Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.1994, Qupperneq 1
96 SÍÐUR B/C/D 276. TBL. 82. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Kozyrev kemur utanríkisráðherrum NATO á óvart Frestar undirritun samstarfssanmings Brussel. Reuter. UTANRIKISRAÐHERRAR Atl- antshafsbandalagsins, NATO, ákváðu á fundi sínum í Brussel í gær að láta kanna í eitt ár hvernig best yrði staðið að stækkun bandalagsins til austurs. Andrej Kozyrev, utanrík- isráðherra Rússlands, frestaði að undirrita samning Rússa og NATO um samstarf í þágu friðar og sagði að áform bandalagsins um stækkun þess til austurs þörfnuðust frekari skýringa. Ráðgert hafði verið að Kozyrev undirritaði samninginn á sérstökum fundi með ráðherrum NATO og ákvörðun hans kom þeim mjög á óvart. Hann tilkynnti ákvörðunina eftir að hafa rætt við Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og sagði að áform NATO þörfnuðust skýringa þar sem svo virtist sem samstarfssamningur- inn væri nú aðeins orðinn að „auka- atriði í ákvörðun sem þegar hefur verið tekin um stækkun bandalags- ins“. Harðar deilur innan bandalagsins milli Vestur- Evrópuríkja og Banda- ríkjanna vegna stefnunnar í málefn- um Bosníu hvíla eins og skuggi yfir fundi NATO en Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lagði áherslu á traustan stuðning stjórnar sinnar við samstarfið. Ekki stofnað vegna Bosníu „Bandalagið verður sem fyrr grundvöllur afskipta okkar af mál- efnum Evrópu, undirstaða öryggis- mála beggja vegna hafsins," sagði Christopher. Hann sagði að Bosníu- deilan drægi á engan hátt úr mikil- vægi NATO og tóku aðrir ráðherrar undir orð hans. „NATO .var ekki stofnað til að leysa Bosníudeiluna," var haft eftir Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta í gær. Heimildarmenn segja að eining sé um að bandalagið sé of mikilvægt til að láta Bosníudeil- una kollvarpa því og síðustu daga hafa fulltrúar stjórnvalda í Washing- ton reynt að laga sjónarmið sín að stefnu Breta og Frakka með því að leggja áherslu á nauðsyn friðarvið- ræðna í Bosníu. Willy Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði menn sammála um að ekki væri hægt að leysa deilurnar í gömlu Júgóslavíu með vopnavaldi. Utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, sagði í gær að ekki væri hægt að útiloka að Þýskaland yrði við ósk NATO um að leggja fram herþotur til loftárása á Serba. Það yrði þó aðeins gert eftir vand- lega íhugun, að sögn Kinkels. ■ Ráðherrafundur NATO/18 Alnæmis- ráðstefnu mótmælt UMDEILD alnæmisráðstefna var sett í París í gær og Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti þar til alþjóðlegrar her- ferðar gegn alnæmisveirunni í fátækum ríkjum heims. „Ég gef út almennt herútboð," sagði hann við fulltrúa 42 ríkja sem sækja ráðstefnuna. Þjóðhöfðingjum allra ríkjanna var boðið á ráð- stefnuna en enginn þeirra þáði það. Á hinn bóginn sitja hana margir ráðherrar, þeirra á meðal 13 forsætisráðherrar. Á mynd- inni mótmælir hópur Frakka ráð- stefnunni við Sigurbogann í Par- ís, en þeir telja að ráðstefnan hafi aðeins táknrænt gildi, engar ákvarðanir verði teknar um raunhæfar aðgerðir gegn út- breiðslu alnæmis. Reuter Silvio Berlusconi nær að styrkja stöðu sína á ný Lífeyrisstríðið búið Segist munu fara frá Ítalíu verði hann ákærður um spillingu Róm. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, náði í gær samkomu- lagi við verkalýðsfélögin í landinu um að draga úr skerðingu lífeyris- réttinda og hafa þau aflýst fyrir- huguðu allsherjarverkfalli í dag. Skýrði hann frá þessu á frétta- mannafundi í gær og lýsti þá einn- ig yfir, að yrði hann ákærður um spillingu, gæti hann ekki búið leng- ur á Italíu. Samningaviðræðurnar við verkalýðsfélögin stóðu næstum því í sólarhring samfleytt og þykir samkomulagið hafa styrkt ríkis- stjórnina og Berlusconi sjálfan. Hefur hann átt í vök að veijast síðustu vikuna, einkum vegna rannsóknar á meintum mútu- greiðslum fyrirtækis hans, Finin- vest. „Lífeyrissjóðastríðinu er lok- ið, fjárlagafrumvarpinu hefur verið bjargað,“ sagði Berlusconi og brosti út að eyrum. Með fjárlagafrumvarpinu var stefnt að því að lækka ríkissjóðs- hallann um rúmlega 2.000 millj- arða króna og voru breytingar á lífeyrissjóðakerfinu, einu því rausnarlegasta í heimi, stór þáttur í því. Eftir sem áður verður skerð- ingin nokkur en þó 170 milljörðum kr. minni en fyrirhugað var. Er stefnt að því að ná því með öðrum niðurskurði. Ólíft á Ítaiíu Á blaðamannafundinum var Berlusconi spurður um spillingar- rannsóknina, sem nú fer fram, og svaraði þá, að yrði hann formlega ákærður, gæti hann ekki lengur búið í landinu. „Raunar held ég, að enginn dómstóll í þessu landi geti dæmt mig, einfaldlega vegna þess, að ég heiti Silvio Berlusconi. Ella yrði um að ræða pólitískan dóm,“ sagði forsætisráðherrann. Farþeg- arnir hólpnir NÆR þúsund farþegar og skip- verjar, er björguðust þegar eidur blossaði upp í farþegaskipinu Achille Lauro við strönd Sóinalíu á miðvikudag, voru í gær fluttir á björgunarbátum úr skipum, sem björguðu þeim, um borð í bandarísk herskip. Fólkið var sólbrunnið og örmagna eftir volkið og sumir tárfelldu af geðs- hræringu. Fólkið verður flutt til Djibouti og Kenýu. Eldar loguðu enn í skipinu í gær, eins og sjá má á myndinni, en ítalskir emb- ættismenn sögðu að ef til vill yrði hægt að bjarga skipinu þar sem ekki væri víst að það sykki. Bandaríkin Þingið samþykk- ir GATT Washington. Reuter. ÖLDUNGADEILD Bandarikjaþings samþykkti í gærkvöldi GATT-samn- inginn um aukin heímsviðskipti. Þingið hefur þar með staðfest samninginn endanlega, þar sem full- trúadeildin hafði áður samþykkt hann með miklum meirihluta at- kvæða. Samningurinn var samþykktur í öldungadeildinni með 76 atkvæðum gegn 24. Fyrst þurfti deildin að sam- þykkja sérstakt frumvarp í tengslum við fjárlögin með a.m.k. 60 atkvæð- um og það var samþykkt með 68 atkvæðum gegn 32. Handrit selt fyrir metverð Lundúnum. Reuter. HANDRIT að annarri sinfóníu Schumanns var selt fyrir met- verð, 1,49 milijónir punda, jafn- virði 160 milljóna króna, á upp- boði í Lundúnum í gær. Tónskáldið samdi sinfóníuna á árunum 1846-47 og margir töldu að handritið hefði glatast þegar húsnæði eiganda þess í Leipzig eyðilagðist í loftárásum bandamanna í heimsstyijöldinni síðari. Svo var þó ekki og eig- andinn seldi það óþekktum safnara árið 1950. Nýju eigendurnir eru þekktir safnarar í New York, Robin Lehman og kona hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.