Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 41
rennblautt hárið komandi inn úr
snjóslag með krökkunum. Ég undr-
aðist oft að hann skyldi ekki vera
hræddur vegna eigin veikinda því
að hann vissi hvað hann var veikur.
Hann virtist njóta^ lífsins, svo
langt sem það náði. Ég man ’éftir
honum ítrekað hérna niðri með
mjög slæmar blóðnasir sem voru
fylgikvillar sjúkdómsins. Hann er
ljóslifandi dæmi um það þegar and-
inn er hafinn yfir efnið.“
„Hann var alltaf mjög elskulegur
og kurteis, þegar hann kom til þess
að fá að hringja.“
„Ég gerði mér í raun aldrei full-
komna grein fyrir veikindum-hans
og er það minnisstætt hvað mér
fannst ótrúlegt að Kristján væri
hjartveikur, stundum eins og það
gæti verið ósatt. Hann var kraft-
mikill og áberandi, ávarpaði menn
með hvellum rómi, krefjandi en þó
með brosglampa í stingandi augum
og vipru við munn.
Þegar hann varð fyrir áfalli,
ósanngirni eða stríðni hrundi heim-
urinn um stund. Hann sagði manni
þá að hann væri hjartveikur. Þá
gerði ég mér grein fyrir sjúkdómn-
um, þá var eins og rifjaðist upp í
erli dagsins að þarna var hetja sem
átti við erfiðan sjúkdóm að stríða.
Kannski gerir maður sér enn
betur grein fyrir því í dag hver
Kristján var. Fráfall hans er eins
og áminning um hlutskipti hans,
eins og áminning til okkar allra um
það, hvað lífið er viðkvæmt, brot-
hætt og þess vegna mikils virði.
■Ef til vill námsáfangi í lærdómnum
um lífið fyrir bekkjarsystkini, skóla-
félaga, kennara og alla þá sem
þekktu hann.“
Blessuð sé minning Kristjáns
Reynis Guðmundssonar.
Starfsfólk Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands.
Vinur okkar og bekkjarfélagi úr
Æfingaskólanum, Kristján Reynir,
eða Krissi eins og við ávallt kölluð-
um hann, var einstök persóna og
drengur góður. Jákvæðni og glað-
værð einkenndu Krissa og var hann
alltaf til í að taka þátt í því sem
gaman var að. Við minnumst hans
einna helst með knöttinn undir
handleggnum á leið út á Klambró
í fótbolta. Hann mætti manna fyrst-
ur á „opin hús“ sem haldin voru í
skólanum, með borðtennisspaðann
sem hann sjálfur hafði gert af svo
mikilli kostgæfni í smíðum, tilbúinn
í slaginn. Þar var hann í aðalhlut-
verki því enginn var maður með
mönnum nema spilað hefði við
Krissa. En hann var harður í horn
að taka, enda kappsamur mjög.
Krissi var metnaðargjarn á þeim
fjölmörgu sviðum sem vöktu áhuga
hans og vann hann verk sín vel.
Hugmyndaflug Krissa átti sér eng-
an endi og smásögurnar eru okkur
ógleymanlegar sem og smitandi
hlátur hans sem ómar enn í hugum
okkar.
Skjaldbakan hans, Skjöldur,
skipaði stóran sess innan bekkjar-
ins. Það var ófáum sinnum sem
Krissi tilkynnti okkur það að Skjöld-
ur væri nú dáinn en reyndist hann
þá, öllum til mikils léttis, aðeins í
tímabundnum dvala.
Skólaferðalög voru fastir liðir og
Krissi var þar hrókur alls fagnaðar.
Hann mætti þar sérlega vel útbúinn
með nesti á við fimm manns og gat
setið ansi lengi að snæðingi, þó
kroppurinn væri í smærra lagi.
Það gladdi okkur mjög að heyra
að Krissi hefði komist á úrslitaleik-
inn í heimsmeistarakeppninni í fót-
bolta í sumar og séð átrúnaðargoð-
in sín með eigin augum. Þar urðu
draumar hans að veruleika.
Það er skrítið að hugsa til þess
að þar sem við erum aðeins á 19.
aldursári sé einn okkar nú þegar
farinn frá okkur. Stórt skarð hefur
nú verið höggvið í bekkjarhópinn
og verður það seint fyllt.
Við bekkjarfélagarnir höfum
ákveðið að koma saman við fyrsta
tækifæri og þar mun Krissa verða
sárt saknað.
Við vottum fjölskyldu Kristjáns
og vinum hans okkar dýpstu samúð.
Bekkjarfélagar úr Æ.S.K.
+ Baldur Eiríks-
son fæddist á
Dvergsstöðum í
Hrafnagilshreppi í
Eyjafirði 23. des-
ember 1910. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Seli á
Akureyri 16. nóv-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Arnadóttir og
Eiríkur Helgason
bóndi á Dvergsstöð-
um. Baldur var næ-
stelstur sjö systk-
ina. Á lífi eru Hreiðar, Freyja,
Ása og Sigríður Margrét, öll á
Akureyri. Hinh 26. desember
1936 kvæntist Baldur Laufeyju
Stefánsdóttur, f. 5.12. 1912,
dóttur hjónanna Þóru Vil-
hjálmsdóttur og Stefáns Jóns-
sonar bónda á Munkaþverá í
Eyjafirði. Börn þeirra eru: Vil-
hjálmur Heimir, flugvirki, f.
1939, kvæntur Guðrúnu Har-
BALDUR Eiríksson gerðist kaup-
maður hjá ömmubróður mínum,
Stefáni Jónssyni á Murikaþverá og
Þóru konu hans sumarið 1934. Vel
mun þeim hjónum hafa fallið við
Baldur, því þau réðu hann til sin
aftur sumarið eftir. Þangað leitaði
og hugur hans, því hann trúlofaðist
Laufeyju (Lullu), dóttur hjónanna,
og var brúðkaup þeirra haldið á
jólunum 1936. Éin af allra fyrstu
minningum mínum er frá því brúð-
kaupi.
Lulla og Baldur settust að á
Akureyri, þar sem Baldur fékk
vinnu hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á
kaupfélagskontórnum, eins og kall-
að var í þá daga. Baldur hafði stúd-
entspróf, sem var ekki lítil menntun
á þeirri tíð, og menn með slíkt próf
upp á vasann voru nokkuð öruggir
um að fá gott skrifstofustarf. Bald-
ur var ekki af efnafólki kominn og
kostaði því menntaskólanám sitt
sjálfur með harðfylgi og dugnaði.
Hann var á tuttugasta og sjötta
ári, þegar hann lauk stúdentsprófi,
aldsdóttur skrif-
stofumanni; Stefán
Eiríkur, smiður, f.
1944, sambýliskona
hans er Sigríður
Jóhannesdóttir
verslunarmaður;
Þóra Sigríður, aug-
lýsingateiknari, f.
1947, gift Gunnari
Baldurssyni áuglýs-
ingateiknara; Ingi-
gerður, húsfreyja,
f. 1950, gift Sigurði
G. Jósafatssyni við-
skiptafræðingi, Sig-
ríður, fóstra, f.
1955. Barnabörn Baldurs og
Laufeyjar eru fjórtán og barna-
barnabörn fjögur. Baldur lauk
stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1936. Sama
ár hóf hann störf á skrifstofu
Kaupfélags Eyfirðinga, Akur-
eyri, starfaði þar til 1981,
lengst af við gjaldkerastörf.
Utför Baldurs verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag.
var með þeim elstu í hópnum, en
enginn eftirbátur félaga sinna í
námi, enda prýðilega greindur og
fjölhæfur. Sjálfsagt hefði hann kos-
ið að fara í háskóla að loknu stúd-
entsprófi, ef efni og aðstæður hefðu
leyft, en aldrei heyrði ég hann þó
minnast á, að hann hefði farið ein-
hvers á mis í þeim efnum, enda
mjög fjarri eðli hans að tala um
slíkt.
Heimili Baldurs og Lullu á Akur-
eyri varð fljótlega helsti viðkomu-
staður ættingjanna úr sveitinni.
Þótt íbúðin væri ekki stór og
þrengslin yrðu meiri eftir því sem
börnunum fjölgaði, var alltaf nóg
pláss fyrir dvalargesti um lengri eða
skemmri tíma, og það voru ekki
einungis ættingjar þeirra beggja
sem nutu þeirrar gestrisni, heldur
ýmsir aðrir úr öllum áttum, og
mátti segja að heimilið væri stund-
um eins og gistihús, þar sem öllum
var veitt af mikilli rausn, en reikn-
ingurinn gleymdist. Ég veit að
margir eiga góðar minningar frá
heimili Baldurs og Lullu, en þau
bjuggu fyrst í Helgamagrastræti,
síðan um langt skeið í Skipagötu
6. Heimilið var hlýlegt og notalegt,
mikið af bókum í hillum, en á veggj-
unum myndir sem Baldur hafði
málað í tómstundum sínum. Öllum
leið vel í návist hjónanna sem voru
einkar samhent, þótt ólík væru um
margt, Lulla kát og skrafhreifin,
Baldur hæglátur og fremur hlé-
drægur, talaði lágum rómi, en var
hýrlegur til augnanna og kímnin
ekki langt undan. Honum var margt
til lista lagt, og þótt vinnudagurinn
væri oft langur, gat Baldur sinnt
ýmsum hugðarefnum sínum, þegar
hann kom heim á kvöldin. Hann
átti sér lítið skot, sem stundum var
í svefnherberginu, stundum í stof-
unni, þar sem hann sat og málaði
myndir, án þess að kippa sér upp
við það þó börnin væru að leik í
kringum hann. Lítilsháttar tilsögn
hafði hann fengið í teikningu, en
var að mestu sjálfmenntaður og
málaði myndir sínar af innri þörf.
Það voru einkum myndir af lands-
lagi og af gömlum bæjum, en einn-
ig mannamyndir. Tvær slíkar eru
mér ekki hvað síst minnisstæðar: á
annarri var vesturíslenska skáldið
Káinn, á hinni Símon Dalaskáld.
Við gerð þeirra studdist Baldur við
gamlar ljósmyndir og náði, að mín-
um dómi, einhverri dýpt í svip þess-
ara löngu liðinna alþýðuskálda,
enda var Baldur sjálfur skáldmælt-
ur og hefur eflaust fundið til and-
legs skyldleika við fyrrnefnd al-
þýðuskáld. Líkt og Káinn orti Bald-
ur einkum gamanvísur og kvæði í
léttum dúr. Birtist kveðskapur hans
oft í blöðum og tímaritum, oftast
undir dulnefninu Dvergur, og urðu
sumar vísurnar landfleygar, en
1981 kom út ljóðabók hans Dverg-
mál.
Oft var Baldur fenginn til að
semja gamanbragi og leikþætti til
að flytja á skemmtunum á Akur-
eyri og víðar. Hygg ég að hann
hafi sjaldan neitað, þótt beðið væri
um slíkt með litlum fyrirvara og
lítið um greiðslur rætt. Greiðasemin
var honum í blóð borin og nutu
þess margir á ýmsan hátt, þar á
meðal ég og fjölskylda mín. Ein-
hvern tíma á unglingsárum mínum
hafði ég orð á því við Baldur, að
mig langaði til að reyna að mála
með olíulitum. Þá var ekkert sjálf-
sagðara en að ég fengi að setjast
í skotið hans og nota liti hans og
pensla.
Með Baldri Eiríkssyni er genginn
hæfileikamaður sem lét lítið yfir
sér, en hlaut þó að vekja athygli
samborgara sinna sem vildu fá að
njóta þess sem hann gat miðlað
öðrum með kímnigáfu sinni og list-
fengi. Við ættingjar Lullu minn-
umst hans með virðingu og þakk-
læti fyrir liðna tíð og sendum henni
og börnunum einlægar samúðar-
kveðjur.
Kristin Jónsdóttir.
Minningar okkar um afa á Akur-
eyri eru allar einstaklega ljúfar og
góðar. Það er margs að minnast
og margt að þakka frá samveru-
stundum okkar hjá afa og ömmu á
Akureyri og heimsóknum þeirra
suður til okkar. Þau eru ófá sporin
sem afi gekk með okkur lítil í fang-
inu, og þegar eitt stækkaði og fór
að síga í, kom annað yngra í stað-
inn. Þolinmóður og kíminn á svip
umbar hann lætin í okkur, en ólund
og óþekkt sýndum við afa aldrei,
það var ekki hægt. Afi var alltaf
svo góður og rólegur, sat mikið og
las í bókunum sínum eða sat við
skrifborðið sitt og grúskaði í ætt-
fræði og afi tók því ekkert illa þó
hann væri ónáðaður. Hann opnaði
gjarnan skrifborðsskúffuna og tók
upp súkkulaði, sem hann átti alltaf
þar og gaf okkur.
Já, afi las mikið og okkur þótti
hann fróður. Hann hafði áhuga á
svo mörgu og kunni svör við ólíkleg-
ustu spurningum. Afi var listrænn
í sér. Hann málaði og skar út og
var gott skáld. Við viljum þakka
afa allar vísurnar og kvæðin, sem
hann orti og sendi okkur, það eru
dýrgripir sem við munum geyma
vel.
Síðustu árin var afi ekki heill
heilsu. Veikindin drógu smátt og
smátt úr andlegu og líkamlegu
þreki hans. Hann dvaldi á Seli, þar
sem vel var um hann hugsað og
þangað heimsótti amma hann eins
oft og hún gat. Hógværðin og ljúf-
mennskan fylgdu honum alla tið
og þannig munum við minnast hans.
Elsku ömmú vottum við samúð
okkar í sorg hennar, en við vitum
að allar góðu minningarnar um afa
eru besta huggun hennar.
Barnabörn.
BALDUR
EIRÍKSSON
t
Elskuleg móðir okkar og systir,
VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR,
lést á heimili systur sinnar í Hveragerði
26. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Kotströnd laug-
ardaginn 3. desember kl. 13.00.
Synir og systkini hinnar látnu.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengaföður og afa,
RÖGNVALDAR ÓLAFSSONAR,
Naustabúð 9,
Hellissandi,
fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00.
Jarðsett verður frá Brimilsvallakirkju.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn-
ast hins látna, er bent á Hjartavernd.
Bílferð verður frá BSI kl. 10.00.
Jóna Ágústsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
HERTHA W. GUÐMUNDSSON,
ísólfsskála,
Grindavik,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Eyrún Jónsdóttir, Stefán Stefánsson,
Agnes Jónsdóttir, Jón Ólafsson.
t
Ástkœr móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
FANNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Oddsstöðum,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laug-
ardaginn 3. desember kl. 14.00.
Guðjón Pálsson, Brynja Björnsdóttir,
Eyjólfur Pálsson, Ásta Ólafsdóttir,
Jón Pálsson,
Guðlaug Pálsdóttir, Már Lárusson,
Ásta Pálsdóttir, Brynjar Franzson,
Erla Pálsdóttir,
Tómas Pálsson, Sigurrós Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HILDIGUNNI MAGNÚSDÓTTUR,
Vfðilundi 24,
Akureyri.
Ragnheiður Garðarsdóttir,
Helga Garðarsdóttir,
Jóhannes Óli Garðarsson,
Brynhildur Garðarsdóttir,
Magnús Garðarsson,
Gerður Garðarsdóttir,
Þráinn Karlsson,
Ásta Þorsteinsdóttir,
Þórður Jón Guðlaugsson,
Barbara M. Geirsdóttir,
Smári P. Aðalsteinsson
og aðrir aðstandendur.