Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 19

Morgunblaðið - 02.12.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1994 19 ERLENT Rannsóknir bandarískra vísindamanna á offitu * Astæðan erfða- galli, ekki ofát London. The Daily Telegraph, Reuter. MEGINÁSTÆÐAN fyrir offitu er líklega ekki of mikið át, heldur erfðafræðilegur galli. Kemur það fram í grein eftir bandaríska vísindamenn í breska vísindatímaritinu Nature. Vekur þessi uppgötvun vonir um, að unnt verði að finna snemma þá ein- staklinga, sem eiga við þennan vanda að stríða, og hjálpa þeim með lyfjum og réttu mataræði þótt eiginleg lækning kunni að vera langt undan. í greininni segir, að gallað gen eða kon, sem stjómi líkamsþyngd, leiði til offitu í músum og sams konar arfberi hafi einnig fundist í mönnum. Segja vísindamennirnir, sem starfa við Howard Hughes-læknadeild Rockefeller-háskólans í New York, að með því að líkja eftir starfsemi gallaða konsins megi hugsanlega draga úr fitusöfnun og auka Iíkamsþyngdina aftur á móti með því að hindra starfsemi þess. Offita er mikið heilsuvandamál á Vesturlöndum. í Bandaríkjunum hrjáir hún þriðjung fullorðinna og í Bretlandi fimmtunginn. Þá er átt við, að lík- amsþyngdin sé 20% umfram eðlilegt hámark. Hægari efnaskipti Offitan fylgir því að borða meira af hitaeininga- ríkum mat en líkaminn brennir en þó lætur feitt fólk ekki alltaf meira ofan í sig en þeir, sem eru grannir. Jeffrey Friedman prófessor, einn banda- rísku vísindamannanna, telur raunar að hvort- tveggja komi til, of mikið át og hægari efna- skipti, og er að huga að nánari rannsóknum á því. Komið hefur í ljós við fyrri rannsóknir, að of- fita getur legið í ættum. Eigi annað foreldrið við hana að stríða, eru helmingslíkur á, að svo verði einnig um afkvæmið. Reuter Konur á kjörstað KOSNINGAR hófust í tveimur héruðum í suðurhluta lndlands í gær og er talið að Kongressflokkurinn, sem fer með völdin í landinu, muni tapa þar töluverðu fylgi. Þótt um héraðskosn- ingar sé að ræða eru þær taldar gefa vís- bendingu um vinsæld- ir Raos forsætisráð- herra. Hér má sjá konur í þjóðbúningum mæta á kjörstað í hér- aðinu Andhra Pra- desh. Loftárásir á höfuðstað Tsjetsjníju Grozní. Reuter. TVÆR herflugvélar gerðu í gær árásir í grennd við flugvöllinn í Grozní, ' höfuðstað Tsjetsjníu. Nokkrum klukkustundum áður rann út frestur sem rússneska stjórnin gaf stjórnarhernum og upp- reisnarmönnum til að leggja niður vopn. Óþekktar herflugvélar vörpuðu sprengjum við útjaðar Grozní og mikinn reyk lagði frá svæði nálægt flugvellinum. Ekki er vitað hvort einhverjir hafi fallið í árásunum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í Moskvu að hann væri að gera ráðstafanir til að koma á friði í Tsjetsjníju eftir nokkurra vikna bardaga. Hann sagði þó ekki í hveiju þessar ráðstafanir fælust og minntist ekki á hernaðaraðgerðir. Ekki lýst yfir neyðar- ástandi í bráð Jeltsín sagði á þriðjudag að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi í Tsjetsjníju ef stjórn héraðsins, sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Rúss- landi, og uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, legðu ekki niður vopn, leystu upp hersveitir sínar og létu fanga lausa. Rússneska fréttastofan Itar-Tass sagði þó í gær að Jeltsín myndi ekki lýsa yfir neyðarástandi á næst- unni. Hún hafði eftir háttsettum embættismanni að það væri aðeins ein af nokkrum hugsanlegum lausn- um. Talsmaður Jeltsíns, Vjatsjeslav Kostíkov, sagði að forsetinn myndi gera allt sem á hans valdi stæði til að frelsa 70 rússneska hermenn sem stjórnarherinn í Tsjetsjníju heldur í gíslingu. Hann gaf til kynna að a.m.k. hluti hermannanna hefði verið að á vegum rússneska hersins í héraðinu, en áður hafði stjórnin í Moskvu vísað því á bug. Utanríkisráðherra Tsjetsjníju, Jórdaninn Shamsedin Yusef, sagði í gær að tsjetsjnar og Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi héraðsins, vildu frekar deyja en láta undan „yfir- gangi Rússa“. Fjöldi rússneskra hermanna og brynvarinna bíla var nálægt Tsjetsjníju í gær en fréttir hermdu að innrás virtist ekki yfirvofandi í bráð. Tugir flugvéla fluttu hermenn og hergögn til borgarinnar Vlad- íkavkaz í nágrannahéraðinu Norð- ur-Ossetíu. Sílíkónið er hættulaust London. Reuter. EKKERT bendir til, að svokallaðar bijóstastækkanir þar sem sílíkón- púðar eru settir inn í btjóstin auki líkur á að konur fái krabbamein. Er það niðurstaða skoskrar rann- sóknar, sem staðið hefur í langan tíma eða frá 1982 til 1991. Var annars vegar fylgst með 319 konum, sem voru með sílíkón í bijóstum, og hins vegar jafn stór- um hópi, sem var aðeins með sín náttúrulegu brjóst. Enginn munur kom fram. I Bandaríkjunum hafa ígræðslur af þessu tagi verið bannaðar vegna ótta við krabbamein. i Bjóða Sinn Fein viðræður London. Reuter. BRESKA stjórnin hefur boðið Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýð- veldishersins (IRA), til könnunar- viðræðna í 'Belfast á miðvikudag í næstu viku. Áður hafði ríkisstjóm Johns Majors í London gefíð í skyn að slíkar viðræður myndu hefjast í lok desember, eftir alþjóðlega ráð- stefnu um miðjan mánuðinn sem ætlað er að efla fjárfestingar á Norður-írlandi. Varanlegur friður? Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði í gær að viðræðumar myndu gera kleift að koma á „var- anlegum friði" tii blessunar fýrir alla íbúa N-írlands. Sinn Fein krefst þess að héraðið verði sam- einað Irska lýðveldinu, sem er kaþóiskt en tæpur helmingur N- íra er kaþólskur. Á ráðstefnunni um fjárfestingar verða m.a. ^ talsmenn lýðræðis- flokka á N-írlandi en einnig full- trúar Bandaríkjastjórnar og er sagt að breska stjórnin hafi óttast að Bandaríkjamenn myndu hundsa ráðstefnuna ef ekki yrði áður búið að koma á fundi með Sinn Fein. Þýsk rannsóknarskýrsla opinberuð í Sunday Times Bresk fyrirtæki fjár- mögnuðu umsvif Stasi * a Islenskur kaupsýslumaður bendlaður við vopnasölu til Iraks AUSTUR-þýska leyniþjónustan Stasi notaði leynilega keðju á annan tug breskra fyriftækja til þess að selja vopn til íraks, veita helstu hryðjuverkasamtökum heims stuðning og fjármagna ólöglegt athæfi spilltra embættis- manna kommúnistaríkisins fyrr- verandi. Þetta kemur fram í breska blaðinu Sunday Times. Þar segir að flett hafi verið ofan af starf- semi Stasi í Bretlandi í 5.000 síðna rannsóknarskýrslu þýskrar þingnefndar sem kannaði starf- semi KoKo, leynilegrar deildar austur-þýska utanríkisviðskipta- ráðuneytisins. Bresku fyrirtækin voru reynd- ar hlekkur í evrópsku fyrirtækja- neti Stasi sem stundaði njósnir á Vesturlöndum, stal hernaðar- og iðnaðarleyndarmálum og gerði öryggislögreglunni kleift að koma tekjum af sölu 31.000 póli- tískra fanga til Vesturlanda á tímum kaldastríðsins í lóg. Nokkrir breskir fyrirtækjafor- stjórar, sem nafngreindir eru í skýrslunni, játuðu fyrir blaða- manni Sunday Times að fyrirtæki þeirra hefðu tengst Stasi. Hins vegar. kom það öðrum forstjórum í opna skjöldu að fyrirtæki þeirra hefðu verið notuð og jafnvel stjórnað af leyniþjónustunni. Á áttunda og níunda áratugn- um var KoKo, leynilegri deild austur-þýska viðskiptaráðuneyt- isins, stjórnað af Alexander Schalck, einum af yfirmönnum Stasi. Hans næstu yfirmenn voru Erich Mielke, sem fór með mál Stasi í austur-þýsku stjórninni, og Erich Honecker, fyrrum leið- togi Austur-Þýskalands. Að minnsta kosti sex háttsett- ir leyniþjónustumenn við austur- þýska sendiráðið í London fylgd- ust með starfsemi bresku fyrir- tækjanna sem Stasi hafði á sínum snærum. Þau voru venjulega í eigu eignarhaldsfélaga með lög- heimili í einhverri skattaparadís. íslenskur milligöngumaður í frétt Sunday Times segir frá þvi að íslenskur kaupsýslumaður, Loftur Jóhannesson, hafi notað vopnasölufyrirtæki í London, Techaid International, til þess að selja hersveitum Saddams Hus- seins íraksforseta 12 sovéska T-72 skriðdreka í janúarmánuði árið 1987 fyrir 26 milljónir doll- ara. „Nafn Lofts Jóhannessonar kemur fyrir í rannsóknarskýrslu þýska þingsins. Okkur skilst að hann sé fyrst og fremst miðlari, því fyrirtækið sem hann seldi skriðdrekana í gegnum er stjórn- að af öðrum manni. Við höfum árangurslaust reynt að ná tali af Lofti en hann hefur enn ekki svarað skilaboðum sem við höf- um lesið inn á símsvarann í íbúð hans í suðvesturhluta London,“ sagði Jason Burke, blaðamaður Sunday Times í samtali við Morg- unblaðiðj gær en hann rannsak- aði þýsku gögnin. Bruno Webers, einn af yfir- mönnum Treuhand-stofnunar- innar sem sér um einkavæðingu austur-þýskra ríkisfyrirtækja, sagði í viðtali við blaðið að starf- semi Stasi í Bretlandi væri ekki að fullu könnuð. Grunur léki á að eitt fyrirtæki hafi verið sett þar á stofn til þess að fela gjald- eyri sem fengist hefði sem meðg- jöf með pólitískum föngum sem leyft var að fara til Vesturlanda á tímum kaldastríðsins. Weber sagði að austur-þýsk kona, sem stjórnað hefði hluta starfseminnar í Bretlandi, hefði verið hneppt í varðhald í síðasta mánuði. Starfaði hún nú með rannsóknarlögreglu í Berlín. Hún hefur verið sökuð um að hafa dregið sjálfri sér milljónir punda úr svikamyllu Stasi í Bretlandi. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.