Morgunblaðið - 02.12.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994
LANDIÐ
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgurlblaðið/Líney Sigurðardóttir
RÚSSNESKI togarinn Pechora landaði á miðvikudag 170 tonn-
um af góðum þorski á Þórshöfn og er Rússafiskurinn lyftistöng
fyrir atvinnulífið á staðnum.
Rússafiskur tryggir
atvinnu á Þórshöfn
Þórshöfn - Rússneski togarinn Pec-
hora landaði á miðvikudag 170
tonnum af góðum þorski á Þórs-
höfn. Að sögn Gunnlaugs Karls
Hreinssonar, verkstjóra hjá Hrað-
frystistöð Þórshafnar hf., var hann
búinn að reyna í nokkrar vikur að
ná í rússafisk og loks datt hann í
lukkupottinn, eins og hann orðaði
það, og náði hingað tveimur skip-
um.
Seinni togarinn, Kojda, er vænt-
anlegur um næstu helgi með svipað
magn og Pechora landaði. Fiskurinn
er mjög góður og er unninn í dýr-
ari pakkningar en áður hefur verið
og fer allur til Ameríku. Þar hefur
Hraðfrystistöðin komist inn á dýr-
ari markaði og eru afurðimar fyrir-
fram seldar. Vegna þessa greiðir
Hraðfrystistöðin hærra verð en áð-
ur fyrir rússafiskinn eða milli
fimmtán og sextánhundruð dollara
fyrir tonnið.'
Góður afli heimabáta
Afli heimabáta undanfarið hefur
verið nokkuð góður en á komið
hafa á land frá tíu tonnum allt upp
í 25 tonn á dag, aðaliega þprskur,
ýsa og ufsi. Næg atvinna hefur
verið í Hraðfrystistöðinni undanfar-
ÞAÐ var kuldaiegt á Þórs-
höfn í vikunni, en hefur
sjálfsagt verið enn kulda-
legra hjá rússnesku sjó-
mönnunum á miðunum.
ið og hefst vinna strax kl. 7 á
morgnana.
Búast má við minni afla frá 1.
desember því þá hætta krókabát-
arnir og eftir verða þrír heimabátar
á netum og línu. Rússafískurinn
verður unninn á þessu dauða tíma-
bili og ætti því að verða næg at-
vinna hjá Hraðfrystistöðinni þrátt
fyrir lítinn afla heimabáta.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
STARFSFÓLK ísfélagsins gæðir sér á tertum
og öðru góðgæti í 2.000 tonna veislunni.
Síldarvertíðin í Eyjum
2.0001 í ísfélaginu
Vestmannaeyjum - Starfsfólki ís-
félags Vestmannaeyja var í gær
boðið til veislu í kaffisa! frystihúss-
ins þar sem boðið var uppá rjóma-
tertur, gosdrykki og súkkulaði í til-
efni þess að búið er að frysta 2.000
ton af síld hjá fyrirtækinu á-vertíð-
inni.
Að sögn Einars Bjarnasonar hjá
ísfélaginu hefur vinnsla á vertíðinni
gengið vel. Öll síld sem berst er
fryst, bæði heilfryst, hausskorin og
flökuð. Heilfrysta síldin fer á Jap-
ansmarkað, hausskoma sfldin til
Þýskalands og flökin fara bæði til
Japan og Evrópulanda svo sem
Þýskalands, Englands, Frakklands
og fleiri landa.
Einar sagðiát reikna með að unn-
ið yrði í síldinni alveg framundir jól
og stefnt væri á vinnslu_ í janúar
eins og undanfarin ár. A síðustu
sfldarvertíð voru fryst 3.200 tonn í
ísfélaginu og sagði Einar að þeir
vonuðust til að ná að vinna svipað
magn nú ef veður yrði ekki óhag-
stætt og tefði veiðarnar.
Alþjóðleg-
ur dagur
fatlaðra
ALÞJÓÐLEGUR dagur fatlaðra er á
morgun, 3. desember og í tilefni af
honum halda Styrktarfélag vangef-
inna og Foreldrafélag barna með
sérþarfh' daginn hátíðlegan á Fiðlar-
anum, 4. hæð í Skipagötu frá kl. 15
til 17. Kaffiveitingar verða á boðstól-
um, spiluð tónlist og sungið og síðan
verða afhentar viðurkenningar fyrir
vel unnin störf í þágu fatlaðra og
fyrir gott aðgengi á veitingastöðum,
störf að íþróttamálum og skólaundir-
búningi fatlaðra bama. '
Styrktarfélag vangefinna á Norð-
urlandi var stofnað 1959 og vann á
sínum tíma brautiyðjendastarf að
málum fatlaðra, m.a. með uppbygg-
ingu Sólborgar. Foreldrafélag barna
með sérþarfir var stofnað 1976 og
hefur það ætíð lagt áherslu á að
börn gætu lifað sem eðlilegustu lífi
hjá íjölskyldum sínum og gert tilkall
til aðstoðar frá samfélaginu. Félögin
reka sameiginiega skrifstofu að Stór-
holti 1 og hafa haft einn starfsmann
frá því í ársbyijun 1993 en Akur-
eyrarbær veitir félögunum styrk.
Alþjóðlegur dagur fatlaðra var til-
nefndur af Sameinuðu þjóðunum og
haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í
fyrra.
---------------
Sorg í nánd
jólanna
SAMTÖK um sorg og sorgarviðbrögð
boða til hátíðarsamveru í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju í dag, föstu-
daginn 2. desember kl. 20.30. í til-
efni af því að 5 ár eru liðin frá stofn-
un samtakanna.
Ræðumaður verður séra Sigfinnur
Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Borg-
arspítalanum og tala hann um sorg
í nánd jólanna en hann nefnir erindi
sitt „í dag er glatt í döprum hjört-
um.“ Opið hús verður hjá samtök-
unum tvisvar í desember, fyrst 8.
og síðan 22. en þá verður jólafundur.
Langafi smíðaði
sleðann
ÞAÐ er ekki ónýtt farartæki sem systurnar Guðrún Fönn og Vilborg
Fönn hafa yfir að ráða, sérsmíðaður sleði sem langafi þeirri austur á
fjörðum gerði handa þeim. Hann er hægt að nota óspart þegar snjór
Iiggur yfir öllu og gerðu þær sér ferð út í gær með sieðann sinn.
Krókaleyfisbátarnir stopp og ró færist yfir í Grímsey
Ovenjugóð aflabrögð
og veðurfar allt árið
Grímsey - TVEGGJA mánaða
stopp krókaleyfisbáta hófst í gær,
1. desember, og mun því aðeins
einn bátur róa frá Grímsey næstu
vikur, Þorleifur EA, sem er stærsti
báturinn í eynni. Árið hefur verið
trillusjómönnum einkar hagstætt,
veðurfar með mestu ágætum og
aflabrögð afar góð. Það er því að
færast ró yfir og menn farnir að
sinna undirbúningi jólanna.
Guðmundur G. Árnarson, sjó-
maður sem gerir út 6 tonn trillu,
Kristínu EA, í félagi við Sæmund
Ólason, sagðist hafa róið af kappi
allt þetta ár og hefðu þeir fengið
um 300 tonn sem væri harla gott.
Þeir eru tveir á og hafa tvo í landi'
við að stokka fyrir sig línuna.
„Þetta ár hefur verið stórkostlegt,"
sagði Guðmundur þegar hann var
spurður hvernig árið hefði verið
hvað sjósókn og aflabrögð varðar.
„Veðráttan hefur verið sérstaklega
góð, fiskiríið líka en það er ekki
qft sem þetta tvennt fer saman.
Ég hugsa að maður geti ekki búist
við svona góðu framhaldi þegar
við byrjum aftur, það er sjaldgæft
að þetta .sé svona gott eins og það
hefur verið í ár.“ Gott veður gerði
að verkum að sjómenn sóttu langt,
ekki var óalgengt að róið væri
austur að Rauðunúpum eða fram
á Stóragrunn átta mílum sunnan
Kolbeinseyjar en um 40 mílna stím
er á þessi mið hvora leið.
Sífellt grimmari sókn
Guðmundur sagði að sér litist í
sjálfu sér ekki illa á það tveggja
mánaða stopp sem framundan
væri. Þetta væri sá tími ársins
þegár allra veðra væri von. Verri
væru hin reglubundnu helgarstopp
sem væru alltaf af og til. „Það
kæmi sér betur fyrir okkur ef við
mættum nota brælurnar í þessi
stopp og fá að róa þegar gefur,
þá yrði maður sáttari við þessi sí-
felldu og auknu stopp hjá okkur,“
sagði Guðmundur. „Við höfum
hælt okkur af því Grímseyingar
að hafa róið héðan slysalaust í
nærri 200 ár, en þegar sóknin er
að þyngjast á minnstu bátunum
og menn verða að fara út í misj-
öfnu veðri er ég hræddur um að
við hælum okkur ekki mikið lengur
af slysalausri sjósókn."
Hann sagði þetta ekki eðlilega
þróun og hann óttaðist sífelit
grimmari sókn sem fyrirsjáanleg
væri á næsta kvótaári þegar búið
væri að skerða sóknardagana enn
frekar. Ef banndögum fjölgaði
mikið enn væri ekki lengur grund-
völlur til að standa í þessari út-
gerð, „það heldur enginn mann-
skap út á þetta fyrirkomulag."
Guðmundur sagðist vilja setja
kvóta á allar línuveiðar en leyfa
síðan fijálsar handfæraveiðar á
öllum bátum en með því móti gætu
menn lifað af útgerðinni. „Það er
ekkert launungarmál að byggðar-
lög eins og Grímsey lifa á króka-
leyfinu og þá deyr það líka ef það
verður skert meira,“ sagði Guð-
mundur, en hann sagði of mikinn
kraft fara í innbyrðis deilur hjá
hagsmunaaðilum í sjávarútvegi í
stað þess að fá sjómenn til að
ræða saman og finna lausn á fisk-
veiðistjómuninni.
1.100-L200 tonn á árinu
Garðar Ólason hjá Fiskkaupum
hefur -tekið á móti 1.100-1.200
tonnum af fiski á einu ári eða frá
því fyrirtækið hóf starfsemi um
rniðjan nóvember í fyrra og þar til
nú, en mest hafa 8-9 bátar lagt
þar upp afla. Á meðan stopp er
hjá krókaleyfisbátunum mun að-
eins einn bátur landa hjá Fiskkaup-
um, Þorleifur EA, en hann er á
netum og hafa aflabrögðin verið
með tregara móti. Nú starfa sjö
manns hja fyrirtækinu en voru
fimmtán þegar mest hefur verið.