Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skagstrending- ur íhugar við- skipti við SH SKAGSTRENDINGUR hf. á Skaga- strönd hefur haft til athugunar að fela Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) að hafa milligöngu um sölu á afurðum sínum frá frystiskipunum Amari og ÖrvarL Fyrirtækið hefur um árabil selt megnið af afurðunum gegnum eigið sölufyrirtækí í Reykjavík, Piskileiðir hf. Þar á undan annaðist Asiaco sölu á afurðunum í nokkur ár. Sveinn Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði á þessu ári selt afurðir fyrir um 100 milljónir gegnum SH og fyrir 60 milljónir gegnum íslenskar sjávarafurðir. „Við höfum lent í erf- iðleikum með að selja afurðir okkar inn á Bandaríkjamarkað og gátum ekki selt þær á sama verði og Coldw- ater. Við vöídum þá leið að fá SH til að kaupa fiskinn af okkur af því við vildum ekki lækka verð.“ Hann sagði að ákveðið hefði verið að ræða við fulltrúa Sölumiðstöðvar- innar á næstunni um hvort skynsam- legt væri að auka þau viðskipti. Hins vegar hefði ekki verið sam- þykkt í stjóm félagsins að hefja við- skipti við einn eða neinn. „Ég neita því ekki að það gæti vel orðið breyt- ing á því,“ sagði hann. „Við eigum með reglubundnu millibili viðtöl og fundi með öllum okkar stærstu við- skiptavinum og ræðum um það hvemig hægt sé að finna hagstæð- ari leiðir." Framkvæmdir við bamaspítala geta hafist næsta haust FRAMKVÆMDIR við byggingu bamaspítala í tengslum við Land- spítalann ættu að geta hafist seint næsta haust, að sögn Guðjóns Magn- ússonar, formanns byggingamefnd- ar spítalans. Alútboð vegna bygg- ingarinnar fer að öllum líkindum fram næsta vor, en undirbúningur þess tekur 3-4 mánuði. Bamaspítalinn verður með 64 sjúkrarúm auk göngudeildar og ann- arrar aðstöðu sem ekki er til staðar í dag, og að sögn Guðjóns er áætlað- ur byggingarkostnaður 675 milljónir króna. Samkvæmt samningi frá síð- astliðnu sumri fást á íjárlögum sam- tals 375 milljónir króna á þremur árum, byggingarsjóður kvenfélags- ins Hringsins leggur fram 100 millj- ónir, Reykjavíkurborg 100 milljónir og byggingarsjóður bamaspítala hjá Ríkisspítulum 20 milljónir. Það sem upp á vantar er síðan gert ráð fyrir að fáist með söfnunum. í byggingamefnd bamaspítalans hafa verið skipuð auk Guðjóns Magnússonar, skrifstofustjóra í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, þau Davíð A. Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítala, Guðmundur Karl Jónsson, formaður stjómamefndar Ríkisspítala, Elísabet Hermanns- dóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, Víkingur H. Amórsson, prófessor, Hallgrímur Snorrason, formaður yfirstjómar mannvirkja- gerðar á Landspftalalóðinni, og Hróðmar Helgason, bamalæknir. Starfsmenn eru Ingólfur Þórisson og og Baldur Ólafsson. Hæsti vinningur í happdrætti SÍBS á óseldan miða SEX þúsund vinningar voru dregnir út í Vöruhappdrætti SÍBS í gær. Hæsti vinningur var sjö milljónir króna og kom hann á óseldan miða. Að sögn Helgu Friðfinnsdótt- ur, framkvæmdastjóra happ- drættisins, er sá háttur hafður á þegar hæsti vinningur geng- ur ekki út að hann flyst yfir á næsta mánuð. Hæstí vinningur í janúar verður því 8 milljónir. ■ Vinningaskrá SÍBS/33 Morgnnblaðið/Kristinn Gönguveður DÝR og menn hafa ekki annað en gott af röskri göngu. Ekki síst þegar veður er stillt eins og hér að ofan. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkuð hvassa austanátt um allt land í dag. Vindur verði á biiinu 8 til 10 stig en lægi síðdegis sunnanlands. Á fimmtudag og föstudag er búist við að hæg suðvestanátt og él taki við. Norðaustanátt og él verða á landinu norðanverðu á laugardag. Syðra verði léttara yfír. • • •• m Qrn og Orlygur greiða 20% samnmgskrafna Oddi, G. Ben. og Iðnþró- unarsjóður taka við NAUÐASAMNINGAR náðust í gær mílli bókaútgáfunnar Arnar og Örlygs og kröfuhafa. Sam- kvæmt samningnum býðst fyrir- tækið tíl að greiða 20% af samn- ingskröfum. Jafnframt var ákveðið að þrír af helztu lánardrottnum fyrirtækisins, Iðnþróunarsjóður og prentsmiðjumar Oddi og G. Ben tækju við fyrirtækinu frá og með deginum í dag og héldu rekstri þess áfram. Heildarsamningskröfur hljóðuðu upp á 263 milljónir króna og greið- ir fyrirtækið samkvæmt samningn- um því 52,6 milljónir króna. Iðn- þróunarsjóður var stærsti kröfu- hafi með um 16% krafna. Aðrir kröfuhafar vora ýmsir aðilar úr bókaiðnaði, samtals 147. Eigendur tæplega 94% samn- ingskrafna samþykktu nauða- samninginn. Til að nauðasamning- ar náist þurfa 80% kröfuhafa að samþykkja. Þeir þurfa jafnframt að eiga 80% kröfuljárhaeðar. Örlygur Hálfdánarson, eigandi Amar og Örlygs, og sonur hans, Hálfdán Örlygsson, höfðu gengist í persónulegar ábyrgðir fyrir rúm- um 100 milljónum af þessum 263. A fundi í fyrradag samþykktu krofuhafar samhljóða nauðasamn- ing þar sem þeir feðgar buðust til að greiða 7% af ábyrgðarskúldum sínum. Þar áttu stærstar kröfur Iðnlánagóður og prentsmiðjumar G. Ben. og Oddi. Morgunblaðinu barst í gær yfir- lýsing frá Ólafi Þorsteinssyni & Co, þar sem segir að fyrirtækið sé ekki aðili að samkomulagi lánar- drottna um að taka við rekstri Amar og Örlygs, en það hafi kom- ið fram í fréttum. Fjármálaráðherra breytir skattlagningxi bama og ungmenna Skattfqálsar tekjur bama verði 75 þúsund á ári FRIÐRIK Sophusson, fiármálaráð- herra, kynnti ríkisstjórninni í gær frumvarp til laga um breytingar á skattlagningu bama og ung- menna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að börn innan 16 ára aldurs geti haft allt að 75 þúsund króna árstekjur án þess að greiða útevar eða tekjuskatL Þá er gert ráð fyr- ir, að fiármálaráðherra gefí út reglugerð, þess efnis að tilfallandi tekjuöflun bama og ungmenna, til dæmis við merkja- og blaðasölu, unglingavinnu og önnur störf, myndi ekki stofn til álagningar tekjuskatts. Frumvarpið kemur í kjölfar umræðu um það hvort skattleggja eigi telgur blaðburðarbama eins og annarra barna en böm undir 16 ára þurfa almennt að greiða samtals 6% af skattskyldum tekj- um í útsvar og tekjuskatt. „Það voru tvær leiðir sem komu til greina. Það kom í ljós, eftir að þetta mál hafði verið rætt við ýmsa aðila, þar á meðal nefndar- menn í efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, að enginn stuðn- ingur er við að gera upp á millí bama,“ sagði Friðrik Sophusson. Hann sagði aðspurður að þetta þýddi að fyrirtæki í blaðaútgáfu, sem hafa blaðburðarfólk í fastri vinnu, verði að halda utan um skattuppgjör þess, þótt til greina komi að í vissum tilvikum verði skatturinn greiddur eftir á en ekki með staðgreiðslu. 4% skattur og 2% útsvar í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Hér er lögð til sú breyting að tekjuskattur verði ekki lagður á launatekjur bama og ung- menna undir 75.000 á ári. Jafn- framt er gert ráð fyrir að ljármála - ráðherra gefi út reglugerð þar sem tekjur að sömu fjárhæð hjá sama launagreiðanda verði undanþegnar staðgreiðslu. Með þessu er lagt til að tilfallandi tekjuöflun bama og ungmenna, t.d. við merkja- og blaðasölu, unglingavinnu og önnur störf myndi ekki stofn til álagning- ar tekjuskatts. Gert er ráð fyrir því að samskon- ar breytingar verði gerðar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þann- ig að sömu tekjur verði undan- þegnar útsvari til sveitarfélaga. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessara breytinga er áætlað um 30 milljón- ir króna.“ Ekið í veg fyrir lög- reglubíl EKIÐ var í veg fyrir lögreglu- bíl frá Hafnarfirði á gatnamót- um Breiðholtsbrautar og Stekkjarbakka um kvöldmatar- leytið í gær. Tveir lögreglu- menn voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl. Tvímenningamir vom far- þegar í lögreglubílnum. Öku- menn beggja bílanna sluppu hins vegar við meiðsl. Bílamir skemmdust töluvert og voru fluttir burt með kranabíl. Eldur í sendibfl Slökkviliðið í Reykjavík var kallað ut vegna elds í vélarhúsi Ægisíðu um kl. ið var á staðrnr hins vegar tekis lögum eldsins a Fjármálaráð- herra á Alþingi Ríkistjórnin sein með mál FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra tók í gær undir gagnrýni stjómarandstæðinga á Alþingi á að ýmis fyigifrumvörp fjárlaga- frumvarpsins væm enn ekki komin fram. Ákveðið var í gær að fresta 2. umræðu um fj árl agafru mvarpið fram í næstu viku, en samkvæmt starfsáætlun Alþingis átti umræð- an að fara fram í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega í upphafi þingfundar í gær, að fylgifrumvörp fjárlaga- frumvarpsins hefðu ekki enn litið dagsins ljós en þar er um að ræða frumvarp um ýmsar ráðstafanir í efnahagsmálum og skattafrum- vörp. Friðrik Sophusson sagði það vonum síðar að sljómarandstaðan ' kvartaði undan því að fi-umvörp kæmu ekki frá ríkisstjóminnL „Ég vil taka undir það að mér finnst ríkisstjómin vera mjög sein á ferð- inni með sín frumvörp,“ sagði Frið- rik. Von á frurnvörpum Hann sagði að ráðgert væri að frumvarp um ráðstafanir í ríkis- ljármálum kæmi fram í vikunni en það væri nú til umræðu í þing- flokkum stjómarinnar. Skatta- frumvörp myndu einnig koma fram, en ekki væri gert ráð fyrir miklum breytingum á sköttum að þessu sinni og því yrði um einfald- ar breytingar að ræða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.