Morgunblaðið - 07.12.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 23
Ofgnott og
óhóf nútímans
BOKMENNTIR
Tcxti um list
GOÐSAGNAMÁLARINN
ERRÓ
eftir Marc Augé. íslensk þýðing: Sig-
urður Pálsson. Prentun Oddi. Le Lit
du Vent, París 1994 - um 300 síður.
9.880 kr.
HÖFUNDUR textans í þessari
veglegu bók um Erró er franski
þjóðfræðingurinn Marc Augé.
Hvers vegna er þjóðfræðingur
að skrifa um list? Augé eyðir tölu-
verðu rúmi í að svara þessari spurn-
ingu sem í raun og veru er fánýt.
En hann sýnir vel fram á hvað list-
málari og þjóðfræðingur eiga sam-
eiginlegt. Þeir eru báðir „afkomend-
ur mikillar hefðar með frægum
nöfnum, hvort sem þeir eru trúir
þessari hefð eða -ekki“ og báðir
„hafa áhuga á veröld samtímans,
að greina, endurskapa og túlka
hana“.
Ofgnótt
Ég hafði afar gaman af að lesa
bók Augés um Erró og mun hér
nær eingöngu velta fyrir mér text-
anum í bókinni. Sigurður Pálsson
skáld hefur þýtt hann röggsamlega
og hefur það ekki verið vandalaust.
Smávægilegum aðfinnslum verður
sleppt. Bókin er í heild sinni mikil
prýði, ríkulega myndskreytt með
list Errós frá fyrstu tíð til dagsins
í dag. Listaverk eru í meirihluta,
en líka eru birtar ljósmyndir úr lífi
Dulin
TÓNLIST
Bústaðakirkja
KAMMERMÚSÍK
Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanó, Sigurður I. Snorrason klari-
nett, Guðný Guðmundsdóttir & Sig-
urlaug Eðvaldsdóttir fiðlur, Guð-
mundur Kristmundsson víóla og
Gunnar Kvaran selló. Verk eftir
Beethoven, Hindemith og Dvorák.
FJÖLMENNT var á síðustu tón-
leikum Kammermúsíkklúbbsins í
Bústaðakirkju á þessu ári. Áheyr-
endahópurinn var nokkuð samsettur,
en roskið fólk þó í greinilegum meiri-
hluta, öfugt við það sem yfirleitt
gerist á tónleikum með nýrri tónlist.
Væri óskandi að sæist meiri blöndun
aldurshópa á báðum vettvöngum.
Tónleikarnir hófust á Tríói Beet-
hovens fyrir klarinett, píanó og selló,
op. 11, er hann samdi 26 ára gamall
í Vínarborg 1797. Verkið er í þrem
þáttum og ekki rismikið miðað við
t.d. hina rétt ósömdu Pathétique
píanósónötu (1797/98). Stefjaefni 1.
og einkum 3. þáttar (tilbrigði) jaðrar
við flatneskju, sem Beethoven nær
ekki að hefja í æðra veldi eins og
stundum síðar, sbr. Diabelli-tilbrigðin.
Þau Anna Guðný, Sigurður og
Gunnar fiuttu verkið allfallega, eink-
um hinn syngjandi milliþátt, þrátt
málarans. Frágangur bókarinnar
og prentun er vitnisburður um
vinnubrögð sem ættu að vera regla
en ekki undantekning.
Marc Augé kveðst ekki vilja setja
list Errós inn í staðlaða formúlu,
en við fyrstu sýn virðist hún „dæmi-
gerð fyrir þijú svið ofgnóttar" hins
svokallaða „ofurnútíma“. í fyrsta
lagi talar Augé um atburðaofgnótt
(ofgótt frétta), ofgnótt mynda sem
tengist því sem fyrr var nefnt og
loks birtingarform ofgnóttar sem
tengist fyrrnefndu sviðunum tveim-
ur „og mætti nefna einstaklings-
bundna ofgnótt; sérstæða einsemd
sem vekur þá kennd hjá hverjum
einstökum að hann ráði engu um
framrás sögunnar en sé samt sí-
fellt kallaður til vitnis um hana með
myndum sem troðið er upp á hann“.
Yfirgengilegt óhóf
veraldarinnar
Síðar í bókinni telur Augé líklegt
að Erró muni einhvern daginn mála
„víðáttumynd allra víðáttumynda"
sem hann skilgreinir sem „hina
risavöxnu, andlitslausvr sjálfsmynd,
sem mætti búa til með hvaða sam-
safni málverka hans sem er“. Hann
heldur áfram og kemst þar að
kjarna máls að mínu viti: „Sagan
og stöðug ofgnótt atburða hennar
munu ekki gefa honum tíma til
þess, en hann hefur alla burði til
að takast á við landamæralausa
framvindu sögunnar. Hann er mað-
ur sem málar yfirgengilegt óhóf
veraldarinnar og getur því aldrei
orðið hófsemdarmálari. Málverk
dulúð
fyrir áþreifanlegan jafnvægisvanda
í styrk framan af, auk smáslyss hjá
píanói í lok. 1. tilbrigðis í Finale-
þætti. Klarinettið kom í Beethoven
sem í Hindemith hvað bezt út á veik-
ustu nótunum, sem Sigurður höndl-
aði meistaralega, enda þótt intóna-
sjónin væri eilítið hvöss; hið algjöra
víbratóleysi klarinettsins varð end-
rum og eins heldur tilbreytingar-
laust, einkum í Beethoven, og hefði
að skaðleysu stundum mátt krydda
með votti af titringi. Annars er svo-
sem spuming hvað hefði mátt gera
fyrir þetta fremur daufa æskuverk;
hin varfærnislega nálgun þeirra fé-
laga dugði a.m.k. ekki til að gæða
það áberandi lífi.
Upptökubíll frá Ríkisútvarpinu var
mættur á staðinn, og kann að hafa
verið megintilefnið, að Kvintett Hin-
demiths fyrir klarinett og strengja-
kvartett op. 30 var (skv. tónleika-
skrá) frumfluttur á íslandi á þessum
tónleikum. Verkið er samið 1923
(þegar Hindemith var litlu eldri en
Beethoven þá op. 11 kom undir), og
mætti því þykja furðu langur dráttur
á hérlendum flutningi. Á hitt ber að
líta, að andstætt tríói Beethovens
gerir kvintett Hindemiths óhen\ju-
miklar tæknilegar kröfur til flytjenda;
kröfur sem hljóðfæraleikarar landsins
hafa í raun fyrst náð að uppfylla á
síðustu áratugum. Tónvefurinn er víð-
ast hvar snúinn og þvældur í hiöðu
LISTIR
hans eru list offylli, þau
em troðfull af sögum,
enginn sjóndeildar-
hringur takmarkar þau
og engin undankomu-
leið blasir við. En með
þessari elju sinni að
reyna að tæma við-
fangsefni og myndir
heimsins staðfestir
Erró tilvist sína og
sjónarhól sinn, þaðan
sem hann skoðar heim-
inn, án þess að gangast
undir þau forlög sem
hann sýnir í verkun-
um.“
Frakkar eiga rót-
gróna hefð í því að skrifa skáldleg-
an texta um myndlist og á það eink-
ar vel við um list Errós sem er frá-
sagnarleg svo að ekki sé sagt bók-
mentaleg. Augé er á hinum skáld-
legu nótum í bland við heimspeki
og þversagnaleik sem einkennir
Frakkana. Stíllinn hjá honum er á
köflum of hlaðinn og spenntur fyrir
venjulegan íslenskan lesanda mynd-
listarumfjöllunar og gagnrýni sem
heldur dauðahaldi í hversdagsleik-
ann og kappkostar að bijóta til
mergjar form í staðinn fyrir inni-
hald verks. Það ætti aftur á móti
ekki að skaða að þiggja samfylgd
Augés um heima Érrós.
Gagnrýni og ljóðlist
Hugmyndir skáldsins Apollinair-
es um listrýni eru rifjaðar upp í bók
Augés. Það er sú skoðun að þegar
gagnrýni sé ekki niðurrif sé hún
ljóðlist, geti ekki verið annars eðlis
en ljóð. Sé ljóðlistin eina aðferðin
til að setja saman gagnrýni, eina
aðferðin til að nálgast kjarna listar-
innar, erum við komin að því sem
Philippe Dagen segir um efnið að
ekki sé reynt að greina verk heldur
verði ný sköpun sem myndi sam-
hljóm við verkið.
Þessi merkilega umræða hefur
líka beinst að bók-
menntagagnrýni.
Það er líklega ekki
tilviljun að einn helsti
myndlistargagnrýn-
andi síns tíma var
skáldið Charles Baud-
elaire.
Áreiti sem
hvatning
Þótt Erró máli óhóf,
víddir sem stundum
skelfa (en ekki alltaf)
virðist áreitið honum
nauðsynlegt og hann
hefur ekkert á móti
því. Það er þvert á
móti uppspretta hjá honum. Augé
bregður á leik hvað þetta varðar
með því að koma með eigin hug-
myndir að verkum fyrir Erró. Hann
setur sig í rituðum texta í spor
hans, reynir að sjá með hans aug-
um. Þetta er forvitnilegt innskot.
Textaflæðið sem á það til að
vera hátíðlegt er rofið með sviðsett-
um myndum (atvik í bíó) og jafnvel
ferðalýsingu höfundarins. Þetta
jarðbindur, en þó ekki um of.
í öllum þeim tilvitnunum, tilvís-
unum i aðra sem Erró byggir á og
vinnur úr, hvort sem á að kalla það
í anda popplistar eða súrrealisma,
minnir hann á ýmsa samtímarithöf-
unda eða kannski minna þeir frem-
ur á hann vegna þess hve snemma
hann var á ferðinni með þessa að-
ferð. Hann hættir í raun fljótlega
að mála sjálfur, fer að nýta mál-
verk annarra í eigin myndgerð.
Bókin Goðsagnamálarinn Erró
sýnir vel samhengið í list málarans.
I lok sjötta áratugar er hann þegar
búinn að finna leið (Skóladagar,
Tilfinningakennarinn, Dauði lista-
verkasafnara) sem hann ræktar
áfram. Hann lætur ekki staðar
numið undir merkjum frelsisins.
Jóhann Hjálmarsson
Erró
þáttunum og leiðir hugann að prímití-
vísku skeiðum Bartóks og Prokofievs.
Þama er komið hið „erfiða" yfirbragð
módemisma 20. aldar, sem ósjálfrátt
segir forsendulausum hlustendum að
hypja sig; yfirbragð sem reyndar hefl-
aðist af Hindemith síðar, eftir að
hann fékk áhuga á að semja brúkun-
artónlist fyrir amatöra.
Þeir félagar gerðu verkinu eins
góð skil og hægt er, án þess að hafa
spilað í sama kammerhóp í áraraðir.
Hins vegar gruhaði mann, að þetta
æskuverk Hindemiths, eins og með
mörg virtúósísk nútímastykki, út-
heimti ekkert minna en áralangt
náið samstarf túlkenda til að gera
sig. Hér vantaði semsé nokkrar pró-
sentur upp á að svo yrði. Þó að
margt væri snöfurlega leikið, vantaði
þá spennu, sem aðeins samspil á
hugsanaflutningsstigi getur komið
til leiðar.
Tónleikunum lauk eftir hlé með
hinum elskulega Píanókvintett op
81 eftir Dvorák frá 1887. Lagrær
frjósemi Dvoráks flæðir þar örlátt
yfir vötnum, enda komst hljómlistar
fólkið tiltölulega bezt frá nótnaörk
um sínum hér, þó að nokkurra sár
inda gætti á stöku háttliggjandi stai
hjá strokhljóðfærunum. Það sem stói
upp úr af tónleikunum í heild var
mínum huga laufléttur píanóleiku
Önnu Guðnýjar og safaríkur selló
tónn Gunnars Kvaran. Varfærn
kammerhópsins í hægu köflunum
kallaði að vísu oft fram fallega áferð,
en þvi miður án þess að vekja þá
dulúð sem þarf til að kveikja eftir-
væntingu áheyrenda.
Ríkarður Ö. Pálsson
Hólmfríður
Bjartmarsdóttir
Atli
Vigfússon
Nýjar bækur
FJÓSAMÚSIN á afmæli nefnist ný
barnabók eftir Atla Vigfússon með
teikningum eftir
Hólmfríði
Bjartmarsdótt-
ur.
I kynningu út-
gefanda segir:
„Fjósamúsin-
býður öllum sem
hún þekkir til af-
mælisveislunnar.
Kvöldið er
ógleymanlegt og
dýrin dansa
langt fram eftir
nóttu. Þau hafa
aldrei skemmt
sér eins vel.“
Bókin er prýdd
fjölda heilsíðu lit-
mynda eftir sög-
unni og gefa þær
henni ævintýra-
legt yfirbragð.
Þau Atli og
Hólmfríður hafa
áður unnið saman við gerð bóka
fyrir börn.
Bókþing gefur bókina út. G. Ben-
Edda prentaði. Bókin er 43 síður.
• ÞEGAR óskirnar rætast er ný
ástarsaga eftir Bodil Fosberg.
í bókarkynningu segir: „Þegar
óskirnar rætast er áhrifamikil og
grípandi ástarsaga um stúlkuna sem
þurfti að ganga í gegnum ofurmann-
legar þrengingar sem þurfti að
ganga í gegnum ofurmannlegar
þrengingar og lífsreynslu sem kost-
aði hana næstum lífið. Hún upplifði
í staðinn ástarsamband sem var
henni meira virði en öll auðæfi
heimsins."
Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bók-
in er 168 bls. Skúli Jensson þýddi.
Prentvinnsla: Oddi hf.
• BLA UTIR kossar eftir Smára
Frey og Tómas Gunnarer komin
út. Höfundar bókarinnar eru átján
ára gamlir. Efnið sem þeir skrifa
um er komið úr umhverfi þeirra,
daglegu lífi íslenskra unglinga. Skól-
inn, fyrsta ástin, samskipti foreldra,
þetta er lífsreynsla sem allir þekkja.
Bókin er frumraun þeirra félaga.
„Hún er full af húmor, en þó er sterk-
ur undirtónn í sögunni," að sögn
útgefanda.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
150 bls. ogkostar 1.980 krónur.
Husky Lock
460 D
Nýja overlock línan
Fyrir hina kröfuhör&u
Verö
43.300- kr. stgr.
VÖLUSTEINNhf
faxofen 14, Sími 889505
Umboðsmenn um alll land.
Full búð af nýjum vörum!
Opið laugardag frá kl. 10.00 til 18.00
og sunnudag frá kl. 13.00 til 17.00