Morgunblaðið - 07.12.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.12.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 13 FRÉTTIR Nýr forstjóri SVR Lilja Ólafs- dóttir ráðin BORGARRÁÐ samþykkti sam- hljóða að ráða Lilju Ólafsdóttur, forstjóra Strætisvagna Reykjavík- ur, frá og með næstu áramótum. Stjórn SVR mælti einróma með ráðningu hennar. í greinargerð stjórnar SVR til borgarráðs kemur meðal annars fram að Lilja hafi verið valin úr hópi 22 umsækjenda. Þriggja manna starfshópur valdi fjórtán úr hópnum og voru þeir boðaðir í við- tal. Var starfshópurinn einróma um að mæia með Lilju í starfið. 22 umsækjendur Aðrir sem sóttu voru Bjarni Ein- arsson, Björn Helgason, Geir Þór- ólfsson, Haraldur L. Haraldsson, Haukur Harðarson, Haukur Bald- ursson, Hörður Gíslason, Jón Þ. Gunnarsson, Jón Hreiðar Ríkharðs- son, Jónas Bjarnason, Sigríður Ás- grímsdóttir, Sigurður Árnason, Sig- urður Einar Steinsson, Sigurður Örn Sigurðsson, Sverrir Arngríms- son, Sverrir Vilhjálmsson, Sveinn Aðalsteinsson og Torben Friðriks- son. Aðrir umsækjendur óskuðu nafnleyndar. -----» ♦ ♦ Alþýðuflokkur á Reykjanesi Prófkjör í janúar ALÞÝÐUFLOKKURINN mun við- hafa opið prófkjör til uppstillingar á framboðslista sinn í Reykjanes- kjördæmi fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Prófkjörið verður 21.-22. janúar nk. Tillaga um prófkjör var sam- þykkt á fundi kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins sem haldið var í Keflavík í fyrrakvöld. Þingmenn kjördæmisins, Rannveig Guð- mundsdóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson og Petrína Baldursdóttir, gefa kost á sér áfram og sækjast bæði Rannveig og Guðmundur eftir 1. sætinu. Á fundinum í fyrrakvöld lýsti Hrafnkell Óskarsson læknir í Kefla- vík því yfir að hann hygðist bjóða sig fram. Framboðsfrestur rennur út í lok mánaðarins. -----♦ ♦ ♦--- Lyfjastuldur upplýstur ÞJÓFNAÐUR á lyfjum úr vöruaf- greiðslu á Bifreiðastöð íslands sl. föstudag hefur verið upplýstur. Karlmaður á fímmtugsaldri var handtekinn sama kvöld, grunaður um aðild að málinu. Hann hefur nú viðurkennt stuldinn og vísað á lyfin. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins náðust nánast öll lyfin. Styttur bæjarins í desembersól REYKJAVÍK skartaði sínu fegursta eftir hádegið í gær þegar glaðnaði til og desembersólin skein á snævi þakta borgina. Við Esjuhlíðar í fjarska ber styttur stórmenna úr íslandssögunni; Friðrik Frið- riksson, Hannes Hafstein og Kristján IX konung. Styttur þeirra tveggja síðarnefndu standa á blett- inum framan við Sljórnarráðshúsið. Skel jungsbúðin Suðurlandsbraut 4 • Sími 603878 Opið mán. - fös. kl. 9.00-18.00, laug. kl. 10.00-14.00 Stýrissleði með bremsum og dempara Gönguskór, loðfóðraðir Skógrækt með Skeljungi Ath. nýtt greiðslukortatímabil hefst á morgun, 8. des mm u |ólag|afa HL... d ; Slceljungsbúðinni Regatta flísjakki með rennilás Regatta vatnsheldur, flísfóðraður jakki Grizzly rúllukraga- bolur úr 100% bómull Grizzly flísbolur, 2 litir Regatta isotex úlpa úr vatnsheldu öndunarefni með lausum flísjakka Oryggishjalmur Armbandsúr með leðuról MAX barnagalh, stærðir 2, 4 og 6 Skíðahanskar Skiðahanskar Regatta flísbuxur Regatta isotex buxur ur vatnsheldu öndunarefni Britax öryggishjálmur Bakpoki 65 lítra njóþota eðurkuldaskór, uppháir og loðfóðraðir á Suðurlandsbraut 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.