Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 9

Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 9 FRÉTTIR Breska læknablaðið The Lancet fjallar í leiðara um ósannar játningar í sakamálum eg rannsóknir dr. Gísla Guðjónssonar Lykill að skiln- ingi á fyrirbærinu RANNSOKNIR dr. Gísla Guðjóns- sonar undanfarinn áratug hafa verið lykillinn að skilningi á fyrir- bærinu ósannar játningar, segir í leiðara nýjasta tölublaðs breska læknaritsins The Lancet, sem fjallar um þetta efni undir fyrir- sögninni Sekir sakleysingjar: Ieið- in að ósönnum játningum. Undanfarin ár hefur dr. Gísli Guðjónsson, réttarsálfræðingur við Lundúnaháskóla, átt þátt í að sanna að í nokkrum umtöluðum sakamálum í Bretlandi hafi sak- laust fóik gefið ósannar játningar við lögregluyfirheyrslur sem leiddu til þess að það var dæmt fyrir verknað sem það ekki hafði framið. I leiðara læknaritsins er fjallað um þá umræðu sem orðið hefur í þjóðfélaginu í kjölfar þessa; hvað hún hafi leitt í ljós um sakamála- réttarfar þar í landi og um gagn- rýnisverð vinnubrögð geðlækna og annarra lækna sem kvaddir hafa verið til vegna rannsókna saka- mála. Blaðið telur að í mörgum málanna hafi orðalag umsagna geðlækna gefið til kynna að sekt viðkomandi væri óumdeild og um- sagnir þeirra hafi í reynd verið til- raun til að skýra aðild einstaklings- ins að verknaðinum með vísan til andfélagslegra tilhneiginga, van- þroska og áhrifagirni hans. í engu tilvikanna hafi möguleikinn á ósannri játningu verið skoðaður frá læknisfræði- eða sálfræðilegu sjónarhorni. í leiðaranum segir að nú þegar Bretar hafi tekið á mörgum þeirra eldri mala þar sem menn voru ranglega sakfelldir vegna ósannra játninga eigi þeir að setja sér það markmið að koma í veg fyrir að fleiri verði ranglega sakfelldir vegna ósannra játninga. Engra einfaldra leiða sé völ til að þekkja úr þá einstaklinga sem sé hættara en öðrum við að bregðast þannig . við yfirheyrslum að leiði til ós- , annra játninga. Öflugar og frumlegar aðferðir Gísli Guðjónsson hafi hins vegar þróað tvenna mælikvarða sem hannaðir séu með það fyrir augum að mæla á hlutlægan hátt hversu líklegur einstaklingur sé til þess að láta undan þrýstingi og leiðandi spurningum við yfirheyrslur. Að- ferðir Gísla séu öflugar og frum- legar rannsóknaraðferðir þótt hag- nýting þeirra við matsgerðir fýrir dómstóla sé háð þeim takmörkun- um að tilfinningalegt ástand og ► DR. Gísli H. Guðjónsson er fæddur í Reykjavik 26. október 1947. Undanfarin 16 ár hefur hann búið og starfað í Englandi þar sem hann hefur í starfi sínu sem yfirréttarsálfræðingur við Lundúnaháskóla rutt réttarsál- fræði braut sem nýrri fræði- grein. Gísli starfar við öryggis- stofnun þar sem unnið er að geðrannsóknum á afbrotamönn- um og meðhöndlun geðsjúkra afbrotamanna. Hann leiðbeinir jafnframt nemendum í klínísku sálfræðinámi og doktorsnámi við Lundúnaháskóla. Eiginkona hans er Julie Guðjónsson. kvíði sakborningsins geti haft veruleg áhrif á niðurstöður og enn- fremur sé óljóst hvort aðrir en sér- þjálfaðir sálfræðingar kunni á að- ferðunum svo góð skil áð þeim megi treysta til að áreiðanlegar niðurstöður fáist. -* Rannsóknir Gísla undanfarin 10 ár hafi fært mönnum almennan skilning á ósönnum játningum og hann hafi aflað góðra rannsóknar- gagna sem styðji kenningu hans um yfirheyrslusefjun; það hve ein- staklingum sé mismunandi hætt við að beygja sig undir vald við yfirheyrslur. Mælikvarðar Gísla á þetta, ásamt geðlæknisfræðilegum at- hugunum samstarfsmanns hans, breska læknisins J.A.C. MacKeith, séu mikilvæg framför á leið til skilnings á fyrirbæri sem geti graf- ið undan trausti á réttarfari í saka- málum. The Lancet kallar í leiðaranum eftir því að settar verði siðareglur um störf lækna og sálfræðinga við gerð matsgerða til notkunar í saka- málum og um hefðbundna læknis- fræðilega þjónustu við gæslu- fanga, sem hafi verið gagnrýnis- verð. Niðurstaða blaðsins er að læknisfræði og sálfræði eigi að beita til að koma í veg fyrir réttar- morð en ekki til að stuðla með beinum eða óbeinum hætti að þeim málalokum sem séu skaðvænlegust alls óréttlætis. LABJALLAN1994 Handmálaður safngripur, kr. 1.980 Qull - silfur - skartgrípír - hru'fapör - postulín - kristall. SILFURBÚÐIN Kringlunni 8 -l 2 - Sfmi 689066 PÓSTUR OG SÍMI Sölustaðir um allt land ...°g gjafirnar Telepocket 200 Verð: 32.774 kr. staðgreitt. Franskar, skósíðar, hnepptar peysur. TESSV Neðst við Dunhaga, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-16. Aðalfundur íþróttadeildar Fáks verður haldinn í félagsheimilinu mánudaginn 5. desember kl. 19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjóm Í.D.F. Haustsmölun Smalað verður í haustbeitarlöndum félagsins sunnudaginn 4. des. Flutningabílar verða í Arnarholti kl. 11.00 í Saltvík kl. 12.00 og í Geldinganesi kl. 15.00. Þeir sem hafa hug á að taka hross sín eru vinsamlegast beðnir um að vera á staðnum. Vegna mikillar aðsóknar í félagshúsin eru þeir sem hafa hug á því að vera í vetur, beðnir um að panta og staðfesta með greiðslu sem fyrst. Fákur. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 48 milljónir Vikuna 24. til 30. nóvember voru samtals 48.383.446 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Staöur: Upphæö kr.: Háspenna, Laugavegi.... 284.532 Háspenna, Hafnarstræti. 215.979 Mónakó.............. 206.076 Háspenna, Laugavegi. 52.818 Mónakó.............. 111.341 Staöa Gullpottsins 1. desember, kl. 12:00 var 3.510.550 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka sföan jafnt og þétt þar til þeir detta. Dags. 25. nóv. 28. nóv. 29. nóv. 30. nóv. 30. nóv.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.