Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Þorkell
Irving-feðgar, Arthur, Kenn-
eth og Arthur jr.
Forstjóri Irving Oil
Reykvíkingar
verða ánægð-
ir með okkur
„ÞIÐ getið verið viss um að okkur
er full alvara með það að hefja við-
skipti hér á landi. Ég ábyrgist að
við munum standa vel að okkar
rekstri hér og íbúar Reykjavíkur
verða ánægðir með okkur,“ sagði
Arthur Irving, forstjóri kanadíska
olíufélagsins Irving Oil, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hann kom til Islands sl. sunnudag
ásamt sonum sínum, Kenneth og
Arthur jr., en þeir halda áleiðis til
Kanada í dag.
Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj-
ungs, vísar því algerlega á bug að
umsókn félagsins um ióðir undir
bensínstöðvar í Reykjavík hafi verið
send inn til að freista þess að koma
í veg fyrir að Irving Oil geti haslað
sér völl hér á iandi.Kristinn sagði
að forráðamenn Skeljungs teldu ekki
neitt óeðlilegt við að hér starfi eitt
eða tvö erlend olíufélög ef því væri
að skipta.
■ Okkur er full alvara /14
Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða er 5 milljörðum króna meira en í fyrra
Erlend verðbréf fyrir 1700 millj.
GERA má ráð fyrir að lífeyrissjóðir
muni verja 4% af ráðstöfunarfé sínu
í ár til kaupa á erlendum verðbréfum
eða rúmum 1.700 millj. króna. Fyrstu
níu mánuði ársins keyptu sjóðirnir
erlend verðbréf fyrir 1.500 milljónir
króna, en stærstur hluti þeirrar fjár-
hæðar eða 900 milljónir eru skulda-
bréf Norræna fjárfestingarbankans,
sem gefín voru út fyrir nokkrum
árum í íslenskum krónum, og sjóðirn-
ir hafa keypt á eftirmarkaði.
Þessar upplýsingar koma fram í
SAL-fréttum sem er fréttabréf gefið
út af Sambandi almennra lífeyris-
sjóða. Þar kemur ennfremur fram
að áætlað er að sjóðirnir hafí keypt
hlutdeildarskírteini í erlendum verð-
bréfasjóðum fyrir 200 milljónir, er-
lend hlutabréf fyrir 100 milljónir
króna og önnur erlend skuldabréf
fyrir 300 milljónir króna.
Aætlað heildarráðstöfunarfé líf-
eyrissjóðanna á þessu ári er 44,6
milljarðar króna og eykst um rúma
fimm milljarða króna frá fyrra ári
er það var 39,4 milljarðar. Fyrstu
níu mánuði ársins nam ráðstöfunarfé
30,3 milljörðum króna og á sama
tíma námu útlán og keypt skuldabréf
samanlagt 29,3 milljörðum króna.
Dregið hefur úr kaupum á skulda-
bréfum Húsnæðisstofnunar en um-
talsverð aukning er í kaupum á
skuldabréfum bæjar- og sveitarfé-
laga. Þannig er áætlað að fyrstu níu
mánuðina hafi skuldabréf sveitarfé-
laga verið keypt fyrir 2,5 milljarða
króna, skuldabréf Húsnæðisstofnun-
ar fyrir 10 milljarða, skuldabréf rík-
issjóðs fyrir 3,75 milljarða, skulda-
bréf fjárfestingarlánasjóða fyrir 2,1
milljarð, skuldabréf fyrirtækja fyrir
1,9 miHjarða, bankabréf fyrir 1,54
milljarða, hlutabréf fyrir 600 millj-
ónir króna, en lán til sjóðfélaga námu
3,35 milljörðum króna.
ur dagur“
LANDSBÓKASAFN íslands -
Háskólabókasafn við Birkimel
var opnað í gær á fullveldisdag-
inn, við hátíðlega athöfn í
Þjóðarbókhlöðu sem tekin var í
notkun við sama tækifæri, að
viðstöddum forseta Islands, ráð-
herrum, biskupi íslands, þing-
mönnum og fjölda gesta ann-
arra, innlendra sem erlendra.
Talið er að um eitt þúsund
manns hafi sótt athöfnina. Safn-
inu bárust veglegar gjafir víða
að í tilefni dagsins.
Finnbogi Guðmundsson, for-
maður byggingarnefndar Þjóð-
arbókhlöðu, afhenti Ólafi G. Ein-
arssyni, menntamálaráðherra, í
opnunarathöfninni fyrsta að-
gangskortið að Þjóðarbókhlöðu
sem „tákn um þann áfanga sem
hér hefur náðst“. Ólafur fagnaði
sameiningu safnanna og nýju
aðsetri þeirra í Þjóðarbókhlöðu.
Langþráður dagur væri runninn
upp. „Þjóðarbókhlaða er meðal
mestu og vönduðustu bygginga,
sem reistar hafa verið á Is-
landi,“ sagði menntamálaráð-
herra og kvaðst vona að safnið
Morgunblaðið/Edda Siguijónsdóttir
STARFSSTÚLKUR Þjóðarbókhlöðu héldu upp á fyrsta daginn á safninu með því að bregða sér í
upphlut og skírskota þannig til liðins tíma.
yrði „íslensku þjóðinni til þeirrar
gæfu sem björtustu vonir standa
til“.
Ólafur lýsti síðan safnið opnað
og afhenti Einari Sigurðssyni
landsbókaverði lykilkort er veit-
ir honum aðgang að Þjóðarbók-
hlöðu.
Að loknum ávörpúm afhentu
forvígismenn Þjóðarátaks fyrir
Þjóðarbókhlöðu landsbókaverði
lista yfir styrktaraðila söfnunar-
innar og bréf er staðfestir að
gjafir að andvirði 22,5 milljónir
króna hafa runnið til safnsins,
en í upphafi var stefnt að því
að safna tuttugu milljónum
króna. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Ólafur G. Einars-
-------------------------------- son, menntamálaráðherra, voru fyrst til að skrifa nöfn sín í gesta-
■ „Ný aflstöð /30 bók Þjóðarbókhlöðu sem safninu var færð að gjöf frá Færeyjum.
Læknisaðgerðir sem áður voru gerðar erlendis
Sparnaður um 130
milljónir á 2 árum
SPARNAÐUR Tryggingastofnun-
ar ríkisins vegna nýmastein-
bijótsaðgerða, hryggspengingarað-
gerða og hjartaaðgerða á börnum,
sem til skamms tíma hafa verið
gerðar erlendis en eru nú fram-
kvæmdar á Landspítalanum, nem-
ur á þessu og síðasta ári allt að
130 milljónum króna. Þetta kemur
fram í samantekt Áætlana- og hag-
deildar Ríkisspítala.
Kostnaður Tryggingastofnunar
vegna læknisaðgerða erlendis felst
aðallega í greiðslum fyrir læknis-
hjálp, lyf og sjúkrahúsvist og dag-
peningum. Auk þess er ferðakostn-
aður greiddur fyrir sjúkling og einn
fylgdarmann ef sjúklingurinn er
undir 18 ára aldri eða er ósjálf-
bjarga.
Sparnaður Tryggingastofnunar
vegna nýrnasteinbrotsaðgerða frá
því þær hófust á Landspítalanum
á síðasta ári nemur um 30 milljón-
um. Gerðar hafa verið 154 nýrna-
steinbrotsaðgerðir á 102 sjúkling-
um og nemur sparnaðurinn að
meðaltali 288 þúsundum króna á
hvern sjúkling eða samtals tæplega
29,4 milljónum króna.
80-90 milljónir vegna
hryggspengingaraðgerða
Talið er að sparnaður TR vegna
hryggspengingaraðgerða á Land-
spítalanum verði milli 80 og 90
milljónir 1993 og 1994. Þær voru
áður gerðar í Svíþjóð og nam
meðalkostnaður við hverja aðgerð
þar um 1.600 þúsundum króna.
Byijað var að gera hryggspeng-
ingaraðgerðir á Landspítalanum á
síðasta ári eftir að Halldór Jóns-
son, yfirlæknir bæklunardeildar,
hóf þar störf og urðu aðgerðirnar
43 á árinu.
11 milljónir vegna
hjartaaðgerða á börnum
Tiyggingastofnun hefur sparað
um 11 milljónir vegna hjartaað-
gerða sem gerðar hafa verið á börn-
um á Landspítalanum á árunum
1992-1994 en áður voru unnar
erlendis. Meðalkostnaður Trygg-
ingastofnunar við að senda börn
utan til hjartaaðgerða á árunum
1992 og 1993 var tæpar 1,9
milljónir króna vegna hverrar að-
gerðar. Á því tímabili voru 34 börn
send utan og var kostnaður Trygg-
ingastofnunar við þær aðgerðir
65,2 milljónir á verðlagi ársins
1993.
Fimmtán til tuttugu börn hafa
gengist undir hjartalokuaðgerðir á
Landspítalanum sl. átta ár en þær
voru áður framkvæmdar á Eng-
landi.
Vestfjarðagöng
Opnað til
Súganda-
fjarðar
fyrir jói
ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna
leiðina til Súgandafjarðar um
Vestijarðagöng fyrir umferð
frá og með 19. desember næst-
komandi. Að sögn Gísla Ein-
arssonar umdæmisverkfræð-
ings Vegagerðarinnar á
Isafírði er ástæðan sú að í
hönd fer sá árstími þegar
hætta er á miklum snjóþyngsl-
um_ á þjóðveginum.
Áætlað er að svokallaður
Tungudalsleggur Vestfjarða-
ganganna verði opnaður fyrir
umferð mánudaga, miðviku-
daga og föstudaga. Vegna
vinnu í göngunum verða bílar
stoppaðir við gangamunnann
beggja vegna og hleypt í gegn
á 15 mínútna fresti hvora leið,
en bílar geta 'ekki mæst í
göngunum.
Þjóðarbókhlaða var opnuð í gær að viðstöddu miklu fjölmenni
„Langþráð-
Ólympíuskákmótið
Auðveld-
ur sigur í
1. umferð
ISLAND vann auðveldan sigur
á Kosta Ríka i 1. umferð í
Moskvu í gær, 4:0.
Þegar taflið átti að hefjast
voru aðeins tveir liðsmenn
Kosta Ríka mættir til leiks, hin-
ir voru enn á leiðinni til Moskvu.
Kosta Ríka varð því að gefa
tvær skákir en þeir HannesHlíf-
ar Stefánsson og Jón L. Árna-
son unnu sínar.
■ Fullt hús /45