Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 276. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kozyrev kemur utanríkisráðherrum NATO á óvart Frestar undirritun samstarfssanmings Brussel. Reuter. UTANRIKISRAÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins, NATO, ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að láta kanna í eitt ár hvernig best yrði staðið að stækkun bandalagsins til austurs. Andrej Kozyrev, utanrík- isráðherra Rússlands, frestaði að undirrita samning Rússa og NATO um samstarf í þágu friðar og sagði að áform bandalagsins um stækkun þess til austurs þörfnuðust frekari skýringa. Ráðgert hafði verið að Kozyrev undirritaði samninginn á sérstökum fundi með ráðherrum NATO og ákvörðun hans kom þeim mjög á óvart. Hann tilkynnti ákvörðunina eftir að hafa rætt við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og sagði að áform NATO þörfnuðust skýringa þar sem svo virtist sem samstarfssamningur- inn væri nú aðeins orðinn að „auka- atriði í ákvörðun sem þegar hefur verið tekin um stækkun bandalags- ins“. Harðar deilur innan bandalagsins milli Vestur- Evrópuríkja og Banda- ríkjanna vegna stefnunnar í málefn- um Bosníu hvíla eins og skuggi yfir fundi NATO en Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á traustan stuðning stjórnar sinnar við samstarfið. Ekki stofnað vegna Bosníu „Bandalagið verður sem fyrr grundvöllur afskipta okkar af mál- efnum Evrópu, undirstaða öryggis- mála beggja vegna hafsins," sagði Christopher. Hann sagði að Bosníu- deilan drægi á engan hátt úr mikil- vægi NATO og tóku aðrir ráðherrar undir orð hans. „NATO .var ekki stofnað til að leysa Bosníudeiluna," var haft eftir Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta í gær. Heimildarmenn segja að eining sé um að bandalagið sé of mikilvægt til að láta Bosníudeil- una kollvarpa því og síðustu daga hafa fulltrúar stjórnvalda í Washing- ton reynt að laga sjónarmið sín að stefnu Breta og Frakka með því að leggja áherslu á nauðsyn friðarvið- ræðna í Bosníu. Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði menn sammála um að ekki væri hægt að leysa deilurnar í gömlu Júgóslavíu með vopnavaldi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, sagði í gær að ekki væri hægt að útiloka að Þýskaland yrði við ósk NATO um að leggja fram herþotur til loftárása á Serba. Það yrði þó aðeins gert eftir vand- lega íhugun, að sögn Kinkels. ■ Ráðherrafundur NATO/18 Alnæmis- ráðstefnu mótmælt UMDEILD alnæmisráðstefna var sett í París í gær og Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti þar til alþjóðlegrar her- ferðar gegn alnæmisveirunni í fátækum ríkjum heims. „Ég gef út almennt herútboð," sagði hann við fulltrúa 42 ríkja sem sækja ráðstefnuna. Þjóðhöfðingjum allra ríkjanna var boðið á ráð- stefnuna en enginn þeirra þáði það. Á hinn bóginn sitja hana margir ráðherrar, þeirra á meðal 13 forsætisráðherrar. Á mynd- inni mótmælir hópur Frakka ráð- stefnunni við Sigurbogann í Par- ís, en þeir telja að ráðstefnan hafi aðeins táknrænt gildi, engar ákvarðanir verði teknar um raunhæfar aðgerðir gegn út- breiðslu alnæmis. Reuter Silvio Berlusconi nær að styrkja stöðu sína á ný Lífeyrisstríðið búið Segist munu fara frá Ítalíu verði hann ákærður um spillingu Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, náði í gær samkomu- lagi við verkalýðsfélögin í landinu um að draga úr skerðingu lífeyris- réttinda og hafa þau aflýst fyrir- huguðu allsherjarverkfalli í dag. Skýrði hann frá þessu á frétta- mannafundi í gær og lýsti þá einn- ig yfir, að yrði hann ákærður um spillingu, gæti hann ekki búið leng- ur á Italíu. Samningaviðræðurnar við verkalýðsfélögin stóðu næstum því í sólarhring samfleytt og þykir samkomulagið hafa styrkt ríkis- stjórnina og Berlusconi sjálfan. Hefur hann átt í vök að veijast síðustu vikuna, einkum vegna rannsóknar á meintum mútu- greiðslum fyrirtækis hans, Finin- vest. „Lífeyrissjóðastríðinu er lok- ið, fjárlagafrumvarpinu hefur verið bjargað,“ sagði Berlusconi og brosti út að eyrum. Með fjárlagafrumvarpinu var stefnt að því að lækka ríkissjóðs- hallann um rúmlega 2.000 millj- arða króna og voru breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, einu því rausnarlegasta í heimi, stór þáttur í því. Eftir sem áður verður skerð- ingin nokkur en þó 170 milljörðum kr. minni en fyrirhugað var. Er stefnt að því að ná því með öðrum niðurskurði. Ólíft á Ítaiíu Á blaðamannafundinum var Berlusconi spurður um spillingar- rannsóknina, sem nú fer fram, og svaraði þá, að yrði hann formlega ákærður, gæti hann ekki lengur búið í landinu. „Raunar held ég, að enginn dómstóll í þessu landi geti dæmt mig, einfaldlega vegna þess, að ég heiti Silvio Berlusconi. Ella yrði um að ræða pólitískan dóm,“ sagði forsætisráðherrann. Farþeg- arnir hólpnir NÆR þúsund farþegar og skip- verjar, er björguðust þegar eidur blossaði upp í farþegaskipinu Achille Lauro við strönd Sóinalíu á miðvikudag, voru í gær fluttir á björgunarbátum úr skipum, sem björguðu þeim, um borð í bandarísk herskip. Fólkið var sólbrunnið og örmagna eftir volkið og sumir tárfelldu af geðs- hræringu. Fólkið verður flutt til Djibouti og Kenýu. Eldar loguðu enn í skipinu í gær, eins og sjá má á myndinni, en ítalskir emb- ættismenn sögðu að ef til vill yrði hægt að bjarga skipinu þar sem ekki væri víst að það sykki. Bandaríkin Þingið samþykk- ir GATT Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandarikjaþings samþykkti í gærkvöldi GATT-samn- inginn um aukin heímsviðskipti. Þingið hefur þar með staðfest samninginn endanlega, þar sem full- trúadeildin hafði áður samþykkt hann með miklum meirihluta at- kvæða. Samningurinn var samþykktur í öldungadeildinni með 76 atkvæðum gegn 24. Fyrst þurfti deildin að sam- þykkja sérstakt frumvarp í tengslum við fjárlögin með a.m.k. 60 atkvæð- um og það var samþykkt með 68 atkvæðum gegn 32. Handrit selt fyrir metverð Lundúnum. Reuter. HANDRIT að annarri sinfóníu Schumanns var selt fyrir met- verð, 1,49 milijónir punda, jafn- virði 160 milljóna króna, á upp- boði í Lundúnum í gær. Tónskáldið samdi sinfóníuna á árunum 1846-47 og margir töldu að handritið hefði glatast þegar húsnæði eiganda þess í Leipzig eyðilagðist í loftárásum bandamanna í heimsstyijöldinni síðari. Svo var þó ekki og eig- andinn seldi það óþekktum safnara árið 1950. Nýju eigendurnir eru þekktir safnarar í New York, Robin Lehman og kona hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.