Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
J SliUi
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
BEIN ÓGNUN PRÍR LITIR: HVÍTUR
r. „ , T.rjr. .TTl
HÁSKOLABÍÓ
SÍMI 22140
ZBIGNIEW ZAMACHOWSKI
JULIE DELPY
TROIS COULELLRS
HARRISON FORD
CLEAR
PRESENT
Aðalhlutverk: Harrison Ford
Sýnd kl. 9.
Fjögur
brúðkaup
og jarðarfór
FORREST
átulega ógeösleg hroll-
<jjg á skjön viðhuggu
a skólann í danskri
limyndagerð" Egill
'sqd Morgunpósturinn
Sýnd kl. 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára
HÚN ER SMART OG SEXÍ, HIN FULLKOMNA BRÚÐUR, EN
EKKI EF ÞÚ ERT BARA TÓLF ÁRA.
HEILAGT HJÓNABAND - ÞRÆLFYNDIN GAMANMYND MEÐ
PATRICIU ARQUETTE ÚR TRUE ROMANCE í LEIKSTJÓRN
LEONARD NIMOY SEM EINNIG LEIKSTÝRÐI
THREEMEN AND A BABY.
SKELLTU ÞÉR Á KOSTULEGT GRÍN í BÍÓINU ÞAR SEM
BRÁÐFYNDIN BRÚÐKAUP ERU DAGLEGT BRAUÐ.
Sýnd kl. 5, 7, 9og11.
Sýnd kl. 5, 6.45 og 9.15
Sýnd kl. 5 og 7.
^SJÁIÐDAEN^^ÍÓKYNNINGARTIMANlHV^JÓNVARPINl^a/ÖU^C^gjjí^J
Samkvæmt forskriftinni
TONUST
Gcisladiskur
BLÓÐ SSSÓLAR
Blóð, hljómsveitin SSSól: Atli Órvars-
son hljómborð, Björn Araason bassi,
Ejjólfur Jóhannsson gítar, Hafþór
Guðmundsson trommur, Helgi
Björnsson söngur. Aðrir hljóðfæra-
leikarar: Ásgeir Óskarsson slagverk,
Kristján Kristjánsson munnharpa,
Eva Ásrún Albertsdóttir röddun (Jón
Ólafsson hljómborð í laginu Blóð?).
Útsetningar: SSSÓI og Ian Morrow.
Upptökustjóm: Ian Morrow. Upp-
tökumaður: Sandy Jones. Útgefandi:
Skífan, 44,41 mín., 1.999 kr.
HELGI Björnsson er einn litrík-
asti sviðsþjarkur í íslenskri rokk-
tónlist þótt menn séu ef til vill
ekki sammála um sönghæfileika
hans eða raddfegurð. En slíkar
deilur hafa spunnist um meiri spá-
menn í rokksögunni, svo sem Rod
Stewart og Jagger, sem þó hafa
spjarað sig með stæl. Helgi má
líka eiga að hann sníður sér yfir-
Ieitt stakk eftir vexti í efnisvali
og það er kostur sem ýmsir aðrir
mættu tileinka sér í ríkari mæli.
Það fer hins vegar ekki alltaf sam-
an að vera góður á sviði og á
filjómplötum, en einhvern veginn
hefur Helga tekist að skila sviðs-
sjarma sínum inn á hljómplöturnar
og það sannar hann enn og aftur
á nýrri plötu SSSólar, sem ber
heitið Blóð. Maður bókstaflega sér
söngvarann ljóslifandi fyrir sér,
sveittan í ermalausum bol og rifn-
um gallabuxum þegar platan er
leikin og þess vegna hefur maður
gaman af henni, þótt tónlistin sem
slík sé hvorki merkileg né metnað-
arfull.
Helgi Bjömsson hefur, ásamt
íélögum sínum í gegnum tíðina,
fyrst með hljómsveitinni Síðan
skein sól og nú með SSSól, komið
sér upp ákveðinni formúlu sem
greinilega hefur gengið upp, að
minnsta kosti meðal balláhuga-
fólks. Og spakir menn hafa sagt
að það eigi aldrei að breyta form-
tilum sem ganga upp. Þetta hafa
þeir félagar, Helgi og Eyjólfur
Burns syngur
inn á plötu
►LEIKARINN aldni George
Burns, sem verður hundrað ára
gamall eftir rúmt ár, syngur
&m jnn ^ p|ötu á næstunni. Þar
verður hann í hlutverki átj-
án ára gamallar vændis-
stúlku. Platan er nefnilega
upp úr söngleik sem sýnd-
ur verður á Broadway og
nefnist „The Life“. Hann
er settur upp af Cy Cole-
man og fjallar um vændis-
konur og melludólga á
Times Square á áttunda
áratugnum. Þótt Burns
leiki ekki í uppfærslunni
er lagið sem hann syngur
sungið af átján ára gamalli
vændiskonu í söngleiknum.
Fleiri sem syngja á plötunni
eru Liza Minelli, Billy Stritch,
Jennifer Holiday og Peggy Lee.
„Platan kemur út nokkuð áður
en söngleikurinn verður frum-
sýndur,“ segir Coleman. „Ég
veit að það er eins og að beita
vagninum fyrir hestinn, en
þannig gekk þetta fyrir sig
þegar ég byrjaði í bransanum
fyrir fjörutíu árum.“
Gömul mynd af Burns með
Gracie Allen að ógleymdum
vindlinum.
Helgi Björnsson
og félagar í SSSól
hafa komið sér
upp formúlu sem
gengur upp.
Jóhannsson, sem semja flest lögin,
haft að leiðarljósi og nýja platan
er nákvæmlega samkvæmt for-
skriftinni. Þar má enda finna mörg
lög sem eru líkleg til að gera sig
á böllum og í því sambandi veðja
ég á lögin Popparinn, Martröð,
Saklaus og ekki síst Lof mér að
lifa, þar sem aðdáendur eiga ör-
ugglega eftir að taka hressilega
undir með Helga í samkomuhúsum
víða um land í náinni framtíð. Eins
mætti nefna Sleiktu mig upp, hvar
bregður fyrir liprum fönkuðum
bassaleik og Ekki brenna þar sem
„Stones-ívafið“, sem aldrei bregst,
er á sínum stað. Eftirminnilegasta
lagið finnst mér hins vegar vera
Stríð, sem stingur dálítið í stúf við
annað efni á plötunni og er
í raun býsna gott lag í
uppbyggingu og framsetn-
ingu SSSóIar.
Helgi semur alla texta á plöt-
unni og hefur haft vit á að láta
þá ekki fylgja með á prenti, sem
sýnir að hann þekkir sín takmörk
sem ljóðskáld. í svona tónlist
skipta textamir eða innihald þeirra
heldur ekki höfuðmáli. Krakkarnir
eiga eftir að syngja með hvort sem
er. Þeir félagar í SSSól geta því
verið þokkalega ánægðir með
þessa plötu þegar á heildina er lit-
ið. Hún er að vísu ekkert tíma-
mótaverk, en hún er líka langt frá
því að vera léleg eða leiðinleg.
P.s. Á plötuumslagi segir að Jón
Ólafsson leiki á hljómborð í titil-
laginu Blóð, en þetta lag finnst
ekki á plötunni. Hér er greinilega
eitthvert klúður á ferðinni, eða
eins og skáldið sagði: Þar sem
engin æð er undir, ekki er von að
blæði.
Sveinn Guðjónsson
FOLK