Morgunblaðið - 07.12.1994, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Sverrir
SAMNINGUR undirritaður. Á myndinni eru f.v. Halldór Vilhjálmsson, Flugleiðum , Brynjólfur Helgason, Landsbanka, Geir Garðars-
son, sljórnarformaður, Gunnar Helgi Hálfdanarson, Landsbréfum, Ulfar Henningsson, stjórnarmaður, og Björn Theódórsson, Flugleiðum.
Landsbréfum falinn rekst-
ur Eftirlaunasjóðs FÍA
SAMNINGAR hafa tekist um að Landsbréf hf.
taki að sér alla umsjón og daglegan rekstur Eftir-
launasjóðs Félags íslenskra atvinnuflugmanna
frá og með næstu áramótum. Landsbréf hafa frá
síðustu áramótum haft umsjón með fjárfestingum
sjóðsins til reynslu. I ljósi hennar ákvað stjórn
sjóðsins að gariga til samninga við fyrirtækið.
Eftirlaunasjóður FÍA er stærsti lífeyrissjóður
landsins sem gerir samning af þessu tagi en
heildareignir sjóðsins eru nú um 3,5 milljarðar.
Er hlutfall eigna á móti skuldbindingum með því
hæsta sem gerist hjá lífeyrissjóðum.
Sjóðurinn hefur haft skrifstofuaðstöðu hjá FÍA
og mun hafa einhveija aðstöðu þar áfram. llann
hefur ekki haft fasta starfsmenn heldur annast
stjórnarmenn daglegan rekstur ásamt endurskoð-
unarskrifstofu. Um næstu áramót flyst öll þjón-
usta við sjóðfélaga, innheimta iðgjalda, út-
greiðsla lífeyris, upplýsingagjöf við bankaeftirlit
Heildareignir sjóðsins
eru um 3,5 milljarðar
og bókhald til Landsbréfa. Að sögn Óttars Guð-
jónssonar, umsjónarmanns sjóðsins hjá Lands-
bréfum, er stefnt að því að ná fram verulegum
sparnaði í rekstri og betri ávöxtun. Á síðasta
ári nam raunávöxtun sjóðsins 6,47% skv. útreikn-
ingum bankaeftirlits Seðlabankans. Hann sagði
að sjóðurinn hefði nýlega breytt sinni reglugerð
í þá veru að nú væri heimilt að fjárfesta allt að
10% af hreinni eign í erlendum verðbréfum.
„Við munum nú skoða það með stjórn sjóðsins
hvernig best sé standa að erlendum ljárfesting-
um. Það er ljóst að gætt verður ítrustu varkámi
í því efni.“
Eftirlaunasjóður FÍA er þriðji lífeyrissjóðurinn
þar sem Landsbréf annast allan rekstur en fyrir
voru Islenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður
tannlækna. Þá annast fyrirtækið fjárfestingar
og umsýslu fyrir nokkra aðra sjóði.
Hægt að ná fram verulegum sparnaði
Að mati Landsbréfa má búast við að lífeyris-
sjóðir leiti í auknum mæli til verðbréfafyrirtækja
um að taka að sér heildarumsjón með rekstri
þeirra eða hluta fjárfestinga þeirra. Með auknu
úrvali verðbréfa og hraðari breytingum á fjár-
magnsmarkaði verði sífellt erfiðara að henda
reiður á hagkvæmustu fjárfestingarkostunum
hveiju sinni. Jafnframt telja Landsbréf að með
því að nýta kosti samrekstrar og stærðarhag-
kvæmni sé unnt að veita lífeyrissjóðum þjónustu
á góðum kjörum þannig að verulegur sparnaður
náist fram í rekstri. Sömuleiðis njóti sjóðirnir
aðgangs að sérfræðiþekkingu sérhæfðra sjóðs-
stjóra við ávöxtun eigna.
Spá aukn-
um auglýs-
ingum 1995
New York. Reuter.
AUGLÝSINGAR munu aukast
verulega í Bandaríkjunum á
næsta ári og jafnvel enn meir
í Asíu, Evrópu og Rómönsku
Ameríku að sögn framámanna
i auglýsingaheiminum á fjöl-
miðlaráðstefnu á vegum Paine
Webber Inc.
Bílaverksmiðjur, snyrtiv-
öruframleiðendur, matvæla-
fyrirtæki og keðjur veitinga-
húsa vörðu talsvert auknu fé
til auglýsinga 1994 og fátt
bendir til þess að dregið verði
úr þeim kostnaði 1995 að sögn
eins ræðumanna á ráðstefn-
unni.
Helzta vísbendingin um
auknar auglýsingar á næsta
ári er góð fyrirfram sala á
auglýsingum í stærstu sjón-
varpsstöðvum Bandaríkjanna.
Að sögn fulltrúa CBS hefur
salan verið 18% meiri en fyrir
ári. Bandarískar blaðauglýs-
ingar munu aukast jafnvel enn
meir 1995, um 7.5%.
Meiri aukning utan
Bandaríkjanna
Utan Bandaríkjanna er því
spáð að auglýsingum muni
fjölga meir í Rómönsku Amer-
íku, Asíulöndum öðrum en
Japan og Evrópu.
Talið er að auglýsinga-
kostnaður í Bandaríkjunum
muni aukast um 4.6% 1995
miðað við 1994 — en um 8.2%
í Evrópu og 18% í Rómönsku
Ameríku. Talið er að aukning-
in í Asíu verði 10.3% á einu
ári. Auglýsingar í heiminum
jukust um 6.4% í ár.
*
Skýrsla um samkeppnisstöðu Islands
Frábært vinnuafl
en veikt hagkerfi
ÍSLAND er ekki ýkja fýsilegur kostur fyrir erlenda fjárfesta, ef marka
má nýja skýrslu, hina fyrstu sinnar tegundar, þar sem samkeppnishæfni
landsins er borin saman við önnur lönd. Af 23 ríkjum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD) er ísland í 18. sæti, ef tekið er tillit til
yfir 370 atriða sem talin eru skipta máli í alþjóðlegri fjárfestingu, allt
frá hagvexti til fjölda faxtækja til viðhorfs fólks til lífsins.
Staða íslands er þó mjög mis-
munandi eftir því til hvaða þátta
er litið. Við mat á framboði og
hæfni vinnuafls í landinu lendir ís-
land í öðru sæti og eiga aðeins
Danir meiri mannauð. Hins vegar
búa aðeins þijú OECD-lönd við
veikara hagkerfi: Svíþjóð, Tyrkland
og Grikkland. Þá er Island langaft-
ast á merinni af iðnvæddum þjóðum
hvað alþjóðavæðingu varðar, þ.e.
mat á þátttöku í alþjóðlegum við-
skiptum.
Skýrsla um samkeppnisstöðu ís-
lands er gefin út af Aflvaka Reykja-
víkur hf., sem er félag í eigu
Reykjavíkurborgar og annarra aðila
sem tengjast borginni og á meðal
annars að fá ijárfesta til að byggja
upp atvinnu á höfuðborgarsvæðinu.
Skýrslan byggir á svissnesku
skýrslunni The World Development
Report, þar sem reynt er að meta
samkeppnishæfni ríkja út frá sjón-
armiði alþjóðlegra fjárfesta. Þar er
að tveimur þriðju hlutum gengið
út frá hagtölum, en að þriðjungi
byggt á viðhorfskönnun meðal
stjórnenda í einstökum löndum.
Ragnar Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Áflvaka Reykjavíkur
sagði að skýrslan væri fyrst og
fremst hugsuð sem vinnuskjal fyrir
stjórnendur í atvinnulífi og hjá hinu
opinbera, sem myndi hjálpa þeim
til að meta styrk og veikleika ís-
lands sem ijárfestingarkosts.
Kostir og gallar íslands
Ástæður þess að ísland er svo
neðarlega í röðinni kunna að liggja
í því hve hagkerfið er lítið og háð
einni grein, fiskveiðum, að því að
segir í skýrslunni. Af einstökum
atriðum sem draga ísland niður
má nefna að aðeins Nýsjálendingar
hafa búið við minni hagvöxt (miðað
við 1987-’91), framfærslukostnað-
Samanburður á samkeppnishæfni
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23
OECD LÖND 1993
ur er hvergi hærri nema í Japan,
aðeins Grikkir og Tyrkir njóta minni
lánstrausts og engir telja sig njóta
minni aðgangs að erlendum fjár-
magnsmörkuðum og íslendingar.
Meðal þess sem telst íslendingum
til tekna er mikil minnkun á verð-
bólgu, fáir glæpir, lítið atvinnuleysi
(þar er þó miðað við 1991) og lítill
úrgangur frá iðnaði. Þá er vinnu-
semi Islendinga talin af hinu góða,
en íslendingar eru þar í sérflokki,
ásamt Tyrkjum, með rúmlega 47
stunda vinnuviku (næstir okkur
koma Bretar með tæplega 42
stunda viku, en Finnar og Danir
vinna ekki nema um 31 stund).
Og hvað með viðhorf fólks til lífs-
ins? Jú, ef marka má könnun á áliti
157 íslenskra stjórnenda hefur eng-
in OECD-þjóð jafn jákvætt viðhorf
til lífsins og íslendingar, nema írar.
Námskeið í kælimiðilsskiptum
Dagana 10.-11. desember verður haldið kæli-
tækninámskeið fyrir vélstjóra í Vélskóla Islands.
Farið verður m.a. í reglugerðir, staðgengiefni,
framtíðarefni, kælimiðilsskipti, fyrirbyggjandi
viðhald kælikerfa, lekaleit og lekaleitartækni.
Skráning á námskeiðin er hjá Vélstjórafélagi
íslands í síma 91-629062.
Vélstjóraféiag íslands
I
l
í
-
>
í
►
1
i
i
í.
I
I
i
i
í
i
I
i
i
i
i
i
I-