfugt. Hún er gerð til þess að
auðvelda mönnum að auðga mál
sitt að fjölbreytni, en auðvitað inn-
an þeirra marka sem góð íslenska
setur, og er þá ekki að því að
spyija, að fornsögurnar og Biblían
hafi komið að dijúgum notum, eins
og höfundur segir. Síðan tilfæri
ég hér orðrétt úr við-
tali í Mbl. 23. nóv. síð-
astliðinn:
„Hún fbókin] er
ætluð öllum þeim sem
fást við skriftir af ein-
hverju tilefni, t.d.
skólafólki, blaðamönn-
um eða fólki sem þarf
að semja skýrslur og
vill geta brugðið fyrir
sig fjölbreytilegu
(auðk. hér) máli, fund-
ið ný orð og nýtt orða-
lag.“
Ekki miklu síðar í
viðtalinu nefnir höf-
undur þýðendur sem
„stöðugt eru að fást við blæbrigði
í máli“. Mér dettur þetta einmitt
í hug. Meðan ég fékkst við að
þýða þykkar bækur, hefði bók sem
Orðastaður ekki gengið mér hendi
firr.
Mörg þrekvirki hafa verið unnin
í íslenskum fræðum hin síðari ár.
Og mjög víða er ágætt ræktunar-
starf unnið á akri fræðanna. Þetta
hef ég alltaf öðru hvoru sagt í pistl-
um mínum hér í blaðinu, þótt sum-
um fínnist sem ég agnúist of mik-
ið út í málhelti fjölmiðlamanna.
Það á sér augljósar ástæður sem
ég hirði ekki um að tína til hér.
En bók eins og Orðastaður er kjör-
in kennslubók handa fjölmiðlung-
um og öllum sem vilja vanda mál
sitt, nota orðin rétt og umfram
allt forðast fátæklegt og sneyðilegt
tal. Þeta er geysilega mikilvægt.
Hrörlegt mál deyr, og er nú ekki
mikil speki hjá mér, því að hrör
merkir lík. En mál, sem ríkt er að
fjölbreytni og orðauðgi, lifir. Orða-
staður er til þess fallinn að halda
lífinu, og það góðu lífi, í tungu
okkar. Og flestir vita að tungan
er haldreipi okkar og réttlæting í
veröldinni. Stærri og frægari þjóð-
um en íslendingum er
ljóst gildi móðurmáls-
ins. Georges Pom-
pidou, fyrrverandi
Frakklandsforseti,
sagði einhveiju sinni:
„Það er vegna máls
okkar, að við erum til
í veröldinni aðrir en
bara einhver önnur
þjóð.“
Markús Terentíus
Varró, sá stórlærði
Rómveiji, sagði í þýð-
ingu Hallgríms Pét-
urssonar:
„Það verður dýrast
sem lengi hefir gleymt
verið, og gefur tvefaldan ávöxt í
hentugan tíma fram borið.“
Jón Hilmar Jónsson varð
snemma brattstígur í lærdómi sín-
um og vísindum, en hefur litla
stund lagt á að auglýsa sig. í fjög-
ur ár hefur hann m_eð öðru unnið
að sinni miklu bók. íslenskt skáld,
sem uppi var mörgum öldum síðar
en Markús Terentíus Varró, sagði
að kyrrlát önn skyldi eija klungrin.
Slík önn er löngum unnin innan
við múrvegginn. Nú er í hentugan
tíma fram borinn ávöxturinn af
hinni kyrrlátu önn hins hógværa
vísindamanns. Þetta er mikið góð-
virki, ærin bók að öxtum, en þó
er svo til hagað, að hún er ekki
óheyrilega þung á höndum. Hún
er frá höfundarins hendi svo gagn-
vönduð og nýt að nema sem af
honum mátti við búast. Hún er
eitt þeirra mörgu stórvirkja á sínu
sviði sem unnendur íslenskrar
tungu eiga fyrir að þakka nú á
fáum árum. Hún er náma skáldum,
rithöfundum og skrifendum öllum,
og hver er það ekki á okkar bless-
aða landi? Hafi allir þeir, sem að
bókinni unnu þökk og æru.
Gísli Jónsson
Jón Hilmar
Jónsson
Norræna húsið
Sigurður
sýnir
SIGURÐUR Einarsson opnar mál-
verkasýningu í Norræna húsinu,
laugardaginn 3. desember kl. 15.
Sigurður er búsettur á Selfossi
og vann við Mjólkurbú Flóamanna
í aldarfjórðung. Hann fæddist á
Gljúfri í Ölfusi fyrir 76 árum og
er uppalinn í Einholti (Helli).
Myndirnar eru flestar olíumyndir
á striga. Þær sýna dýr, kletta, fólk
og gróður í óijúfanlegri heild sem
eiga að tákna bernskusýnir úr
gljúfrinu mikla þar sem Sigurður
lék sér sem bam, segir í kynningu.
Sigurður hefur haldið átta einka-
sýningar, auk þess hefur hann sýnt
með Myndlistarfélagi Árnessýslu
og átt myndir á samsýningu Ný-
hafnar í Reykjavík.
Sýningin í Norræna húsinu verð-
ur opin daglega frá kl. 14 til 19.
Henni lýkur 18. desember.
-----♦ ♦ »
Aðventusöngur
við kertaljós
AÐVENTUTÓNLEIKAR í Skál-
holtskirkju verða haldnir laugar-
daginn 3. desember kl. 15. Kór
Menntaskólans að Laugarvatni og
Barnakór Biskupstungna syngja
aðventu- og jólalög undir stjórn
Hilmars Arnar Agnarssonar sem
leikur á orgel kirkjunnar.
Margrét Bóasdóttir, sópransöng-
kona í Skálholti syngur einsöng og
einnig fjórir nemendur í Mennta-
skólanum að Laugarvatni, þau Elín
Una Jónsdóttir, Elfa Margrét
Ingvadóttir, Kristjana Skúladóttir
og Ágústa Margrét Þorarinsdóttir.
Monika Abendroth leikur á
hörpu, Sæunn Bryhjarsdóttir, Una
B. Hjartardóttir og Anna Abend-
roth á þverflautur og Kjartan
Guðnason á kontrabassa, einnig
munu nemendur í Menntaskólanum
að Laugarvatni lesa ljóð.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.