Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ríkisfyrirtæki á útsölu? I ANNARS ágætri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um sölu ríkis- fyrirtækja 1991-1994 er einkum tvennt sem vakið, hefur umræðu í fjölmiðlum síðustu daga og ég tel nauðsyn- legt að gera athuga- semdir við. Annars veg- ar varðandi söluverð tæplega 40% hlutafjár ríkisins í Islenskri end- urtryggingu og hins vegar varðandi ávinn- ing ríkissjóðs af einka- væðingu á kjörtímabili þessarar ríkisstjórnar. Vil ég af því tilefni koma eftirfar- andi á framfæri við lesendur Morg- unblaðsins. Salan á hlutabréfum ríkisins í íslenskri endurtryggingu hf. Fram hefur komið í fjölmiðlum, að Ríkisendurskoðun gagnrýnir í skýrslu sinni, að ekki hafi verið reiknað út svokallað upplausnarvirði fyrirtækisins, áður en kom til sölu. Samkvæmt útreikningum stofnun- arinnar hafi það verið umtalsvert hærra, en söluverðið eitt og sér. I skýrslunni kemur fram, að stofnunin leggur ekki mat á það, hvort ein- hverjir kaupendur hefðu fengist að hlutabréfunum, m.v. upplausarvirði fyrirtækisins. Vegna þessarar um- fjöllunar í skýrslunni hefur því verið slegið upp í sumum fjölmiðlum, að söluverðið hefði átt að taka mið af upplausnarvirðinu og að hlutur ríkis- sjóðs hafi jafnvel verið seldur á ein- hvers konar útsöluverði. Þetta er ijarri öllu lagi. Fjölmiðlar og aðrir, sem fjalla um málið, verða að kynna sér staðreyndirnar áður en þeir fara að draga ályktanir. Reiknað upplausnar- virði fyrirtækisins er samanlagt virði eigin fjár þess og trygginga- sjóðs. Sú fjárhæð gat ekki ráðið söluverðinu. Segja má, að það sé út af fyrir sig forvitnilegt sagnfræðilegt atriði að reikna út upplausnar- virði fyrirtækisins, en hefur í sjálfu sér litla þýðingu. Það getur tek- ið mörg ár, jafnvei ára- tugi, að slíta endur- tryggingafélagi með allri þeirri óvissu, sem slíkur rekstur er undir- orpinn. Slitum félagsins myndi og fylgja verulegur kostnaður. Ekki stóð heldur til, að leggja fyrirtækið niður. Ríkissjóður einn gat ekki ráð- ið því sem eigandi innan við 40% hlutafjárins. Fleiri atriði koma og til skoðunar í þessu sambandi. Nefna má að um sölu áramót og fyrirtækið var selt (1992/93) varð fyrirtækið skatt- skylt, en það var undanþegið skatti fram að þeim tíma. Mikil óvissa er í slíkri starfsemi og þó að eitt ár komi vel út varðandi afkomuna, verður að líta til þess, að ekki þarf nema einn alvarlegan tjónsatburð til að gjörbreyta stöðu fyrirtækisins. Það hafði aldrei skilað neinum telj- andi tekjum í ríkissjóð þar sem arð- semi eigin fjár var fremur lítil. Rík- ið hafði því lítinn hag af óbreyttri starfsemi. Með tilliti til afkomu fyrir- tækisins síðastliðin tvö ár er ekki nokkur vafí á því, að salan og form- breytingin hafi verið til mikilla hags- í öllum tilvikum einka- væðingar hefur niður- staðan verið jákvæð fyr- ir ríkissjóð, að mati Hreins Loftssonar, sem telur ríkið hafa losnað undan ábyrgð í áhætturekstri. bóta fyrir ríkissjóð. Þannig námu skattgreiðslur fyrirtækisins í ríkis- sjóð aðeins á sl. ári um 23 milljónum króna. Samanburður söluverðsins við upplausnarvirðið má ekki taka mið af söluverðinu einu og sér, heldur verður að taka mið af söluverðinu og líklegum skatttekjum ríkisins af félaginu þann tíma, sem slit á félag- inu tækju. Eins og fram kom hér að framan getur þar verið um nokk- uð iangan tíma að ræða, jafnvel 10-15 ár. Minna má á í þessu sam- bandi, að skiptum á þrotabúi Endur- tryggingafélags Samvinnutrygginga hf. er enn ólokið réttum áratug eftir gjaldþrotið. Söluverð hlutafjárins tók mið af verðmati sérfræðinga hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka. í verðmati sínu miðaði VÍB bæði við eigið fé og hreint öryggisálag í trygginga- sjóði, en þær fjárhæðir endurspegl- ast í gjaldþoli fyrirtækisins, sem til- greint er í ársreikningi þess. FJár- hagslegur styrkur félagsins kemur fram í gjaldþolinu, en við það miðar Hreinn Loftsson kaupandi þegar hann metur eðlilegt kaupverð. Það vafðist heldur ekki fyrir Burðarási hf., sem er í eigu Eimskipafélags Islands hf., að selja sinn hlut í íslenskri endurtryggingu skömmu eftir að ríkissjóður seldi sinn hlut, á sama gengi. Aldrei má gleyma aðalatriðinu: Ekki verður af viðskiptum nema kaupandi og selj- andi komi sér saman um verðið. Þess bera að geta, að gengið var frá sölunni í árslok 1992 með fyrir- vara um samþykki Alþingi. Sölunni var lýst í fjölmiðlum, m.a. í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á að- fangadag 1992. Ríkisendurskoðun var vel kunnugt um söluna á þeim tíma, sem hún átti sér stað. ítarleg greinargerð um hana var send ráð- herrum í janúar 1993. Að sölunni var vikið í umræðum um frumvarpið um breytingu fyrirtækisins í hlutafé- lag og á nefndarfundi um máiið mættu aðilar sem vel þekktu til söl- unnar. Frumvarpið varð að lögum 28. apríl 1993, fjórum mánuðum eftir söluna. Nægur tími var þá til athugasemda og jafnvel til að hætta við söluna, ef ástæða hefði þótt til. Ávinningur ríkisins - markmið einkavæðingar Heildartekjur af sölu ríkisins á fyrirtækjum og eignum vegna einka- væðingar nema um kr. 1.905 m.kr. á kjörtímabilinu. Þá er talið með söluverðmæti eigna Ríkisskips, Menningarsjóðs, auk sölu Lyfja- verslunar íslands. Umfjöllun um þá sölu vantar í skýrslu Ríkisendur- skoðunar, en þar var um vel heppn- aða framkvæmd á sviði einkavæð- ingar að ræða. I skýrslu Ríkisendur- skoðunar er dregið frá slíkri brúttó- tölu skuldum, sem jafnað er út, t.d. vegna SR-mjöls hf., Ríkisskipa, Menningarsjóðs og e.t.v. fleiri aðila. En þá gleymist af hálfu stofnunar- innar, að bæta við þeim sparnaði, sem ríkið hefur í framtíðinni með því að losna undan ábyrgð á viðkom- andi rekstri. Skuldir og greiðslur með rekstri Síldarverksmiðja ríkisins og Ríkisskipa höfðu verið þungur baggi á skattgreiðendum í mörg ár og svo hefði hugsanlega og væntan- lega orðið áfram, ef ekki hefði kom- ið til einkavæðingar. Hér er um að ræða fjárhæðir sem nema mörgum hundruðum milljóna króna. Staðreyndin er þessi: í skýrslu Ríkisendurskoðunar er almennt farið góðum orðum um starfsemi Fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu. Á vegum ríkisstjórnarinnar hefur verið staðið að einkavæðingu 10—12 fyrirtækja á kjörtímabilinu. í öllum tilvikum hefur niðurstaðan verið já- kvæð fyrir ríkissjóð, sem losnað hef- ur undan ábyrgð á áhætturekstri. Niðurstaðan hefur í öllum tilvikum verið jákvæð fyrir starfsmenn og fyrir almenning. í fyrsta sinn hefur verið gengið skipulega til verks, framkvæmdin samræmd og sérstak- ar verklagsreglur settar um hana. Mikil þekking og reynsla er orðin til á þessu sviði og hundruð einstakl- inga hafa gerst hluthafar í einka- væddum fyrirtækjum. í samanburði við fyrri sölur, t.d. á hlutabréfum rík- isins í Flugleiðum, Eimskipafélagi íslands, Útvegsbankanum og Þor- móði ramma, verður ekki annað sagt, en vel hafi tekist til í tíð þessarar ríkisstjómar. Æskilegt hefði verið að Ríkisendurskoðun hefði í skýrslunni farið í samanburð af því tagi, sem náð hefði til lengri tíma, t.d. sl. tíu ára, þannig að raunhæfur og mark- tækur samanburður hefði fengist við framkvæmdina varðandi fyrri sölur. Af einhveijum ástæðum sá Ríkisend- urskoðun ekki ástæðu til þess. Allt frá því að ríkisstjórnin hóf einkavæðingu hefur legið fyrir að markmið ríkisstjórnarinnar með einkavæðingu er margþætt. Þessi markmið hafa verið kynnt ítarlega, m.a. í fjölmiðlum, á kynningarfund- um á vegum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um allt land, í sérstöku kynningarefni nefndarinn- ar, svo og á Alþingi. Tekjuöflun er eitt þessara markmiða, en mikilvæg markmið eru einnig að draga úr umfangi hins opinbera, að efla einkaframtak og styrkja samkeppni og að auka þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði. Höfundur er formaður Framkvæmdanefndar um einkavæðingv. Áhersluatriði utan- ríkisráðuneytisins Skýrslur Háskóla íslands NOKKUR umræða hefur orðið um skýrslur Háskóla íslands um kosti ESB-aðildar í samanburði við EES- samninginn. í umræð- um utan dagskrár á Alþingi vakti ég athygli á einum þætti þessa máls, sem gefur óneit- anlega vísbendingu um áherslur utanríkisráðu- neytisins. Ég benti á þá einföldu staðreynd að í viðræðum utanrík- isráðuneytis við Sjávar- útvegsstofnun Háskóla íslands hefði ráðuneyt- ið lagt áherslu á að stofnunin varp- aði ljósi á styrkjakerfi ESB en ráðu- neytið hefði ekki talið brýnt að stofn- unin legði mat á afleiðingar sam- eiginlegrar fiskveiðistefnu ESB og áhrif á íslenskan sjávarútveg. Sam- þykkt ríkisstjórnarinnar frá 4. mars gekk þó út á það að Háskóli íslands „kortlegði afleiðingar" fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins. Af þess- um sökum benti ég á að skýrsla Sjávarútvegsstofnunar fjallaði ekki um það sem beðið var um, og ábyrgð á því yrði rakin til utanríkisráðuneyt- isins. í þessum umræðum var undirrit- aður borinn þeim sökum af utanrík- isráðherra að hann færi með ósann- indi. Mér líkar illa að sitja undir slík- um áburði. Er það ekki síst vegna þess að öll gögn í málinu sanna með Tómas Ingi Olrich ótvíræðum hætti að ráðherrann hefur ekki rétt fyrir sér. Þar er annars vegar um að ræða tvö bréf ráðuneyt- isins og formála að skýrslu Sjávarútvegs- stofnunar hins vegar. Fyrra bréf ráðuneyt- isins er dagsett 4. mars 1994 og undirritað af Pétri G. Thorsteinssyni. Þar er stofnunum Há- skóla íslands skýrt frá samþykkt ríkisstjórnar- innar og þess farið á leit við þessar stofnanir að þær beri saman hvaða þýðingu það hafi fyrir Island að búa við EES-samninginn, ellegar gerast aðili að Evrópusambandinu. I þessu bréfi er gert ráð fyrir að Sjávarútvegsstofnun „kortleggi af- leiðingar sameiginlegrar fiskveiði- stefnu ESB og áhrif á sjávarútveg- inn“. Síðara bréf ráðuneytisins er dagsett 3. maí sl. og undirritað af Gunnari Snorra Gunnarssyni. Er þar vísað í fyrra bréfið og viðræður sem átt hafa sér stað milli ráðuneytisins og stofnana Háskóla íslands um það verk sem stofnununum var ætlað að vinna. í bréfínu er tilgreind sú upphæð sem Sjávarútvegsstofnun er ætlað til verksins. Um efnisatriði verksins segir síðan: „Stofnunin er beðin að leggja sérstaka áherslu á styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi og áhrif á samkeppnisstöðu íslands Utanríkisráðherra legg- ur of miklar áherzlur á styrkjakerfi ESB, að mati Tómasar Inga Olrich, sem telur ráð- herrann fara offari í Evrópumálunum. gagnvart Noregi.“ Einnig er tekið fram í bréfinu að Sjávarútvegsstofn- un beri að hafa samráð við Hag- fræðistofnun HÍ til að forðast skörun við verkefni hennar. Þess ber að geta að utanríkisráðuneytið hafi einnig í bréfi til hagfræðistofnunar farið þess á leit við hana að stofnun- in legði sérstaka áherslu á styrkjak- efí ESB og áhrif landbúnaðarstefnu ESB á ísland. Þannig varpa bréf ráðuneytisins ljósi á það að áhersla ráðuneytisins er lögð á styrkjakerfi ESB en ekki á áhrif sameiginlegrar fiskveiðistefnu á sjávarútveg íslend- inga. Að sjálfsögðu er það ráðuneyt- ið sem ákveður slíkar áherslur en ekki Háskóli íslands, því ákvarðanir af þessu tagi eru pólitísks eðlis. Utanríkisráðherra ber vitaskuld fulla ábyrgð á erindunum og þeim póli- tísku ákvörðunum sem teknar eru í utanríkisráðuneytinu. í formála að skýrslu _ Sjávarút- vegsstofnunar Háskóla íslands er þessi gangur málsins staðfestur, en auk þess koma þar fram upplýsingar um þá verkþætti málsins, sem Sjáv- arútvegsstofnun bauðst til að fjalla um. Þar kemur fram að, miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem ætlað er til verksins, bjóðist Sjávarútvegs- stofnun HÍ til að vinna eftirfarandi verkþætti eins og segir orðrétt í formálanum: 1. Fiskveiðistefna Evrópubanda- lagsins (sic), fyrirætlun og fram- kvæmd. 2. Áhrif inngöngu/ekki inngöngu, reynsla Norðmanna? (sic). 3. Stuðningssjóðir ESB í sjávarút- vegi. Einnig er tekið skýrt fram, alveg öfugt við fullyrðingar utanríkisráð- herra, að stofnunin muni ekki fjalla um eftirfarandi málefni, jafnvel þó þau hefðu augljóslega mikla þýð- ingu: 1. Markaðsaðgangur og núverandi EES-samningur. Niðurfelling tolla — sérstaklega með tilliti til aukinnar sérvinnslu. 2. Sameiginlegur fjármagnsmark- aður. 3. Eignarhald og fjárfestingar í ís- lenskum sjávarútvegi. Síðan segir orðrétt í formálanum: „Að samkomulagi varð að afmarka viðfangsefnið við eftirfarandi atriði: „Stofnunin er beðin að leggja sér- staka áherslu á styrkjakerfi ESB í sjávarútvegi og áhrif á samkeppnis- stöðu íslands gagnvart Noregi,““ og er þar verið að vitna í bréf ráðuneyt- isins, væntanlega frá 3. maí sl., þótt dagsetningin komi ekki fram. Af þessum gögnum er ljóst að af þremur verkþáttum sem Sjávar- útvegsstofnun býðst til að fjalla um, leggur utanríkisráðuneytið ekki áherslu á fískveiðistefnu ESB, held- ur biður um að sérstök áhersla verði lögð á styrkjakerfi ESB í sjávarút- vegi og áhrif á samkeppnisstöðu ís- lands gagnvart Noregi. Skýrsla Sjávarútvegsstofnunar ber þess líka glögg merki að þar á bæ hafa menn tekið fyrirmæli ráðuneytisins alvar- lega og fjalla um styrkjakerfi ESB en ekki um áhrif fiskveiðistefnu ESB á sjávarútveginn. Það stendur því skýrt í þessum gögnum að fullyrð- ingar mínar í utandagskrárumræð- unum voru réttar. í úrvinnslu máls- ins vék utanríkisráðherra frá sam- þykkt ríkisstjórnarinnar og lagði eig- in áherslur til grundvallar í viðræð- um við stofnanir Háskóla íslands. Ég lýsti áhyggjum mínum yfir því að ráðherrann. legði svo mikla áherslu á styrkjakerfi ESB. Full ástæða er til að hafa af því áhyggj- ur, miðað við það kapp sem utanrík- isráðherra leggur á að sækja um aðild að ESB hið fyrsta. Það er líka full ástæða til að hafa af því áhyggj- ur, ef utanríkisráðherra landsins tel- ur það ekki vera aðaláhersluatriðið, ef Island sækti um aðild að ESB, að upplýsa ríkisstjórnina, Alþingi og þjóðina um áhrif fískveiðistefnu ESB á íslenskan sjávarútveg, á stjórn okkar á nýtingu auðlinda okkar og þar með á sjálfstæði þjóðarinnar. Velflestir aðrir málsmetandi menn hafa talið það skipta megin máli. Ég vil að lokum harma það að utanríkisráðherra skuli í umræðum um þetta mál hafa gripið til þess ráðs að saka viðmælanda sinn um ósannsögli. Þegar farið er nákvæm- lega yfir ummæli ráðherrans í utan- dagskrárumræðunum, svo og gögn málsins, er það að ráðherranum sjálfum, sem böndin berast. Þá kröfu verður að gera til utan- ríkisráðherra að hann framkvæmi stefnu ríkisstjórnarinnar og komi samþykktum hennar óbrengluðum í framkvæmd. Það er einnig grund- vallaratriði að ráðherrann taki fulla ábyrgð á þeim pólitísku ákvörðun- um, sem teknar eru í ráðuneyti hans. Að lokum er það undirstöðuatriði að ráðherrann skýri rétt og satt frá gangi mála. Á öllu þessu byggist það traust sem hann nýtur sem ráð- herra. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.