Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ J SliUi Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. BEIN ÓGNUN PRÍR LITIR: HVÍTUR r. „ , T.rjr. .TTl HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI JULIE DELPY TROIS COULELLRS HARRISON FORD CLEAR PRESENT Aðalhlutverk: Harrison Ford Sýnd kl. 9. Fjögur brúðkaup og jarðarfór FORREST átulega ógeösleg hroll- <jjg á skjön viðhuggu a skólann í danskri limyndagerð" Egill 'sqd Morgunpósturinn Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára HÚN ER SMART OG SEXÍ, HIN FULLKOMNA BRÚÐUR, EN EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA. HEILAGT HJÓNABAND - ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND MEÐ PATRICIU ARQUETTE ÚR TRUE ROMANCE í LEIKSTJÓRN LEONARD NIMOY SEM EINNIG LEIKSTÝRÐI THREEMEN AND A BABY. SKELLTU ÞÉR Á KOSTULEGT GRÍN í BÍÓINU ÞAR SEM BRÁÐFYNDIN BRÚÐKAUP ERU DAGLEGT BRAUÐ. Sýnd kl. 5, 7, 9og11. Sýnd kl. 5, 6.45 og 9.15 Sýnd kl. 5 og 7. ^SJÁIÐDAEN^^ÍÓKYNNINGARTIMANlHV^JÓNVARPINl^a/ÖU^C^gjjí^J Samkvæmt forskriftinni TONUST Gcisladiskur BLÓÐ SSSÓLAR Blóð, hljómsveitin SSSól: Atli Órvars- son hljómborð, Björn Araason bassi, Ejjólfur Jóhannsson gítar, Hafþór Guðmundsson trommur, Helgi Björnsson söngur. Aðrir hljóðfæra- leikarar: Ásgeir Óskarsson slagverk, Kristján Kristjánsson munnharpa, Eva Ásrún Albertsdóttir röddun (Jón Ólafsson hljómborð í laginu Blóð?). Útsetningar: SSSÓI og Ian Morrow. Upptökustjóm: Ian Morrow. Upp- tökumaður: Sandy Jones. Útgefandi: Skífan, 44,41 mín., 1.999 kr. HELGI Björnsson er einn litrík- asti sviðsþjarkur í íslenskri rokk- tónlist þótt menn séu ef til vill ekki sammála um sönghæfileika hans eða raddfegurð. En slíkar deilur hafa spunnist um meiri spá- menn í rokksögunni, svo sem Rod Stewart og Jagger, sem þó hafa spjarað sig með stæl. Helgi má líka eiga að hann sníður sér yfir- Ieitt stakk eftir vexti í efnisvali og það er kostur sem ýmsir aðrir mættu tileinka sér í ríkari mæli. Það fer hins vegar ekki alltaf sam- an að vera góður á sviði og á filjómplötum, en einhvern veginn hefur Helga tekist að skila sviðs- sjarma sínum inn á hljómplöturnar og það sannar hann enn og aftur á nýrri plötu SSSólar, sem ber heitið Blóð. Maður bókstaflega sér söngvarann ljóslifandi fyrir sér, sveittan í ermalausum bol og rifn- um gallabuxum þegar platan er leikin og þess vegna hefur maður gaman af henni, þótt tónlistin sem slík sé hvorki merkileg né metnað- arfull. Helgi Bjömsson hefur, ásamt íélögum sínum í gegnum tíðina, fyrst með hljómsveitinni Síðan skein sól og nú með SSSól, komið sér upp ákveðinni formúlu sem greinilega hefur gengið upp, að minnsta kosti meðal balláhuga- fólks. Og spakir menn hafa sagt að það eigi aldrei að breyta form- tilum sem ganga upp. Þetta hafa þeir félagar, Helgi og Eyjólfur Burns syngur inn á plötu ►LEIKARINN aldni George Burns, sem verður hundrað ára gamall eftir rúmt ár, syngur &m jnn ^ p|ötu á næstunni. Þar verður hann í hlutverki átj- án ára gamallar vændis- stúlku. Platan er nefnilega upp úr söngleik sem sýnd- ur verður á Broadway og nefnist „The Life“. Hann er settur upp af Cy Cole- man og fjallar um vændis- konur og melludólga á Times Square á áttunda áratugnum. Þótt Burns leiki ekki í uppfærslunni er lagið sem hann syngur sungið af átján ára gamalli vændiskonu í söngleiknum. Fleiri sem syngja á plötunni eru Liza Minelli, Billy Stritch, Jennifer Holiday og Peggy Lee. „Platan kemur út nokkuð áður en söngleikurinn verður frum- sýndur,“ segir Coleman. „Ég veit að það er eins og að beita vagninum fyrir hestinn, en þannig gekk þetta fyrir sig þegar ég byrjaði í bransanum fyrir fjörutíu árum.“ Gömul mynd af Burns með Gracie Allen að ógleymdum vindlinum. Helgi Björnsson og félagar í SSSól hafa komið sér upp formúlu sem gengur upp. Jóhannsson, sem semja flest lögin, haft að leiðarljósi og nýja platan er nákvæmlega samkvæmt for- skriftinni. Þar má enda finna mörg lög sem eru líkleg til að gera sig á böllum og í því sambandi veðja ég á lögin Popparinn, Martröð, Saklaus og ekki síst Lof mér að lifa, þar sem aðdáendur eiga ör- ugglega eftir að taka hressilega undir með Helga í samkomuhúsum víða um land í náinni framtíð. Eins mætti nefna Sleiktu mig upp, hvar bregður fyrir liprum fönkuðum bassaleik og Ekki brenna þar sem „Stones-ívafið“, sem aldrei bregst, er á sínum stað. Eftirminnilegasta lagið finnst mér hins vegar vera Stríð, sem stingur dálítið í stúf við annað efni á plötunni og er í raun býsna gott lag í uppbyggingu og framsetn- ingu SSSóIar. Helgi semur alla texta á plöt- unni og hefur haft vit á að láta þá ekki fylgja með á prenti, sem sýnir að hann þekkir sín takmörk sem ljóðskáld. í svona tónlist skipta textamir eða innihald þeirra heldur ekki höfuðmáli. Krakkarnir eiga eftir að syngja með hvort sem er. Þeir félagar í SSSól geta því verið þokkalega ánægðir með þessa plötu þegar á heildina er lit- ið. Hún er að vísu ekkert tíma- mótaverk, en hún er líka langt frá því að vera léleg eða leiðinleg. P.s. Á plötuumslagi segir að Jón Ólafsson leiki á hljómborð í titil- laginu Blóð, en þetta lag finnst ekki á plötunni. Hér er greinilega eitthvert klúður á ferðinni, eða eins og skáldið sagði: Þar sem engin æð er undir, ekki er von að blæði. Sveinn Guðjónsson FOLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.