Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fundur utanríkisráðherra Islands og utanríkisviðskiptaráðherra Noregs í Brussel
Óþarft að semja við ESB
um breytingar á EES
JÓN BALDVIN Hannibalsson utanríkisráð-
herra átti í gærmorgun fund með Grete Knuds-
en, utanríkisviðskiptaráðherra Noregs, í Bruss-
el. Á fundinum, sem boðað var til með dags
fyrirvara, ræddu ráðherrarnir framtíð EES eft-
ir að Norðmenn höfnuðu Evrópusambandsaðild
í þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Tilgangurinn með fundinum var að bera
saman bækur með Norðmönnum um nokkur
mál. í fyrsta lagi ræddum við framhald og fram-
kvæmd EES-samningsins, í öðru lagi framtíðar-
hlutverk EFTA og í þriðja lagi væntanlega
samninga við Evrópusambandið um tollabreyt-
ingar, í framhaldi af því að nýju aðildarríkin
hverfa okkur bak við ytri tolla bandalagsins.
Þetta þriðja og síðasta atriði þurftum við ekki
að ræða ítarlega heldur einungis skiptast á
upplýsingum, þar sem hvert ríki gerir þetta út
af fyrir sig í tvíhliðasamningum við ESB.
Að því er varðar framtíð EES þá var nauð-
synlegt að skýra málið því það höfðu komið
fram margar misvísandi og að sumu leyti vill-
andi yfirlýsingar í kosningabaráttunni í Nor-
egi. Island hefur lengi gert ráð fyrir þeirri stöðu
að verða hugsanlega eina landið EFTA-megin
aðili að EES. Þar af leiðir að við höfum rannsak-
að málið rækilega, sett fram hugmyndir og til-
lögur, og rætt þær við forystumenn sambands-
ins bæði formlega og óformlega.
Þær niðurstöður eru í aðalatriðum þessar:
EES-samningurinn heldur gildi sínu, jafnvel
þótt að aðildarríkjum EFTA-megin fækki. Það
breytir engu um gildi samningsins að nokkur
ríki færa sig hinum megin við borðið. Með því
að ganga inn í ESB taka þau á sig allar skuld-
bindingar Evrópusambandsins, þar á meðal
EES-samninginn.“
Varasamt að breyta EES
Utanríkisráðherra sagði ekki standa til að
taka upp neinar breytingar á samningnum við
ESB. Efni hans og skuldbindingar væri allt
óbreytt. Það væri að hans mati mjög varasamt
að fara fram á breytingar á EES þar sem þá
yrði að staðfesta nýjan samning á fímmtán
þjóðþingum innan ESB auk Evrópuþingsins.
„Það væri áhættusamt því að það er ekki beint
glóandi áhugi á EES á þessum þingum auk
þess sem það hefði getað kallað á einhveijar
gagnkröfur á þeirri forsendu að hlutföll hefðu
raskast milli samningsaðila. Þetta urðum við
að fara yfír mjög rækilega og kynna að þetta
væri niðurstaða sem ESB hefði fallist á.“
Jón Baldvin sagði heldur enga nauðsyn á
viðræðum við ESB um stofnanaþátt EES þar
sem að slíkt væri innbyrðis mál EFTA-ríkj-
anna. Það þyrfti einungis að finna hentuga
lausn, sem auðvitað yrði að kynna ESB.
Ráðherrarnir skiptust að auki á skoðunum
um framtíð EFTA en Jón Baldvin sagði endan-
lega niðurstöðu í þeim efnum ekki fást fyrr en
á EFTA-fundi, sem haldinn verður í Genf dag-
ana 13. og 14. desember. Þegar væri búið að
ná samkomulagi um kostnaðarþátttöku fram á
mitt næsta^ ár en um framhaldið yrðu Norð-
menn og íslendingar að öllum líkindum að
semja. Utanríkisráðherra sagði að embættis-
mönnum yrði nú falið að undirbúa það mál.
Ósamið um skiptingu kostnaðar
Norskir fjölmiðlar birtu í gær fréttir af því
að hugsanleg kostnaðarskipting yrði sú að ís-
lendingar greiddu 12% af rekstrarkostnaði
EES-stofnana í framtíðinni en utanríkisráð-
herra sagði alveg ósamið um málið.
Hann sagði loks að auðfundið hefði verið á
spurningum norskra fjölmiðlamanna að þeim
hefði komið þessi niðurstaða fundar hans og
Knudsens á óvart eftir hinar mörgu yfírlýsing-
ar um að breytingar yrði að gera á EES. „Eft-
ir að niðurstaða úr þjóðaratkvæðagreiðslunni
lá ljós fyrir voru norskir stjórnmálamenn farn-
ir að tala um að bjarga yrði EES. Það er mis-
skilningur. Þeir verða einungis að bjarga sjálf-
um sér frá fyrri yfirlýsingum."
Norska sjónvarpið
Sigga syng-
urí jóla-
lagakeppni
SIGRÍÐUR Beinteinsdóttir söng-
kona tekur á laugardagskvöld þátt
í söngvakeppni í beinni útsendingu
í norska sjónvarpinu. í keppninni
verða flutt tólf lög, en Sigga flyt-
ur lag Rolfs Lövlands, Barn av
samme vind.
Norska sjónvarpið leitaði til 12
lagahöfunda og
bað þá að semja
jólalög fyrir
keppnina, þar á
meðal Rolfs Löv-
lands. Hann hefur
áður komið við
sögu söngva-
keppna þar í landi
og samdi m.a. sig-
urlag Norðmanna
í Evrópusöngva-
keppninni árið 1985, La det
svinge. Rolf bað Siggu að syngja
lagið og var það tekið upp hér á
landi í byrjun nóvember, með að-
stoð íslenskra hljóðfæraleikara.
Með Siggu á sviðinu í sjónvarpssal
annað kvöld verða norskir bak-
raddasöngvarar og barnakór, sem
er skipaður átta íslenskum börn-
um, búsettum í Noregi, og fjórum
norskum. Lagið er að mestu flutt
á norsku, en síðasta erindið er á
íslensku.
Breytt hljóð
í Norðmönnum
Morgunblaðið hafði samband
við söngkonuna í Ósló í gær. „Það
er alltaf gott að vera íslendingur
í Noregi. Þrátt fyrir Smugudeilu
hefur hljóðið í Norðmönnum
breyst eftir að þeir höfnuðu Evr-
ópusambandsaðild, því nú fjalia
fjölmiðlar mikið um nauðsyn þess
að íslendingar og Norðmenn
standi saman. Ég held ég hafi því
enga ástæðu til að óttast fjand-
samleg viðbrögð frænda okkar við
söngnum," sagði hún.
Sigríður
Beinteinsdóttir
Morgunblaðið/Rúnar Þór
I vetrarbúningi
TJÖRNIN á Ákureyri er í fallegum þar niður. Fjölskyldufólk leggur halda til á tjörninni, en það er viss-
vetrarskrúða þessa dagana, enda þó alls ekki af þann vana sinn að ara að klæða sig vel þegar Vetur
hefur sannkölluðum jólasnjó kyngt sýna ungviðinu endurnar sem konungur hefur tekið völdin.
Hámarksútsvar í Hafn-
arfirði og Kópavogi
TILLAGA meirihlutaflokkanna í
bæjarráði Hafnarfjarðar um að
hækka útsvarsprósentu á næsta ári
úr 8,9% í 9,2% var samþykkt á bæjar-
ráðsfundi í gær. Þá hefur meirihluti
bæjarstjómar Kópavogs samþykkt
að hækka útsvarsprósentuna úr 8,4%
I 9,2%. Sveitarfélögum er heimilt að
leggja á útsvar á bilinu 8,4%-9,2%.
1% lóðarleiga í Hafnarfirði
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogs, segir að hækkunin skili
bæjarsjóði 115-120 milljónum, en
Magnús Jón Ámason, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segir að hækkunin
þar muni skila tæplega 40 milljónum.
I Hafnarfirði verður á næsta ári
innheimt lóðarleiga sem verður 1%
af fasteignamati lóða, en það skilar
bæjarsjóði um 40 milljónum í tekjur.
Að sögn Magnúsar Jóns var lóðar-
leigan áður á bilinu 3 til 12 aurar
fyrir hvetja fasteign. Fasteignaskatt-
ar verða að öðru leyti óbreyttir nema
hvað þeir lækka á atvinnuhúsnæði
úr 1,4% af fasteignamati í 1,25%.
Gjalddögum fasteignagjalda verður
fjölgað úr 4 í 6 á næsta ári.
I Reykjavík, Seltjamamesi og
Garðabæ verður útsvarsprósentan
óbreytt, 8,4%. í Mosfellsbæ er hún
9% og gerir Jóhann Siguijónsson
bæjarstjóri ekki ráð fyrir breytingu,
en þar verða álögur ræddar á bæjar-
stjórnarfundi á miðvikudag.
Gjöldum velt frá ríki
til sveitarfélaga
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogs, sagði að nauðsynlegt
hefði verið að hækka útsvarið vegna
aukinna gjalda sem ríkið væri sífellt
að velta yfir á sveitarfélögin. Útgjöld
Kópavogs af þessum orsökum hefðu
aukist um 90 milljónir og munaði
þar mest um 40 milljóna greiðslu í
Atvinnuleysistryggingasjóð.
„Við höfum verið í lágmarki í
fjöldamörg ár í útsvari, en í dag er
krafist miklu hraðari uppbyggingar
á allri þjónustu en áður, og það kost-
ar tímabundna skuldaaukningu og
meiri fjárútlát," sagði Sigurður.
Stjórn SVR hf.
Lilja Ólafs-
dóttir verði
forsljóri
STJÓRN Strætisvagna Reykja-
víkur hf. mælir einróma með
því við borgarráð að Lilja Ólafs-
dóttir, við-
skiptafræð-
ingur, verði
ráðin forstjóri
fyrirtækisins.
Borgarráð
tekur ákvörð-
un um ráðn-
inguna á
þriðjudag.
Sveinn
Bjömsson,
núverandi forstjóri, lætur af
störfum um áramót.
Arthur Morthens, stjómar-
formaður fyrirtækisins, segir
að stjórnin hafí valið úr 12 af
22 umsækjendum, tekið við þá
viðtöl og að lokum komist að
einróma niðurstöðu að mæla
með Lilju.
Fyrsta konan
í æðstu sfjórn
Lilja Ólafsdóttir er fædd í
Hrunamannahreppi árið 1943.
Hún hefur m.a. starfað hjá
Tryggingu hf. og var deildar-
fulltrúi hjá Rafmagnsveitum
Reykjavíkur 1972-1977, þegar
hún tók við starfi deildarstjóra
í þjónustudeild Skýrsluvéla rík-
isins. Hún var framkvæmda-
stjóri notendaráðgjafarsviðs
1985-1991 og er nú aðstoðar-
maður forstjóra Skýrr. Við-
skiptafræðiprófi lauk Lilja frá
Mundelein-háskóla í Chicago
árið 1991.
Hún er gift Gunnari Sigurðs-
syni, deildarstjóra hjá VIS og
eiga þau einn uppkominn son.
Lilja verður fyrsta konan í
æðstu stjórn SVR í 65 ára sögu
fyrirtækisins.
Þórir Ein-
arsson skip-
aður ríkis-
sáttasemjari
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA
skipaði Þóri Einarsson prófess-
or í gær í embætti ríkissátta-
semjara, að
höfðu sam-
ráði við ASÍ,
VSÍ og
VMSS. G.ildir
skipunin til
næstu íjög-
urra ára.
Þórir tekur
við embætt-
inu 1. janúar
en þá lætur
Guðlaugur Þorvaldsson af emb-
ættinu vegna aldurs. Þórir var
valinn úr hópi tíu umsækjenda.
Hann er fæddur í Reykjavík
2.10. 1933, sonur Guðmundu
Laufeyjar Guðmundsdóttur
húsmóður og Einars Óskars
Ástráðs Þórðarsonar húsgagna-
smiðs. Þórir lauk cand. oecon-
prófi frá HÍ 1957 og stundaði
nám í Hamborg 1957-1960.
Þórir starfaði sem sérfræðingur
hjá Iðnaðarmálastofnun íslands
1961—1971 er hann var skipað-
ur lektor við viðskiptadeild HÍ.
Hann hefur verið prófessor þar
frá 1974. v
Þórir Einarsson
seti viðskipta- og hagfræc
deildar HI; formaður þróuna
nefndar HI 1983-1984 og þr
unamefndar Háskólarái
1985-1988. Þá var hann fo
maður BHM 1966-1970. Har
sat í Kjaradómi 1974—1978 c
í verðlagsráði frá 1979. Eigii
kona Þóris er Renate Joham
Scholz Einarsson, dómtúlkur c
löggiltur skjalaþýðandi.