Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
25. ÓLYMPÍULEIKARNIR í EÐLISFRÆÐI
Fróðleg ferðalög
á framandi stað
ÞÓTT verkefni Ólympíuleikanna í
eðlisfræði séu erfið og keppendur
hafi aldrei áður þurft að leysa svo
erfiðar þrautir er langt í frá að
leikarnir séu eintómt púl. Þeir
standa í átta daga og af þeim tíma
fer einn og hálfur dagur í keppn-
ina sjálfa. Keppendum gefst því
nægur tími til þess að kynnast
nemendum frá öðrum löndum og
fara í styttri og lengri ferðir um
nágrennið.
Fyrsti dagurinn í Beijing fór að
mestu í að jafna sig eftir flugferð-
ina og venjast .tímamuninum.
Snemma morguninn eftir voru
leikamir settir í Beijingháskóla. í
byijun júlí er regntíminn í Kína
og fór liðið ekki varhluta af því.
Það kom sér því vel að kínverski
leiðsögumaðurinn þeirra, hún
Zhao Na, hafði fengið lánaðar
regnhlífar fyrir liðið til að skýla í
mestu dembunum. Þegar stytti
upp var sólin þó brennheit og hit-
inn allt upp í 36 gráður. Þriðja
daginn var síðan fræðilega keppn-
in, fimm klukkustunda glíma við
verkefni sem háskólanemendur í
eðlisfræði ættu fullt í fangi með
að leysa jafnvel þótt þeir hefðu
rýmri tíma og öll hjálpargögn.
Búdda í andstöðu við
fergurðarímyndina
Að keppninni lokinni hafði loks-
ins stytt upp og var það eins gott
því ferðinni var heitið að hofi hinna
heiðbláu skýja þar sem feitur og
sællegur Búdda, alger andstæða
við fegurðarímynd Vestur-
landabúa, sat í öndvegi en í Beij-
ing eru mörg Búddahof og greini-
Næstu ólympíu-
leikar haldnir í
------------^----
Canberra í Astr-
alíu næsta sumar.
legt að búddismi á sér sterkar
rætur í Kína. Reyndar misstu tveir
íslensku keppendanna næstum því
af ferðinni því þeir þurftu á síð-
ustu stundu að hlaupa eftir
myndavél upp í herbergi sitt á
níundu hæð á hótelinu þar sem
vonlaust var að bíða eftir lyftun-
um. Þegar þeir komu aftur niður
í anddyrið og uppgötvuðu að hóp-
urinn var farinn ákváðu þeir að
taka bara leigubíl að hofinu og
voru komnir á staðinn á undan
rútunum. Þannig voru strákamir
strax eins og heima hjá sér í þess-
ari 10 milljón manna borg sem
Beijing er og sýnir það glöggt að
þrátt fyrir að undirbúningur okkar
keppenda í eðlisfræðinni
sé e.t.v. lakari en
margra annarra
þjóða eru þeir
áræðnari og geta
bjargað sér betur
en margir hinna
keppendanna
sem varla þorðu
að fara út af hót-
elinu af ótta við
að villast.
Um kvöldið hittu
keppendur síðan farar-
stjóranna og ræddu um niðurstöð-
umar úr fræðilegu verkefnunum
frá því um morguninn. I ljós kom
að árangurinn hafði ekki verið upp
á marga fiska og því var ekkert
annað að gera en að bíta á jaxlinn
og ákveða að gera betur í verklega
hlutanum. Næsta morgun var
ferðinni heitið að Torgi hins him-
neska friðar þar sem engin merki
sjást lengur um uppreisn stúdent-
anna sem var barin niður árið
1989. Það er þó augljóst ef kín-
verskir túlkar og fararstjórar em
inntir eftir þeim atburðum að þeir
vilja helst ekkert um þá ræða.
Kínveijar virðast átta sig á for-
dæmingu heimsins á þeim ofbeld-
isverkum sem þama vora framin
og fara því undan í flæmingi þeg-
ar þessa atburði ber á góma. Við
suðurhlið torgsins er hlið hins him-
neska friðar þar sem er stór mynd
af Maó formanni og löng röð af
fólki var alltaf við grafhýsi hans.
Þessi fýrram leiðtogi Kína virðist
enn eiga sinn sess í huga íbúanna
og var alls staðar hægt að kaupa
merki með mynd af Maó og Rauða
kverið bæði á ensku og
kínversku.
Keisarahallírnar
Ekki er hægt
að heimsækja
1 Beijing nema
koma við í for-
boðnu borginni
þar sem keisar-
amir ríktu áður og
enginn mátti stíga
fæti. Þar gefur að
líta keisarahallirnar
ARNAR á múrnum.
sem hafa verið eins konar ein-
kennismerki Kína í hugum
margra. Þegar litið er út um
gluggann á Huan Yuan hótelinu
þar sem keppendumir bjuggu þar
sem getur að líta þök háhýsa sem
gætu í sjálfu sér verið í hvaða
landi sem er efast maður ósjálf-
rátt um að þetta sé nú raunvera-
lega Kína en í forboðnu borginni
velkist enginn í vafa og þeir sem
sáu stórmyndina „Síðasta keis-
arann“ kannast við leiktjöldin en
hluti hennar var einmitt tekinn
hérna. Að sjálfsögðu var líka farin
skoðunarferð í Sumarhöllina þar
sem fom kínversk byggingarlist
ræður líka ríkjum.
Merki Ólympíukeppninnar vísar
til tvenns sem Kínveijar era mjög
stoltir af. Annars vegar er það
gríski stafurinn t (tá) sem er skír-
skotun til þess að árið 1992 tókst
Kínveijum að mæla mjög ná-
kvæmlega massa t miðeindarinn-
ar. Þannig er merkið tákn um sigra
Kínveija á sviði nútíma eðlisfræði.
Hins vegar táknar það einnig
múrinn mikla. Múrinn sem er um
6.000 km langur er eitt frægasta
mannvirki í heimi. Auðvitað var
farið með keppenduma á Ólympíu-
leikunum að múmum. Nálægt
Beijing er Badaling sem er einn
fjölsóttasti hluti múrsins mikla.
Þangað fóru keppendumir daginn
eftir verklegu keppnina enda full-
yrti einn kínverski fararstjórinn
að enginn gæti orðið sönn hetja
nema að hafa klifið Kínamúrinn.
Um kvöldið var svo öllum kepp-
endum og fararstjórum boðið að
sjá fjölleikasýningu í Er Qi leik-
húsinu en kínverskir fjöllistamenn
era frægir um allan heim fyrir fimi
sína og listræna fágun.
Allt tekur enda og áður en varði
var komið að lokaathöfn Ólympíu-
leikanna. Við hátíðlega athöfn í
Alþjóðlegu ráðstefnuhöllinni í
Beijing var tuttugustu og fímmtu
Ólympíuleikunum í eðlisfræði slit-
ið. Þeir sem sköraðu framúr fengu
verðlaun og allir fundu fyrir því
að þessi tími hafði liðið alltof fljótt
o g kveðjustundin nálgaðist.
Haldnar vora hátíðlegar ræður og
bauð fulltrúi áströlsku undirbún-
ingsnefndarinnar alla velkomna til
leikanna í Canberra næsta sumar.
Einhveijir nemendanna sem vora
í Beijing koma örugglega þangað
en flestra þeirra bíður nú frekara
nám og störf í heimalandi þeirra.
íslenzku keppendurnir á ólympíuleikunum í eðlisfræði: Arnar Már Hrafnkelsson, Burkni Pálsson,
Gunnlaugur Þór Briem og Stefán Bjarni Sigurðsson, allir úr MR, og Jóhann Sigurðsson úr MH.
KEPPENDURNIR sem sendir
eru á Ólympíuleikana eru valdir
með hliðsjón af árangri þeirra í
Landskeppni í eðlisfræði. Undir-
búningur hennar hefst í nóvem-
ber ár hvert. Keppnin er haldin
fyrir tilstuðlan Eðlisfræðifélags
íslands og Félags raungreina-
kennara og sjá þau Ingibjörg
Haraldsdóttir, áfangastjóri í
Menntaskólanum í Kópavogi, og
Viðar Ágústsson, framkvæmda-
sljóri VARA, um framkvæmd
hennar. Forkeppni er haldin í
flestum framhaldsskólum lands-
ins í febrúar og er efstu 10-15
nemendum úr forkeppninni boðið
til úrslitakeppni í Háskóla Islands
venjulega um miðjan mars. Morg-
unblaðið greiðir allan kostnað við
Landskeppnina, þ.e. prentun,
dreifingu og verðlaun, en kennar-
ar við eðlisfræðiskor Háskólans
sjá um að semja verkefnin og
Fjölmargir
hafa styrkt
þátttöku
íslendinga
fara yfir þau. Öll sú vinna er
unnin í sjálfboðavinnu.
Fimm efstu nemendunum úr
forkeppninni sem jafnframt upp-
fylla aldursskilyrði ólympíuleik-
anna er boðið að fara til keppn-
innar erlendis og hefst þjálfun
þeirra í lok maí að loknum próf-
um í skólunum.
Menntamálaráðuneytið greiðir
ferðakostnað keppenda og farar-
stjóra á ólympíuleikana en kín-
versku gestgjafamir sáu um uppi-
hald og ferðir innan Kina. Þótt
allur undirbúningur ferðarinnar,
sem og fararstjóm, sé unninn í
sjálfboðavinnu er þó ýmis annar
kostnaður sem fylgir þátttöku í
svona keppni. Það er því nauðsyn-
legt að leita styrkja hjá fyrirtækj-
um svo hægt sé að senda lið á
leikana. Að þessu sinni styrktu
fyrirtækin Skandia, Seðlabankinn
og íslandsbanki liðið og Heimilis-
tæki gáfu tæki sem notuð voru í
lokakeppni Landskeppninnar og
reiknivélar sem uppfylla skilyrði
leikanna fyrir alla keppendurna
fimm. „Ég vil fyrir hönd Lands-
keppni í eðlisfræði færa þeim aðil-
um sem hafa styrkt keppnisliðið
bestu þakkir fyrir stuðninginn,"
sagði Viðar Ágústsson, fram-
kvæmdastjóri Landskeppninnar í
eðlisfræði, í viðtali við blaðið.
26. ólympíuleikarnir í
eðlisfræði í Ástralíu 1995
,,ÞAÐ verður ýmislegt öðruvísi í
Ástralíu en hér í Kína,“ sagði
Rodney Jory, fararstjóri ástralska
liðsins og framkvæmdastjóri
keppninnar, sem verður á næsta
ári í Canberra, höfuðborg Ástralíu.
Til dæmis hitastigið. Á meðan hit-
inn í Beijing fór oft yfir 35 gráður
og mikill raki var í loftinu mega
keppendur búast við hitatölum á
borð við 8-10 gráðum að degi til
og jafnvel næturfrosti. í byijun
júlí er nefnilega vetur í Ástralíu
en Canberra er á 34. gráðu suð-
lægrar breiddar. Þar snjóar þó
mjög sjaldan að sögn Rodneys og
hefur ekki sést þar snjór síðan
1988.
Undirbúningur fyrir ólympíu-
leikana í eðlisfræði í Canberra
sumarið 1995 gengur mjög vel að
sögn Michael Peachey ritara und-
irbúningsnefndar leikanna. Að
þessu sinni verða þeir frá 5.-13.
júlí og segir Michael að búist sé
við um 50 þátttökuþjóðum en fjöldi
þeirra hefur farið vaxandi með
hverjum ólympíu-leikum. Michael
lofar því að þátttakendur muni
örugglega fá að kynnast einkennis-
dýri Astralíu kengúranni en keng-
úrur sjáist reyndar stundum á beit
á þurrum sumrum nálægt keppnis-
staðnum. Einnig verða farnar
skoðunarferðir um nágrennið.
Skólahald er í fullum gangi í Ástr-
alíu á þessum tíma en keppnin er
haldin á meðan 10 daga skólaleyfí
er í háskólanum þannig að hægt
er að nýta aðstöðuna þar. Munu
bæði keppendur og fararstjórar
búa á stúdentagörðum háskólans
í Canberra, en hún er sjötta
stærsta borg Ástralíu með 300
þúsund íbúa. Borgin er í um 600
metra hæð yfír sjávarmáli og er
um tveggja klukkustunda akstur
þaðan að strönd Kyrrahafsins.
Michael segir aðaláhersluna hafa
verið lagða á að
gera verkefni
keppninnar sem
best úr garði og
leggja ástralskir
eðlisfræðingar
metnað sinn í að
sýna að þeir séu
fyllilega sam-
Michaei keppnisfænr við
Peachey hvaða þjoð sem
er við samningu
slíkra verkefna. Núna ári fyrir
keppnina eru verkefnin þegar til-
búin en þau era unnin af eðlisfræð-
ingum við fimm mismunandi há-
skóla í Ástralíu.
Fyrstu leikarnir á suðurhveli
jarðar
Leikarnir í Ástralíu verða fyrstu
ólympíuleikarnir í eðlisfræði á suð-
urhveli jarðar og þurfa flestir þátt-
takendur að leggja á sig langt
ferðalag til að komast þangað. Það
er enn ekki vitað hve margir kepp-
endur verða sendir frá íslandi en
þeir verða valdir að lokinni úrslita-
keppni Landskeppninnar í eðlis-
fræði sem fer væntanlega fram í
mars á næsta ári að lokinni undan-
keppni í flestum framhaldsskólum
landsins. íslensku keppendurnir
munu þó að örugglega kunna
ágætlega við sig í vetrarveðrinu í
Canberra þar sem hitastigið verður
sennilega svipað og á svölu sumri
hér á landi.